Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TAKK KÆRLEGA FYRIR AÐ VELJA „KOFFÍNHÖLLINA HENNAR KÖNNU“. ÉG ÆTLA AÐ FÁ TVO KAFFI ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA AÐ GRÍNAST BÚÐU ÞIG UNDIR AFSLAPPANDI, TRÚARLEGA UPPLIFUN FYRIR BÆÐI LÍKAMA OG SÁL. HVERNIG GET ÉG AÐSTOÐAÐ ÞIG? KEMUR EKKI TIL GREINA! NEI! JÆJA... ALLT Í LAGI ÞÁ! ÞETTA ER ÞAÐ EINA SEM ÉG ÞOLI EKKI VIÐ MAÍSSTÖNGLA PSST! HÉRNA! SOLLA! ERT ÞÚ AÐ SKRIFA MIÐA Í TÍMA? SJÁIÐ! HÚN ER AFTUR ORÐIN RAUÐ! HÆ SOLLA, ÞAÐ ER FRÁBÆRT HVAÐ ÞÚ GETUR ORÐIÐ RAUÐ Í FRAMAN ÞEGAR KENNARINN ER AÐ SKAMMA ÞIG! ÉG ÆTLA AÐ KALLA ÞIG EPLA SOLLU! KALVIN KALVIN, ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR, VIÐBJÓÐSLEGUR, LJÓTUR LÍTILL STRÁKUR! ÉG HATA ÞIG! AF HVERJU MÁ ÉG EKKI KOMA MEÐ ÞÉR ÞEGAR ÞÚ FERÐ Í VÍKING TIL ENGLANDS VEGNA ÞESS AÐ ÉG VIL EKKI AÐ DÓTTIR MÍN SÉ AÐ FARA Í HERFERÐIR TIL ENGLANDS ÉG VIL EKKI FARA Í NEINA HERFERÐ! ÉG ÆTLAÐI AÐ FARA Í VERSLUNARFERÐ! GETUR ÞÚ EKKI SKILIÐ MIG EFTIR Í LONDON? Á SUMRIN FYLLIST GARÐURINN OKKAR AF FROSKUM, SNIGLUM OG ENGISPRETTUM Á SUMRIN ÞARF ÉG EKKI AÐ LEITA Í RUSLATUNNUNNI TIL AÐ FINNA MÉR EFTIRRÉTT KALLI ER AÐ FARA Í SKÓLAFERÐALAG UM HELGINA AÐ SKOÐA NÁTTÚRUGRIPA- SAFNIÐ ÞAU FARA Í SKOÐUNARFERÐ, SJÁ VÍSINDASÝNINGU OG HORFA Á DANSKA HEIMILDARMYND UM LINDÝR HLJÓMAR MJÖG SPENNANDI FRÁBÆRT! ÉG BAUÐ ÞIG NEFNILEGA FRAM TIL AÐ FARA MEÐ Í FERÐINA NARNA LEMARR VAR MJÖG VINGJARNLEG... FYRIR KVKMYNDASTJÖRNU AÐ VERA ÞAÐ ER GOTT AÐ HÚN ER ÁNÆGÐ MEÐ AÐ LEIKA ILLKVENDIÐ Á MEÐAN M.J. ER STJARNAN Í MYNDINNI HEIM, FRÚ LEMARR? JÁ HUGO, ÉG GET EKKI HUGSAÐ MÉR AÐ VERA Á SAMA STAÐ OG ÞESSI ÓGEÐSLEGA MARY JANE PARKER dagbók|velvakandi Tvær galnar hugmyndir BORGARSTJÓRNIN hefur tafið Sundabrautina úr hófi. Fyrir nokkr- um árum lagði Vegagerðin til innri leiðina, en síðan upphófst hjal um hábrú utar og síðan jarðgöng með ærnum kostnaði sem nú er ónýt áætlun. Sömuleiðis er ætlaður flugvöllur á Hólmsheiði galin hugmynd. Björn Indriðason. Vitundarbreytandi lyf varhugaverð ÞAÐ er sorglegt til þess að vita hvað við erum sljó þegar kemur að því að dæma menn úr leik sem eru berir að því að misnota hvers kyns vitundar- breytandi efni. Við hundsum af minna tilefni og jafnvel setjum fót- inn fyrir þá sem að okkar mati eru ekki boðlegir hinum venjulega manni. Við hikum ekki við að fram- fylgja hvers kyns andúð og fyrirlitn- ingu þar að lútandi. Það verður að segja eins og er og það af alvarlega gefnu tilefni að erfitt er að skilja það stórdekur í þjóðarvitundinni sem er við lýði varðandi þá sem beinlínis eru sekir um efnaát hvers konar. Aðilar sem hika ekki við að bæði guma af slíku og játa við þjóðina að slíkur ósómi sé við lýði. Aðilar sem komast upp með viðlíka hegðan, t.d. vegna hvers kyns yfirburða, svo sem á sviðum lista eða öðru. Slíkum finnst hreint ekkert að því að mis- nota hvers kyns vitundarbreytandi efni, hvort sem slíkt heitir eiturlyf eða vín. Það er eitthvað mikið bogið við það viðhorf almennings að hygla að og örva fíkla til dáða, hvort sem er við tónlistarsköpun ýmiss konar eða bara á öðrum og léttvægari vett- vangi hvers kyns framfara í listum eða öðru sem yljar og gleður. Við eigum ekki að verðlauna slíka með kaupum t.d. á efni þeirra. Rangt er að dekra við viðkomandi og þann mannskap sem velur að ganga sof- andi í gegnum lífið. Mannskap sem hikar ekki við að sigla fleyi sínu að feigðarósi ömurleika vímufárs og segja það bara í góðu lagi. Fáránlegt að við skulum njóta verka þeirra og segja í raun minna en ekki neitt við ósómanum. Það er réttara og full- komlega eðlilegt að við sem erum laus við hver kyns efni lýsum frati og fyrirlitningu á andstyggðinni og neitum t.d. að kaupa hvers kyns gleðiefni sem ætunum tengist. Við vitum að allt það sem tengist hvers kyns kaupum á afrakstri þeirra sem velja að misnota efni er alrangt. Það er beinlínis bæði ógeðfellt og tjón- valdandi. Hvor tveggja geta eiturlyf og áfengi stórskemmt og skaðað og eru auk þess tjónvaldandi og skapa meiri örvinglan en vellíðan í sam- mannlegu samskiptum. Burtu með öll eiturefni. Styðjum ekki óhikað og blint við bak þeirra sem slíkt mis- nota. Alveg sama hvað viðkomandi hefur komið sér vel í þjóðarsálinni, með t.d. tónlist eða öðru sem hrífur og gleður andann en á sér alrangar rætur ósvífni og ófyrirleitni. Fólk sem vegna andlegrar smæðar villir á sér heimildir til að græða og í raun svíkja á fölskum forsendum þá sem treysta og trúa á heiðarleika þeirra og sómatilfinningu. Jóna Rúna Kvaran, blaðamaður og rithöfundur. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FLESTAR álftir fljúga til Bretlandseyja á haustin og dvelja þar yfir vetrar- mánuðina. Þessari álftir, sem syntu svo tignarlega á Reykjavíkurtjörn, eru líklega ekki á förum, en u.þ.b. 10% álfta hafa vetursetu á Íslandi. Morgunblaðið/Ómar Álftir á Reykjavíkurtjörn ALÞJÓÐA Rauði krossinn (ICRC), Flóttamannastofnun og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR og UNICEF) hafa sameiginlega annast börnin 103 sem tekin voru úr umsjá starfsmanna frönsku samtakanna Örk Zoéar á flugvellinum í Abéché þann 25. október síðastliðinn. Starfs- menn frönsku samtakanna voru handteknir í kjölfarið. Börnin eru nú vistuð í munaðar- leysingjahæli í borginni Abéché. Al- þjóða Rauði krossinn, Flóttamanna- stofnun og UNICEF hafa farið þess á leit við yfirvöld í Tsjad að þau sjái börnunum fyrir húsnæði, fæði, og brýnustu nauðsynjum auk heilbrigð- isþjónustu með stuðningi Rauða krossins í Tsjad. Starfsmenn Alþjóða Rauða kross- ins, Flóttamannastofnunar og UNI- CEF hafa undanfarna daga rætt við börnin til að komast að persónuleg- um högum þeirra og hvaðan þau eru upprunnin. Talað hefur verið við öll börnin – 21 telpu og 83 drengi – sem eru á aldrinum 1–10 ára. Erfitt hefur reynst í tilfellum yngstu barnanna að fá áreiðanlegar upplýsingar, en talið er fullvíst að að minnsta kosti 85 þeirra séu frá þorpum sem liggja við landamæri Tsjad og Súdan, nærri borgunum Adré og Tine. Í viðtölunum við hjálparstarfs- menn um fjölskylduhagi minntust 91 þeirra á að þau væru í umsjá fullorð- ins einstaklings sem að öllum líkind- um er foreldri þeirra. Reynt verður að komast að högum hinna 12 svo hægt verði að leita fjölskyldna þeirra. Starfsfólk hjálparsamtakanna þrennra, innlend hjálparsamtök og fulltrúar yfirvalda frá Tsjad vinna nú hörðum höndum að því að komast að uppruna hvers og eins barns svo hægt sé að koma þeim sem fyrst aft- ur í umsjá fjölskyldna þeirra. Þetta er mikilvægur stuðningur við yfirvöld í Tsjad. Viðkvæmt ástand ríkir á svæðinu þaðan sem börnin voru tekin, og þörf á því að sjálfstæð, óháð samtök eins og Alþjóða Rauði krossinn aðstoði við að koma þeim aftur til síns heima. Þangað til munu Rauði krossinn og stofnanir Samein- uðu þjóðanna sjá til þess að börnin fái alla nauðsynlega umönnun, segir í fréttatilkynningu. Annast börnin frá Abéché FRÉTTIR FRÆÐSLUFUNDUR um þung- lyndi verður haldinn í húsnæði Geð- hjálpar, Túngötu 7, á morgun, laug- ardaginn 3. nóvember, kl. 14. Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkr- unarfræðingur flytur erindi um sjúkdóminn og Þórey Guðmunds- dóttir segir frá reynslu sinni af bar- áttu við hann. Áhugafólk um geðheil- brigðismál er í tilkynningu hvatt til að mæta. Kaffiveitingar verða í boði að fundinum loknum. Fræðslufundur um þunglyndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.