Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 69 HÖFUNDAR íslensks afþreying- arefnis fyrir sjónvarp hafa verið hittnastir á markið í gerð skemmti- efnis. Dæmalausar vinsældir ára- mótaskaupsins hafa sjálfsagt orðið til þess að þeim hefur hlaupið kapp í kinn og hefur mestur hluti fram- leiðslunnar verið á svipuðum nótum. Uppákomugrín byggt á sketsum eða stuttum ótengdum atriðum. Næt- urvaktin er aftur á móti í afar þröngum hópi þáttaraða þar sem persónurnar eru að skýrast og þróast og þar er ákveðin gam- andramatísk framvinda. Ekki nóg með það; nú þegar fyrri helmingi raðarinnar er lokið eru teikn á lofti um enn fyndnari og dramatískari átök í síðari þáttunum sex, í því grí- naktuga umhverfi sem bensínstöðin er. Næturvaktin hefur sannað sig sem ein fyndnasta grínþáttaröð síð- ari ára og ef svo fer sem horfir getur hún endað í hópi útvalinna, þar sem Heilsubælið í Gervahverfi (1987) kemur nánast ein upp í hugann. Sem fyrr segir gerist Næt- urvaktin á bensínstöð og fjallar mestmegnis um tilveru og tilvist- arkreppu vaktmannanna þriggja. Ólafur Ragnar (Pétur Jóhann) er borubrattur en illa upplýstur ungur maður með stóra drauma um vel- gengni í kvennamálum og umboðs- mennsku en skortir bagalega sjálfs- traustið. Hann lætur stjórnast, gegn betri vitund, af vaktstjóranum Georg (Jón Gnarr), óþolandi mann- gerpi með fjölda prófskírteina upp á vasann og ómælda sjálfumgleði, en lífið hefur ekkert fært honum betra en vesælt stjórnarstarf yfir stöðv- arsvæðinu. Georg er lítill karl sem reynir að gera sig breiðan á kostnað annarra, þeir fá að súpa seyðið af því, Ólafur Ragnar og Daníel (Jör- undur Ragnarsson), nýliðinn sem er að hefja störf í fyrsta þætti. Þar er kominn þriðji póllinn í hæðina, Daníel hefur hætt lækna- námi og misst fyrir bragðið kær- ustuna og stórskaddað böndin við snobbaða fjölskyldu sína. Hann er greinilega kúgaður frá blautu barns- beini og er að reyna að finna sér „speis“ á bensínstöðinni. Það er fjölmargt í gangi þar fyrir utan, ýmsir skrautlegir karakterar koma inn í hvern þátt, sumir einu sinni, aðrir eru fastagestir og lífga allir upp á blúsinn við Suðurlands- brautina. Persónurnar eru kunnuglegar úr hversdagslífinu, þær eru ýktar og endurbættar og eru hver og ein vel mótuð en í forvitnilegri þróun. Þær koma jafnan á óvart, sem er lyk- ilatriði við að halda áhuga áhorfand- ans vakandi og stærsti kostur þátt- anna fyrir utan leikinn. Til að byrja með virtist besservisserinn Georg ætla að drottna yfir vaktinni og þessi afspyrnuleiðinlegi skratta- kollur var við það að gera þættina eintóna, en afburðaleikarinn Jón Gnarr gerði hann alltaf forvitnilegri og fyndnari en gjörsamlega óþol- andi. Á sama hátt virtist Ólafur Ragnar ekki stefna í neitt annað en áfram- haldandi niðurlægingu en „karlinn“ fór fljótlega að færast í aukana og kemur notalega á óvart og atriði honum tengd eru oftar en ekki þau fyndnustu í Næturvaktinni. Með- fæddir hæfileikar Péturs Jóhanns hjálpa ekki lítið upp á sakirnar; líkt og Jón Gnarr er hann gamanleikari af guðs náð og hlýtur, ásamt þátta- röðinni, að standa uppi með Edduna í næsta mánuði. Þá er ónefndur þriðji leikarinn, Jörundur Ragnarsson. Hann hefur verið fyrirferðarminnstur en skapar ómissandi mótvægi við félaga sína tvo. Óráðinn, til baka, illa farinn í einkalífinu, læknadraumur í bens- ínmistri. Það verður gaman að fylgj- ast með uppsveiflu hans og Ólafs Ragnars, maður bíður spenntur eft- ir framgangi mála í viðskiptum þeirra við vaktstjórann. Tekst lipr- um pennum og flinkum leikurum og stjórnanda að halda dampi í háðinu, gríninu og ádeilunni og koma okkur áfram á óvart meðfram því að kitla hláturtaugarnar? Bensínstöðvarblús Á vakt „Persónurnar eru kunnuglegar úr hversdagslífinu, þær eru ýktar og endurbættar og eru hver og ein vel mótuð en í forvitnilegri þróun.“ SJÓNVARP Stöð 2 Leikstjórn: Ragnar Bragason. Handrit: Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jör- undur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfús- son, Ragnar Bragason. Framleiðandi: Harpa Elísa Þórisdóttir. Aðalleikendur: Jörundur Ragnarsson, Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon. Sýningartími 6 x 30 mín. Saga film fyrir Stöð 2. 2007. Næturvaktin  Sæbjörn Valdimarsson ■ Fim. 1. nóvember kl. 19.30 Europa Musicale Spennandi efnisskrá byggð á verkum sem hljómsveitin mun spila á tónleikaferð sinni til Þýskalands í nóvember. Verk eftir Ravel, Nielsen, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og Jón Leifs. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Bryndís Halla Gylfadóttir ■ Fös. 2. nóvember kl. 21 Heyrðu mig nú! Stuttir óhefðbundnir tónleikar fyrir alla sem langar að kynna sér klassíska tónlist. Vorblót Stravinskíjs kynnt og leikið – partý á eftir. ■ Fim. 15. nóvember kl. 19.30 Sígaunar og fögur fljóð. Píanókonsert eftir Haydn, fjórða sinfónía Schumanns og nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is LAUGADAGUR 27. OKTÓBER KL. 17 TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR ALBERT MAMRIEV - KL. 16.15 flytur Reynir Axelsson formálsorð. Miðaverð 2.000/1.600 kr. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER KL. 17 TÍBRÁ:HEIMSÓKN TIL CLÖRU SCHUMANN Leikverk í tali og tónum. Höfundurinn, Stephanie Wendt, kemur fram í hlutverki Clöru. Miðaverð 2.000/1.600 kr. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR - DEBUT BYLGJA DÍS GUNNARSDÓTTIR og JULIA LYNCH Miðaverð 2.000/1.600 kr. Sýningar eru opnar virka daga kl. 11 - 17 og um helgar kl. 13 - 16 • sími 575 7700 GERÐUBERG www.gerduberg.is Handverkshefð í hönnun Leiðsögn á hverjum sunnudegi kl. 14 Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa, s. 575 7700 Úr ríki náttúrunnar Guðmunda S. Gunnarsdóttir sýnir málverk og myndverk úr rekaviði og steinum Vissir þú af... góðri aðstöðu fyrir veislur, námskeið, fundi o.fl. Nánar á www.gerduberg.is STRÁKARNIR í Westlife hafa mikinn áhuga á því að fá Robbie Williams til þess að ganga til liðs við sveitina, en í staðinn vilja þeir að Brian McFadden, fyrrum meðlimur Westlife, gangi í Take That, hljómsveitina sem Robbie var eitt sinn í. „Brian ætti að fara í Take That og við ættum að fá Robbie,“ segir Nicky Byrne, forsprakki Westlife. „Ef ég væri í Take That myndi ég ekki hafa nokkurn áhuga á því að fá Robbie aftur í sveitina vegna þess að Take That gengur vel auk þess sem Robbie er að gera það mjög gott einn síns liðs.“ Strákasveitirnar Take That og Westlife eiga það báðar sameiginlegt að hafa eitt sinn verið skipaðar fimm ungum mönnum, en hafa svo fækkað niður í fjóra. Robbie hætti í Take That árið 1995 og hefur slegið í gegn síðan þá, en Brian hætti í Westlife árið 2004. Vilja fá Robbie Williams í Westlife Flottir? Strákasveitin Westlife í upprunalegri mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.