Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 30
tónlist 30 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ B laðamaður er boðaður í bílskúr í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem félagarnir í Ný dönsk hafa komið sér vel fyr- ir. Þetta er nánar tiltekið bílskúr Jóns Ólafssonar sem hefur verið breytt í æfingahúsnæði og hljóðver. Þar eru samankomnir þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, söngvari, bassa- og gítarleikari, Jón Ólafsson hljómborðsleikari, Stefán Hjörleifs- son gítarleikari og Ólafur Hólm trommuleikari. Þá má ekki gleyma Inga Snæ Skúlasyni sem spilar á bassa á tónleikum svo Björn geti einbeitt sér að söng og sviðs- framkomu. Þegar blaðamaður kemur í hús standa mikil fundahöld yfir, en fljótlega er þó gripið í hljóðfærin. „Hvaða lag viltu heyra?“ spyr Jón. „Landslag skýjanna,“ svara ég og bið um eitt besta lag sveitarinnar. Óskalagið er spilað, en þó bara til hálfs. „Við þurfum ekkert að æfa þetta, við kunnum þetta svo vel,“ segir Jón þegar þeir hætta í miðjum klíðum. Gjaldeyrisrokk Á safnplötunni sem kemur út í lok vikunnar verða tvö ný lög, og þeir félagar spila þau bæði fyrir blaðamann. Hið fyrra heitir „Verð- bólgin augu“ og hefur heyrst tölu- vert í útvarpi að undanförnu. Lagið fjallar um íslensku krónuna, en er þó enginn lofsöngur. „Við erum að vorkenna krónunni, þetta er svo- kallað gjaldeyrisrokk og gæti farið á safnplötuna Best of currency tracks,“ segir Björn og uppsker mikinn hlátur félaga sinna. „Í raun- inni er krónan gerð að kvenmanni sem er að reyna að vera jafn flott og sexí og evrópska módelið,“ bæt- ir hann við. „Þjóðin virðist nefni- lega hafa einstaklega mikinn áhuga á að pína sig með vöxtum og við- bjóði. Þjóðarsálin endurspeglast í krónunni því það er ekki bara gjaldmiðillinn sem er veikur og áhrifagjarn, heldur er þjóðin líka mjög lítil og veik, og með lítið sjálfsálit,“ segir Björn ákveðinn. Hitt nýja lagið heitir „Afneitum draumunum“ og er texti lagsins töluvert hefðbundnari. „Hann fjallar um lífið og tilveruna, og samskipti kynjanna,“ útskýrir Björn. En að öðru - hvernig tilfinning er svo að vera „orðnir“ tvítugir? „Það er rosalega fínt því ég varð 37 ára um daginn og núna er ég orðinn 20 ára. Mér finnst það mikil framför, ég er búinn að yngjast um 17 ár tveimur vikum,“ segir Björn í léttum dúr, en hann og Ólafur hafa verið í sveitinni meira en helming ævi sinnar, eða frá því þeir voru 16 ára. Jón og Stefán komu hins vegar örlítið síðar inn. „Það er alltaf talað um strákana í Jakobínurínu sem einhver börn, en Bjössi og Óli voru yngri þegar þeir byrjuðu,“ segir Jón. „Þú varst til dæmis bara 16 ára þegar þú samdir „Fram á nótt“ og „Hjálpaðu mér upp“,“ segir Stefán og beinir orðum sínum til Björns, sem leiðréttir. „Ég var 15 og 16, enda eru þetta skrítin lög.“ Faðir barnanna Ólafur segist hafa heyrt það á fólki í kringum sig að það trúi því varla að Ný dönsk sé orðin 20 ára gömul, og að fólki þyki það jafnvel svolítið ógnvekjandi. „Þegar sveitir eins og Pelíkan voru uppi fyrir svona 30 árum þótti gott að ná bara þremur árum,“ segir Jón. „Ég spurði Pétur Kristjáns einhvern tímann út í þetta og hann sagði að þá hefðu menn auðvitað ekkert ver- ið að vinna með þessu, heldur bara verið saman í æfingahúsnæðinu 24 tíma sólarhrings. Eftir þrjú ár var kvótinn bara búinn. En í dag nenn- ir maður ekkert að stofna nýja hljómsveit þegar maður er búinn að finna hóp sem virkar.“ Björn segist stundum spurður að því hvort hljómsveitin ætli ekkert að fara að hætta. „Mér finnst bara ekki hægt að hætta með hljómsveit sem er búin að vera til svona lengi. Það er svo ástæðulaust. Maður heldur alltaf áfram að vera faðir barna sinna,“ segir hann ábyrgur. „Það er nú bara þannig að núna leyfist hljómsveitum að verða gaml- ar. Fyrir 20 árum mátti það ekk- ert,“ segir Ólafur og Jón er greini- lega sammála. „Þrítugur rokkari var bara dauðadæmdur. En núna verða þeir bara flottari með aldr- Ný danskir dagar á Íslandi Hljómsveitin Ný dönsk er án efa ein af betri hljómsveitum ís- lenskrar rokksögu, enda hefur hún notið mikilla vinsælda allt frá stofnun árið 1987. Mikið stendur til í til- efni af 20 ára afmæl- inu og verða allar plöt- ur sveitarinnar endurútgefnar, auk þess sem bæði safn- plata og DVD-diskur koma út. Þá má ekki gleyma stórtónleikum sem haldnir verða bæði í Reykjavík og á Akureyri. Jóhann Bjarni Kolbeinsson hitti meðlimi sveit- arinnar og ræddi við þá um tímamótin og árin tuttugu. Morgunblaðið/Ómar Ný dönsk í dag Frá vinstri: Jón, Ólafur, Stefán og Björn. „Það er nú bara þannig að núna leyfist hljómsveitum að verða gamlar. Fyrir 20 árum mátti það ekkert,“ segir Ólafur. Yfirvaraskegg Stefán í ógleymanlegu hlutverki í „Landslagi skýjanna“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.