Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 55 Elsku Lilla systir, guð hvað ég sakna þín. Þú varst mér í senn systir og góður vinur. Ávallt svo góð og það var alltaf svo gaman hjá okkur. Allar yndislegu stundirnar á þínu fallega og hlýlega heimili, þar sem mikið var hlegið, skrafað og að sjálfsögðu mikið borðað. Ekki mátti maður fara frá þér nema vera búinn að fylla magann. Þú varst svo sterk og dugleg, tókst veikindum þínum með jafn- aðargeði og barðist allt til enda með vonina að leiðarljósi. „Ég elska þig“ voru alltaf loka- orð okkar fyrir nóttina. Ég elska þig elsku Lilla mín. Sigrún systir. Ástkær móðursystir mín er nú gengin yfir móðuna miklu og á vit æðri heima. Ég vil með fáum orð- um minnast hennar. Frænka mín var einstaklega sterkur persónuleiki. Æðruleysi hennar og viljastyrkur, dugur og þor, einbeitni og kjarkur voru óþrjótandi öfl í hennar fari. Hún stóð alltaf keik. Alltaf. En að baki þessum kröftum stóð stórt og gjaf- milt hjarta sem öllum vildi vera gott og dreifði ást sinni til allra þeirra sem nálægðar hennar nutu. Hvar sem var, hvenær sem var. Það var átakanlegt þegar hún veiktist. Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Af öllum mann- eskjum að hún elsku Lilla skyldi verða fyrir barðinu á þessum skæða sjúkdómi sem svo alltof marga tekur með sér yfir landa- merki lífs og dauða. En svona hugsar maður alltaf, sama hver á í hlut. Manni þykir þetta alltaf jafn ósanngjarnt. Sjálf tók Lilla þessu með sínu kraftmikla fasi. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt frá henni eitt orð um erf- iðleikana sem fólust í baráttunni, aldrei kvartaði hún, aldrei kveink- aði hún sér. Hún stóð alltaf keik. Það var sama hversu svartur veru- leikinn var, alltaf stóð hún upp aft- ur, alltaf jafn viljasterk. Hún gafst aldrei upp. En Lilla stóð aldrei ein í barátt- unni. Við hlið hennar stóð maður hennar, Friðrik Ottó, eins og klett- ur, rétt eins og hann hafði gert alla tíð. Hann studdi hana í hvívetna, lagði sig í líma við að gera allt fyrir hana sem hægt var að gera. Þau stóðu saman í þessu stríði. Að eiga slíkan eiginmann er guðsgjöf. Við, ættingjar og vinir, kunningjar og annað venslafólk, gátum og getum ekki annað en dáðst að honum Frissa. Hann var Lillu ómetanleg- ur stuðningur. Og aldrei gaf hann sig. Aldrei bognaði hann. Elsku Friðrik, hún Lilla var svo sann- Kristjana Harðardóttir ✝ Kristjana Harð-ardóttir fæddist á Akureyri 14. febrúar 1956. Hún andaðist á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi sunnudaginn 7. októ- ber síðastliðinn og var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 15. október. arlega heppin að fá þig fyrir mann. Betri mann er ekki hægt að fá. Og þá er ótalinn stuðningur barna hennar, sem nú hafa misst ástsæla móður. Við systkinabörn ykkar sem á svipuð- um aldrei erum dáð- umst að þreki ykkar og staðfestu, hvernig þið stóðuð alltaf þétt við bakið á móður ykkar í baráttunni. Þá voruð þið föður ykkar, sem aldrei bognaði, ómet- anlegur stuðningur. Þið voruð og eruð okkur hinum mikil fyrirmynd. Engin móðir getur verið stoltari af börnum sínum en Lilla, sem ég veit að mun verða ykkur vernd- arengill í því lífi sem bíður ykkar. Ég votta ykkur, fjölskyldunni sem stóð á bak við Lillu frænku, Friðriki Ottó eiginmanni hennar, Birgi, Herði Ottó og Laufeyju, börnunum hennar og barnabarni, mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur og styrki ykkur í þeirri þraut sem nú er lögð á ykkur. En þið megið vita það að Lilla er ávallt nærri, og minningarnar sem þið eigið um hana getur enginn tekið frá ykkur og sá minninga- sjóður mun ylja ykkur um hjarta- rætur um alla tíð. Hvíl í friði elsku Lilla, minningin um þig mun lifa í huga allra sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þér og njóta nærveru þinnar. Minningin um einstaka konu, sem öllum var hvatning, stuðningur og uppörvun í lífsins skúraskini. Þetta skrifar þinn systursonur sem aldrei mun gleyma þér. Sigurður Helgi. Meira: mbl.is/minningar Elsku besta vinkona mín og góði granni, þú varst ótrúleg persóna, dugnaðurinn var svo mikill í þess- ari löngu og ströngu veikindabar- áttu að maður verður eiginlega orðlaus þegar maður hugsar um það. Það var svo gaman hjá okkur þegar við fórum okkar vikulegu leiðangra á miðvikudögum síðustu vikur. Við höfðum oft talað um að fara á kaffihús og sýningar en allt- af einhvern veginn fannst ekki tími, annaðhvort var eitthvað um að vera hjá þér eða mér þangað til við ákváðum að finna einhvern dag þar sem við værum báðar lausar og var það þá okkar dagur og dag- inn áður hringdum við hvor í aðra og sögðum á morgun er okkar dag- ur og skipulögðum hvert við ætl- uðum að fara og ég mætti til þín um hádegi á miðvikudögum og varst þú þá mætt flott og fín. Þetta voru ómetanlegar stundir fyrir okkur báðar. Þú fékkst til- breytinguna og ég líka að því mað- ur gefur sér allt of lítinn tíma við það að gleyma sér bara og fara á kaffihús fá sér kakó og köku, skreppa á sýningu. kaupa föt og fleira og gera bara það sem okkur datt í hug og við sögðum þegar við fórum af stað nú verður gaman og það var það svo sannarlega. Elsku hjartans Kristjana mín, þú varst svo þakklát fyrir þessar stuttu og yndislegu stundir, sem við áttum á miðvikudögum og kenndir mér svo mikið um lífið og gafst mér það hvað þarf lítið til að gleðja og gleðjast. Og ég fékk svo sannarlega það sem verður alltaf ómetanlegt fyrir mig hrósið og fal- legu orðin þín sem þú sagðir svo opinskátt m.a., ég veit ekki hvernig ég færi að án þín, Olla. Þessar síð- ustu vikur eiga eftir að vera ógleymanleg minning fyrir mig og ég vildi óska að við hefðum gert þetta lengur en svona er lífið, mað- ur veit aldrei hvenær kallið kemur. Þess vegna á maður að njóta þess meðan maður getur og það gerðir þú svo sannarlega með þínum mikla hetjuskap – þú varst einstök og takk fyrir allt sem þú gafst mér. Við fjölskyldurnar höfum þekkst síðan þið fluttuð í Þingásinn fyrir um 16 árum og urðu strax mikil og góð tengsl milli okkar, sérstaklega í gegnum börnin okkar, hana Lauf- eyju þína sem var næstum dag- legur gestur hjá okkur í mörg ár og drengina okkar sem voru bestu vinir og æskufélagar þangað til hann Óli minn kvaddi þennan heim fyrir um 7 árum rétt áður en veik- indin þín greindust – en núna ert þú komin til hans og ég veit að þú passar hann og hana Bryndísi hans vel fyrir okkur, Kristjana mín. Þín vinkona Ólöf. ✝ Innilegar þakkir og kveðjur til allra sem hafa sýnt okkur vináttu, stuðning og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru GUÐRÚNAR ÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR (DÚNU), Mýrarvegi 115, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyfjadeildar FSA og heimahlynningar á Akureyri. Sigmundur Magnússon, Þórný Kristín Sigmundsdóttir, Stefanía Gerður Sigmundsdóttir, Helgi Jóhannesson, Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, Finnbogi Rútur Jóhannesson, Þórir Sigmundur Þórisson, Guðrún Erla Gísladóttir, Björn Þór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Bergstöðum, Birkigrund 51, Kópavogi. Starfsfólki deildar 6A á Landspítalanum í Fossvogi og starfsfólki Grundar færum við bestu þakkir fyrir alúð og góða umönnun. Gestur Pálsson, Bergljót Sigvaldadóttir, Þorleifur Jónatan Hallgrímsson, Guðrún Halldóra Gestsdóttir, Sveinn Kjartansson, María Páley Gestsdóttir, Vignir Smári Maríasson, Aðalgeir Bjarki Gestsson, Brynja Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR KARÍTASAR SÖLVADÓTTUR frá Sléttu í Sléttuhreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistfólks Hrafnistu í Reykjavík. Sigríður G. Sigurjónsdóttir, Gunnar Kristinsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Sólveig K. Gunnarsdóttir, Sigurður K. Gunnarsson, og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSMUNDAR BJÖRNSSONAR, Vallargötu 7, Sandgerði, er lést 10. október. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Bjarnadóttir, Jón Ásmundsson, Helga Karlsdóttir, Kristín Ásmundsdóttir, Jón Árni Ólafsson, Ragnheiður E. Ásmundsdóttir, Magnús Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýnt hafa hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður og tengdamóður, ÞÓRUNNAR ELÍASDÓTTUR, Herjólfsgötu 36, Hafnarfirði. Yngvi Rafn Baldvinsson, Friðrik E. Yngvason, Theodóra Gunnarsdóttir, Björgvin Yngvason, Birna Hermannsdóttir, Stefán Yngvason, Nína Leósdóttir, Yngvi Rafn Yngvason, Alís Inga Freygarðsdóttir, og fjölskyldur. ✝ Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og velvild við andlát og útför okkar ástkæra GUÐMUNDAR INGÓLFSSONAR, Laugarásvegi 58, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Guðjóns Birgissonar læknis og starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. Sigríður Einarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Anna Margrét Jónsdóttir, Rósa Guðmundsdóttir, María Guðmundsdóttir, Jón Einar og Margrét Rós Guðmundsbörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR, Steinnýjarstöðum, Skagabyggð. Árný Margrét Hjaltadóttir, Anna Kristjánsdóttir, Gunnar Már Ármannsson, Kristján Steinar Kristjánsson, Linda Björk Ævarsdóttir, Guðríður Ingunn Kristjánsdóttir, Sævar Freyr Þorvarðarson, Hjalti Kristjánsson, Sveinbjörg Snekkja Jóhannesdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.