Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
BÖRN eru oft döpur og ósátt eftir
sjúkdómsgreiningu og þurfa aðstoð
sálfræðinga við að yfirstíga áfallið.
Þetta var meðal þess sem kom
fram á málþingi Barnaspítala
Hringsins þar sem sérfræðingar
kynntu deildir sínar í gær. Meðal
þeirra voru Berglind Brynjólfs-
dóttir, sálfræðingur á Barna- og
unglingageðdeild Landspítalans, og
Gunnlaugur Sigfússon og Hróðmar
Helgason, barna- og hjartalæknar.
Sálfræðileg viðbót
Uppbygging sálfræðiþjónustu á
Barnaspítala Hringsins hófst árið
2003 þegar tilraunaverkefni var
sett í gang.
Berglind Brynjólfsdóttir er ann-
ar tveggja sálfræðinga sem sinna
nú göngu- og innlagnadeild Barna-
spítalans. Hún segir sálfræðingana
aðallega fást við greiningu á geð-
röskunum, vinnu við sárs-
aukastjórnun, sprautufælni og
kvíða vegna langtímasjúkdóma.
Berglind segir þörfina mesta hjá
sykursjúkum börnum, þar sem syk-
ursýki er langtímasjúkdómur. Oft
séu börnin döpur og ósátt eftir sjúk-
dómsgreininguna og þurfi aðstoð
við að yfirstíga áfallið.
„Kostur þess að sálfræðingarnir
eru frá BUGL er sá að við getum
vísað í úrræði þangað. Samvinna
BUGL og Barnaspítala Hringsins
hefur því reynst mjög árang-
ursrík,“ segir Berglind. Sálfræð-
ingar spítalans eru einnig í sam-
vinnu við fullorðinsgeðsvið
Landspítalans og vísa þangað for-
eldrum nýgreindra barna sem oft
glíma við mikil áföll.
Framfarir í hjartalækningum
Gunnlaugur Sigfússon og Hróð-
mar Helgason barnalæknar segja
tækjakost til hjartalækninga á
Barnaspítalanum frábæran og sé
það fyrst og fremst ötulu starfi
Kvenfélags Hringsins og Neistans,
styrktarfélags hjartveikra barna,
að þakka.
Afdrif barna með hjartagalla
hérlendis eru með eindæmum góð,
en 93% barnanna reynast nær ein-
kennalaus eftir meðhöndlun þrátt
fyrir alvarleg vandamál í byrjun.
Greining hjartasjúkdóma með
ómskoðun á fósturstigi verður sí-
fellt algengari og oft er hægt að
meðhöndla fóstrin strax í móð-
urkviði með lyfjagjöf til móð-
urinnar.
Árlega greinast á Íslandi um 70
börn með hjartagalla, en um 2⁄3
þeirra tilfella reynast þó minnihátt-
ar.
Helsti samstarfsaðili deild-
arinnar er Barnaspítalinn í Boston,
en árið 1997 hófust hér á landi opn-
ar hjartaaðgerðir á börnum, svo
ferðum barna í þess konar aðgerðir
til Boston hefur fækkað.
Faglegt samstarf við hjartalækna
í Boston er mikið og telja Gunn-
laugur og Hróðmar það mjög mik-
ilvægan þátt í að tryggja gæði og
aðhald þjónustunnar hér á landi.
Sálfræði nauð-
synleg viðbót
Fjölbreytt starf kynnt á málþingi í tilefni afmælis Barnaspítala Hringsins
Morgunblaðið/Frikki
Sálfræðiþjónusta Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur á Barna- og ung-
lingageðdeild Landspítalans, sinnir sjúklingum á Barnaspítala Hringsins.
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
GYLFI Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís-
lands, segir að ASÍ hafi fengið
fjölda ábendinga í gær og fyrra-
kvöld þess efnis að verslanir beiti
blekkingum í tengslum við verð-
lagseftirlit. Fjöldi ábendinganna sé
slíkur „að hann virðist endurspegla
eitthvert hegðunarmynstur versl-
ananna og að það búi að baki miklu
skipulagðari og einbeittari vilji [til
blekkinga] en við gerðum okkur
grein fyrir“. Hann segir að ASÍ,
sem gert hefur verðkannanir í
matvöruverslunum, geti ekki ann-
að en breytt aðferðafræði sinni í
tengslum við verðlagseftirlit í ljósi
þess einbeitta vilja sem verslanir
Bónuss og Krónunnar hafi sýnt til
þess að blekkja neytendur.
Ábendingar tóku að berast ASÍ
þegar í fyrradag, eftir að frétta-
stofa Ríkisútvarpsins hóf umfjöll-
un um meint ólöglegt verðsamráð
á matvörumarkaði og blekkingar
við verðkannanir. Þær ná jafnt til
Krónunnar og Bónuss, að sögn
Gylfa, hann segist ekki sjá mikinn
mun hvað það varðar. Og það sem
meira sé: blekkingaleikurinn virð-
ist jafnvel ná til heildsala, því að
birgjar verslanakeðjanna framleiði
sérmerktar pakkningar á lægra
verði sem séu dregnar fram þegar
verðlagseftirlit stendur yfir.
Alger trúnaðarbrestur
„Ég ætla ekkert að fullyrða um
sannleiksgildi þess annað en að
fólk hefur verið að benda okkur á
hvar við getum fundið þessar
vörur í versluninni; fyrir þá sem
nenna að hafa fyrir því sé hægt að
finna þessar vörur snyrtilega
stungið á bakvið, hvort sem það er
í kæliborðunum eða annars stað-
ar,“ segir Gylfi.
Gylfi segir að ASÍ hafi lagt á það
áherslu að eiga um sitt verðlags-
eftirlit gott samstarf við versl-
unina. Það sé enda hagur hvorra
tveggja, neytendanna og fyrirtækj-
anna, að framkvæmd kannana leiði
sem réttasta niðurstöðu í ljós.
„Þessi einbeitti vilji til þess að
villuleiða neytendur í gegnum
þessar kannanir gerir það hins
vegar að verkum að okkur er nauð-
ugur einn kostur að endurskoða
þessa aðferðafræði og gera okkar
kannanir þannig að atvinnurekend-
ur eigi sem minnstan hlut að máli.
Þeir hafa farið þannig með þetta
trúnaðartraust að annað er útilok-
að.“
Gylfi tekur fram að ASÍ hafi
fullan hug á því að halda áfram
verðkönnunum en að þar á bæ sjái
menn ekki að það sé forsenda fyrir
því lengur að erindrekar ASÍ til-
kynni komu sína til rekstrarstjóra
verslananna í upphafi verðkönnun-
ar eða almennt fyrir samstarfi við
atvinnurekendur um þessar kann-
anir. „Þeir hafa misnotað traust
okkar og lagt okkur til rangar upp-
lýsingar. Það finnst mér nokkurn
veginn standa upp úr þessari um-
ræðu.“ Hann segir aðspurður að
ábendingar hafi borist bæði frá
fyrrverandi starfsmönnum Bónuss
og Krónunnar og fólki sem telji sig
hafa orðið vart við að það sé með
undarlegum hætti verið að breyta
verði á vöru. „Þetta tengist því líka
að fólk hefur orðið vart við að það
er mismunandi verð eftir því hve-
nær dags er verslað. Nú kann vel
að vera að það megi færa rök fyrir
því að eðlilegt sé að næturverslun
sé með álag en mig rekur ekki
minni til þess að það standi nokk-
urs staðar á glugga eða í hillu að
verð sé hærra á nóttu en degi. Það
er hins vegar krafa löggjafans að
svo sé, hann álítur að það sé í lagi
að beita næturálagi ef það er til-
kynnt sérstaklega.“
Margir þeirra sem haft hafi
samband við ASÍ óski eftir því að
njóta nafnleyndar og kveðst Gylfi
hafa á því fullan skilning. Um
stóra atvinnurekendur sé að ræða
og atvinnuöryggi fólks sé í veði.
„Einbeittari vilji til að
blekkja en talið var“
ÞÆR ábendingar sem borist hafa ASÍ í gær og fyrra-
dag hafa, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, aðeins tengst
tilburðum til að beita blekkingum í verðkönnunum og
dularfullum verðsveiflum en ekki meintu samráði um
verðlagningu. Í umfjöllun RÚV í fyrradag var þó full-
yrt að ábendingar hefðu borist um slíkt. Samkeppn-
iseftirlitið fór í gær fram á að fólk sendi eftirlitinu
upplýsingar um slíkt ólöglegt samráð Bónuss og Krón-
unnar, teldi það sig hafa yfir slíkum upplýsingum að
búa, en Páll Gunnar Pálsson forstjóri sagði síðdegis í
gær að ekki væri búið að taka saman hversu margar
ábendingar hefðu borist.
„Það liggur í hlutarins eðli að það er betra fyrir okkur að fá nákvæm-
ar upplýsingar, ef þær eru fyrir hendi, frekar en bara fullyrðingar. Það
er auðvitað þannig að ólöglegt samráð er stóralvarlegt brot og það er
þess vegna sem við vöndum undirbúning að slíkum athugunum. Þess
vegna viljum við fá betri upplýsingar áður en við ákveðum hvort tilefni
sé til aðgerða,“ segir Páll Gunnar.
Vilja vanda allan undirbúning
Páll Gunnar
Pálsson ÞÓTT fjarvistum vegna veikinda á
íslenskum vinnumarkaði hafi farið
fækkandi síðan 2000 jafngiltu launa-
greiðslur í veikindum sem samsvar-
ar 26 milljörðum króna árið 2006.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
rannsóknar sem Samtök atvinnulífs-
ins, SA, og Alþýðusamband Íslands,
ASÍ, létu gera í samstarfi við heil-
brigðisþjónustu InPro, en um er að
ræða ítarlegustu athugunina á fjar-
vistum til þessa.
Náði gagnasafn InPro til tæplega
ellefu þúsund einstaklinga og voru
veikindadagar árið 2006 að meðaltali
8,4, eða 3,8 af hundraði vinnudaga.
Heildarfjöldi vinnudaga á ári er
áætlaður 225.
Samanlögð laun allra launamanna
ásamt launatengdum gjöldum árið
2006 eru áætluð 686 milljarðar króna
og má því ætla að fjarvistirnar kosti
um 26 þúsund milljónir króna.
Ungir oftast frá vinnu
Í niðurstöðunum kemur fram að
veikindadögum fjölgi yfir vetrartím-
ann, að yngra fólk sé oftar frá en
eldri launþegar og að konur séu
meira frá vinnu vegna veikinda
barna en karlar. Hlutur kvenna í
fjarvistum vegna veikinda barna hef-
ur farið minnkandi á tímabilinu, var
mestur árið 2001, eða rúmlega 74%,
minnstur 2004, eða tæplega 70%.
Flestar eru fjarvistirnar á fyrsta
ársfjórðungi en minnstar á þriðja
ársfjórðungi yfir sumartímann og
kunna sumarleyfi að eiga þátt í því.
Veikindadagarnir eru flestir hjá
aldurshópnum 20 til 25 ára eða að
meðaltali fjórtán á ári, fæstir hjá ald-
urshópnum 41 til 45 ára, eða fimm
veikindadagar á ári að meðaltali.
Tekið er fram í greiningu InPro á
rannsókninni, að niðurstöðurnar séu
frábrugðnar niðurstöðum úr gagna-
grunni ráðgjafarfyrirtækisins ParX,
en skv. þeim hafi fjarvistir aukist
verulega milli áranna 2004 og 2005.
Veikindadagar hafi verið 9,8 árið
2005 og fjölgað um 1,5 daga frá 2004.
Kynbundinn launamunur
á Alþingi Íslendinga
Í tilkynningu frá SA í gær kemur
einnig fram að meðallaun kvenna á
Alþingi séu 5,7% lægri en karla, þeg-
ar horft sé til kvenna sem ekki eru
ráðherrar. Meðallaun karla á þingi
eru rúmlega 602 þúsund krónur, 34
þúsund krónum hærri en hjá kon-
unum. Óútskýrður kynbundinn
launamunur er áætlaður 3,7%, þ.e.
sá munur sem eingöngu verði rakinn
til kynferðis. Að teknu tilliti til álags-
greiðslna sem þingmenn fá hverfur
þessi óútskýrði munur, karlarnir fá
þær hins vegar í meira mæli.
Með því að beita svokallaðri að-
hvarfsgreiningu, sem gjarnan er
gripið til við rannsóknir af þessu
tagi, kemur í ljós að starfsaldur á
þingi er marktækur skýringarþáttur
en að aðrir þættir á borð við aldur og
menntun skipti litlu máli.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Í slipp Launakostnaður vegna veikinda starfsfólks reynist íslenskum fyr-
irtækjum þungur í skauti. Á sama tíma er kynbundinn launamunur á Alþingi.
Færri en dýrar
veikindafjarvistir
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands varð
síðdegis í gær við kröfu lögreglu-
stjórans á Selfossi og úrskurðaði
þrjá karlmenn af erlendu bergi
brotna í farbann til 17. desember nk.
í tengslum við nauðgunarmál sem
upp kom á Selfossi um síðustu helgi.
Farið var fram á farbann til 16. jan-
úar nk. en héraðsdómur féllst ekki á
það.
Mennirnir eru grunaðir um að
hafa nauðgað konu í heimahúsi og
hefur rannsókn málsins verið tölu-
vert viðamikil, m.a. hafa tugir vitna
verið yfirheyrðir.
Næstu skref hjá lögreglu eru að
fara yfir gögn málsins, meta stöðu
þess og taka í kjölfarið ákvörðun um
framhald málsins. Einnig er beðið
niðurstöðu úr rannsókn lífsýna.
Þrír sæta
farbanni
HAGAR, sem m.a. reka verslanir
Bónuss, 10/11 og Hagkaupa, hafa
sent Samkeppniseftirlitinu bréf þar
sem óskað er eftir tafarlausri rann-
sókn á tilhæfulausum ásökunum
ónafngreindra fyrrverandi starfs-
manna, þess efnis að fyrirtæki fé-
lagsins séu aðilar að ólögmætu sam-
ráði á matvörumarkaðnum.
Fara fram
á rannsókn
♦♦♦