Morgunblaðið - 02.11.2007, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Soffíu Haraldsdóttur
soffia@mbl.is
BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands
tilkynnti í gær 0,45 prósentstiga
hækkun á stýrivöxtum bankans og eru
þeir þá orðnir 13,75%. Þetta kemur
nokkuð á óvart í ljósi fyrri yfirlýsinga
bankans og almennt gerðu greining-
ardeildir viðskiptabankanna ráð fyrir
að stýrivextir yrðu óbreyttir. Hækk-
unin er fyrst og fremst til að stemma
stigu við verðbólgu, sem hefur aukist á
nýjan leik og horfur eru á að hún verði
meiri en spár gerðu ráð fyrir.
Ólafur Darri Andrason, hagfræð-
ingur Alþýðusambands Íslands, segir
stýrivaxtahækkunina koma á óvart og
varla geta talist góð tíðindi. Áhrifa á
gengi krónunnar hafi enda gætt
strax. Hann segir ASÍ löngum hafa
gagnrýnt það að berjast gegn verð-
bólgu með mjög háum vöxtum. Það
veiki útflutnings- og samkeppnis-
greinarnar. Því sé betra að berjast
gegn verðbólgu með aðhaldi í ríkis-
fjármálum.
„Þessi ákvörðun er í raun áfall fyrir
þær atvinnugreinar og þau lands-
svæði sem hafa staðið höllum fæti
undanfarið. Sjávarútvegurinn er að
ganga í gegnum mjög erfiðan sam-
drátt. Hann hefur búið við sterkt
gengi í langan tíma. Þetta hljóta því
að vera mjög vond tíðindi fyrir þá sem
starfa í útflutningsgreinum.
Það má líka gera ráð fyrir að þetta
hitti heimilin í landinu illa fyrir, sem
og mörg smærri fyrirtæki. Við sjáum
að margir hafa sótt sér lán út fyrir
landsteinana og nú má búast við að sú
þróun haldi áfram.“
Í trúverðugleikakreppu
Ólafur Darri reiknar ekki með að
hækkunin auðveldi gerð kjarasamn-
inga um áramótin.
„Hagkerfið stendur að meðaltali
ágætlega og hagspár flestra hafa ver-
ið til þess að gera jákvæðar. En með
þessari stýrivaxtaákvörðun verður
enn meira bil á milli þeirra atvinnu-
greina sem standa vel og hinna sem
standa illa og einnig á milli þeirra
landsvæða sem standa vel og hinna.“
Um þau orð seðlabankastjóra að
stýrivextir muni fara að lækka um
mitt næsta ár og verða komnir undir
4% árið 2009 segir Ólafur Darri:
„Seðlabankinn er í ákveðinni trú-
verðugleikakreppu. Bankinn hefur
búið við verðbólgumarkmið frá því í
mars 2001. Það blasir þó við að þrátt
fyrir að við höfum búið við mjög háa
stýrivexti í mjög langan tíma þá er
Seðlabankinn enn langt frá því að ná
markmiðum sínum. Ég verð því að
játa að ég er ekki mjög trúaður á að
bankinn sé eitthvað nær því núna en
áður að ná markmiðum sínum.“
Fóður í nýja verðbólgu
„Ef það er heldur að hægja á í hag-
kerfinu, eins og við mörg hver höfum
verið að spá, þá stendur bankinn
frammi fyrir þeirri óþægilegu stöðu
að þegar hann ætlar að slaka á vax-
taklónni þá mun vaxtamunur við út-
lönd fara minnkandi og þá dregur úr
aðstreymi svokallaðra krónubréfa og
krónan mun veikjast. Það er því ekk-
ert ólíklegt að þegar bankinn fer að
feta sig út úr þeim gríðarlega háu
vöxtum sem við búum við í dag, þá
gefi gengið eftir og það er fóður í nýja
verðbólgu,“ segir Ólafur Darri.
Hægara vaxtalækkunarferli
Ingólfur Bender, forstöðumaður
greiningardeildar Glitnis, er ekki sér-
lega trúaður á að lækkun stýrivaxta
muni fara niður undir 4% á árinu
2009, líkt og segir í stefnulýsingu
bankastjórnar Seðlabankans. „Svo
brött lækkun stýrivaxta hér á landi
kallar á verulega lækkun á gengi
krónunnar. Það hefur neikvæðar af-
leiðingar, ekki síst í formi þess að
verðbólgan mun aukast en ekki
minnka. Og það er úr takti við stefnu
Seðlabankans.“
Hann telur að í
spá Seðlabankans
sé ekki tekið
nægilegt tillit til
þess nána sam-
bands sem sé á
milli gengis krón-
unnar annars veg-
ar og munar á inn-
lendum og
erlendum skamm-
tímavöxtum hins vegar. En vegna
þessa sambands segir hann óraun-
hæft að gera ráð fyrir svo hraðri
lækkun stýrivaxta. „Við teljum að
vaxtarlækkunarferlið verði mun
hægara þegar það hefst.“
Ingólfur fagnar vaxtahækkunar-
ákvörðun Seðlabankans nú og segir
hana eðlilega í ljósi stöðunnar þó svo
að honum þyki gagnrýnisvert að
bankinn hafi ekki verið búinn að gefa
frá sér neina vísbendingu um að
hækkun væri væntanleg.
„En verðbólgan er há og full
ástæða fyrir Seðlabankann að hafa
mikið aðhald í peningamálum,“ segir
Ingólfur og þykir Seðlabankinn alls
ekki hafa verið nógu grimmur í fortíð-
inni. Hann bendir á að frá því að verð-
bólgumarkmið bankans voru sett í
mars 2001 hafi verðbólgan verið að
meðaltali 4,7%. Þetta sé nær tvöfalt
verðbólgumarkmiðið. „Það segir bara
eitt, að bankinn hefur ekki verið
nægilega harður á þessu tímabili,“
segir Ingólfur.
Berjast með bitlausu vopni
Samtök iðnaðarins gagnrýna
bankastjórn Seðlabanka Íslands
harðlega fyrir vaxtahækkunina og
segja hana misráðna. Enda auki hún
til lengri tíma litið hættu á snörpu
gengisfalli með verðbólguskoti og
kaupmáttarsamdrætti. Að auki ýti
hækkunin undir flótta fyrirtækja frá
háum vöxtum, og sterku og óstöðugu
gengi. Samtökin segja Seðlabankann
berjast við fasteignaverðbólgu með
bitlausu vopni og raunar hafi hækkun
stýrivaxta þau áhrif til skamms tíma
að auka einkaneyslu, þvert á mark-
mið bankans, enda sé gjaldeyrir á út-
sölu.
Gengissveiflurnar óviðunandi
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, er ekki á sama máli og segir at-
vinnulífið ekki geta unað við þær
gengissveiflur sem peningastefnan
hafi haft í för með sér. Breyting á
verðbólgumarkmiðinu og peninga-
stefnunni sé ein af meginforsendun-
um fyrir því að atvinnulífið geti axlað
áfram þá byrði að bera hæsta launa-
kostnað í Evrópu.
Hann bendir einnig á, að hvorki
seðlabankar Bandaríkjanna né Evr-
ópu taki tillit til fasteignamarkaðar
með sama hætti og sá íslenski við
mörkun peningamálstefnu.
Áhrif á útgáfu Íbúðalánasjóðs
Verðbólgan í landinu er að stórum
hluta til drifin af verðhækkunum á
fasteignamarkaði og Íbúðalánasjóður
hefur þótt draga lappirnar við að
stemma stigu við því með breytingum
á vöxtum. Árni Mathiesen fjármála-
ráðherra bendir á að lánshlutfallið
hafi þó verið lækkað í sumar. Vextir
sjóðsins ráðist hins vegar af markaði
og í ljósi mikillar hreyfingar á skulda-
bréfamarkaði í gær megi gera ráð
fyrir að hækkunin hafi áhrif á vexti í
næstu útgáfu hjá Íbúðalánasjóði.
Hærri vextir gegn verðbólgu
Ingólfur
Bender
Ólafur Darri
Andrason
Vilhjálmur
Egilsson
Seðlabankinn kemur til með að búa til
verðbólgu ef stýrivextir lækka svo hratt
að þeir verði komnir í 4% árið 2009
Í HNOTSKURN
»Stýrivextir Seðlabankansvoru í gær hækkaðir um
0,45 prósentustig og eru orðn-
ir 13,75%.
»Hagfræðingur ASÍ segirútli fyrir að hækkunin hitti
heimilin í landinu illa fyrir.
»Framkvæmdastjóri Sam-taka atvinnulífsins segir
ekki hægt að una við geng-
issveiflur sem peningastefnan
hafi haft í för með sér
BJARKI Gíslason, blaðberi Morgunblaðsins og 24
stunda, varð hlutskarpastur í blaðberakapphlaupi
Árvakurs í september og hlýtur hann því 25 þús-
und króna ferðaúttekt hjá ferðaskrifstofunni
Heimsferðum.
Bjarki ber út 60 eintök af 24 stundum og 30 af
Morgunblaðinu í Reykjabyggð í Mosfellsbæ og
nýtur aðstoðar eldri systur sinnar, Hörpu Gísla-
dóttur.
Bjarki er 17 ára og stundar framhaldsnám í
Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Hefur hann stund-
að blaðburð síðustu 2 árin og sér ekki annað í spil-
unum í augnablikinu en að hann muni halda því
áfram.
Morgnarnir eru teknir heldur snemma að hætti
blaðbera, vaknað kl. 6.30 og skotist út með blöðin.
Bjarki og Harpa bera eingöngu út blöð í einbýlis-
hús og því er skrefafjöldi á hvert blað kannski ívið
meiri en hjá blaðberum sem bera út í stórar blokk-
ir og geta tæmt hálfan blaðapokann á sama stað.
„Það fer eftir veðri hvað við erum lengi að bera
út, oftast erum við 20-30 mínútur,“ segir Bjarki.
Segir hann koma sér vel að geta þénað aukapening
með blaðburðinum.
Snöggur Bjarki Gíslason blaðberi og Þorkell G.
Sigurbjörnsson frá dreifingardeild Árvakurs.
Vann úttekt
ÁSTÆÐAN fyrir því að ég sló til er að það
er svo mikið um æskudýrkun, allt á að yngja
upp, og mér finnst þetta því gott fordæmi,“
segir Sigurður Líndal, prófessor emeritus í
lögfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur
nú tekið við prófessorsstöðu við Háskólann
á Bifröst, 76 ára gamall. „Auðvitað þarf
æskan að komast að en hvorir tveggja þurfa
að vera til staðar, ungir og gamlir. Þetta var
tilboð sem alls ekki var hægt að hafna.“
Sigurður segist vera við prýðilega heilsu
en hann stundar mikið skokk og heldur sér í
góðu formi. Hann mun kenna réttarsögu og
þætti í stjórnskipunarrétti, réttarheimspeki
og lagahugsun auk almennrar lögfræði,
einnig mun hann stunda rannsóknir. Ekki
hyggst hann setjast að uppi í Borgarfirði
heldur aka á milli, oftast nær, enda er rann-
sóknastöðin „heima á Bergstaðastrætinu“.
Sigurður varð stundakennari við HÍ 1967
og prófessor 1972. Hann segist ekki vita hve
mörgum lögfræðingum hann hafi kennt á
ferlinum en ljóst er að þeir skipta þúsund-
um. Hann hætti við HÍ 2001 fyrir aldurs sak-
ir en hefur þó áfram verið stundakennari
við skólann og einnig við háskólana á Akur-
eyri og Bifröst. Sigurður náði meira að
segja að kenna fyrir hádegi í Reykjavík og
eftir hádegi á Akureyri, þetta eru rök fyrir
því að flytja ekki flugvöllinn úr Vatnsmýr-
inni, bætir hann við hlæjandi.
„Gallinn við réttarsöguna og réttar-
heimspekina, öll þessi „gagnslausu fög“ eins
og ég hef kallað þau, er að þau eiga dálítið
undir högg að sækja,“ segir Sigurður. „Þau
eru náttúrlega kennd smávegis sem skyldu-
grein en það er þetta eilífa peningaleysi sem
veldur því að ekki má kenna valgrein nema
tiltekinn lágmarksfjöldi sæki námskeiðið.
Yfirleitt eru þeir fáir sem fara í fög sem
ekki eru beinlínis hagnýt í viðskiptalífi nú-
tímans. Ég hef nokkrar áhyggjur af þessu
vegna menningararfleifðar okkar. Það er
þessi hóflausa nytjahyggja nútímans sem
ræður, nú eru allir í útrásinni, peningunum
og bönkunum. Því fylgir svo lögtæknin, ég
hef alltaf sagt að hún sé vissulega nauðsyn-
leg en á bak við hana verði að vera sjálfar
ræturnar og heimspekin.
Það er ekkert sniðugt að vera bara ein-
hver frumstæður lögtæknir, auk þess er
alltaf verið að breyta lögunum og lögtæknin
úreldist fljótt. Ný lög um verðbréfaviðskipti
sem taka gildi í dag fella burt önnur um
sama efni sem mig minnir að séu frá 2003,
svo hröð er þróunin. En við kennum samt að
eitt einkenni laganna sé að þau þurfi að
vera stöðug. Ef þau eru það ekki er erfitt að
gera áætlanir, þær byggjast á því að lögin
séu stöðug.“
Á móti „skrumvæðingu“ háskólanna
– Eru sett of mörg lög og ætti að gera
meira af því að nema gömul lög úr gildi?
„Ég held að það séu nú aðallega Evrópu-
sambandið og Evrópska efnahagssvæðið
sem framleiða of mikið af lögum fyrir okk-
ur. Þau enda svo hjá okkur. Lög eru oft felld
úr gildi en ég er nú svo íhaldssamur að ég
vil halda í gömlu lögin.“
– Sumir sögðu að þú hefðir á sínum tíma
verið á móti því að lögfræði væri kennd ann-
ars staðar en við HÍ. Skiptirðu um skoðun?
„Ég held að ég hafi aldrei sagt þetta! Hitt
er annað mál að það sem mér hefur þótt
leiðinlegt er það sem ég hef kallað skrum-
væðingu háskólanna. Fullyrðingar eins og
við erum mestir, bestir o.s.frv. Þetta hefur
svolítið farið fyrir brjóstið á mér. Ég er ekk-
ert að lasta störf manna í þessum skólum en
bara á móti því að kynna þetta svona, kynna
þetta með auglýsingatækni nútímans. Ég vil
láta verkin tala,“ segir prófessor Sigurður
Líndal.
„Þetta var tilboð sem
alls ekki var hægt að hafna“
Sigurður Líndal tekur
við prófessorsstöðu á
Bifröst á 77. aldursári
Morgunblaðið/Ómar
Nýtt líf Sigurður Líndal, prófessor í lögum
við Háskólann á Bifröst.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is