Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARNAR vikur hefur Morgunblaðið fjallað um atburði sem hafa átt sér stað í nokkrum löndum álfunnar og vil ég sérstaklega hrósa blaðinu fyrir það enn og aftur að vekja okkur til um- hugsunar. Morgunblaðið á hrós skilið fyrir að vekja at- hygli á þeim óhugn- anlegu atburðum sem virðast nú vera daglegt brauð í sumum löndum í Evrópu, sérstaklega í Rússlandi og Austur- Þýskalandi. Gargandi kynþáttafordómar fara vaxandi í þessum lönd- um sem og öðrum heimsálfum. Stjórnvöld virðast gera lítið sem ekkert til að tækla og útrýma eitri af þessu tagi, sem þjóðerniskennd get- ur verið. Menn verða fyrir ofbeldi, niðurlægingu og mismunun bara vegna útlitsins eins. Það er margt sem bendir til þess að málið sé ekki tekið nógu alvarlega. Ákæruvald í þessum löndum er hikandi hvað varð- ar hertar refsingar afbrotamanna en þau loka augunum stundum eða neita því að þetta sé svo alvarlegt. Það er dapurlegt og sorglegt að hugsa til þess að víða virðast menn vísvitandi líta framhjá glæpum af þessu tagi. Fordómar sem fyrirbæri hafa því miður verið með mannkyninu frá upphafi en það er ekki einungis bundið við Evrópu. Það sem kemur manni á óvart er hversu fljótt sumir taka afstöðu þegar mannréttindabrot eru annars vegar. Alheimurinn hefur réttilega og nauðsynlega staðið gegn því sem hefur gerst í Mjanmar (Búrma) nýlega. Alheimurinn tekur þó ekki sömu afstöðu gegn því sem gerist daglega í Rússlandi, Austur- Þýskalandi, Austur-Evrópu, Möltu, Ítalíu, Bandaríkjunum, Palestínu, Darfúr, Noregi, Kongó o.s.frv. Er þetta ekki hræsni eða er það í fínu lagi að leyfa glæpi af þessu tagi í sumum löndum? Kyn- þáttafordómar eru líka mannréttindabrot, takk fyrir. Í mörgum löndum nota stjórnmálamenn andúð í garð annarra í þjóðfélaginu til að fá at- kvæði en með því sam- þykkja kjósendur glæp- ina sem framdir eru gegn þeim. Það er engin lygi að í dag hefur Rússland verið einn stór kirkju- garður fyrir erlenda menn sem þar búa. Þar hefur nýnasismi, með hjálp internets- ins, sprottið upp alls staðar. Og sem meira er, þá virðist Pútín forseti upp- teknari af því að fara í stríð við olíu- barónana heldur en þessi mannrétt- indabrot. Hann er reyndar ekki sá eini. Ef alheimurinn væri jafn harður í garð þessara manna og mótmælti harkalega, þá væri þetta mál vænt- anlega ekki eins slæmt og það er í dag. Evrópusambandið hefur tekið fyrsta skrefið með því að taka harka- lega á þessum málum. Það er nú refsivert í ESB löndunum að mis- muna fólki vegna þjóðernis, útlits, kynþátta, skoðana eða trúar. Stjórnvöld á Íslandi eru að gera ráðstafanir til að sjá til þess að jafn- ræði sé virt alls staðar og fyrir alla. En það væri mjög gagnlegt að setja opinber lög sem myndu gera mis- munun af þessu tagi refsiverða. Sam- félagið okkar er mjög mikið að breyt- ast. Sem betur fer eru mörg okkar mjög skynsöm í þá veru að við kjós- um að lifa friðsamlega með öllum. En við þurfum samt að vera vakandi fyr- ir þessum hugsunarhætti sem hrein- lega splundrar okkur. Við höfum ekkert með svoleiðis hegðun og við- horf að gera á Íslandi. Þess vegna þurfum við öll að sýna umburð- arlyndi og þolinmæði í garð þeirra sem eru enn að aðlagast samfélaginu. Þetta á einnig við það fólk sem finna má við afgreiðslu. Það kostar ekkert að sýna kurteisi og vera vingjarnleg, sama hvaðan sá sem afgreiðir mann kemur. Það sem gerir Íslendinga sérstaka er þessi réttlætiskennd sem virðist vera mjög innbyggð í okkur. Við megum ekki tapa þessu. Sýnum heiminum að við kjósum að vera öðruvísi til góðs. Gefum okkur tíma og tækifæri til að kynnast og þekkj- ast betur því oft kemur það í ljós að við eigum mjög margt sameiginlegt þótt við gerum hlutina öðruvísi. Við berum öll sem eitt ábyrgð hvað þetta mál varðar. Atvinnurekendur, ráð- herrar, sveitarfélög, stjórn- málamenn, stjórnendur, starfsmenn, nemendur og kennarar eru með vald og tækifæri til að breyta viðhorfi til góðs. Það er félagsleg skömm hjá Rússum, Þjóðverjum og Bandaríkja- mönnum að finnast þetta mál ekki vera nógu áríðandi til að það verð- skuldi athygli. Tökum höndum sam- an, landsmenn, og berjumst gegn kynþáttafordómum af öllu tagi. Mun- um að innst inni erum við öll eins, óháð því hvaðan við komum eða hvernig við lítum út. Við skulum endilega hugsa rétt. Hugsum án for- dóma. Ef friður ríkir okkar á milli í samfélaginu þá högnuðumst við öll. Að líta niður til annarra vegna lit- arháttar eða útlits er ljótt, ómann- legt, óviðunandi og með öllu skömm gegn mannkyninu. Kynþátta- fordómar, kynþáttamismunun, kyn- þáttahyggja, kynþáttamisrétti og kynþáttahatur er eitthvað sem við megum og skulum aldrei láta við- gangast. Þetta er ógeðfelld og refsi- verð háttsemi. Nei takk! Síðustu tvö árin hafa 122 manns verið drepnir í Rússlandi fyrir að vera ekki Rússar. Þetta er Rússum um heim allan, þar með taldir eru Rússar sem hér búa, svo sannarlega til skammar. Þetta getur ekki haldið áfram og má ekki halda áfram. Rúanda, Júgóslavía, Líbería, Sierra Leone og Sómalía eru dæmi um afleiðingar haturs í garð annarra. Nú er nóg komið. Sýnum al- heiminum að okkur er ekki sama á Íslandi. Við kjósum mannréttindi. Ofbeldi og kynþáttahatur í Evrópu og alheimurinn Akeem Cujo Oppong skrifar um mannréttindi » Sendiráð Rússlandsá Íslandi þarf að vakna til lífsins hvað þetta mál varðar.Við skulum fordæma þetta sem samfélag hver og einn. Við segjum stopp. Akeem Cujo Oppong Höfundur er formaður Ísland Panorama samtakanna. NÚ STENDUR til að virkja eitt fjölbreyttasta hverasvæði landsins til að útvega hluta þeirrar orku sem þarf til álbræðslu í Helguvík. Um er að ræða Ölkelduháls á Heng- ilssvæðinu, aðeins steinsnar frá þéttbýlasta svæði landsins. Fyr- irhuguð virkjun gekk áður undir nafninu Ölkelduhálsvirkjun en hefur verið skýrð upp og kallast nú Bitru- virkjun. Frestur til að skila at- hugasemdum við mat á umhverfis- áhrifum rennur út 9. nóvember. Áhugasömum er bent á vefsíðuna www.hengill.nu. Svæðið ranglega dæmt Á Ölkelduhálsi er að finna gríð- arlega fjölbreytt úrval hvera og volgra lækja, landslag er þar fagurt og litskrúðugt, útsýni yfir Þingvalla- vatn og frábærar göngu- og reiðleiðir. Að margra mati er þetta eitt athygl- isverðasta útivist- arsvæðið í nágrenni höfuðborgarsvæð- isins. Í Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma var Öl- kelduháls hins vegar dæmdur í þann flokk sem lítil eftirsjá væri að. Einn helsti sér- fræðingur þeirrar vinnu benti mér fyrir nokkrum misserum á að þessi dómur væri byggður á röngum forsendum. Þar er ekki við vísindamenn- ina að sakast heldur þá sem á þeim tíma fóru með völd og skömmtuðu naumt bæði tíma og fé til þessa mikilvæga verkefnis. Sérfræð- ingurinn benti mér á lista yfir gæði þeirra gagna sem röðun svæðanna byggist á og að gæði gagna fyrir Ölkelduháls sem útivistarsvæði væru í flokki D. Þetta þýðir á mannamáli að enginn skoðaði svæðið og að fáar eða engar myndir af því voru skoðaðar áður en dómur var upp kveðinn. Til hvers er virkjað? Upphaflega stóð til að rafmagn af Ölkelduhálsi færi til stækkunar ál- vers í Straumsvík. Þeirri stækkun var hafnað og því gera fylgjendur álvers í Helguvík sér vonir um að verða næst- ir í röðinni. Það má hins vegar spyrja hvort fleiri álbræðslur með tilheyr- andi þensluáhrifum á atvinnulíf og samfélag hér á suðvesturhorninu sé einmitt það sem við þurfum. Atvinnuleysi hefur sjaldan verið minna en nú, í verslunum er erfitt að finna afgreiðslufólk sem náð hefur bíl- prófsaldri og flytja þarf inn erlent vinnuafl til að halda uppi grunnþjón- ustu í landinu. Mikil tækifæri eru í uppbyggingu margvíslegrar starf- semi á Vellinum og reiknað er með að á næstu 10 árum muni um 2000 störf skapast í kringum starfsemi Flug- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Hver er þá sú nauð sem rekur okkur til að reisa álbræðslu í Helguvík? Fyrir utan þensluáhrif, s.s. háa skatta, hækkandi húsnæðisverð, nei- kvæð áhrif á byggðaþróun á Suður- landi og vaxandi misskiptingu krefst álver í Helguvík fleiri fórna. Auk var- anlegra umhverfisáhrifa á Ölkeldu- hálsi mun hún krefjast línulagna eft- ir endilöngu Reykjanesi og stórskemma möguleika þess sem að- dráttarafls fyrir ferðafólk, hún mun krefjast virkjana í Þjórsá sem djúp- stæður ágreiningur er um og síðast en ekki síst mun hún krefjast fjölda virkjana á Reykjanesi sem enn hefur ekki verið sýnt fram á að standist umhverfismat eða skili þeirri orku sem álbræðsl- an krefst. Þá er alls ekki ljóst hvort fyrirhuguð ál- bræðsla í Helguvík er fullvaxið álver. Ekkert tryggir að hér sé ekki í raun um að ræða „hálf- ver“ sem mun gera kröf- ur um stækkun líkt og gerðist í Hafnarfirði. Hvar á þá að virkja? Hyggjuvit eða græðgi? Eftir 60 ára nýtingu Ölkelduháls til raf- orkuframleiðslu þarf að hvíla svæðið í önnur 60 ár. Á næstu tuttugu árum er líklegt að hægt verði að nýta því sem næst alla orku jarðvarmavirkjana í stað aðeins um 13% hennar eins og í dag. Djúpborun gæti að auki 5-10 faldað nýtingu þeirra svæða sem þegar hefur verið raskað. Þetta tvennt gæti aukið nýt- ingu jarðvarmans allt að 80 falt á við það sem nú er mögulegt. Öllum ber saman um að verð á vistvænni orku muni hækka umtalsvert á næstu ára- tugum. Af hverju bíðum við ekki? Gefum þeim það Tíminn er fljótur að líða. Börnin sem fæddust 8́7 eru tvítug á þessu ári. Til viðbótar 80-földun á orkunýt- ingu núverandi virkjana bendir flest til þess að innan 20 ára muni betri bortækni gera okkur kleift að nýta orkuna undir Ölkelduhálsi og fleiri slíkum svæðum án þess að þess sjá- ist nokkur merki á yfirborðinu. Bara ef við bíðum nokkur ár get- um við sleppt því að eyðileggja þá auðlind sem fólgin er í verðmætri náttúru háhitasvæðanna. Bara ef við bíðum nokkur ár getum við marg- faldað nýtingu orkunnar. Bara ef við bíðum nokkur ár munum við fá um- talsvert hærra verð fyrir hverja orkueiningu. Getum við ekki gefið börnum okkar og barnabörnum það? Höfum við ekki efni á því? Gefum þeim það Dofri Hermannsson skrifar um nýtingu jarðvarma » Á næstu 20árum gæti bætt nýting há- hitavirkjana og djúpborun skil- að 80-faldri nýt- ingu þeirra svæða sem þeg- ar eru virkjuð. Af hverju bíðum við ekki? Dofri Hermannsson Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferð- ir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í ferðir til Tenerife í janúar. Um er að ræða frábær sértilboð á vinsælum gististöðum, 15. eða 22. janúar í 1 eða 2 vikur.Tenerife býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn; falleg- ar strendur, glæsilega gististaði og fjölbreytta afþreyingu. Við bjóðum glæsilegar ferðir á frábærum kjörum og vinsæla gististaði, m.a. á Playa de las Américas ströndinni. Hér er nóg að gera í fríinu, fjöldi góðra veitinga- og skemmtistaða, áhugaverðar kynnisferðir og síðast en ekki síst þá er ódýrt að lifa í mat og drykk. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í vetrarfrí með Heimsferðum og njóttu lífsins til hins ýtrasta á Tenerife. Ath. takmarkaður fjöldi herbergja / íbúða í boði á þessu tilboðsverði! kr. 39.995 1 eða 2 vikur – frábært sértilboð! Janúarveisla á 15. eða 22. janúar Þú mætir með miðann sem fylgir Morgunblaðinu í dag til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA • N M 3 0 49 6 Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Áskr. verð Alm. verð Þú sparar Aguamarina Golf – íbúðir 2 fullorðnir og 2 börn (2-11 ára) í íbúð 39.995 63.895 23.900 Aparthotel El Duque – íbúðir 2 fullorðnir og 1 barn (2-11 ára) í stúdíó 47.693 71.293 23.600 2 fullorðnir og 2 börn (2-11 ára) í íbúð 44.695 68.195 23.500 Hotel Jacaranda (með morgunverði) 2 fullorðnir og 2 börn (2-11 ára) í fjölsk.herbergi 47.795 71.495 23.700 2 fullorðnir í herbergi 62.490 86.690 24.200 Aukagjald fyrir „allt innifalið“ kr. 7.500 (á mann í viku) Hotel Bahia Principe (allt innifalið) 2 fullorðnir og 2 börn (2-11 ára) í „junior suite“ 66.295 91.095 24.800 2 fullorðnir í herbergi 83.790 109.190 25.400 Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í viku (fæði skv. því sem valið er) og fararstjórn. *) Sparnaður m.v. við 2 fullorðna og 2 börn (2-11 ára), sértilboð „junior suite“ á Bahia Principe í 2 vikur. Athugið aðeins takmarkað framboð er í boði á þessu tilboðsverði. Fyrstur kemur – fyrstur fær! Verðdæmi og valkostir (vikuferð): Þú sparar allt aðkr. 25.400á mann- allt að 106.000 kr. fyrir fjölskylduna*Tenerife Netverð á mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.