Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 33 SÍÐUSTU fimmtán ár hafa Ís- lendingar mátt búa við eitt versta al- mannatryggingakerfi á Norð- urlöndum. Þetta er stór yfirlýsing en hún er sönn. Öryrki, sem fékk dálít- inn styrk til háskólanáms og var refs- að fyrir það með endurreikningi frá TR, kallaði það refsikerfi öryrkja í dagblaðsviðtali á dögunum. Þetta gerðist vegna þess að í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar ákváðu stjórnvöld að tekjutengja allar tekjur fólks í bótakerfinu þvers og kruss þannig að það borgaði sig varla að vinna eða sýna ráðdeild í fjármálum. Skattleysismörk voru líka tekin úr sambandi við vísitöluþróun þannig að skattbyrði öryrkja óx jafnt og þétt. Þessu til viðbótar varð kerfið með margstagbættum og götóttum lögum og reglum svo flókið að enginn skilur það, ekki einu sinni starfsfólk Trygg- ingastofnunar. Útkoman er síðan sú að atvinnuþátttaka fatlaðra á Íslandi er mun minni en annars staðar á Norðurlöndunum þótt svo atvinnu- leysi sé langminnst hér á landi og það vanti starfsfólk í mörg störf. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks hefur einsett sér að breyta þessu og tekur ÖBÍ virkan þátt í þeirri vinnu. Áherslan í nýju kerfi verður nú á færni fólks og hvernig efla megi hana fremur en að horfa á vangetuna. Til þess að það megi takast þarf að einfalda kerfið til muna og hverfa frá óréttlátum tekju- tengingum og skerðingum en einnig að fjárfesta mun meira í endurhæf- ingu og hafa aðilar vinnumarkaðar- ins lýst sig reiðubúna til þess. Mik- ilvægt er að stóraukið framboð starfsendurhæfingar verði sam- starfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins en Íslendingar eru eftirbátar hinna norrænu ríkjanna í þessum efnum nú. Nær all- ir hafa horfst í augu við þá staðreynd að lengra verður ekki komist í núver- andi kerfi. Það er úr sér gengið og því verður að kasta eins og ónýtri flík. Við þessar aðstæður umróts og eftirvæntingar eftir breytingum spretta upp alls kyns hugmyndir. Sumar þeirra eru góðar en aðrar ekki. Þannig kynntu forsvarsmenn Alþýðusambandsins og Samtaka at- vinnulífsins hinn 11. september sl. sameiginlegar tillögur um stofnun svonefnds Áfallatryggingasjóðs sem taki yfir allar greiðslur til félagsmanna sem lenda í áföllum í allt að fimm ár. Um leið hafi þessir aðilar umsjón með mati á réttindum fólksins, skipi hverjum og einum þjónustufull- trúa sem annist mál viðkomandi, haldi utan um endurhæfingu og atvinnuþátttöku og safni upplýsingum um öll mál sjóðfélaga í sameiginlegt tölvu- kerfi. ÖBÍ hefur eindregið mótmælt þessum hugmyndum sem mundu kollvarpa grunn- hugmyndum hins nor- ræna velferðarkerfis um jafnan aðgang en skapa þess í stað kerfi aðgreiningar og mis- mununar. Hugmynd- irnar miða leynt og ljóst að einkavæðingu á grunnþáttum almanna- tryggingakerfisins sem mundi veikja til muna réttarstöðu fólks. Hing- að til hefur ríkt um það samstaða á Norð- urlöndum að fara ekki slíkar leiðir og við verðum að treysta því að verka- lýðshreyfingin á Íslandi standi vörð um eitt almannatryggingakerfi fyrir alla. Það var að frumkvæði aðila vinnu- markaðarins í kjarasamningum sum- arið 2005 að sú vinna hófst sem nú er í fullum gangi og það er sérstök ástæða til þakka það góða framtak. Nú er brýnt að við stillum saman strengi og stýrum breytingarferlinu aftur í þann jákvæða farveg sem ein- kenndi starfið síðasta vetur og sem birtist í samdóma nefndaráliti sem unnið er að útfærslu á nú. Aðalatriðið er að allir landsmenn, sama hvar þeir búa, hvort sem þeir eru í verkalýðs- félagi eða ekki, með meðfædda fötl- un, sjúkdóm eða reynslu af áföllum, hafi aðgang að einu góðu almanna- tryggingakerfi sem styður þá til þátttöku og sjálfstæðs lífs og veitir öllum öryggi. Þetta er verkefnið. Sögulegt tækifæri til breytinga Sigursteinn Másson skrifar um almannatryggingakerfið » Áherslan í nýju kerfiverður nú á færni fólks og hvernig efla megi hana fremur en að horfa á vangetuna. Sigursteinn Másson Höfundur er formaður ÖBÍ. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.