Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 45
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-
16.30, leikfimi kl. 8.30, bað kl. 10-16.
Vetrarfagnaður kl. 14, stórbingó,
skemmtiatriði, dans og kaffiveitingar.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin
smíðastofa kl. 9-16.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun,
almenn handavinna, morgunkaffi/
dagblöð, fótaaðgerðir, hádegisverður,
kertaskreyting, kaffi. Stofuspjall kl. 14,
Guðný Halldórsdóttir kvikm.gerðar-
maður ræðir um gerð kvikmyndarinnar
Ungfrúin góða og húsið sem hún gerði
eftir smásögu föður síns.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í
Gullsmára 13 kl. 14. Kortaverð kr. 100,
ágóðanum verður varið í vinninga.
Vinningsupphæðir fara eftir fjölda þátt-
takenda.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Árshá-
tíð FEB verður í sal Ferðafélagsins í
Mörkinni 6 kl. 19.30, húsið opnað kl. 19.
Veislumatseðill, skemmtiatriði, Klassík
leikur fyrir dansi. Uppl. í s. 588 2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl.
9.30, málm- og silfursmíði kl. 9.30,
jóga kl. 10.50, hádegisverður kl. 11.40,
heitt á könnunni til kl. 16, félagsvist kl.
20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10,
leikfimi kl. 10.30, hádegisverður kl.
11.40, bingó kl. 14.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 12, félagsvist og nám-
skeið í ullarþæfingu í Jónshúsi kl. 13.
Rúta fer frá Garðabergi kl. 12.45.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, m.a. bókband.
Prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, létt ganga
um nágrennið og leikfimi í ÍR-húsinu við
Skógarsel kl. 10.30 (frítt), kennari Júl-
íus Arnarsson. Frá hádegi spilasalur op-
inn, kóræfing kl. 14.20. Uppl. á staðnum
og í s. 575 7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við
böðun kl. 9, smíðar og útskurður. Kynn-
ing og sala á skarti, slæðum o.fl. kl.
13.30, kaffiveitingar kl. 15.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, há-
degismatur kl. 12, bingó kl. 14, kaffi kl.
15.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9,
leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, boccia kl.
13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11 Björg
F. Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu
kl. 9-12, postulínsmálning. Böðun fyrir
hádegi, hádegisverður kl. 11.30. Hár-
snyrting.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan er opin
alla daga. Leiðbeiningar á tölvu eru
ókeypis. Bókmenntahópur, Vínarhljóm-
leikar, jólapakkaskreytingar, framsagn-
arnámskeið, skapandi skrif o.fl. Ævin-
týri í Iðnó 6. nóv. kl. 14. Rúta. Uppl. í s.
568 3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgun-
kaffi og spjall kl. 10, létt leikfimi kl. 11,
opið hús og spilað á spil kl. 13 og kaffi-
veitingar kl. 14.30.
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með
hreyfi- og bænastund á Dalbraut 27 kl.
10.15. Sóknarprestur Áskirkju verður
með guðsþjónustu á Norðurbrún 1 kl.
14. Furugerðiskórinn leiðir söng undir
stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur sem
jafnframt leikur á orgel.
Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl.
10-12.
Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma
kl. 20. Predikun, tónlist, spjall og sam-
vera.
Kirkjuskólinn í Mýrdal | Samvera
Kirkjuskólans í Mýrdal í Víkurskóla á
laugardagsmorgnum kl. 11.15.
Vegurinn, kirkja fyrir þig, | Smiðjuvegi
5. Unglingasamkoma kl. 20. Elsa Rós
Ragnarsdóttir predikar, lofgjörð og
fyrirbæn.
80ára afmæli. Áttræðurer í dag, 2. nóvember,
Sigurður S. Waage, fv.
frkvstj. Sanitas hf. Sigurður
kleif ásamt tveimur félögum
sínum fyrstur Íslendinga
Hraundranga í Öxnadal 5.
ágúst 1956. Sigurður heldur
upp á daginn með vinum og
vandamönnum í Golfskála
Reykjavíkur, Grafarholti, milli
kl. 18 og 20.
60ára afmæli. Í dag, 2.nóvember, er sextugur
Halldór Sigurðsson, skóla-
stjóri grunnskólans í Þorláks-
höfn. Halldór er erlendis í dag.
60ára afmæli. Sunnudag-inn 4. nóvember næst-
komandi verður sextugur Pét-
ur Einarsson, fv. flugmála-
stjóri. Í tilefni þess standa þau
hjón Pétur og Svanfríður
Ingvadóttir fyrir samkomu í
veislusalnum Ými, Skógarhlíð
20, við Öskjuhlíð í Reykjavík
4. nóvember kl. 15 til 19. Þau
langar mikið til þess að fá í
heimsókn sem flesta af ætt-
ingjum, vinum, venslafólki og
samferðamönnum.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar um
afmæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðarlausu.
Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og
mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/ eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í síma
569-1100, senda tilkynn-
ingu og mynd á netfangið
ritstjorn@mbl.is, eða
senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja lið-
inn „Senda inn efni“.
Einnig er hægt að senda
vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal
stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er föstudagur 2. nóvember, 306. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jh. 17, 5.)
Ámorgun, laugardag, efnaSamtökin ’78 til ráðstefnu umlýðheilsu, þar sem sjónumverður sérstaklega beint að
lýðheilsu samkynhneigðra.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, dósent í sál-
fræði við HA. Sigrún segir heilsu sam-
kynhneigðra og velferð of oft þurfa að
líða fyrir neikvæða þætti í umhverfinu:
„Þessi hópur hefur lengi átt í vök að
verjast í samfélaginu, og af þeim sökum
hefur allhátt hlutfall sam- og tvíkyn-
hneigðra átt erfitt með að fóta sig,“ seg-
ir Sigrún. „Að kljást við þann raunveru-
leika að vera með aðra kynhneigð en
gengur og gerist getur verið mikill við-
bótarstreituvaldur og þyngt róðurinn
fyrir viðkomandi, og það iðulega á því
viðkvæma þroskatímabili sem unglings-
árin eru.“
Sigrún bætir við, að þó nú sé með lög-
um tryggt nærri fullt jafnrétti gagnkyn-
hneigðra, samkynhneigðra og tvíkyn-
hneigðra á Íslandi, þá sé þjóðfélagið enn
að þroska vitund sína í þessum efnum
og víða pottur brotinn: „Jafnvel þó við
meinum vel getum við óafvitandi notað
orðræðu, eða sýnt viðbrögð í daglegu lífi
sem verða til þess að leggja stein í götu
þeirra sem eru sam- eða tvíkynhneigðir,
eða eiga sam- eða tvíkynhneigða að-
standendur,“ útskýrir Sigrún.
Að mati Sigrúnar er hvað vænlegast
að ráðast að rótum vandans í gegnum
skólakerfið. „Meðal annars er vert að
innihaldsgreina það námsefni sem not-
að er, og hvernig samkynhneigð og hin-
segin fjölskylduform og -fyrirmyndir
eru gerð sýnileg.“
Á ráðstefnunni munu einnig flytja
erindi Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra, Jakobína H. Árnadótt-
ir aðstoðarmaður forstjóra Lýðheilsu-
stöðvar, Ingi Rafn Hauksson formaður
Alnæmissamtakanna, Haraldur Briem
sóttvarnarlæknir, Þórarinn Tyrfingsson
yfirlæknir SÁÁ og Héðinn Unnsteins-
son sérfræðingur í geðheilbrigðismál-
um.
Ráðstefna laugardagsins er haldin í
ráðstefnusal Lauga, í Laugardal, kl. 13.
til 16.30. Aðgangur er öllum heimill og
ókeypis. Finna má frekari upplýsingar á
heimasíðu Samtakanna ’78, á slóðinni
www.samtokin78.is
Samfélag | Ráðstefna haldin í Laugum á laugardag kl. 13. til 16.30.
Lýðheilsa samkynhneigðra
Sigrún Svein-
björnsdóttir fædd-
ist í Reykjavík
1946. Hún lauk
B.A. prófi í uppeld-
isfræðum frá
Gautaborgarhá-
skóla 1972, emb-
ættisprófi í sál-
fræði frá sama
skóla 1975 og doktorsprófi í sálfræði
frá LaTrobe-háskóla í Ástralíu 2001.
Sigrún hefur starfað sem sálfræð-
ingur um langt skeið. Hún varð lektor
við HA 2001 og síðar dósent. Eigin-
maður Sigrúnar er Brynjar Ingi
Skaptason skipaverkfr, og eiga þau
þrjú börn og fjögur barnabörn.
Tónlist
Háteigskirkja | Tónleikar Vox feminae verða 3.
og 4. nóv. kl. 17. Tónleikarnir bera yfirskriftina,
Mater Dei og mun kórinn m.a. frumflytja nýtt
verk, Stabat Mater, eftir John A. Speight. Stjórn-
andi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir en
frumflutningi verksins mun John A. Speight
stjórna.
Myndlist
Fótógrafí | Ljósmyndasýning Karls R. Lilliendahl
verður opnuð 3. nóvember. Myndirnar eru tekn-
ar víða á Ítalíu þar sem Karl dvaldi síðastliðinn
vetur. Opnunin er kl. 12-18. Sýningin stendur til 3.
desember.
Skemmtanir
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sixties leik-
ur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld.
Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis.
Vín & Skel | Veitingahúsið Vín & Skel hefur flutt
starfsemi sína frá Laugavegi 55B að Laugavegi
24 (þar sem VOR kaffihús var til húsa).
Uppákomur
Bókasafn Akraness | Teiknimyndasögudagar
verða haldnir í tilefni af Vökudögum. Kynntar
verða fjölmargar teiknimyndasögur og blöð.
Fyrirlestrar verða haldnir 6. nóv. kl. 11.30 undir
yfirskriftinni „Hetjur, skrímsl og skattborgarar:
Manga“. Fyrirlesari verður Úlfhildur Dagsdóttir
bókmenntafræðingur.
Rauði kross Íslands | Jólabasar Kvennadeildar
RKÍ verður 3. nóvember kl. 13-16, í húsi Rauða
kross Íslands, Efstaleiti 9. Kaffisala. Allur ágóði
rennur til Barnageðs, félags foreldra og áhuga-
fólks um geðraskanir barna og unglinga.
Sýningarsalur Bílvers | Sýning annars árs nema
í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Sýningin
verður opin á meðan á Vökudögum stendur.
Mannfagnaður
Aflagrandi 40 | Vetrarfagnaður Félagsmið-
stöðvarinnar verður kl. 14, stórbingó, skemmti-
atriði, dans og kaffiveitingar.
Fréttir og tilkynningar
Verslanir | Úr eldhúsi Gestgjafans er komin mat-
reiðslubók. Bókin heitir Allt svo gott úr eldhúsi
Gestgjafans. Bókin hentar öllum sem fást við
matargerð, hvort sem þeir eru byrjendur í eld-
húsinu eða lengra komnir.
FRÉTTIR
Í TILEFNI af fréttum um samstarf
Vodafone og Seltjarnarnesbæjar um
að sveitarfélagið sé fyrst allra hér á
landi til að verða „heitur reitur“ vill
IP-Fjarskipti (Hive) koma eftirfar-
andi á framfæri:
„Hive rekur þráðlaus háhraðanet
víðs vegar á landinu. A.m.k. 25 þétt-
býliskjarnar á landinu, með þúsund-
um virkra viðskiptavina Hive, teljast
því „heitir reitir“ eða „heit svæði“ á
sömu forsendum og fyrrgreind frétt
byggist á, með aðgangi að þráðlaus-
um netum Hive. Það er hreint út-
færsluatriði hvort aðgangur að þess-
um netum er háður gjaldtöku,
áskriftum eða er gjaldfrír. Sumir
byggðakjarnar hafa gjaldfrían að-
gang að „heitum svæðum“ Hive, en
annars staðar er aðgangur háður
gjaldtöku eða áskriftum.
Upphaflega voru þessi háhraða-
net sett upp og starfrækt af eMax
ehf., og sum hafa verið í notkun í allt
að 5 ár. Fyrr á þessu ári var eMax
sameinað Hive, og hafa netin verið
efld enn frekar. eMax og nú Hive
eru því óumdeilanlega frumkvöðlar
og langumsvifamestu aðilar á þessu
sviði hér á landi. Þráðlaus háhraða-
net Hive byggja á WiFi og gefa
hraða á bilinu 0,5-2,0 Mb/s.
Hive og systurfyrirtæki þess,
WBS (Wireless Broadband Systems
ehf.) hafa metnaðarfull áform um
frekari uppbyggingu „heitra svæða“
um allt land, sem byggja munu á
nýrri fjarskiptatækni, svo kallaðri
fjórðu kynslóð (4G) og byggist á Wi-
MAX-tækninni, og býður upp á mun
fjölbreyttari þjónustu en nú er í
boði.
Rétt er að taka fram að gefnu til-
efni að ekki var haft samband við
Hive um aðkomu að uppbyggingu
þráðlauss nets fyrir Seltjarnar-
nesbæ, eða „í kjölfar útboðs“ eins og
staðhæft er í sumum fjölmiðlum.
Eingöngu mun hafa verið leitað til
Vodafone á grundvelli hefðbundins
þjónustusamnings sveitarfélagsins
varðandi bæjarskrifstofurnar og
rekstrarstöðvar þess.“
Hive rekur
þráðlaus
háhraðanet
víða um land
Í TILEFNI útkomu bókar Sigrúnar
Aðalbjarnardóttur prófessors
„Virðing og umhyggja – Ákall 21.
aldar“, sem Heimskringla – Há-
skólaforlag Máls og menningar gef-
ur út, gangast félagsvísindadeild og
rannsóknasetrið Lífshættir barna
og ungmenna fyrir málþingi föstu-
daginn 9. nóvember, kl. 13.30-17.30
í Öskju Háskóla Íslands, stofu
N-132.
Málþingsstjóri er Jón Torfi Jón-
asson, prófessor í uppeldis- og
menntunarfræði við Háskóla Ís-
lands. Mörg erindi verða flutt en
dagskrá má nálgast á slóðinni hi.is.
Að málþingi loknu verða léttar
veitingar í boði félagsvísindadeild-
ar. Aðgangur er ókeypis og allir
eru velkomnir.
Ákall 21. aldar –
Virðing og
umhyggja
GUÐJÓN Bergmann mun halda
ókeypis kynningarfyrirlestur um
helgarnámskeiðið „Þú ert það sem
þú hugsar“ mánudaginn 5. nóvem-
ber kl. 20 á Grand hótel Reykjavík.
Í fréttatilkynningu segir m.a. að
á fyrirlestrinum muni Guðjón út-
skýra hvernig námskeiðið varð til,
hvernig það er uppbyggt og hvað
tilvonandi þátttakendur mega eiga
von á að læra.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðunni www.gbergmann.is.
Kynning á
helgarnámskeiði
GESTUR á Axel
hótelinu í höfuð-
borg Argentínu,
Buenos Aires, sést
hér fljóta um í
sundlaug á þaki
hótelsins í gær.
Sundlaugin er með
glerbotni þannig
að hægt er að virða
sundmenn fyrir sér
neðan frá. Hótelið
býður upp á mik-
inn munað og er
eingöngu ætlað
samkynhneigðum.
Svamlað
á þaki
hótels
Reuters ♦♦♦
♦♦♦