Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 39
Fiskurinn er bara ekki jafn sýnilegur og áður.
Hann er fluttur í lokuðum körum og unninn í lok-
uðum húsum. Hann er þarna þótt hann sjáist ekki
með sama hætti og áður. Sjávarútvegurinn er enn
ein meginundirstaðan undir afkomu þjóðarbúsins
og verður um langa framtíð.
En með sama hætti og það var mikilvægt fyrir
Vestfirðinga að hætta að kvarta er þýðingarmikið
fyrir talsmenn sjávarútvegsins að tala með öðrum
hætti en þeir gera. Málflutningur þeirra þarf að
breytast og þá breytist afstaða fólks til sjávarút-
vegsins.
Það mundi t.d. hafa mikil áhrif á afstöðu al-
mennings til sjávarútvegsins, ef fyrirtækin í sjáv-
arútvegi hæfu markvissan stuðning við menn-
ingarstarfsemi, ekki sízt á landsbyggðinni.
Forsvarsmenn sjávarútvegsins ættu að huga að
því.
Aukið jafnvægi
Þ
að má búast við því, að aukið jafn-
vægi færist í umræður um hinar
ýmsu atvinnugreinar á næstu árum.
Á fyrstu árum þessarar aldar hefur
í raun allt þjóðfélagið snúizt um
fjármálastarfsemi og fjármálafyrir-
tækin hafa haft bolmagn til að borga mun hærri
laun en aðrar atvinnugreinar, sem setið hafa eftir
með sárt ennið. Nú má búast við að breyting verði
á og að umræðurnar verði raunsærri að því er all-
ar atvinnugreinar varðar.
Það er hollt fyrir samfélagið.
Með sama hætti og það var ekki gott fyrir sam-
félagið þegar allir þurftu að sitja og standa eins og
sjávarútveginum þóknaðist, er heldur ekki gott
fyrir samfélagið að hið sama eigi við um aðrar at-
vinnugreinar, hvort sem um er að ræða fjármála-
starfsemi eða áliðnað. Bezt er að þarna sé hæfilegt
og viðunandi jafnvægi, sem allir geti búið við.
Athyglisverð vegferð
S
amfélag okkar er á athyglisverðri
vegferð. Margt bendir til að um sé að
ræða einhvers konar afturhvarf til
fyrri tíðar. Umræðurnar um um-
hverfismál, sem nú standa yfir, gætu
t.d. bent til þess að hina gamla at-
vinnugrein okkar, landbúnaðurinn, muni ganga í
endurnýjun lífdaga. Krafan um lífrænt ræktaðar
matvörur er í raun krafa um afturhvarf til fyrri
búskaparhátta en þó undir nýjum formerkjum.
Nú er lagt í miklar fjárfestingar í nýjum fjósum,
sem eru stórkostlegir vinnustaðir og sagt er að ný
tegund fjárhúsa sé í sjónmáli. Lífsstíll sveitanna
höfðar til sífellt fleiri.
Þess vegna er ekki ólíklegt að við munum upp-
lifa á fyrri hluta þessarar aldar upprisu sveitanna
úr þeirri niðurlægingu, sem þær hafa að sumu
leyti verið í. Það er ekki endilega víst, að Guðni
Ágústsson sé að tala úr fortíðinni eins og sumir
halda heldur úr framtíðinni.
Þótt kaupmaðurinn á horninu sé horfinn nema í
Melabúðinni er ekki óhugsandi að hann birtist aft-
ur, bara með öðrum hætti en áður, þegar fólk
verður sér meðvitað um, að langferðir í stórmark-
aði spilla umhverfi okkar og að göngutúr í mela-
búðir framtíðarinnar geti verið heilsusamlegur.
Þótt Kína sé í uppáhaldi margra nú um stundir,
m.a. hér á landi af því að þar er hægt að kaupa
ódýrar vörur, sem m.a. eru framleiddar af börnum
í þrælabúðum eða fólki, sem vinnur tólf klukku-
stundir á dag sex daga vikunnar fyrir lítið sem
ekki neitt, getur verið að botninn detti úr fram-
leiðslunni í Kína, þegar fólk áttar sig á því hvað
flutningurinn til og frá Kína kostar í umhverfis-
áhrifum.
Annars er það ótrúlegt hvað íslenzkir ráðamenn
leyfa sér í umtali um Kína, þegar rýnt er undir yf-
irborðið og fórnarkostnaðurinn skoðaður. Hafa
æðstu forsvarsmenn þjóðarinnar ekkert íhugað
það? Eða er þeim sama?
Við höfum verið á mikilli hraðferð á undanförn-
um árum eins og svo margir aðrir. Sennilega er að
draga úr þeirri hröðu ferð og við munum engan
skaða bera af því sem þjóð.
» Afkomutölur Kaupþings banka nú og þær fréttir, sem ber-ast um afkomu banka í nálægum löndum, ættu hins vegar
að vera okkur áminning um, að það geta líka orðið sveiflur í
rekstri banka og annarra fjármálafyrirtækja, ekkert síður en í
sjávarútvegi og áliðnaði. Og það getur vel komið sá dagur, jafn-
vel fyrr en flesta grunar, að íslenzku bankarnir verði að draga
saman seglin og fækka fólki, ekkert síður en bankar og fjár-
málafyrirtæki í öðrum löndum.
rbréf
Morgunblaðið/Ómar
Skógarþröstur.