Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ E f alhæfingar þættu góður pappír mætti segja að umhverfis- og náttúruvernd jafngilti sorpflokkun í huga Ís- lendinga. Auðvitað eru alhæfingar ekkert sérlega faglegar og þess vegna eru fjölmargar og dýrmætar und- antekningar á þessu. Einhverra hluta vegna eiga umhverfismál þó erfitt með að komast upp úr rusla- tunnunum í íslenskri umræðu og við vinnslu þessa greinarflokks kom það berlega í ljós þegar bollalegg- ingar í fundarherbergjum villtust sí og æ á haugana áður en einhver greip í taumana og leiddi þær út í loft- ið á ný. Þar með er ekki sagt að sorpið og haugarnir hafi ekkert með loftslags- mál að gera. Í því vegur sennilega þyngst myndun metans sem verður vegna niðurbrots lífræns úrgangs á sorphaugunum. Metan (CH4) er gríð- arlega öflug gróðurhúsalofttegund sem hefur 21 sinni meiri gróðurhúsa- áhrif en koltvísýringur, ef því er sleppt út í andrúmsloftið. Ástæða þess að koltvísýringur er mun meira áberandi í umræðunni um loftslagsmál er hins vegar að margfalt meira er af honum í andrúmsloftinu. Við getum prísað okkur sæl að metaninu er ekki öllu sleppt frá ösku- haugunum út í andrúmsloftið. Á urð- unarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi er hauggasinu sem þar myndast þess í stað safnað saman með því að koma þar til gerðum safn- rörum fyrir í sorpinu eftir að það hefur verið urðað. Hauggasinu, sem er um 55% metan, 42% koltvísýringur og 3% aðrar lofttegundir, er safnað í rörin til að það sleppi ekki út í andrúmsloftið. Að því loknu er metanið hreinsað úr hluta þess svo það nýtist sem eldsneyti á metanbíla. Í dag eru um 80 metanbílar á götum borgarinnar en væri hauggasið allt hreinsað gæti hreinsistöðin í Álfsnesi annað marg- falt meiru eða 3.000-4.000 met- anbílum. Það hauggas sem ekki er hreinsað er brennt eða það notað sem orkugjafi til að knýja rafstöð Orkuveitunnar í Álfsnesi. Við það breytist metanið í koltvísýring sem er sem fyrr segir ekki nærri eins öflug gróðurhúsalofttegund og metanið. Ákveðinn hluti metansins sleppur þó alltaf út í andrúmsloftið eins og Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu og fyrirtækisins Metans hf., upplýsir. „Við náum aldrei öllu metaninu úr urðunarstaðnum,“ segir hann. „Við höldum þó að við náum á bilinu 60-80% af metaninu með þessari aðferð.“ Þau 20-40% sem standa út af borð- inu sleppa því út í andrúmsloftið í Álfs- nesi. Þá eru ótaldir allir aðrir staðir á landinu þar sem metan sleppur óhindrað út í loftið því Sorpa er eini rekstraraðili urðunarstaða hér á landi sem safnar hauggasi með þessum hætti. Sjálfu sér nægt Full ástæða er því til að takmarka magn úrgangs eins og hægt er, sér- staklega lífræna sorpsins, sem er matarleifar, pappír, garðaúrgangur o.s.frv. Eins og Ísafold og Loftur kom- ast að í þætti dagsins er einfaldasta aðferðin að safna lífræna sorpinu saman heima við, jarðgera og verða sér þannig úti um fyrirtaks áburð í garðinn í leiðinni. Til mikils er að vinna að koma mat- arleifunum upp úr ruslatunnunni því samkvæmt upplýsingum frá Sorpu eru þær tæplega fjórðungur heim- ilissorps á höfuðborgarsvæðinu en þá er ekki tekið tillit til þess sorps sem fer til jarðgerðar í heimahúsum. Um 40% dagblaða og annars pappírs er skilað inn til endurvinnslu en þó er hann um 27% þess sem endar í tunn- um borgarbúa. Þar liggja því klárlega sóknarfæri fyrir þá sem vilja minnka lífrænt sorp og metanmyndunina með. Ekki dugir þó til að koma böndum á metanmyndun og -losun því flutningar á sorpi leiða að auki til koltvísýrings- losunar. Bara á götum Reykjavíkur aka tíu sorpbílar með úrgang frá heim- ilum borgarbúa dag hvern upp í Gufu- nes þar sem ruslinu er þjappað sam- an og það baggað áður en það er flutt í Álfsnes til urðunar. „Við sendum daglega um 13 flutningavagna eða 300 – 450 tonn af úrgangi upp á hauga,“ útskýrir Ragna I. Halldórs- dóttir, deildarstjóri gæða- og þjón- ustusviðs Sorpu. „Með því að rúm- málsminnka hann í móttökustöðinni náum við að fækka bílum og ferðum þessa 20 kílómetra frá Gufunesi upp í Álfsnes.“ Eins undarlegt og það kann að hljóma er sorpið að einhverju leyti sjálfu sér nægt í ferðalögum sínum um borgina. Samkvæmt Guðmundi B. Friðrikssyni, skrifstofustjóra neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkur Spegill neyslunnar Út í loftið Í síðustu viku fengu heiðurshjónin Loftur Hreinsson og Ísa- fold Jökulsdóttir tímabæra leiðsögn í innkaupum og blöskr- aði allt ruslið sem lá í valnum eftir helgarinnkaupin. Það blasir því við að næsta lexía hverfist um sorp. Og hvað er mikilvægast þegar kemur að sorpmálum? „Það er að koma í veg fyrir að úrgangur verði til,“ svarar útfarinn umhverf- isfræðingur sem rekur á fjörur fjölskyldunnar. „Í neyslu- samfélagi nútímans verður fólk að gera sér grein fyrir því að allur úrgangur endar einhvers staðar – við erum ekki enn farin að skjóta sorpinu út í geim – og vandamálið er ekki úr sögunni þegar ruslapokinn er kom- inn í tunnuna,“ segir hann við okk- ar fólk. Síðan hefst leiðsögnin. ÍsafoldJökulsdóttir Loftur Hreinsson Snæfríður Sól Loftsdóttir Hreinn Loftsson Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur | ben@mbl.is og Orra Pál Ormarsson | orri@mbl.is Teikningar: Andrés Andrésson Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson og Frikki Umbrot: Harpa Grímsdóttir Grafík: Guðmundur Ó. Ingvarsson Fjölskyldan Sorpskrímslið 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.