Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurÁrnason fæddist í Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi 27. ágúst 1916. Hann lést 27. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Árnason frá Hörgs- holti í Hrunamanna- hreppi og Elín Steindórsdóttir Briem frá Hruna í sömu sveit. Þeirra börn voru: 1) Stein- dór, f. 1904, andaðist á öðru ári á Grafarbakka, vorið sem þau fluttu að Oddgeirshólum. 2) Sigríður, f. 1907, d. 1998. 3) Steindór, f. 1908, d. 1937. 4) Katrín, f. 1910. 5) Ólaf- ur, f. 1912, lést á fyrsta ári. 6) Ólaf- ur, f. 1915, d. 1996. 7) Jóhann Kristján Briem, f. 1918. 8) Ólöf El- ísabet, f. 1920. Haukur Magn- Óðin Þór, og d) Hlynur Þór. 2) Árni Oddgeir, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Guðmundur, d. 16. sept. 1988, Jó- hann og Árný Ilse. 3) Magnús Guð- mann, var kvæntur Margréti Ein- arsdóttur, börn þeirra eru: a) Harpa, sonur hennar er Kristófer Darri. Harpa er gift Birgi Frey Andréssyni, sonur þeirra er Alex- ander Týr. b) Brynhildur, d. 26. nóv. 1997, c) Elín, og d) Einar. Magnús er giftur Bryndísi Snorra- dóttur. Börn hennar eru Snorri, Þrúður og Iðunn. 4) Steinþór, kvæntur Þuríði Einarsdóttur. Börn þeirra eru Sandra, Árni Steinn, Kristrún og Elín Inga. Guðmundur tók við búi í Odd- geirshólum ásamt bræðrum sín- um. Hann sat í Hreppsnefnd Hraungerðishrepps frá 1974 til 1982 og var formaður Sauð- fjárræktarfélags Hraungerð- ishrepps frá stofnun þess 1954 til 1996. Útför Guðmundar verður gerð frá Hraungerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ússon, uppeldissonur, f. 1925, kom að Odd- geirshólum á fyrsta ári, d. 1958. Einnig ólst Jónína Björns- dóttir upp í Odd- geirshólum, en hún kom þangað 1936, þá sex ára gömul. Guðmundur kvæntist 26. nóv- ember 1949 Ilse Wall- mann Árnason, f. í Travemünde í Þýska- landi 13. febrúar 1922, d. 10. júní 2003, og bjuggu þau í Oddgeirshólum alla tíð. Afkomendur þeirra eru: 1) Angelika, gift Ásgeiri Gunn- arssyni. Börn þeirra eru: a) Guð- laug Elsa, gift Jóhannesi Kjart- anssyni, þau eiga tvö börn, Hildi Rut og Steinar Geir, b) Fjóla Krist- ín, c) Gunnur Guðný, gift Ríkharði Brynjólfssyni, þau eiga einn son, Undi ég vel um æskudaga að eiga kind og góðan hest. Ennþá gleður hjörð í haga. Hvíta kindin sýnu mest. Þessa vísu orti hann afi minn, hann afi minn sem nú er farinn. Þessi orð lýsa honum svo vel. Of- arlega í huga hans voru alltaf fal- legu hvítu kindurnar hans. Ófáar voru stundirnar í fjárhúsunum og annað stúss í kringum skepnurnar. Ég man að það mátti ekki vera með læti, sem var mjög erfitt fyrir skelli- bjöllu eins og mig. Alltaf mátti krakkaskarinn fylgja með, oft í Mözdunni sem var ýmsum kostum búin. Hafði hoppgír og þegar hurð var opnuð spilaðist lag. Lengi vel hélt ég að allir bílar hefðu hoppgír, ekki bara bíllinn hans afa á veginum um landareignina. Afi hafði alltaf stund aflögu til að grípa í spil, hlusta á vandamál fimm ára gamallar stelpuskjátu eða segja sögu. Þegar ég var yngri hélt ég að afi vissi allt en þegar ég eltist uppgötv- aði ég að það væri rétt. Hafði alltaf svar við öllu og bý ég enn að hans góðu ráðum. Alltaf var jafngott að koma í Gamla bæinn, grípa í spilastokkinn og fá sér smá lambaspörð (rúsínur, með eða án súkkulaðis) í munninn. Oft í seinni tíð sat afi við eldhús- gluggann og horfði niður í sveit. Enda góður gluggi til að fylgjast með nágrönnunum. Afi náði að efla áhuga minn á mörgu, til dæmis hef ég drjúgt gam- an af sauðfjárrækt, finnst mjög gaman að spila og hreinlega elska góða sögu. Aldrei sagði afi styggðaryrði um nokkurn mann, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, höfðingi heim að sækja og fannst ættar- og fjöl- skyldubönd ofar öllu. Allt varð að vera snyrtilegt, alltaf þurfti að vera að. Lífsreglan var að skila góðu dagsverki. Mér fannst, þegar ég var lítið stelpuskott, að afi væri alltaf að girða, rétta við staura eða bæta við lykkjum. Held að það hafi ekki alltaf gætt þolinmæði hjá skottinu að bíða eftir því að afi kláraði girðingu sem í mínum huga var bara alveg í fínu lagi. Nú veit ég betur. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú. Gef mér skilning hér og nú. Ljúfi Drottinn lýstu mér svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli Uppsölum) Elsku afi. Þakka þér fyrir ómetanlegar minningar. Þakka þér fyrir að hafa gert mig að betri manneskju með meiri lífssýn. Ég mun efna loforðin þegar þar að kemur. Minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar sem vorum svo heppin að þekkja þig. Þín afastelpa, Elín heillin. Elsku afi minn. Nú ertu farinn og líklegast nýtur lífsins með henni ömmu núna. Laus við sykursýkina og getur borðað venjulegt nammi, þykkt lag af smjöri og notið þess til fulls. Ekki sykurlaust nammi sem þú varst alveg viss um að engum þætti gott. Þær eru svo góðar minningarnar sem ég á um ykkur ömmu. Það að alast upp á hlaðinu hjá ykkur var bara yndislegt. Þú sístarfandi, keyr- andi um á Nallanum, lítandi eftir fénu og leystir samviskusamlega barnabörnin af í kaffi og mat þegar þau voru úti á túni að snúa eða raka saman. Það var oft sem þú mættir á ögurstundu. Mér er minnisstætt þegar ég hafði reynt að aka upp mjög brattan halla inni í Paradís en þar sem vélakunnáttan var tak- mörkuð skildi ég ekkert í því að traktorinn drap alltaf á sér og rann síðan aftur á bak og á vélina. Það þýðir ekkert að reyna það í 4. og lága og það sýndi afi mér, glettinn á svip, þegar hann kom út á tún rétt seinna. Þessi glettni svipur sem lýsti af þér, alltaf svo ótrúlega jákvæður, jafnaðargeðið sem einkenndi þig var stórkostlegt. Nú stendur gamla húsið ábúenda- laust, húsið sem þú byggðir sjálfur og stendur eins og höfðingi undir klettinum, rétt eins og þú varst höfðinginn í fjölskyldunni. Engin afi lengur sem býður upp á kaffi, mjólkurglas og smáspjall. Engin afi til að sýna hve stórir og duglegir drengirnir mínir eru orðnir. Þér þótt svo gaman að sjá þá og hve vel þeir döfnuðu. Í huga mínum streyma fram ynd- islegar minningar um hoppgírinn á afabíl, Mözduna sem spilaði lag þeg- ar maður opnaði hurðina, afa með pappaspjald í hönd að skrásetja kindur og lömb í fjárhúsinu, brun- andi um á Nallanum, standandi fyrir veifandi hækjunni þegar verið var að reka heim fé, í miðjum dilknum í réttunum, skoðandi hvernig féð kom af fjalli, alltaf að starfa eitthvað, þér var ekkert ómögulegt! Grimmsbækurnar eru líka ofar- lega í minningunni og afi að gera krossgátu. Það gat nú verið gaman að fá að aðstoða við þá gerð. Afi að spila ólsen-ólsen, og þá var sko gam- an á litlu skrifstofunni, eða í eldhús- inu. Það var sívinsælt að fá að spila við afa. Þig kveð ég með söknuði, en á fullt af minningum sem ylja mér um hjartað. Þitt kímna og glettna fas, síbrosandi, létt lund og jafnaðargeð er eitthvað sem til fyrirmyndar og eftirbreytni. Ég bið að heilsa ömmu, afi minn. Þín afastelpa, Harpa. Við andlát Guðmundar mágs míns, langar mig að minnast hans með örfáum orðum. Hann var fæddur í Oddgeirshólum og átti þar heima alla ævi. Eftir lát föður síns 1936 og eldri bróður 1937 kom það í hlut bræðr- anna þriggja, Ólafs f. 1915, Guð- mundar f. 1916 og Jóhanns f. 1918, að taka við búsforráðum ásamt móð- ur þeirra og bjuggu þeir félagsbúi þar til Ólafur og Jóhann fluttu að Selfossi og létu sína hluti búsins í hendur sona Guðmundar, Magnúsar og Steinþórs. Þeir bræður búa nú fé- lagsbúi í Oddgeirshólum. Eldri bræðurnir skiptu þannig með sér verkum að Guðmundur ann- aðist sauðféð, Ólafur kýrnar en Jó- hann annaðist veiðina í Hvítá. Hann fór líka á vertíðir, bæði til Vest- mannaeyja og Keflavíkur. Einnig annaðist hann akstur skólabarna í sveitinni en búið naut arðs af vinnu þeirra allra. Sameiginlega stóðu þeir að ræktun og heyvinnu. Guðmundur giftist þýskri konu, Ilse Wallmann, frá Travemünde. Þau byggðu nýtt hús og bjuggu gest- kvæmu rausnarbúi meðan Ilse hafði heilsu en hún andaðist 2003, eftir langvarandi veikindi. Þau eignuðust þrjá syni og Guð- mundur ættleiddi dóttur Ilse. Í landi Oddgeirshóla er á einum stað ylur í jörðu. Guðmundur lét bora þar eftir heitu vatni á sinn kostnað fyrir rúmum 20 árum. Þar kom upp nóg af heitu vatni, sem nú hitar upp flest hús í Hraungerðis- hreppi, sem svo hét fyrir sameiningu Flóahreppa. Hann hafði frumkvæði að stofnun Hitaveitufélags Hraungerðishrepps og lét því í té borholuna á kostn- aðarverði. Guðmundur var mjög bókhneigður og var stálminnugur á það sem hann las. Hann kunni ógrynni af ljóðum og lausavísum og vissi um tilurð þeirra og höfunda. Guðmundur var hagur bæði á tré og járn og mikill verkmaður, þótt hann virtist aldrei flýta sér. Bera byggingar í Oddgeirshólum vitni um verklagni hans. Þegar við Ólöf, syst- ir hans, byggðum húsið okkar hér á Selfossi 1944, annaðist hann smíði þess. Hann hafði því gáfur og hæfileika til margra verka en sauðfjárræktin varð honum hugstæðust og það var vel ræktaður fjárstofn í Oddgeirs- hólum sem þurfti að fella vegna mæðiveikinnar um miðja síðustu öld. Guðmundi tókst með elju og kunn- áttu að rækta afburðagóðan fjár- stofn á ný, sem margir bændur landsins hafa notið góðs af. Sá arfur er við andlát hans í góðum höndum sona hans. Nú þegar Guðmundur er allur vil ég þakka áratuga vináttu og sam- skipti og við Ólöf munum sakna þess að geta ekki lengur hringt eða komið til hans og fengið svör við ýmsu sem við mundum ekki, en hann kunni svör við. Jón Ólafsson. Elsku afi. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn og það verður undarlegt að horfa upp í gamla bæ og sjá þig ekki í glugganum, brosandi að fylgjast með því sem var að gerast á bænum. Það var alltaf gaman að kíkja upp í bæ og spjalla við þig um lífið og til- veruna, því þú varst alltaf til í að spjalla, eða bara sitja með þér og horfa á fótboltann sem þú hafðir svo gaman af. Það var undantekningar- laust að þú bauðst manni eitthvað gott þegar við kíktum við og var harðfiskurinn oftast nær fyrir valinu. Á þessum tímapunkti förum við ósjálfrátt að hugsa til baka og rifja upp þegar við vorum yngri og kom- um í sveitina til þín og ömmu og dvöldum hjá ykkur í lengri eða skemmti tíma. Hjá ykkur var alltaf gott að vera og voru ófáir kvöldkaffi- tímarnir sem við áttum saman, því þið sögðuð að maður ætti alltaf að fá sér að borða fyrir svefninn og ekki skorti kökurnar og meðlætið sem amma bjó til. Þú varst mikill bóndi og mjög glöggur á skepnurnar og þekktir kindurnar með nafni úti á túni þó að þær litu allar eins út í okkar augum. Í seinni tíð þegar þú varst orðinn slæmur í fótunum og gast lítið farið út þá lifnaði alltaf yfir þér þegar þér var boðið í bíltúr upp á afrétt að skoða féð þegar það var á fjalli. Einnig var skemmtilegur tími á vor- in þegar lömbin voru að fæðast og fannst þér gaman að fylgjast með framvindu mála. Á hverju hausti fórstu á móti fénu og var þetta haust engin undantekning og fannst mér mjög gaman að sjá, þegar ég kom af fjalli, að þú varst mættur með pabba að taka á móti okkur. Það er gaman að minnast þess hvað þú varst stoltur af mér þegar ég útskrifaðist sem stúdent eða eins og þú orðaðir það ,,Komin með hvíta kollinn“. Þú varst einnig duglegur að spyrja mig hvernig mér gengi í skól- anum núna þegar ég byrjaði í há- skólanum. Síðustu vikurnar dvaldistu á sjúkrahúsinu og reyndum við að heimsækja þig sem oftast, þá spjöll- uðum við saman því ekki klikkaði minnið hjá þér. Mér fannst mjög leiðinlegt að geta ekki verið hjá þér síðustu stundirnar sökum þess að ég var erlendis. Með þessum orðum kveðjum við þig í hinsta sinn og vit- um að þú ert kominn til ömmu sem þú elskaðir svo mikið. Megi Guð geyma þig og þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Jóhann og Árný Ilse. Ef ég mætti yrkja yrkja vildi ég jörð sveit er sáðmannskirkja sáning bænagjörð. (B.Á.) Guðmundur í Oddgeirshólum er genginn á vit feðra sinna, kominn á tíræðisaldur. Ungur má en gamall skal, það er lögmál lífsins. Guðmundur rak í félagi við bræð- ur sína eitt myndarlegasta ræktun- arbú landsins í hálfa öld. Oddgeirs- hólar eru landnámsjörð, bæjarstæðið afar fagurt og víðsýnt af bæjarhlaðinu um Flóann allan, fallegir klettar umlykja bæinn og veita skjól. Jörðin er stór og kosta- mikil, enda ráku þeir bræður bú af slíkum þrótti að árangur þeirra í ræktunarstarfi var þekktur um allt land. Það má segja að í öllum búgrein- um hafi þeir skarað fram úr. Kýr og hestar náðu langt og stóðu framar- lega. Sauðfjárbúskapurinn var ein- stakur. Guðmundur helgaði starf sitt á búinu umfram allt sauðfénu. Fær- ustu sauðfjárráðunautar landsins, hvort sem var Hjalti Gestsson eða Halldór Pálsson, urðu nánir vinir og samstarfsmenn Guðmundar. Bænd- ur um allt land horfa enn til sauð- fjárbúsins í Oddgeirshólum í sínu ræktunarstarfi og fullvíst má telja að svo sé komið að kynbótahrútar á öll- um betri búunum eigi ættir sínar að rekja til Oddgeirshólabúsins. Guðmundur og kona hans Ilse Árnason ráku myndarlegt menning- arheimili í Oddgeirshólum þar sem ríkti gestrisni og höfðingsbragur. Það hafa margir haft það á orði við undirritaðan hve gaman hafi verið að sækja þá bræður og þau hjón heim og að allur bragur á bænum hafi ver- ið góður. Það sópaði af frú Ilse á slík- um dögum, bæði gestrisnin og hún var hlý í öllu sínu viðmóti. Guðmundur í Oddgeirshólum var hógvær og hlédrægur maður í eðli sínu og allt sem hann tók að sér fyrir sveit sína og samtíð var í fullum skil- um og vel gert. Hann var víðlesinn, stálminnugur og hafsjór sagna og fróðleiks, góður hagyrðingur og á góðri stund sópaði af honum í frá- sagnarlistinni og vísnagerðinni. Guðmundur var fyrst og fremst bóndi af lífi og sál. Hann uppskar í sínum búskap eins og hann sáði til. Það var undirrituðum sem landbún- aðarráðherra ánægja að fá til þess tækifæri að færa Oddgeirshólabúinu svonefnd landbúnaðarverðlaun en þau hafa árlega verið veitt aðilum sem skara fram úr eða eru til fyr- irmyndar í íslenskum landbúnaði. Guðmundur Árnason er í dag kvaddur hinstu kveðju og lagður í ís- lenska mold sem hann unni svo heitt. Það er skarð fyrir skildi og söknuður sem fylgir hverjum góðum manni sem hverfur af þessum heimi. Bless- uð sé minning hans. Margrét og Guðni Ágústsson. Guðmundur Árnason ✝ Elskulegur bróðir okkar, BIRGIR BJÖRGVINSSON frá Víðilæk, til heimilis að Furuvöllum 10, Egilsstöðum, sem lést mánudaginn 22. október á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, verður jarðsunginn laugardaginn 3. nóvember frá Egilsstaðakirkju kl. 14.00. Systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR GUNNARSSON (Dói), Heiðarvegi 3, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 22. október. Útför Þóris verður gerð frá Selfosskirkju laugar- daginn 3. nóvember og hefst athöfnin klukkan 13:30. Gunnar Hafsteinn Þórisson, Loftveig Kristín Kristjánsdóttir, Jón Þórisson, Gunnar Þórisson, Vilborg Þorgeirsdóttir, Þórir Már Þórisson, Steinþór Ingi Þórisson, Árni Óli Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.