Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ E f alhæfingar þættu góður pappír mætti segja að umhverfis- og náttúruvernd jafngilti sorpflokkun í huga Ís- lendinga. Auðvitað eru alhæfingar ekkert sérlega faglegar og þess vegna eru fjölmargar og dýrmætar und- antekningar á þessu. Einhverra hluta vegna eiga umhverfismál þó erfitt með að komast upp úr rusla- tunnunum í íslenskri umræðu og við vinnslu þessa greinarflokks kom það berlega í ljós þegar bollalegg- ingar í fundarherbergjum villtust sí og æ á haugana áður en einhver greip í taumana og leiddi þær út í loft- ið á ný. Þar með er ekki sagt að sorpið og haugarnir hafi ekkert með loftslags- mál að gera. Í því vegur sennilega þyngst myndun metans sem verður vegna niðurbrots lífræns úrgangs á sorphaugunum. Metan (CH4) er gríð- arlega öflug gróðurhúsalofttegund sem hefur 21 sinni meiri gróðurhúsa- áhrif en koltvísýringur, ef því er sleppt út í andrúmsloftið. Ástæða þess að koltvísýringur er mun meira áberandi í umræðunni um loftslagsmál er hins vegar að margfalt meira er af honum í andrúmsloftinu. Við getum prísað okkur sæl að metaninu er ekki öllu sleppt frá ösku- haugunum út í andrúmsloftið. Á urð- unarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi er hauggasinu sem þar myndast þess í stað safnað saman með því að koma þar til gerðum safn- rörum fyrir í sorpinu eftir að það hefur verið urðað. Hauggasinu, sem er um 55% metan, 42% koltvísýringur og 3% aðrar lofttegundir, er safnað í rörin til að það sleppi ekki út í andrúmsloftið. Að því loknu er metanið hreinsað úr hluta þess svo það nýtist sem eldsneyti á metanbíla. Í dag eru um 80 metanbílar á götum borgarinnar en væri hauggasið allt hreinsað gæti hreinsistöðin í Álfsnesi annað marg- falt meiru eða 3.000-4.000 met- anbílum. Það hauggas sem ekki er hreinsað er brennt eða það notað sem orkugjafi til að knýja rafstöð Orkuveitunnar í Álfsnesi. Við það breytist metanið í koltvísýring sem er sem fyrr segir ekki nærri eins öflug gróðurhúsalofttegund og metanið. Ákveðinn hluti metansins sleppur þó alltaf út í andrúmsloftið eins og Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu og fyrirtækisins Metans hf., upplýsir. „Við náum aldrei öllu metaninu úr urðunarstaðnum,“ segir hann. „Við höldum þó að við náum á bilinu 60-80% af metaninu með þessari aðferð.“ Þau 20-40% sem standa út af borð- inu sleppa því út í andrúmsloftið í Álfs- nesi. Þá eru ótaldir allir aðrir staðir á landinu þar sem metan sleppur óhindrað út í loftið því Sorpa er eini rekstraraðili urðunarstaða hér á landi sem safnar hauggasi með þessum hætti. Sjálfu sér nægt Full ástæða er því til að takmarka magn úrgangs eins og hægt er, sér- staklega lífræna sorpsins, sem er matarleifar, pappír, garðaúrgangur o.s.frv. Eins og Ísafold og Loftur kom- ast að í þætti dagsins er einfaldasta aðferðin að safna lífræna sorpinu saman heima við, jarðgera og verða sér þannig úti um fyrirtaks áburð í garðinn í leiðinni. Til mikils er að vinna að koma mat- arleifunum upp úr ruslatunnunni því samkvæmt upplýsingum frá Sorpu eru þær tæplega fjórðungur heim- ilissorps á höfuðborgarsvæðinu en þá er ekki tekið tillit til þess sorps sem fer til jarðgerðar í heimahúsum. Um 40% dagblaða og annars pappírs er skilað inn til endurvinnslu en þó er hann um 27% þess sem endar í tunn- um borgarbúa. Þar liggja því klárlega sóknarfæri fyrir þá sem vilja minnka lífrænt sorp og metanmyndunina með. Ekki dugir þó til að koma böndum á metanmyndun og -losun því flutningar á sorpi leiða að auki til koltvísýrings- losunar. Bara á götum Reykjavíkur aka tíu sorpbílar með úrgang frá heim- ilum borgarbúa dag hvern upp í Gufu- nes þar sem ruslinu er þjappað sam- an og það baggað áður en það er flutt í Álfsnes til urðunar. „Við sendum daglega um 13 flutningavagna eða 300 – 450 tonn af úrgangi upp á hauga,“ útskýrir Ragna I. Halldórs- dóttir, deildarstjóri gæða- og þjón- ustusviðs Sorpu. „Með því að rúm- málsminnka hann í móttökustöðinni náum við að fækka bílum og ferðum þessa 20 kílómetra frá Gufunesi upp í Álfsnes.“ Eins undarlegt og það kann að hljóma er sorpið að einhverju leyti sjálfu sér nægt í ferðalögum sínum um borgina. Samkvæmt Guðmundi B. Friðrikssyni, skrifstofustjóra neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkur Spegill neyslunnar Út í loftið Í síðustu viku fengu heiðurshjónin Loftur Hreinsson og Ísa- fold Jökulsdóttir tímabæra leiðsögn í innkaupum og blöskr- aði allt ruslið sem lá í valnum eftir helgarinnkaupin. Það blasir því við að næsta lexía hverfist um sorp. Og hvað er mikilvægast þegar kemur að sorpmálum? „Það er að koma í veg fyrir að úrgangur verði til,“ svarar útfarinn umhverf- isfræðingur sem rekur á fjörur fjölskyldunnar. „Í neyslu- samfélagi nútímans verður fólk að gera sér grein fyrir því að allur úrgangur endar einhvers staðar – við erum ekki enn farin að skjóta sorpinu út í geim – og vandamálið er ekki úr sögunni þegar ruslapokinn er kom- inn í tunnuna,“ segir hann við okk- ar fólk. Síðan hefst leiðsögnin. ÍsafoldJökulsdóttir Loftur Hreinsson Snæfríður Sól Loftsdóttir Hreinn Loftsson Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur | ben@mbl.is og Orra Pál Ormarsson | orri@mbl.is Teikningar: Andrés Andrésson Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson og Frikki Umbrot: Harpa Grímsdóttir Grafík: Guðmundur Ó. Ingvarsson Fjölskyldan Sorpskrímslið 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.