Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 26
matur 26 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ E N N E M M / S ÍA 15,2%* Peningamarka›ssjó›ur er tilvalinn fjár- festingarkostur fyrir flá sem vilja binda fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. Peningamarka›ssjó›ur *Nafnávöxtun í íslenskum krónum á ársgrundvelli fyrir tímabili› 28/9/2007 - 31/10/2007. Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum Kaupflings e›a á www.kaupthing.is. Ávaxta›u betur Sérfræ›ia ›sto› vi› fjárfes tingar hringdu í síma 444 7000 f i i fj f i i í í Eftir Sigmund Ó. Steinarsson sos@mbl.is V ið erum óneitanlega ánægðir með hvað vel tókst til með hátíðar- matarveisluna Bleika boðið í Eldborginni. Þetta er í þriðja skiptið sem við vinnum með Krabbameinsfélagi Ís- lands í sambandi við veislukvöldverð og var hátíðarstemningin mikil eins og áður,“ sagði Smári Valtýr Sæ- björnsson, forseti Matreiðsluklúbbs- ins Freistingar. Meðlimir Freist- ingar áttu hugmyndina að veislu- kvöldverði, sem fór fram í þriðja skipti sl. laugardag í Eldborg, húsa- kynnum Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, en húsin og hraunið í kringum þau voru að sjálfsögðu lýst með bleikum ljósum. 160 gestir mættu í Eldborg og voru þeir ánægðir með veitingar, þjónustu og skemmtiatriði. Þeir tóku síðan virkan þátt í uppboðs- haldi er boðin voru upp málverk og önnur listaverk. Ágóði Krabbameinsfélagsins af veislukvöldinu var 17,5 millj. kr. Um eitt hundrað gestir voru í fyrsta Bleika boðinu 30. september 2005 í Gerðarsafni í Kópavogi, þar sem boðið var upp á sex rétta máltíð. Þá var ágóðinn um fjórar millj. króna. 150 gestir voru í Bleika boðinu 7. október 2006 í húsi Orkuveitunnar í Reykjavík, þar sem ágóði Krabba- meinsfélagsins var um 15 millj. króna. Smári Valtýr var spurður hvenær hugmynd Freistingar um að halda hátíðarkvöldverð hefði vaknað? „Við félagsmenn komum saman vorið 2003 og vöknuðu þá hugmyndir um að gera eitthvað nýtt og skemmti- legt til að styðja gott málefni. Við fórum á fund með forráðamönnum Krabbameinsfélags Íslands og eftir það fór boltinn að rúlla – aðdragand- inn að fyrstu veislunni var þó nokk- uð langur, en Bleika boðið var fyrst haldið 30. september 2005. Miklar kröfur eru gerðar til „gala- kvöldverðar“, sem yfirleitt byggist upp á tólf réttum. Við ákváðum að bjóða upp á níu rétti í veislunni nú í Eldborg sem féll vel að dagskránni og fjölda skemmtiatriða. Því var lögð vinna í að velja fjölbreyttan matseðil. Ég tel að valið hafi heppn- ast vel.“ Undirbúningur tekur langan tíma „Undirbúningur fyrir svona hátíð- arkvöldverð tekur sinn tíma. Þegar við komum saman til að leggja lín- urnar fyrir Bleika boðið í ár, var strax farið að huga að því að raða upp hátíðarmatseðlinum – og ákveða hvað boðið yrði upp á í aðalrétt. Ís- lenska fjallalambið varð fyrir valinu, enda bregst það aldrei. Hugsunin á bak við hátíðarmatseðilinn var að vinna hann nær eingöngu úr ís- lensku hráefni, þannig að hægt væri að rekja afurðirnar til framleiðand- ans hér heima. Eftir að við vorum búnir að taka ákvörðun um matseðilinn var haft samband við framleiðendur út um hvippinn og hvappinn og kannað hvað þeir hefðu fram að færa. Öndin kom frá Hornafirði, smálúðan úr Breiðafirði, lambið frá Silfrastöðum og mjólkurafurðir frá Akureyri, svo eitthvað sé nefnt. Öll matvæli þurfa að standast strangt gæðaeftirlit, til að þau fái aðgang að veislumatseðli okkar,“ sagði Smári Valtýr. Þegar hann var spurður hvenær lokaundirbúningurinn hafi hafist, sagði hann að matvælin hefðu byrjað að berast til Freistingar sl. miðviku- dag, eða þremur dögum fyrir Bleika boðið. „Við fengum síðan allt hráefn- ið í okkar hendur á fimmtudag og föstudag. Lokaundirbúningurinn hófst á fimmtudag og stóð hann yfir þar til veislan hófst á laugardags- kvöldið. Það voru mörg handtökin sem þrettán matreiðslumenn unnu á þremur dögum – við að snyrta, skera til og matreiða, svo að allir væru ánægðir. Spennan hjá okkur magnaðist þegar veislan nálgaðist og vissulega var hún orðin mikil rétt áður en veislan var sett. Já, þegar við sáum afrakstur okkar borinn fram á disk- um inn í veislusalinn. Við tókum sjálfir þátt í að bera réttina fram og svara spurningum gesta um rétt- ina,“ sagði Smári Valtýr. Ánægja veislugesta með matinn og þjónustuna leyndi sér ekki og var þjónustufólki og matreiðslumönnum óspart hrósað. Að sögn Smára Valtýs var Jónas Oddur Björnsson yfirmatreiðslu- maður Bleika boðsins í Eldborg. Arnþór Stefánsson var eftirrétta- meistari boðsins og Gunnar Rafn yfirframreiðslumaður. „Hann valdi vínin og kynnti þau. Nemendur frá Hótel- og Matvælaskólanum í Kópa- vogi, þar sem Gunnar Rafn kennir, sáu um þjónustu undir hans stjórn,“ sagði Smári Valtýr. Mjög ánægðir og stemningin góð „Við erum mjög ánægðir með hvernig tókst til og stemningin var stórkostleg í hópnum hjá okkur. Þó að við komum sinn frá hverjum veit- ingastaðnum náðist að skapa mikla liðsheild – menn bökkuðu hver ann- an upp. Já, andinn var stórkostlegur hjá okkur í Eldborginni. Ég sé ekki annað en við komum til með að halda þessu áfram – þó svo að menn leggi mikla sjálfboðavinnu á sig, enda málefnið gott. Það verða kannski einhverjar breytingar og þá sérstaklega á tímasetningu. Það gátu ekki allir félagsmenn Freist- ingar tekið þátt í þessu nú, þar sem samhliða þessari stórveislu eru villi- bráðarveislur á mörgum veitinga- stöðum þar sem félagsmenn vinna og eins eru jólahlaðborðið að skella á. Það er alltaf mikið að gera í lok október þar til fram í desember hjá okkur.“ Freisting var stofnuð 20. febrúar 1994 af fjórum matreiðslumönnum, fyrrverandi skólafélögum við Hótel- og veitingaskólann, er hann var til húsa í Hótel Esju, sem er nú Hilton hótel við Suðurlandsbraut. „Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Félagsmenn eru alls ekki formfastir, heldur var ákveðið strax að léttleikinn myndi ráða ferðinni og að félagsandinn væri góður, eða eins og kjörorðið segir: „Einu sinni freistingarmaður, ávallt freistingar- maður.“ Með ungliðahreyfingu Freistingar eru 20-30 matreiðslumenn tilbúnir að svara kallinu hverju sinni, en þeg- ar allir eru kallaðir fram er hópurinn um sextíu matreiðslumenn,“ sagði Smári Valtýr, sem þegar er byrjaður að huga að næsta Bleika boði – ásamt samherjum sínum. Lamb frá Silfra- stöðum og lúða úr Breiðafirði Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir Glæsilegur hópur Félagsmenn Matreiðsluklúbbsins Freistingar og nemendur við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi ásamt Sigurði Björnssyni, Vigdísi Finnbogadóttur, Guðrúnu Agnarsdóttur, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff í Eldborg í Svartsengi, þar sem Bleika boðið fór fram. Páll Bergþórsson sendirkveðjur í Vísnahornið: „Þegar Friðbjörn í Staðar- tungu í Hörgárdal sá guð- hræddan Akureyring fara ríð- andi fram að Bási varð honum að orði: Ég held það verði Halldóri heldur örðug glíma að gera Þórð að guðsmanni. Það getur kostað tíma. Nú fara guðsmenn ekki ríð- andi heldur þýðandi heim á bæi lands vors. Um það mætti segja: Það eru kænleg kynskipti hjá kristindómsins lýðum að breyta Páli í Bríeti á biblíunnar síðum. (P.s. Friðbjörn var afi hins heimspaka Kristjáns Kristjáns- sonar prófessors í Akureyrarhá- skóla).“ VÍSNAHORNIÐ Kveðja frá Páli pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.