Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR skráning hafin Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komið þeirri ábendingu á framfæri við heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið, að fréttir sem ráðuneytið sendi frá sér eigi að vera skýrar og glöggar. Tilefnið er forstjóraskipti hjá Tryggingastofnun Íslands sem nýlega var skýrt frá. Gagnrýnir um- boðsmaður einnig að stjórn stofnun- arinnar skuli ekki hafa komið að mál- inu eins og henni ber samkvæmt lögum. Umboðsmaður vísar til þess að á heimasíðu heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins hafi verið birt frétt um starfslok Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra TR, sem fyr- irhuguð voru vegna aldurs 1. nóvem- ber og að Sigríður Lillý Baldursdótt- ir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs stofnunarinnar, tæki við starfinu. Ákvað umboðsmaður m.a. að kanna hvort og hvernig umrætt starf hefði verið auglýst en nú hefur ráðuneytið í svari sínu skýrt frá því að það verði gert með lögformlegum hætti. „Samkvæmt orðalagi þeirrar fréttar sem birtist á heimasíðu heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins varð ekki annað ráðið af frétt- inni en forstjórinn léti af embætti sínu 1. nóvember 2007,“ segir í bréfi umboðsmanns á heimasíðu embætt- isins. „Þá var heldur ekki í frásögn af því hver tæki við starfinu gerður fyr- irvari um að þarna væri um að ræða tímabundna setningu og til hvaða tíma. Hins vegar var upplýst í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns að núverandi forstjóra hefði verið veitt lausn frá störfum miðað við 1. janúar 2008 en hann yrði í leyfi frá 1. nóv- ember 2007 og nafngreindur ein- staklingur, staðgengill forstjóra, gegndi starfinu frá 1. nóvember 2007 til 1. janúar 2008.“ Umboðsmaður kom þeirri ábendingu á framfæri við ráðuneytið að betur yrði tryggt að fréttir, sem ráðuneytið sendi frá sér þegar einstaklingar væru settir eða ráðnir tímabundið til að gegna störf- um eða embættum, væru skýrar og glöggar. Einnig að í þeim yrði greint frá því hvert væri hið raunverulega efni þeirrar ákvörðunar sem um væri að ræða. Ætti þetta einnig við þegar einstaklingar væru settir tímabundið í embætti. „Hér hefur það bæði þýðingu gagnvart þeim sem þurfa að eiga samskipti við viðkomandi stofnun að vita hver er lögbær forstöðumaður og þá til hvaða tíma. Einnig getur það skipt máli fyrir þá sem hefðu hugsanlega áhuga á því að sækja um embættið samkvæmt auglýsingu að vita hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar og þá eftir atvikum tíma- bundið.“ Gagnrýnir upplýsingar um forstjóraskipti Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FRUMMÆLANDI á ráðstefnu Capacent á Hótel Hilton í gær, „Áskoranir í skipulagsmálum“, gagnrýndi skipulag við Borgartún í Reykjavík og talaði um glatað tæki- færi. Jóhannes Þórðarson, deildarfor- seti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, lagði í erindi sínu út af skipulagi við Borgartún. Hann sagði að frétt um málið í Morgunblaðinu 10. október sl. hefði valdið sér vonbrigðum því hún hefði staðfest fyrir sér vandræðagang og upplausn sem suma hefði grunað að væri að finna í þessu „glataða tæki- færi“ sem Borgartúnið væri. Í máli Jóhannesar kom fram að ljóst væri að gæði innihaldsins í af- greiðslum sem ættu sér stað hjá skipulagsyfirvöldum á Íslandi skil- uðu ekki árangri og þær næðu oft ekki að bæta bæjarímyndina. Spurning væri hvort aðalskipulags- gögn væru frekar ástandslýsing en framtíðarsýn. Í aðalskipulagi væri ekki rætt um mælikvarða og stærð- ir með hliðsjón af mannlegum við- miðum og hlutföllum, lítið væri minnst á hlutföll og formfræði og myndmáli væri ekki beitt. Hug- myndir um áferð, skala og viðmið væru ekki settar fram. Svo virtist sem deiliskipulagi væri ætlað að vera rammi utan um byggingar en ekki utan um bæjarrými. Ekki væri rætt um gæði og borgin væri skipu- lögð í reitum en ekki rýmum. Deili- skipulagið virtist ekki ná að sam- tvinna reitina til að úr yrði bæjarmynd. Umhverfisáhrifin væru ekki metin nema að takmörkuðu leyti og það gleymdist að verið væri að fjárfesta í manngerðu umhverfi fyrir fólk til að minnsta kosti 50 ára. Of mikið væri rýnt í hluti eins og hvort nýtingarhlutfall væri 1 eða 10, en ekki væri rætt um fagurfræði. Jóhannes spurði hvort það gæti verið að dæmi eins og Borgartúnið væri afleiðing af fyrirbæri sem félli undir hentistefnu, framkvæmda- rómantík, hagsmunapot, gróðasjón- armið eða glímuskjálfta. Jóhannes sagði nauðsynlegt að taka upp óformlega skipulagsvinnu, þ.e. vinnu þar sem tækifæri gæfist til að koma fram með hugmyndir, þær ræddar og þróaðar. Vettvang vantaði til að bera saman slíkar til- lögur á faglegan hátt og slíka vinnu þyrfti að tengja við borgarskipu- lagið, sem jafnframt þyrfti að fá meira svigrúm til að fást við stefnumótun. Efla þyrfti hinn aka- demíska vettvang og rannsóknir og viðurkenna að það þarf að teikna borg. Borgartúnið gagnrýnt Jóhannes Þórðarson spyr hvort Borgartúnið sé afleiðing af fyrirbæri sem falli undir hentistefnu, framkvæmdarómantík, hagsmunapot, gróðasjónarmið eða glímuskjálfta Í HNOTSKURN » Ráðstefnan fjallaði um þærmiklu áskoranir sem sveit- arfélög standa frammi fyrir í sambandi við skipulagsmál. Magnús Árni Magnússon var ráðstefnustjóri. Morgunblaðið/G.Rúnar Gagnrýni Jóhannes Þórðarson og Sigrún Birgisdóttir frá Listaháskóla Íslands, lögðu fram tillögur til úrbóta á ráðstefnunni í gær. BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti í gærmorgun kaup á fasteign- inni Austurstræti 22 sem brann ásamt Lækjargötu 2 í apríl síðast- liðnum. Kaupverð byggingarréttar á lóðinni nam alls 263 milljónum en með í kaupunum fylgja vátrygginga- bætur að fjárhæð 95 milljónir þannig að heildarfjárútlát borgarinnar nema 168 milljónum króna. Kaupverðið er nánast hið sama og nemur verðmati fasteignasölunnar Eignamiðlunar sem mat byggingar- réttinn á 170 milljónir, án tillits til tryggingabótanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði kaupin vera afar ánægjulegt skref í þeirri uppbyggingu sem stæði fyrir dyrum í Kvosinni. Austurstræti 22 væri lykilbygging í því samhengi. „Það hillir undir endurnýjun Lækj- artorgs, algjörlega nýtt andlit Kvos- arinnar, uppbyggingu þessara húsa í takt við upprunalega mynd og að við náum að græða þetta sár,“ sagði hann. Í gær var jafnframt greint frá því að skipaður hefði verið stýrihópur sem falið væri að móta deiliskipulag, gera framkvæmdaáætlun og sam- hæfa verkþætti við uppbygginguna. Kaupir Austur- stræti 22 REGNHLÍFIN hefur svo sann- arlega reynst traustur förunautur í veðráttunni sem ríkt hefur á höf- uðborgarsvæðinu síðastliðnar vik- ur og mánuði. Nýliðinn október- mánuður er sá blautasti í Reykjavík síðan 1936, en alls mældist úrkom- an tæplega 175 mm, sem er tvöfalt meira en í meðalári. Morgunblaðið/Ómar Með regnhlíf til skjóls á Laugavegi Heilbrigðisráð- herrar Norður- landanna ræða um leiðir til að þróa áfram sam- eiginlegan lyfja- og heilsumarkað. Guðlaugur Þór Þórðarson, heil- brigðis- og trygg- ingamálaráð- herra, segir að markmiðið sé að reyna að opna lyfja- markaðinn og auka samkeppni á honum í því augnamiði að ná niður lyfjaverði. Guðlaugur Þór tók í gær þátt í aukafundi heilbrigðisráðherra Norð- urlandanna í tengslum við 59. þing Norðurlandaráðs í Ósló í Noregi. Þar kom málið til umræðu. Ráðherrarnir ræddu einnig þá hugmynd Guðlaugs að fela sérfræð- ingahópi, með einum sérfræðingi frá hverju landi, að kanna hvaða mögu- leikar séu á því að styrkja sérstak- lega minni markaðssvæðin á þessum mörkuðum. Í tillögunni er lagt til að formennskulandið innan Norður- landaráðs fái það verkefni að kalla saman sérfræðingahópinn og leiða starf hans og að hann skili skýrslu sinni á fyrsta fundi embættismanna- nefndarinnar á sviði heilbrigðis- og félagsmála á næsta ári. Guðlaugur segir að tillögurnar kveði á um að markaðslög í einu landi skuli gilda í öðrum og samvinna verði höfð um útboð milli landa. Kveðst hann vona að innan fárra mánaða liggi fyrir niðurstöður sér- fræðingahópsins, sem hægt verði að taka afstöðu til. Guðlaugur segir að tillögunum hafi verið fagnað á fundi heilbrigðisráðherranna, og að þetta sé ánægjulegt skref í átt til þess að ná niður lyfjaverði á Íslandi, „þótt sú ferð sé að vísu rétt hafin“. Rætt um að opna lyfjamarkaðinn Skref í þá átt að ná niður lyfjaverði Guðlaugur Þór Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.