Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 57 Ég man fyrst eftir Dódu frænku á sjö- unda áratugnum, hún stóð við vegkantinn og tók á móti mér úr rútunni. Ég ætlaði að vera hjá henni, Yngva og strákunum um helgina, hafði ekki verið hjá þeim áður. Mikið hlakk- aði ég til. Hún var litla systir hans pabba og það var henni og Báru stórusystur þeirra að þakka að ég kynntist föðurfjölskyldunni minni. Hvílík sæla, þessi helgi var frá- bær í minningunni. Ég fékk að sofa í öðru herbergi stóru strák- anna og viti menn, það var snyrti- aðstaða inni í í skápnum í herberg- inu, stórkostlegt, hreinlega eins og í ævintýri. Svona var bara til hjá Dódu frænku, skemmtilegt, spenn- andi og ég hlakkaði alltaf til að hitta hana. Yngvi og strákarnir voru líka einstakir. Hún hafði meiri áhrif á líf mitt en sjálfir Bítlarnir sem allt ætluðu Þórunn Elíasdóttir ✝ Þórunn Elías-dóttir fæddist á Davík hinn 11. jan- úar 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 14. októ- ber síðastliðinn og var jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 23. október. um koll að keyra á þessum tíma og öll ungmenni ærðust yf- ir. Hvorki Lennon né McCartney höfðu tærnar þar sem hún hafði hælana. Dóda frænka var mín fyr- irmynd. Hún var í fyrsta lagi fallegasta kona sem ég hafði nokkurn tíma séð, með sitt kolbikasvarta hár og svarbrúnu augu. Hláturmild, með góð- an húmor, skarpgreind, vel lesin, hlý, áhugasöm, ættrækin og í öðru lagi var ég afar stolt af því að hún væri frænka mín. Hlutunum kom hún vel fyrir, allt var í röð og reglu bæði á heimilinu og í garð- inum, enda margverðlaunaður. Allt sem hún gaf sig að gerði hún afar vel, hvort sem það var uppeldi sona sinna, að hugsa um heimilið, bókasafnsstarfið, tengda- dæturnar, barnabörnin, vinirnir eða hitta okkur hin. Í 50 ár hef ég fengið að vera samferða þessari frábæru frænku og af henni hef ég lært margt gott. Nú lýsir friðarsúla Lennons upp himininn en Dóda frænka er kom- in hærra, hún er gengin á vit skap- arans. Um leið og ég votta Yngva, strákunum og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð vil ég þakka af alhug fyrir allt og allt. Hans vegur er væng haf og geiminn mér guð gaf um eilífð sem einn dag hans frelsi er faðm lag (Ingimar Erlendur Sigurðsson) Ellen Björnsdóttir. Þórunn og Yngvi hófu sína sam- búð mjög ung að árum og settust fljótlega að í Hafnarfirði. Ungar byrjuðum við nokkrar vinkonur saman í saumaklúbb. Ein í hópnum, Auður Þorláksdóttir, var þá flutt til Hafnarfjarðar og bjó þar í námunda við Hellisgerði. Eitt sinn nefndi hún við okkur að hún hefði kynnst ungri konu, sem var nýflutt í Fjörðinn og langaði að kynnast fleira fólki og vildi gjarnan vera í saumaklúbb, enda mikil handavinnukona. Spurði Auður hvernig okkur hinum litist á að hún kæmi næst til sín og kom þá í ljós að Þórunn var frá Dalvík. Vilborg Tryggvadóttir var ein í hópnum og var hún líka frá Dalvík, svo það urðu fagnaðarfundir, því þær þekktust frá sínum æskuár- um. Þar með var Þórunn komin í hópinn okkar og hefur sú vinátta haldist síðan, enda gott að eiga slíka vini sem þessa samheldnu og góðu fjölskyldu. Nú eru Auður, Vilborg og Þór- unn allar horfnar af okkar sjón- arsviði. Allt fá því þau bjuggu fyrst í ná- munda við Hellisgerði og hófu svo að byggja í Lækjarkinninni var gaman að fylgjast með gangi mála. Elías faðir hennar var góður smið- ur og hann og Friðrikka móðir hennar tóku mikinn þátt í allri þessari uppbyggingu og um leið var fjölskyldan einnig að stækka, því þau eignuðust 4 mannvænlega syni. Þórunn háði mjög hetjulega bar- áttu við þann erfiða sjúkdóm sem náði því miður tökum á henni. Við þökkum Þórunni og allri fjölskyldunni þá löngu og góðu vináttu sem við höfum átt í öll þessi ár. Við minnumst hennar með hlý- hug og söknuði og sendum Yngva og öllum hinum dýpstu samúðar- kveðjur. Í Guðs friði, Dóra G. Jónsdóttir. Nú kveðjum við Þórunni Elías- dóttur kæra félagskonu til margra ára. Hún var mjög virk og alltaf tilbúin í að vinna öll tilfallandi verkefni. Í mörg ár var Kvenfélagið Hringurinn í Hafnarfirði með bas- ar á Aðventu. Voru þar mörg fal- leg listaverk og annar varningur unnin af félagskonum seldur, ásamt heimabökuðum tertum og laufabrauði sem steikt hafði verið í litla félagsheimilinu okkar. Oftar en ekki höfðu langar bið- raðir myndast fyrir utan, áður en basarsalan hófst. Þarna mátti, nær undantekn- ingalaust, sjá hana Þórunni að störfum. Hvort sem var í föndri, saumaskap, bakstri, laufa- brauðssteikingu, afgreiðslu eða til- tekt – hún var til staðar og lét verkin tala. Allur ágóði rann síðan óskiptur til góðgerðarmála og þá sérstak- lega þeirra með börn í huga. Þórunn átti í nokkur ár við veik- indi að stríða, en lét það ekki aftra sér frá að mæta á fundi og í ferða- lög, að við gleymum nú ekki jóla- fundunum, þar náði hún að kalla fram hinn eina og sanna jólaanda með því að spila undir jólasálm- unum á píanó. Eitt er víst að stórt skarð var höggvið í félagsskapinn, þegar hún Þórunn okkar kvaddi. Við þökkum Þórunni tryggð og vinskap í gegnum árin og sendum eiginmanni hennar, sonum og fjöl- skyldu þeirra innilegar samúðar- kveðjur, Fyrir hönd Hringskvenna í Hafnarfirði, Karin Gústavsdóttir. Kæri Bjössi. Eins og þú veist byrjaði þetta allt sam- an fyrir tólf árum þegar þú komst inn í líf móður minnar og ástin blómstraði hjá ykkur. Þegar ég sá hversu hamingjusöm móðir mín varð var ekki annað hægt en að þykja vænt um þig. Ekki leið langur tími, tvö ár með Mandy, þá fæðist Atli Rafn og þú hikaðir ekki við að taka að þér afahlutverkið og tókst það alvarlega með hlýju og um- hyggju. Enda varð þitt hlýja og góða hjarta til þess að Atli Rafn tók ástfóstri við þig og leit upp til þín. Þó svo að við Atli Rafn flyttum til Danmerkur sleit það ekki böndin ykkar á milli enda hringdir þú minnst einu sinni í viku bara til að spjalla við afastrákinn þinn. Atli Rafn hefur í næstum tíu ár haft þig, Bjössa afa, í lífi sínu og saknar hann þín mjög mikið. Atli Rafn sagðist ætla að kenna litla bróður sínum, Liam Úlfi, að segja Bjössi og segja honum allt um þig svo hann fái að kynnast Bjössa afa. Liam Úlfur er nú ekki gamall en leist honum strax vel á þig og brosti mikið til þín og hló þegar við heim- sóttum þig í september bæði heim til þín og á sjúkrahúsið. Þótt þú bærir tilfinningarnar ekki utan á þér eða vildir ekki alltaf tala um tilfinningamál gastu ekki falið þitt góða hjarta, þitt innra eðli, og var það óhjákvæmilegt að sjá tárin í augum þínum þegar við kvöddumst síðast. Þó svo ég kallaði þig ekki pabba gegndir þú engu að síður föðurhlut- verki gagnvart mér. Ég vissi að ég gæti leitað til þín og þú hikaðir ekki við að hjálpa ef þess var þörf. Þú varst alltaf tilbúinn að hressa mig við eða benda mér á leiðir sem gætu leyst þau mál sem ég leitaði til þín með. Þú sagðir oft við mig að ég gæti borgað greiðann einn góðan veðurdag, sem sagt þegar ég væri Guðbjörn Kristmundsson ✝ Guðbjörn Krist-mundsson fædd- ist á Stokkseyri 19. febrúar 1953. Hann lést 7. október síð- astliðinn og var út- för hans var gerð frá Dómkirkjunni 16. október. búin með háskólann og komin í vel launaða vinnu mynduð þið mamma koma og ég fengi að sjá fyrir ykk- ur þar sem þú ætlaðir að hætta að vinna og njóta lífsins! Ég mun geyma stundir okkar á góð- um stað í hjarta mínu eins og spjöllin okkar, skemmtilegu símtölin, stríðnina þína og allt- af mun pöbbaröltið í Köben, þar sem kjánaskapurinn og bullið réðu ferð, sitja mér nær. Þú gerðir líf mitt ríkt á svo marga vegu og er ég þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að hafa þig sem hluta af lífi mínu. Þó svo að sjúkdómurinn hafi unn- ið ykkar baráttu segi ég að það hafi samt verið þú sem vannst þar sem þú lést ekkert bíta á gleðinni og allt- af með húmorinn við höndina. Mamma missti svo mikið þegar þú lokaðir augunum í hinsta sinn svo ég bið þig að koma og gæta hennar og faðma hana svo hún finni nálægð þína þrátt fyrir allt. Þín stjúpdóttir Kristrún H. Hafberg. Það er sunnudagurinn 7. október og klukkan er 16.30, ég að koma heim af leik Liverpool og Totten- ham sem endaði með jafntefli og ég svekktur yfir því og fannst þetta vera heimsendir í mínum huga, að tapa tveimur stigum. Ég tek það fram að ég er mikill Liverpoolmað- ur og tek það nærri mér ef liðið mitt tapar. Klukkan er 19.30 sama dag og síminn hringir. Soffía systir mín er í símanum og segir mér að Bjössi mágur minn sé að deyja, þetta sé spurning um klukkutíma. Á þessari stundu stoppaði hjartað í mér smástund, yfir hverju var ég að svekkja mig allan daginn, jú fót- bolta. Eftir þetta símtal frá Soffíu systur minni sá ég að ég hafði ekki yfir neinu að kvarta eða neina ástæðu til að vera í fýlu. Ég missti tvö stig en Soffía systir mín var að missa manninn sinn. Ég hét því þá að fótboltinn skyldi settur á hilluna og Soffía systir mín fengi hug minn allan. Mín var þörf annars staðar en á fótboltaleik. Ég man þann dag þegar Soffía systir mín hringdi í mig og sagði mér að hún væri ást- fangin og maðurinn héti Guðbjörn, kallaður Bjössi. Þá vildi ég fá að vita allt um þennan mann, hvort hann væri nógu góður fyrir systur mína, og hann stóðst það próf með sóma. Þegar árin liðu sá ég að Bjössi gerði hana hamingjusama. Ekki vorum við Bjössi alltaf sammála um allt sem við ræddum og stundum skarst í odda, enda tveir þrjóskir á ferð sem áttu erfitt með að tjá tilfinn- ingar sínar opinberlega. Þegar ég lenti í hremmingum í ársbyrjun 2006 stóð Bjössi við bakið á mér eins og klettur. Í september 2006 fórum við, ég og Bjössi, með kon- urnar okkar til Lanzarote. Þá kynntist ég Bjössa eins og hann var í raun; fyndinn, stríðinn og prakkari af guðs náð. Þá var ekki vinnan og erill dagsins að trufla hann. Þá gat hann verið hann sjálfur. Þessari ferð gleymi ég aldrei, hún gaf mér og Bylgju konunni minni svo margt og við sáum nýjar hliðar á Bjössa sem við höfðum aldrei séð áður. Það var mjög erfitt að horfa upp á góðan félaga og vin berjast við eitt- hvað sem maður vissi ekki hvað var og eina sem maður gat gert var að vona og biðja. Ég hefði ekki getað ímyndað mér sársaukann sem fylgir því að vera svona varnarlaus gagn- vart einhverjum sjúkdómi og ég sem hélt að það væri til lyf við öllu. Að lokum Bjössi: „You never walk alone“. Við Bylgja vottum öllum þeim sem eiga um sárt að binda eftir frá- fall Bjössa samúð okkar. Jósep Svanur. Fallinn er frá drengur góður, fé- lagi og vinur, Guðbjörn Krist- mundsson (Bjössi). Okkar leiðir lágu saman fyrst við vinnu í byggingu í Hlíðasmára þar sem Bjössi var við glerjun og tók að sér ungan múrara nýskriðinn úr skóla óöruggan mjög sem faldi óör- yggi sitt á bak við hroka. Bjössi leiðbeindi honum og kenndi marga góða hluti sem ungi múrarinn nýtti sér í faginu og í mannlegum sam- skiptum við aðra iðnaðarmenn. Hann Bjössi minn var fagmaður góður og stóð fastur á sínum skoð- unum og kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, hann kom alltaf hreint fram og var ávallt reiðubúinn að aðstoða menn hvort sem það var við vinnu eða í persónu- legum málum. Hann var sterkur persónuleiki sem öllum þótti vænt um. Í sumar komst þú, kallinn minn, til mín þegar við vorum hvor í sinni byggingunni í Ásakór. Þú hjá fyr- irtækinu sem þú varst búinn að vera lengi hjá og hélst tryggð við og sagðir mér frá þessum veikindum sem nýlega höfðu komið upp á yf- irborðið. Þú lést ekki deigan síga fremur en fyrri daginn og leist á þennan sjúkdóm sem verkefni sem þyrfti að leysa, sem sýnir hve sterk- an persónuleika þú hafðir að geyma. Þennan tíma í Ásakórnum komstu oft yfir til mín í vinnuskúrinn, bæði til að spjalla og einnig til að siða unga múrarann til, sem þú tókst upp á þína arma hérna um árið í Hlíðasmáranum og einnig þegar ég var starfsmaður hjá JBB. Þú kenndir mér margt, Bjössi minn, og þakka ég þér fyrir það og einnig all- ar þær stundir sem við áttum sam- an. Ég bið Guð að styrkja ástvini þína í sorg þeirra, því missir þeirra er mikill. Þín verður sárt saknað, Bjössi minn, og vil ég kveðja þig með þess- um sálmi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Þinn vinur Hermann Hinriksson. Þegar þau sorgartíðindi bárust okkur að Bjössi mágur minn og vin- ur okkar væri látinn var það sem reiðarslag, þetta gat ekki verið satt og svo ósanngjarnt að hann væri dá- inn, maður á besta aldri. Þótt okkar kynni hafi ekki varað lengi, eða um það bil 10 ár, finnst okkur að vand- fyllt verði rúm hans í vinahópi okk- ar. Bjössi var einn af þeim sem koma beint að hlutunum, hreinskiptinn, blátt áfram, hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum, og var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Það kom okkur skemmtilega á óvart hvað hann hafði gaman af að taka þátt í lífinu í sveitinni þegar þau Sossa Mandý komu norður til okkar. Undanfarin ár var það fastur punktur hjá Bjössa að koma í rétt- irnar til okkar og lét hann þá ekki sitt eftir liggja, hvort sem það var að draga féð eða reka það heim úr réttunum. Við hittum Bjössa síðast í rétt- unum í september í haust, þá lét hann sig hafa það að koma norður til okkar, baráttuviljinn og þráinn báru hann alla leið, því að hann ætl- aði sér að komast í réttirnar og eng- inn og ekkert skyldi koma í veg fyr- ir það. Okkur þótti vænt um að hann skyldi geta komið, en ekki áttum við von á því að þetta væri í síðasta skiptið sem við myndum hitta hann eða sjá. Við vonuðum alltaf og ósk- uðum þess að Bjössi myndi vinna þessa baráttu en svo fór ekki. Sossa Mandý, Atli, Drífa og Mar- grét, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, megi Guð geyma ykkur og styrkja í sorg ykkar. Við viljum kveðja góðan og kæran vin með þessum orðum skáldsins: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Stella og Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.