Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðbrandurJónsson fæddist í Hvestu, Ket- ildalahreppi, Vest- ur-Barðastrand- arsýslu, hinn 12. júní 1923. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík hinn 27. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi í Hvestu, f. á Hóli í Ketildala- hreppi 30.10. 1877, d. 7.7. 1955, og síðari kona hans Sesselja Guðbrands- dóttir, f. á Mábergi í Rauðasands- hreppi 9.4. 1880, d. 22.2. 1942. Guðbrandur átti sjö alsystkini. Þau voru Friðrik, f. 27.3. 1906, d. 21.5. 1992, Þórunn Veronika, f. 12.3. 1908, d. 28.6. 1924, Margrét Helga, f. 8.10. 1911, d. 13.7.1953, Ástríður, f. 6.5. 1913, d. 2.1. 1952, Elías, f. 2.9. 1915, d. 5.3. 1951, Jóna Sess- elja, f. 12.9. 1918, d. 17.3. 1945 og Pétur Björnsson Þórarinn, f. 12.6. 1923, d. 25.9. 1947. Einnig átti hann tvo hálfbræður, samfeðra, þá Jón Magnús, f. 22.5. 1897, d. 4.9. 1970, og Ólaf, f. 4.6. 1900, d. 28.8. 1900. Þau systkinin eru því núna öll látin. Guðbrandur kvæntist Elínu Jósefsdóttur, f. í Ormskoti, Vestur- Eyjafjallahreppi, 11.8. 1923. Dóttir þeirra er Jóna Sess- elja, f. 2.7. 1945, gift Ásbirni Einarssyni. Börn þeirra eru Ein- ar Jón, kvæntur El- ísabetu Reykdal Jó- hannesdóttur, og Elín Björk, gift Gísla Jóhanni Hallssyni. Barnabarnabörnin eru fjögur: Ásbjörn, Einar Gísli, Jóna Björk og Jóhannes. Guðbrandur ólst upp í Hvestu. Hann tók þátt í sjósókn frá heimilinu og 16 ára gerðist hann sjómaður. Flutti hann síðan til Reykjavíkur og þar bjuggu þau El- ín lengst af á Langholtsvegi 2. Hann stundaði sjó á síldarbátum og togurum og var m.a. á Guð- mundi Þórðarsyni, Reykjaborg og togaranum Mars, yfirleitt sem bátsmaður. Árið 1968 kom Guð- brandur í land og hóf þá störf hjá Áburðarverksmiðjunni, þar sem hann vann þangað til eftirlauna- aldrinum var náð. Einnig stundaði hann trilluútgerð af kappi fram á áttræðisaldurinn, en síðast átti hann Akurey RE-97. Áhugamál Guðbrands voru alla tíð flest tengd útivist og veiðiskap. Guðbrandur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Í dag kveðjum við tengdaföður minn, Guðbrand Jónsson. Margs er að minnast eftir langa og ljúfa sam- fylgd. Það var sumarið 1965 að ég kynntist Jónu einkadóttur Guð- brands en þá hafði Guðbrandur unnið við sjómennsku allt sitt líf. Tveimur árum síðar gengum við Jóna í hjónaband og hún flutti til mín til Manchester á Englandi. Þetta hafði þau áhrif, að Guðbrand- ur ákvað að hætta á sjónum árið eft- ir, þannig að hún Elín hans yrði ekki alltaf ein í búinu. Því má segja, að hjónaband dótturinnar hafi ekki haft minni áhrif á líf hans en henn- ar. Aldrei varð ég þó var við óánægju hans í minn garð með þessa ráðstöfun. Þegar fyrsta barnabarnið fæddist í Manchester árið 1968 kom í ljós einstakur áhugi hans á barnabörn- um sínum og síðan ekki síður á barnabarnabörnunum. Hann kom sér í siglingu með togara til Grimsby skömmu eftir fæðinguna og tók þaðan leigubíl til Manchester og heimsótti okkur eina kvöldstund til að skoða frumburðinn. Leigubíll- inn beið allan tímann á meðan og ók honum svo til baka til skips í Grimsby. Þessi leigubílaferð hefur að minnsta kosti tekið um hálfan sólarhring. Þegar litið er til þess, að tengdapabbi var ekki þekktur að því að eyða fé í óþarfa, þá er sagan enn athyglisverðari og hún kom oft upp í huga mér, þegar ég horfði á hann ljóma af ánægju, þegar barnabarna- börnin komu í heimsókn. Guðbrandur var mikill veiði- áhugamaður. Allan sinn sjó- mennskuferil vann hann við fisk- veiðar og eftir að hann kom í land leið ekki á löngu þar til hann hafði keypt sér trillu. Gerði hann út á grásleppu o.fl. fram á áttræðisald- urinn og var ætíð einn á sjó. Hann hafði líka mikinn áhuga á stanga- veiði og fórum við stundum saman í laxveiðiferðir. Þar vantaði ekki kappið í tengdapabba. Og nú síð- ustu árin, eftir að hann var ekki lengur ferðafær, þá var eins gott að vera búinn að skoða allar veiðitölur í laxveiðiánum áður en maður kom í heimsókn. Guðbrandur hafði mjög gaman af rökræðum um menn og málefni. Þar vorum við yfirleitt aldrei sammála af ásettu ráði og höfðum báðir gam- an af. Fyrir tæpum 9 árum veikist Guð- brandur og lá að mestu lamaður á Grensásdeild Landspítalans í nær tvö ár. Hann náði þó nokkurri heilsu aftur og komst heim, en var aldrei sáttur við líkamlegt ástand sitt eftir það. Enda hafði hann verið annálað hraustmenni allt sitt líf eins og fram kemur m.a. í bók Sigurjóns Ein- arssonar, „Undir Hamrastáli“, þar sem fjallað er um mannlífsmyndir úr Arnarfirði. Síðasta árið hrakaði heilsu hans stöðugt þangað til yfir lauk. Á þessum árum sýndi hann mér það traust að biðja mig alltaf að koma með sér, þegar á bjátaði og hann þurfti að heimsækja lækna- stéttina. Er ég honum þakklátur fyrir það traust og finnst heiður að. Að lokum þakka ég tengdapabba fyrir samfylgdina. Ég mun sakna hans og hann skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni. Blessuð sé minning hans. Ásbjörn. Guðbrandur afi okkar, eða Brandur eins og við kölluðum hann, er látinn 84 ára að aldri. Eftir erfið veikindi fékk hann loks hvíldina, sem hann hafði þráð í langan tíma. Það fór ekki vel í hraustmennið hann afa okkar að hafa ekki fulla heilsu. Lengst af bjuggu afi og amma í lítilli risíbúð á Langholtsvegi 2. Þau voru mjög nægjusöm að öllu leyti og bruðluðu ekki með fjármuni sína. Þegar við lítum til baka höldum við, að afi hafi aðeins einu sinni eytt peningum í einhverja lúxusvöru, en það var þegar hann keypti sér tjald- vagn. Afi og amma ferðuðust mikið á sumrin um landið með fjölskyldu sinni og vinum og höfðu gaman af. Afa þótti sérstaklega gaman að heimsækja æskuslóðir sínar í Arn- arfirðinum. Afa fannst líka óskaplega gaman að komast í ber. Hann lét sérsmíða fyrir sig risastóra berjatínu, sem var bæði sérlega breið og tók mikið af berjum. Og þegar heim var kom- ið með afrakstur berjatínslunnar sá amma um að búa til berjasaft og sultu fyrir veturinn. Margt kemur upp í hugann, þeg- ar við horfum til baka til þess mikla tíma, sem við vorum með afa okkar. Ofarlega í huga okkar eru nætur- gistingarnar á Langholtsveginum, ferðalögin og veiðiferðirnar. Þetta eru dýrmætar minningar, sem við eigum eftir að varðveita og við mun- um segja börnum okkar sögur frá þessum skemmtilega tíma. Hann Brandur afi var mjög stríð- inn að eðlisfari. Það kom sérstak- lega í ljós í öllum samræðum okkar, en hann tók oftast upp andstæðar skoðanir við þann, sem hann var að spjalla við í hvert skipti. Hann var því mjög sjaldan sammála okkur systkinunum og er örugglega ekki sammála því, sem við skrifum hér, bara til að stríða okkur. Þar sem við erum mjög lítil fjöl- skylda, aðeins tvö barnabörnin, fengum við óskipta athygli hans alla tíð. Afi neitaði okkur aldrei um neitt, þrátt fyrir að honum fyndist við alltaf vera að bruðla. Hin síðustu ár var líka gaman að fylgjast með afa, þegar barnabarna- börnin komu og heimsóttu hann. Þá ljómaði andlit hans og eftir heim- sóknirnar talaði hann látlaust um litlu sætu börnin sín. Afa verður sárt saknað um ókomna tíð og minning hans mun lifa í hjörtum okkar að eilífu. Einar Jón og Elín Björk. Guðbrandur Jónsson ✝ Björn Hall-dórsson fæddist á Nesi í Loðmund- arfirði 8. apríl 1920. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 24. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hólmfríður Björns- dóttir, f. 1884, d. 1988, og Halldór Pálsson bóndi og kennari, f. 1887, d. 1967. Þau bjuggu lengst af á Nesi í Loðmundarfirði og ólst Björn þar upp. Systkini Björns voru Auður, f. 2.5. 1917, d. 21.1. 1996, og Leifur, f. 18.10. 1918, d. 22.4. 1990. Björn kvæntist árið 1949 Kirs- ten Holm, f. 16.5. 1931, þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Auð- ur, f. 24.4. 1949, maki Mogens Aasted, þau skildu. Dóttir þeirra er Eva, börn hennar eru Lára Björk og Tómas Örn. Maki Auð- ar er Valdimar Sæ- mundsson, börn hans eru: Eyrún, maki Brynjar Em- ilsson, börn þeirra Emil, Kári, Kol- beinn, Bjartur, Sæ- mundur, maki Est- er Gústavsdóttir, börn þeirra Valdi- mar og Bjarki og Guðrún, maki Odd- ur Jóhannsson, son- ur þeirra Torfi. 2) Fríða, f. 10.6. 1950, maki Halldór Frank, þau skildu. Dóttir þeirra er Sara. 3) Gæflaug, f. 25.8. 1952, maki Lars Höjlund Andersen, látinn, börn þeirra eru: Björn Ei- ríkur, maki Íris Sigurðardóttir, dætur þeirra eru Þórdís Alda og Gréta Rún, og Nína Margrét, maki Kristján Már Árnason, son- ur Daníel Örn. Útför Björns verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú er tengdafaðir minn, Björn Halldórsson, kominn í blómagarðinn handan móðunnar miklu. Björn var af aldamótakynslóðinni sem ólst upp í sveit, þar sem allt var að breytast úr gamla tímanum í hinn nýja. Á langri ævi upplifði hann fráfærur og hlóða- eldhús en hann kynntist einnig nýja tímanum, t.d. þegar hann vann við framleiðslu á hátæknibúnaði hjá Landsíma Íslands. Björn fæddist á Nesi í Loðmundarfirði og ólst þar upp ásamt hjá foreldrum sínum og tveim- ur eldri systkinum og átti Loðmund- arfjörður hug hans alla ævi. Nes í Loðmundarfirði var ekki auðveld jörð og brugðu foreldrar hans búi fljótlega eftir að hann varð tvítugur og fluttu til Reykjavíkur. Björn var ákaflega listrænn og hafði næmt auga fyrir fegurð. Hann lærði gullsmíði við Iðn- skólann í Reykjavík og hélt síðan til Kaupmannahafnar í framhaldsnám hjá Georg Jensen. Þar kynntist hann fyrri komu sinni, Kirsten Holm, og eignuðust þau þrjár dætur en þau skildu eftir nokkurra ára sambúð. Seinna á ævinni átti hann þeirri hamingju að fagna að kynnast seinni konu sinni, Ester Maríu Sigfúsdóttur. Ester var einstaklega glaðlynd og fé- lagslynd kona og voru þau mjög sam- rýnd, höfðu sameiginleg áhugamál og ferðuðust mikið saman. Ester lést 1996. Björn var náttúruunnandi og var þekking hans á náttúrufræðum aðdá- unarverð. Hann safnaði á ferðum sín- um ógrynni af steinum og átti stórt steinasafn. Ef blóm var nefnt á nafn þá þekkti hann það og gat lýst því og ættgreint það. Það var líka sama hvaða kennileiti eða nafn á sveitabæ var nefnt, hann þekkti það, sögu þess og staðhætti. Hann tók mikið af ljósmyndum sem hann hafði yndi af að sýna og út- skýra. Björn var mikill bókaunnandi og bókasafnari. Hann átti líklega stærsta handritasafn í einkaeign á Ís- landi, sem er nú í eigu Landsbóka- safnsins. Hann gaf Menntaskólanum á Egilsstöðum yfir tvö þúsund titla bókasafn. Einnig gaf hann steinasafn- inu á Akranesi steinasafnið sitt. Skömmu eftir áttræðisafmæli hans var heilsunni farið að hraka. Buðum við honum þá að heimsækja fæðing- arstaðinn í Loðmundarfirði. Höfðum við verulegar áhyggjur af því hve hann var orðinn slæmur til gangs og hve vegurinn til Loðmundafjarðar var slæmur. Til stóð jafnvel að leigja bát frá Seyðisfirði. Það reyndist ekki hægt vegna lélegra lendingarskilyrða í Loðmundarfirði. Ákveðið var að láta slag standa og keyra alla leið. Þegar staðnæmst var á Nesi þá steig hann út úr bílnum og gekk niður á túnið okkur öllum til mikillar undrunar og studdi sig aðeins við stafinn. Það var sorglegt að sjá hvernig Alz- heimer-sjúkdómurinn rændi smátt og smátt þennan lífsglaða og fróða mann minninu og lífsneistanum. Hann dvaldi síðustu árin á Hrafnistu í Reykjavík og naut þar góðrar umönn- unar starfsfólks. Á skilnaðarstund kveð ég tengda- pabba minn og óska honum blessunar. Hann var einstakt ljúfmenni og þakka ég honum samferðina og allan þann fróðleik sem hann miðlaði á liðnum ár- um. Valdimar Sæmundsson. Kveðja frá Félagi ísl. gullsmiða Björn lærði gullsmíði hjá Guð- mundi Andréssyni, Laugavegi 50 í Reykjavík, og vann hjá honum í tvö ár að námi loknu. Þá fór hann til Georgs Jensens í Kaupmannahöfn og vann hjá því þekkta fyrirtæki í eitt ár, bæði í Danmörku og Svíþjóð. Í Kaup- mannahöfn kynntist hann Kirsten Holm sem átti íslenska móður. Þau giftu sig, bjuggu á Íslandi og eignuð- ust þrjár dætur. Þau slitu samvistum. 1953-55 vann hann hjá Jóni Sig- mundssyni gullsmið á Laugavegi 8. 1949 gekk Björn í Félag íslenskra gullsmiða. Hann var einn af stofnend- um Sveinafélags gullsmiða og var þar vararitari. 1952 var hann kosinn í mótanefnd. Það var gömul hefð í félaginu að standa vörð um gömul mót sem yf- irleitt höfðu ekki fengið einkarétt og áttu þeir sem kosnir voru að standa vörð um að þessi mót væru ekki notuð af öðrum en þeim sem höfðu rétt til þess. 1969 var tekin ákvörðun um að halda afmælissýningu á vegum gull- smiðafélagsins í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Björn var kosinn í þá sýning- arnefnd, sem sá um undirbúning sýningarinnar. Björn átti muni á þess- ari sýningu og hafði áður tekið þátt í stórri iðnsýningu 1952 í nýja Iðn- skólahúsinu sem þá var tilbúið undir tréverk. Björn var góður smiður og smíðaði fagra gripi, en hann fór að vinna hjá Pósti og síma og var með vinnustofu heima, en hafði lítinn tíma fyrir smíð- arnar. Hann var mikill grúskari og safnari. Hann ferðaðist mikið um Austfirði á sumrin þegar hann gat komið því við og safnaði þá meðal ann- ars steinum og átti gott steinasafn heima. Stjórn Félags íslenskra gullsmiða tók ákvörðun um að gefa út gullsmiða- tal. Þetta hafði oft verið á dagskrá hjá félaginu, en náði ekki fram að ganga fyrr en þessi ákvörðun var tekin 1990 og kom Gullsmiðatal út 1991. Einn af þeim, sem lagði fram gögn og vann með nefndinni í þessu máli var Björn Halldórsson. Björn var afar hægur og dagfars- prúður maður. Hann bjó lengi með aldraðri móður sinni. Hann giftist Esther Sigfúsdóttur, sem starfaði á Heilsugæslustöð Reykjavíkur. Hún hafði áður verið húsvörður í gamla Iðnskólanum í Lækjargötu ásamt fyrri manni sínum. Einn af elstu gullsmiðunum hefur nú kvatt, 87 ára að aldri. Blessuð sé minning hans. Dóra G. Jónsdóttir gullsmiður. Birni Halldórssyni gullsmið frá Nesi í Loðmundarfirði kynntist ég um 1970, þegar hann kom í heimsókn til þess að fá að skoða ljósmyndir sem faðir minn hafði tekið austur í Loð- mundarfirði. Kom þá fram að við höfð- um báðir gaman af gömlum bókum. Skömmu síðar bauð Björn mér heim til þess að skoða bókasafnið sitt. Varð það mér talsverð upplifun, því að Björn átti óvenju gott safn, ekki síst af fyrri alda bókum. Björn bjó á þessum árum í Álfheimum 52 með aldraðri móður sinni á fallegu og menningar- legu heimili, þar sem tengslin við for- tíðina seytluðu inn í hverja taug. Björn var fróður og vel lesinn og hafði nokkra fræðimannsnáttúru eins og faðir hans, Halldór Pálsson, sem tók saman ritverk um Skaðaveður. Björn var natinn safnari, og safnaði flestu sem vakti áhuga hans. Einna merkast fannst mér handritasafnið, sem ég hygg að hafi verið með þeim stærstu í einkaeign á þeirri tíð. Björn seldi Landsbókasafni handritin 7. apríl 1995, og afhenti þau einu eða tveimur árum síðar. Í skrá sem hand- ritadeild Landsbókasafns tók saman, eru rúm 60 númer. Nokkur handrit voru frá 18. öld, en flest frá 19. öld, meðal annars dagbækur Jóns Þor- steinssonar í Reykjahlíð, sem Reykja- hlíðarætt er rakin frá. Mest að fyrirferð var bókasafn Björns. Var þar margt fallegra og fá- gætra bóka. Sumar hafði hann með ótrúlegri natni fengið úr ýmsum átt- um, oft óheil eintök, og að lokum náð að fylla í skörðin. Upp úr 1990 fór Björn að huga að því hvað hann ætti að gera við bókasafnið. Vildi hann helst að það færi á ættarslóðirnar á Austurlandi. Varð niðurstaðan sú að hann gaf Menntaskólanum á Egils- stöðum meginhluta bókasafnsins, með ákveðnum skilyrðum. Var það af- hent vorið 1996 og er þar geymt í glerskápum, og aðeins til afnota á lestrarsal. Allar bækurnar merkti Björn með bókmerki, sem á er mynd frá Nesi. Einnig átti Björn athyglisvert steinasafn, og voru steinarnir afrakst- ur gönguferða hans um landið. Loks prýddu veggina á heimili Björns ágæt listaverk, m.a. andlitsmynd af Birni, sem Kjarval teiknaði þegar hann kom að Nesi skömmu fyrir 1930. Árið 1988 dreif Björn í því að stofna Átthagafélagið Loðmund sem starf- aði a.m.k. til 1996. Félagsmenn voru gamlir Loðmfirðingar og afkomendur þeirra. Hittust félagsmenn einu sinni eða tvisvar á ári, en einnig beitti stjórn félagsins sér fyrir ýmsum mál- um, m.a. að komið væri upp snyrtiað- stöðu við Klyppsstaðarkirkju 1992. Björn tók einnig saman lista yfir presta á Klyppsstað, lét ramma hann inn og hengja upp í kirkjunni. Björn hafði áhuga á að samin yrði saga Loð- mundarfjarðar og hafði dregið saman nokkurt efni í því skyni. Átthaga- félagið þreifaði fyrir sér um að fá mann í þetta verk, en vegna fjár- skorts tókst ekki að koma því á rek- spöl. Björn var grannvaxinn og fíngerð- ur maður, mikið snyrtimenni og hlý- legur og kurteis í viðkynningu. Ég kveð hann nú með þökk fyrir ánægju- leg kynni, sem veittu mér miklvæg tengsl við ættarslóðirnar í Loðmund- arfirði. Sigurjón Páll Ísaksson. Björn Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.