Morgunblaðið - 02.11.2007, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.11.2007, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Krist-ján Alexand- ersson fæddist 25. nóvember 1920 á Suðureyri við Súg- andafjörð og lést 23. október 2007 á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Sigurður var son- ur hjónanana Mar- grétar Sigurð- ardóttir f. 10.2. 1900 og d. 15.6. 1943 og Alexanders Jó- hannssonar f. 31.10. 1892 og d. 29.11. 1979. Sigurður var elstur fjögurra alsystkina. Björgvin f. 17.9. 1923, Guðmunda f. 11.3. 1926, d. 17.10. 1999, Jó- hann f. 14.10. 1934. Systkin sam- feðra, Mikkalína f. 18.3. 1914, d. 29.9. 2001, Kristín f . 2.4. 1915, d. 5.7. 2003. Sigurður fór að heiman 1945. Sig- urður giftist 26.12. 1955 Kristínu Eide Eyjólfsdóttur, f. 26.12. 1918, d. 20.4. 1986. Hún átti einn son, Hilmar Harð- arson f. 6.10. 1945 sem Sigurður gekk í föðurstað, einnig ólu þau upp son Hilmars, Jóhannes Þór f. 21.4. 1964, frá 5 ára aldri. Útför Sigurðar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl 13. Elsku afi Nú hefur þú kvatt okkur að sinni, þú sýndir okkur ávallt mikla um- hyggju sem við eigum eftir sakna mikið. Huggun okkar núna er að þið amma séuð saman á ný því við vitum að þú trúðir að þið ættuð eftir að hitt- ast aftur. Þú varst alltaf glaður þegar við komum í heimsókn, þú varst mjög gestrisinn og gerðir aldrei manna- mun á fólki. Þú varst mjög barngóð- ur, spurðir og fylgdist mikið með barnabörnunum og þér þótti ákaflega vænt um myndirnar þínar af þeim. Þegar Jói var fimm ára gamall fluttist hann til þín og ömmu, en þá bjugguð þið á Vífilsstöðum og genguð honum í foreldra stað. Jóa leið alltaf vel hjá ykkur og kennduð þið honum umhyggju og ást, okkur systkinunum þótti ávallt gaman að koma og heim- sækja bróður okkar til þín og ömmu enda var alltaf til ís í frystikistunni. Það sem okkur er minnisstætt er þegar við vorum lítil og þú komst og sóttir okkur, fórst með okkur í bíltúr og þar fengum við alltaf peru og kóngabrjóstsykur. Sérstaklega þótti okkur skemmtilegt og spennandi þegar þú varst að vinna á hælisbíln- um og fórst með okkur í hin ýmsu fyr- irtæki og stofnanir. Þú hafðir mjög gaman af því að ferðast og fórst þú víða um landið með Jóa. Á seinni árum þótti þér ein- staklega gaman að ferðast til Dan- merkur og heimsækja Kristínu og afabörnin, og eignaðist þú góða vini þar. Þegar þú varst 85 ára fórst þú með Jóa til Danmerkur og hélst upp á afmælisdaginn þinn á þremur stöðum í Danmörku. Þér varð oft tíðrætt um hversu ánægður og glaður þú varst með ferðina og afmælisdaginn þinn. Okkur öllum þótti vænt um það að geta eytt þessum degi með þér í Dan- mörku og nutum við samverustund- anna með þér. Þær eru svo margar minningarnar sem við eigum saman af þér. Við vit- um að þú ert kominn á betri stað og að amma tók vel á móti þér og núna eruð þið saman eins og þið eigið að vera. Minning þín lifir í hjarta okkar, elsku afi. Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar. Þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér, ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Jóhannes Þór, Kristín Björk, Eyjólfur Ingi, Edward Örn og fjölskyldur. Elsku bróðir minn, Sigurður Krist- ján Alexandersson. Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur að sinni. Allt tekur þetta enda eins og þú sagðir sjálfur. Siggi bróðir kveður Súganda- fjörð 1945, fer þá í Skálholt, vinnur þar eitt sumar, fer svo til Reykjavíkur í byggingavinnu, 1948 fer Sigurður að Vífilsstöðum þar sem hann kynnist Kristínu Eyjólfsdóttur yfirráðskonu og hann er bifreiðastjóri fyrir Vífil- staði og Kópavogshæli. Hefja þau bú- skap á Vífilstöðum og búa þar til 1969 að þau kaupa fokhelda íbúð í Króka- hrauni 4 í Hafnarfirði. Sigurður býr þar þangað til hann flytur að Hrafn- istu í Hafnarfirði 10. apríl 2002 og er mjög ánægður með allt á Hrafnistu. Þá er hann aldeilis ánægður með upp- eldissoninn Jóhannes Þór Hilmars- son og hans konu og þeirra son, Alex- ander Jóhannesson, litla dýrlinginn hans Sigga. Jói minn eins og Siggi kallaði Jóhannes, var alveg sérstak- lega góður við Sigga bróður og Rakel kona hans Jóa, þau eru bæði svo hjartahlý og hugsuðu vel um bróður, enda ef eitthvað þurfti að gera fyrir Sigga þá sagði hann: Jói minn sér um það. Hann fór með hann til læknis og eitt og annað. Með kæru þakklæti fyrir alla þá miklu og góðu hjálp sem þið Jói og Rakel veittu Sigga bróður. Nú eru komin fundarhlé hjá okkur bræðrum, það var alltaf bræðrafund- ur hjá okkur á sunnudögum í 5 ár, sá síðasti 21. október síðastliðinn. Pútt- inu er nú lokið, þú varst duglegur þar og hafðir gaman af. Þín verður sárt saknað í skötuboð- inu hjá Magga Danna á Þorláks- messu. Einnig verður þín sárt saknað um jólin hjá Margréti og fjölskyldu og Guðrúnu og fjölskyldu, sem hefur verið árviss atburður. Elsku Siggi minn, ég veit að það er tekið vel á móti þér, af Stínu þinni og Stínu minni, af pabba og mömmu, systrum og mágum, og af öllum þeim sem til þekkja. Þann 23. október lést Siggi bróðir á Hrafnistu í Hafnarfirði nokk- uð snöggt eins og hann var búinn að óska sér að fá að skilja við. Ég votta öllum aðstandendum innilega samúð. Eitt bros – getur dimmu í dagsljósi breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við bitur andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.). Far þú í friði. Kveðja, Jói bróðir í Keflavík. Mig langar að minnast þín, kæri frændi, í örfáum orðum og þakka þér af alhug ræktarsemi við mig og mína fjölskyldu. Á hugann leita minningar liðinna ára, ferðalög og heimsóknir frá Suðureyri til Reykjavíkur og öf- ugt. Alltaf var mikil gleði og kærir endurfundir milli foreldra minna og ykkar Stínu. Ég minnist þess tíma er ég var við nám í Reykjavík, hversu gott var að eiga athvarf hjá ykkur, og heimili ykkar á Vífilsstöðum og í Hafnarfirði stóðu okkur alltaf opin. Hin síðari ár dvaldir þú á Hrafnistu í Hafnarfirði og þar leið þér vel. Síð- asta ár var þér erfitt vegna veikinda þinna, en þér var ekki tamt að tala um sjálfan þig. Eftir því var tekið á Hrafnistu hve mikil vinátta og kær- leikur var á milli ykkar bræðra en þeir heimsóttu þig á hverjum sunnu- degi. Ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að sjá þig og kveðja 2 dögum fyrir brottför þína. Kæri frændi, með þessum fáu orð- um vil ég minnast þín með söknuð og þakklæti í huga fyrir allan þann kær- leika og góðmennsku sem þú stráðir í kringum þig alla þína ævidaga. Að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Jónína Ingólfsdóttir (Ninna). Elsku Siggi frændi, mín fyrsta minning um þig er frá því fyrir all- mörgum árum. Þá varstu brosandi, þú varst líka brosandi þegar ég sá þig síðast. Þannig ert þú í minningu minni, einstaklega góðhjartaður, brosandi og í góðu skapi. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar þú gafst mér litla gúmmíbátinn fyrir u.þ.b. 30 árum síðan, ég skildi ekki að nokkur gæti verið svona góður við mig, en svona ertu bara Siggi minn. Þú hafðir einstaklega góða nærveru og manni leið alltaf vel í þinni návist. Það hefur verið gott veganesti í lífsins leik að hafa þekkt þig. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Þórður Ásmundsson. Elsku besti Siggi minn, nú ertu far- inn frá okkur. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið því við vorum svo náin. Ég man þegar ég var lítil stelpa, þegar þurfti að fara til Reykjavíkur, þá var alltaf komið við í Krókahraun- inu hjá þér og Stínu þinni sem hefur eflaust tekið vel á móti þér. Ég gleymi heldur ekki þegar ég bað um að fá að skíra son minn í höfuðið á þér. Þú klökknaðir við eldhúsborðið hjá for- eldrum mínum í Miðtúni 8 og sagðir svo þegar þú varst búinn að jafna þig: Þó það nú væri. Ég hélt alltaf mikið upp á þig því þú varst meira en bara Siggi frændi í mínum augum, þú varst minn uppáhalds frændi. Við áttum mörg löng og góð símtöl seinni ár og alltaf sagðir þú: Mikið erum við sam- mála, frænka. Svo eftir að Stína þín dó þá vildu foreldrar mínir endilega að þú kæmir og værir hjá okkur á jóladag í hangikjöti og laufabrauði, svo eftir að mamma mín dó þá héldum við systur í þessa hefð og þú komst til okkar á jóladag, nú verður skrýtið á jóladag, enginn Siggi frændi. Þig faðmi liðinn friður guðs, Og fái verðug laun Þitt góða hjarta, glaða lund Og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, Og þessi liðnu ár Með ótal stundum ljóss og lífs Oss lýsa gegnum tár. Vér munum þínum högu hönd Og hetjulega dug Og ríkan samhug, sanna tryggð Og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, Og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilifð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti) Elsku Siggi frændi, Guð geymi þig. Margrét, Sævar, Kristín, Sigurður Jóhann (nafni) og Axel Fannar. Sigurður Kristján Alexandersson MINNINGAR Sigríður Jóhannesdóttir og Sigfús Aðalbergur Jóhannsson ✝ Sigríður Jóhannesdóttir fædd-ist á Gunnarsstöðum 10. júní 1926. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. október síðastliðinn. Sigríður var jarðsungin frá Sval- barðskirkju 23. október sl. Sigfús Aðalbergur Jóhannsson fæddist í Hvammi í Þistilfirði 5. júní 1926. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 2. ágúst síðast- liðinn. Sigfús Aðalbergur var jarð- sunginn frá frá Svalbarðskirkju 11. ágúst sl. Meira: www.mbl.is/minningar V i n n i n g a s k r á 27. útdráttur 1. nóvember 2007 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 5 7 5 3 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 3 9 4 0 7 6 7 1 3 0 6 9 2 4 4 7 1 9 1 2 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1183 33212 40775 45736 53436 70634 20972 38995 41094 48120 69790 77655 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 6 9 1 4 0 0 3 2 4 8 7 7 3 2 4 5 9 4 3 3 9 9 5 2 3 1 9 6 4 0 3 5 7 1 6 9 8 3 1 6 5 1 4 4 6 9 2 5 5 5 2 3 3 4 5 7 4 3 4 3 3 5 3 1 6 4 6 4 5 5 3 7 1 8 5 6 5 5 6 4 1 6 5 2 2 2 5 7 5 5 3 5 7 1 7 4 5 3 9 1 5 4 5 1 2 6 6 5 4 7 7 2 5 1 3 5 7 5 2 2 0 1 3 3 2 6 6 2 7 3 6 2 1 9 4 5 4 4 6 5 4 9 9 2 6 7 0 8 6 7 2 7 8 4 6 0 1 9 2 0 2 7 3 2 7 2 2 0 3 6 6 2 2 4 5 8 6 5 5 6 7 4 9 6 7 3 8 5 7 2 9 4 3 6 5 9 7 2 0 9 4 6 2 8 1 3 8 3 7 0 8 3 4 6 5 8 2 5 7 2 3 2 6 7 6 9 4 7 4 8 4 8 7 8 0 1 2 1 0 6 8 2 8 7 6 0 3 8 1 2 9 4 8 0 2 0 5 7 2 4 3 6 7 7 8 2 7 7 0 1 3 9 0 5 0 2 1 0 8 3 2 9 1 2 2 3 8 1 3 8 4 8 2 0 8 5 8 1 2 2 6 8 3 2 4 7 8 5 1 6 9 9 2 4 2 2 5 7 9 2 9 1 5 5 3 8 8 5 6 4 8 9 8 0 5 8 2 0 7 6 8 9 1 2 7 9 1 5 4 1 0 0 3 1 2 2 7 2 1 2 9 5 7 7 4 0 1 9 6 4 9 5 0 6 5 9 9 4 9 6 9 0 8 2 1 0 8 8 0 2 2 7 5 2 2 9 9 2 8 4 1 2 5 4 5 1 7 2 1 6 2 3 2 9 6 9 1 7 2 1 3 0 4 0 2 4 1 3 1 3 1 3 3 7 4 2 0 0 0 5 1 7 5 5 6 2 3 5 8 6 9 4 3 2 1 3 3 8 9 2 4 6 5 3 3 1 6 5 3 4 2 6 6 9 5 1 7 9 1 6 3 1 1 3 7 1 3 4 8 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 1 4 4 1 5 0 5 9 2 3 4 7 7 3 4 1 0 7 4 4 2 5 2 5 3 6 8 0 6 2 2 1 4 7 0 9 3 4 3 0 2 1 5 0 8 8 2 4 6 5 8 3 4 3 8 5 4 4 5 9 1 5 3 9 8 9 6 2 4 7 9 7 1 2 6 5 1 2 8 8 1 5 1 7 7 2 5 0 9 3 3 4 4 3 8 4 5 1 0 8 5 4 1 4 0 6 2 8 7 0 7 1 5 6 8 1 7 5 4 1 5 4 9 6 2 5 1 2 6 3 4 5 7 6 4 5 1 4 2 5 4 2 1 3 6 2 9 0 3 7 1 6 7 9 2 6 9 0 1 5 5 1 2 2 5 3 2 2 3 4 6 7 8 4 5 1 8 6 5 4 2 4 4 6 3 3 1 4 7 1 8 4 3 3 3 9 9 1 6 0 0 2 2 5 3 5 4 3 4 9 1 8 4 5 3 8 2 5 4 2 4 9 6 3 6 1 9 7 1 9 6 4 3 4 5 5 1 6 7 6 5 2 5 4 1 8 3 5 0 1 3 4 5 4 7 2 5 4 5 2 2 6 3 6 8 9 7 2 3 6 9 3 5 2 9 1 7 0 0 3 2 5 5 8 1 3 5 1 2 5 4 5 6 2 2 5 4 8 0 3 6 3 8 1 9 7 2 5 8 2 3 7 4 2 1 7 0 0 5 2 6 0 2 1 3 5 1 9 0 4 5 6 7 5 5 4 9 9 1 6 4 0 7 7 7 2 8 2 7 4 0 8 6 1 7 1 9 3 2 6 1 5 7 3 5 4 5 6 4 6 3 1 3 5 5 0 8 2 6 4 3 0 3 7 3 4 9 6 4 1 5 8 1 7 2 5 2 2 6 3 1 3 3 5 6 2 2 4 6 8 8 1 5 5 3 3 6 6 4 9 9 3 7 3 7 6 0 6 5 4 5 1 7 3 2 6 2 6 7 7 0 3 5 6 7 0 4 7 4 1 2 5 5 9 4 0 6 5 3 4 9 7 4 0 6 8 7 4 1 9 1 7 9 1 4 2 6 8 9 8 3 6 0 2 4 4 7 7 3 7 5 6 2 0 3 6 5 6 0 7 7 4 4 0 7 7 8 2 7 1 8 0 6 2 2 7 0 9 3 3 6 6 9 2 4 7 8 4 8 5 6 3 2 2 6 5 6 3 0 7 5 2 9 5 7 9 8 1 1 8 3 4 1 2 7 1 5 1 3 7 4 7 8 4 8 0 0 6 5 6 5 2 4 6 5 7 4 8 7 5 3 2 9 8 8 1 4 1 8 3 5 6 2 7 3 1 4 3 7 6 6 6 4 8 0 5 5 5 6 6 9 8 6 5 9 8 1 7 5 5 0 9 9 0 9 2 1 8 6 1 9 2 7 3 2 6 3 8 0 8 8 4 8 3 5 6 5 7 3 8 4 6 6 1 5 2 7 6 2 4 3 9 7 0 2 1 8 7 5 4 2 7 3 8 0 3 8 4 1 4 4 8 7 4 4 5 7 6 0 9 6 6 1 5 9 7 6 5 7 4 9 9 1 4 1 9 3 9 7 2 8 0 0 6 3 9 2 5 2 4 9 4 6 9 5 7 9 7 2 6 7 9 5 7 7 7 6 6 6 1 0 2 5 6 1 9 6 8 3 2 8 1 5 4 3 9 2 5 6 5 0 0 6 1 5 8 8 1 6 6 8 0 4 5 7 7 9 2 7 1 0 3 2 0 1 9 9 4 0 2 8 3 7 8 3 9 6 6 8 5 0 3 8 6 5 9 0 1 0 6 8 1 4 5 7 8 5 0 7 1 1 6 2 5 2 0 0 5 7 2 8 9 0 5 3 9 7 9 9 5 1 4 2 6 5 9 3 1 1 6 8 6 0 5 7 8 5 4 5 1 2 4 9 7 2 0 4 0 6 2 9 0 2 0 4 0 1 0 0 5 1 4 5 6 5 9 4 3 8 6 8 8 6 4 7 8 6 7 5 1 2 6 2 1 2 0 4 5 1 2 9 4 5 5 4 0 1 4 7 5 1 6 1 4 5 9 5 4 0 6 9 4 5 0 7 8 8 0 5 1 2 8 2 1 2 0 5 5 2 2 9 5 8 4 4 0 6 3 3 5 1 8 3 7 5 9 5 7 9 6 9 5 5 7 7 8 9 7 4 1 3 1 9 9 2 1 2 5 0 3 0 1 6 7 4 1 2 2 3 5 1 8 8 2 6 0 6 0 6 6 9 6 2 2 7 9 1 5 3 1 3 5 4 7 2 1 5 9 3 3 1 2 3 6 4 1 9 2 1 5 1 8 9 8 6 0 6 9 8 6 9 6 3 7 1 3 5 7 5 2 1 7 4 2 3 1 3 0 3 4 2 1 0 0 5 2 2 6 5 6 0 7 3 9 6 9 8 1 0 1 3 9 0 0 2 2 0 4 7 3 2 7 9 0 4 2 3 0 5 5 2 3 4 2 6 1 1 5 4 7 0 1 0 1 1 3 9 0 6 2 2 4 2 2 3 3 1 1 6 4 2 9 3 2 5 2 7 4 7 6 1 2 8 7 7 0 2 3 1 1 4 2 4 0 2 2 5 8 3 3 3 1 3 0 4 3 2 7 6 5 3 2 7 3 6 1 3 1 6 7 0 5 2 9 1 4 7 0 3 2 3 0 1 0 3 3 9 8 1 4 3 3 7 0 5 3 4 6 2 6 1 7 3 6 7 0 6 7 8 Næstu útdrættir fara fram 8. nóv, 15. nóv, 22. nóv & 29. nóv 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 30 oktober var spil- að á 14 borðum.Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 397 Júlíus Guðmundsson – Óakar Karlsson 363 Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 351 Ragnar Björnss. – Jóhann Benediktss. 317 Alfreð Kristjánss. – Valdimar Elíass. 317 A/V Magnús Oddsson – Sveinn Snorras. 373 Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 366 Ingimundur Jónsson – Helgi Einarss. 341 Eyjólfur Ólafsson – Óli Gíslason 341 Föstudaginn 26. október var spil- að á 15 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 387 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 362 Magnús Oddss. – Jóhann Benediktss. 361 Björn Karlsson – Jens Karlsson 340 A/V Alfreð Kristjánss. – Valdimar Elíass. 438 Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 363 Jón Jóhannss. – Davíð Stefánsson 362 Oddur Jónsson – Einar Sveinsson 358 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 29. október var spil- aður Howell-tvímenningur. Úrslit kvöldsins urðu þessi: Friðþjófur Einars. – Guðbr. Sigurbergs. 107 Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðarson 94 Eiríkur Kristóferss. – Sigurjón Haraldss. 90 Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þóroddss. 83 Næstu tvö mánudagskvöld verður haldið áfram með Mitchel-tvímenn- inginn. Árangur tveggja kvölda verður nýttur til verðlauna. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.