Morgunblaðið - 02.11.2007, Page 52

Morgunblaðið - 02.11.2007, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára THE INVASION kl. 10:10D B.i. 16 ára DIGITAL DARK IS RISING kl. 4 - 6 B.i. 7 ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ IN THE LAND OF WOMEN kl. 5:50 - 8 LEYFÐ THE KINGDOM kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára BRATZ kl. 3:40 LEYFÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA HEARTBREAK KID kl. 5:30 - 8 B.i.12.ára THE BRAVE ONE kl. 10:30 B.i.16.ára STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA kl. 4 - 6 LEYFÐ MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10:30 B.i.7.ára MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP THE GOLDEN AGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára THE INVASION kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ eee A.S. eeee - V.J.V., TOPP5.IS eeee - S.F.S, FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL SÝND Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA GEORGE CLOONEY LEIKUR LÖGFRÆÐING Í EINUM AF BETRI „ÞRILLERUM“ SEM SÉST HAFA Á ÞESSU ÁRI. ÓSKARSVERÐLAUNAHAFARNIR CATE BLANCHETT OG GEOFFREY RUSH ÁSAMT CLIVE OWEN Í EPÍSKRI KVIKMYND BYGGÐRI Á ÁSTUM OG ÖRLÖGUM ELÍSABETAR ENGLANDSDROTTNINGAR. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HEYRÐU mig nú! er yfirskrift nýrrar tónleikaraðar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands sem hefst í kvöld, og er sérstaklega hugsuð fyrir ungt fólk og þá sem vilja kynna sér klass- íska tónlist á nýstárlegan hátt. Að sögn Árna Heimis Ingólfs- sonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, verður margt gert til þess að höfða til unga fólksins. „Til dæmis að hafa þetta á bíótíma um helgi því það hentar kannski ekki alltaf ungu fólki sem er í skóla að mæta á fimmtudagskvöldum,“ segir hann, en tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21. Það er þó að sjálf- sögðu verkefnavalið sem skiptir mestu máli. „Hugmyndin er sú að í þessari röð verði bara hress „dúnd- ur“-músík,“ segir Árni, en Vorblót Stravinskíjs verður flutt á tónleik- unum í kvöld. „Þetta verk er nátt- úrulega eitt það rosalegasta sem hefur verið skrifað, og er frægt að endemum. Það urðu mikil uppþot þegar það var flutt og það fór allt í slagsmál og vitleysu. Þetta er líka skrifað fyrir mjög stóra hljómsveit þannig að það er alltaf mjög eftir- minnilegt að heyra það á tónleikum, hljóðstyrkurinn og massinn er svo mikill. Svo er þetta líka verk sem hefur haft áhrif á mjög marga í gegnum tíðina,“ segir Árni, og bætir við að ýmislegt verði gert til að brjóta tónleikana upp. „Við spilum til dæmis ekki bara verkið í gegn, heldur útskýrum það svolítið fyrir fólki fyrst. Það er ekki gert ráð fyrir að þú komir þarna inn með einhverja þekkingu, þú þarft ekkert að vita. Tónleikarnir byrja á því að stjórnandinn kennir fólki eiginlega að hlusta á verkið, og hljómsveitin tekur tóndæmi héðan og þaðan. Eftir svona hálftíma af því er verkið svo spilað allt í gegn.“ Kostar bara 1.000 kall! Að tónleikunum loknum verður svo partí fyrir gesti í anddyri Há- skólabíós. „Þangað mæta bæði hljómsveitin og stjórnandinn og fólk getur tekið þau tali og spurt þau um allt sem þau vilja vita,“ segir Árni, en DJ Þorbjörn mun sjá um að halda fjörinu gangandi. En er ungt fólk almennt ekki nógu duglegt við að sækja sinfón- íutónleika? „Það vantar í sjálfu sér ungt fólk á klassíska tónleika út um allan heim, það er ekkert sérvanda- mál okkar. Ástæðurnar fyrir því eru bæði margar og margbreytilegar. Það er til dæmis skólakerfið sem stendur sig ekki alltaf sem skyldi, samanborið við að kenna fólki að njóta bókmennta eða leikhúss. Svo kostar það líka peninga að fara á tónleika og fólk leyfir sér kannski ekki þann lúxus fyrr en það er búið að mennta sig og ala upp börnin. Við erum líka að reyna að koma til móts við unga fólkið með því að hafa miða- verðið lágt, aðeins 1.000 krónur, þannig að þetta er bara eins og fara í bíó. Þannig að við vonum að við get- um byrjað að breyta einhverju til hins betra með þessum tónleikum.“ Heyrðu mig nú! Sinfónían býður ungu fólki á „dúndrandi“ tónleika og í partí á eftir Dúndur „Hugmyndin er að í þessari röð verði bara hress „dúndur“ músík.“ Tónleikarnir í Háskólabíói hefjast kl. 21 og miðaverð er aðeins 1.000 krónur. Nánari upplýsingar á www.sinfonia.is. LINDA Stein, fyrrum umboðs- maður pönkrokksveitarinnar Ramones sem sneri sér síðar að fasteignasölu, fannst myrt á heimili sínu í New York á þriðjudaginn var. Stein var jafnan kölluð „fast- eignasali stjarnanna“, og er þar átt við hina ríku og frægu. Stein var barin til dauða, að sögn lögreglu. Meðal stjarna sem fast- eignaviðskipti áttu við Stein eru tónlistarmennirnir Madonna og Sting og leikararnir Michael Dou- glas og Angelina Jolie. Engin um- merki voru um innbrot. Stein var 62 ára. Hún var áður gift forstjóra Sire plötuútgáfunnar, sem gaf út fyrstu breiðskífur Ramones. Látin Dóttir Stein kom að móður sinni liggjandi í blóði sínu. Fasteignasali stjarnanna myrtur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.