Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÆLING HEIMSINS EFTIR DANIEL KEHLMANN STÓRFENGLEGT MEISTARAVERK SKEMMTILESTUR AF BESTU GERÐ Mæling heimsins er sambland af vísinda- sögu og lygasögu. Bókin er skrifuð af stór- hug og er skemmtilestur af bestu gerð, full af litlum athugunum sem kitla hug- ann svo mann langar mest til að hrópa af fögnuði. Mæling heimsins var næst mest selda skáldsaga heims árið 2006. 1. SÆTI Á METS ÖLULIS TA EYMUN DSSON Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÉG ferðast um heiminn og breiði út boðskapinn,“ segir Bartolome Celli, lungnalæknir um starf sitt en hann hefur í tæpa þrjá áratugi rannsakað langvinna lungnateppu (LLT). Þótt hann brosi er hann segir þetta verð- ur hann fljótt alvarlegur, enda eng- inn barnaleikur á ferð. Langvinn lungnateppa dró á síðasta ári fleira fólk til dauða í Bandaríkjunum en lungna- og brjóstakrabbamein sam- anlagt. Fleiri konur en karlar látast úr þessum falda sjúkdómi sem er mjög vangreindur á heimsvísu. Celli hélt fyrirlestur á fundi um langvinna lungnateppu í Þjóðminja- safninu á fimmtudag. Hann segist vilja vekja sem flesta til umhugsunar um algengi sjúkdómsins, að hægt sé að koma í veg fyrir hann og að hægt sé að meðhöndla hann, sérstaklega ef hann uppgötvast á fyrri stigum. Hann hefur undanfarið unnið að tímamóta rannsóknum sem munu innan fárra ára vonandi verða til þess að hægt verður að greina og meta áhættu langvinnrar lungateppu hjá fólki, áður en sjúkdómurinn lætur á sér kræla. Yrði það gert með blóð- rannsóknum. „Ákveðnir hópar eru í meiri áhættu en aðrir að fá langvinna lungnateppu,“ segir Celli. Helsti áhættuþátturinn eru reykingar en sumir reykingamenn eru líklegri en aðrir til að þróa með sér sjúkdóminn. Með slíkum rannsóknum væri hægt að finna ákveðin merki um að við- komandi væri í áhættuhópi. „Þannig að í staðinn fyrir að bíða eftir að lík- amlegra einkenna sjúkdómsins verði vart, verður hægt að koma í veg fyrir hann með þessum aðferðum,“ segir Celli. Hann tekur sem dæmi að ef nítján ára maður kæmi í slíka rann- sókn, upp kæmist að hann væri lík- legur til að fá LLT, væri hægt að grípa inn í, hugsanlega með lyfjagjöf og hjálpa honum að hætta að reykja. Niðurstöður rannsóknarinnar lofa þegar góðu, stærri rannsókn lyfja- fyrirtækisins GlaxoSmithKline er farin af stað en í henni taka þátt 3.000 manns. Segist Celli vongóður um að hægt verði að beita aðferðinni innan fárra ára. Fáir þekkja sjúkdóminn „Langvinn lungnateppa er gríð- arlega vangreindur sjúkdómur,“ seg- ir Celli. „Í öllum löndum þar sem þetta hefur verið rannsakað, m.a. í nýlegri rannsókn sem Íslendingar tóku þátt í, er staðreyndin sú að mun færri eru greindir með sjúkdóminn en þeir sem hafa hann. Þetta er eins og ísjaki, við rétt sjáum í toppinn á honum. Þetta er ógnvekjandi, því dauðsföllum af völdum langvinnrar lungnateppu fer hratt fjölgandi, hraðar en vegna allra annarra sjúk- dóma í heiminum.“ Nefnir hann sem dæmi að lengi vel var haldið að Jap- anar væru í minni hættu á að fá sjúk- dóminn en aðrir, að aðeins um 1% sjúklinga hefði LLT. „En nýleg rannsókn sýnir að hlutfallið er 16%,“ segir Celli. Það sama hefði gerst í Kóreu. Fleiri konur en karlar deyja vegna LLT í heiminum í dag. Þá hefur þró- unin orðið sú að fleiri táningsstúlkur en drengir reykja, t.d. í Bandaríkj- unum. „Þetta bil milli karla og kvenna sem deyja vegna LLT mun því halda áfram að aukast á komandi árum.“ Ástæður þess að sjúkdómurinn er jafn vangreindur og vanmeðhöndl- aður og raun ber vitni skýrist af nokkrum þáttum að mati Celli. Læknar koma ekki alltaf auga á ein- kennin í tíma og skrifa þau á aðra sjúkdóma, sjúklingar telja að ákveð- in einkenni LLT, séu eðlilegir fylgi- fiskar reykinga og gera sér ekki grein fyrir hættunni í tíma og í þriðja lagi skýrist þetta af skorti á stuðn- ingi hins opinbera við rannsóknir. Allir í heiminum þekkja sjúkdóma á borð við alnæmi, en fáir gera sér grein fyrir því að LLT er mun al- gengari, 4 þúsund manns létust úr al- næmi í Bandaríkjunum á síðasta ári en margfalt fleiri, eða 130 þúsund manns, úr LLT. „Þetta er vissulega að batna, sífellt fleiri eru sér meðvitandi um hættuna á sjúkdómnum, bæði sjúklingar og læknar,“ segir Celli. Beint til læknis „Allir sem hafa hósta og eru and- stuttir eiga hiklaust að spyrja lækn- inn sinn hvort mögulegt sé að þeir séu með langvinna lungnateppu,“ segir Celli. „Það er sorglegt að flestir greinast með LLT á aldursbilinu 55- 60 ára, rétt þegar þeir eru að hætta að vinna. Þetta fólk, sem margt hvað hefur unnið allt sitt líf, er tilbúið að hætta að vinna, getur ekki notið lífs- ins líkt og það ætlaði sér. LLT skerð- ir verulega lífsgæði þeirra.“ Celli segir nauðsynlegt að til reiðu sé ávallt hjálp fyrir þá sem vilja hætta að reykja. „Auðvitað eigum við að reyna með öllum ráðum að hindra fólk í að byrja að reykja. En það er staðreynd að börn í Bandaríkjunum byrja ung að reykja, jafnvel 11 ára gömul. Vissulega hefur dregið úr reykingum undanfarna áratugi í landinu og ég er bjartsýnn á að við munum bera sigur úr býtum í barátt- unni við tóbaksfyrirtækin sem beita öllum hugsanlegum ráðum til að ná til unga fólksins okkar.“ Aðeins toppurinn á ísjakanum greindur  Fleiri konur deyja úr langvinnri lungnateppu en úr brjósta- og lungnakrabba- meini samanlagt  Sjúkdómurinn er talinn vera mjög vangreindur á heimsvísu Morgunblaðið/Frikki Sendiboði Lungnalæknirinn Bartolome Celli ferðast um heiminn og fræðir fólk um langvinna lungnateppu. Í HNOTSKURN »Bartolome Celli fæddist íVenesúela en hefur starf- að í Bandaríkjunum und- anfarna áratugi. »Hann nam læknisfræði íBoston og vann við Bost- onháskóla í tuttugu ár. »Hann starfar nú hjá Car-itas Christi-stofnuninni sem er hluti af Tufts-háskól- anum. Hann á sæti í fjölmörg- um félögum, samtökum, nefndum og ráðum sem fjalla um langvinna lungnateppu enda einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í faginu. GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heilbrigðisráð- herra hefur skip- að fjórar nýjar nefndir sem falið hefur verið að sinna stefnumót- un og eftirliti með heilbrigðisstofn- unum og veita ráðherra ráðgjöf um málefni þeirra, auk þess sem ein nefndin mun fjalla um nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana. Sú nefnd er undir formennsku Ingu Jónu Þórðardóttur. Formaður nýrrar ráðgjafarnefnd- ar um Landspítala er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigð- isráðherra. Í nefndinni situr fólk frá mörgum sviðum samfélagsins, sem endurspeglar meðal annars sjónar- mið neytenda, atvinnulífs og há- skólasamfélags. Nefndinni er sam- kvæmt lögunum ætlað að vera forstjóra spítalans og framkvæmda- stjórn hans til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spít- alans. Formaður nefndar um málefni Landspítala er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Nefndinni er ætlað að skilgreina hlutverk Landspítala og gera tillögur um hvernig greina megi að kjarnastarfsemi hans og önnur verkefni, framkvæma athugun á stjórnskipulagi Landspítala og gera úttekt á rekstri hans. Heilbrigðisráðherra hefur skipað fimm manna nefnd er mun sinna sambærilegu hlutverki um stefnu- mótun, eftirlit og ráðgjöf til ráðherra fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. For- maður þeirrar nefndar er Andri Teitsson verkfræðingur. Skipaði Ingibjörgu formann Skipar fjórar nefndir um heilbrigðismál Ingibjörg Pálmadóttir UMFERÐARÓHAPP var skömmu eftir miðnættið á Reykjanesbraut- inni í fyrrakvöld. Ökumaður missti vald á bifreið sinni rétt austan við Vogaveg eftir að hafa ekið á umferð- armerki, sem gefur til kynna lækkun á ökuhraða. Eftir að hafa ekið á um- ferðarmerkið rann bifreiðin stjórn- laust á ljósastaur við brautina, sem brotnaði við áreksturinn. Mildi þykir að engan skyldi saka við óhappið. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið mikið skemmd. Ók á um- ferðarmerki DREGIÐ hefur úr útblæstri gróður- húsalofttegunda vegna framleiðslu áls um 14% á árunum 2000 til 2005, ef marka má nýlegar niðurstöður Al- þjóðastofnunar áliðnaðarins og er það þrátt fyrir að framleiðsla hafi aukist um 20% á sama tíma. Í frétt stofnunarinnar segir m.a. að árangurinn megi helst þakka miklum árangri við að hefta útblástur perflúorkolefna (PFC) um 56%, en einnig hafi annar útblástur minnkað um tólf prósent. „Þetta er mjög líklegt, því það sem álfyrirtæki hafa verið að gera undan- farin ár, er að jafna það sem kallað er spennuris,“ segir Árni Finnsson, for- maður Náttúruverndarsamtakanna, og bendir á að það hafi fyrst verið gert hjá ISAL hér á landi. „Með því að jafna spennurisið þá minnka fyr- irtækin verulega útblástur PFC, sem aftur er mjög öflug gastegund og eitt tonn af PFC er á við 6.500 tonn af koltvísýringi.“ Hann bendir á að Al- coa hafi dregið úr útblæstri sömu efna um 25% frá 1990-2002. Árni segir þessar tölur vissulega vera góðar fréttir en betur má ef duga skal. „Það sem álfyrirtækin hafa hins vegar ekki gert, en þurfa að endingu að gera, er að skipta út kolarafskaut- um fyrir annars konar rafskaut – stundum nefnd óvirk rafskaut – gerð úr keramiki. Þá munu ekki verða brennd kolefni við bræðsluna og því engin losun á koltvísýringi, sem álver- in losa mest af.“ Dregið úr útblæstri þrátt fyrir fram- leiðsluaukningu ♦♦♦ Sundagöng mun dýrari Kostnaður gæti verið 25-26 milljarðar kr. KOSTNAÐUR við gerð jarðganga undir Elliðaárvog gæti verið 10 milljörðum hærri en frumáætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Vegagerðin er að vinna og verður send borgaryfirvöldum á næstunni. Kostnaður við gerð jarðganganna hefur verið áætlaður um 16 milljarð- ar króna miðað við svokallaða ytri leið. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa verið að afla sér upplýsinga í Svíþjóð og Noregi um kostnað við jarðgöng miðað við nýjustu örygg- isstaðla. Niðurstaða þeirra er að kostnaðurinn gæti numið 25 til 26 milljörðum króna miðað við sænska staðla. Málið hefur ekki verið kynnt skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.