Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 30
matur 30 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ að mætti kalla Lilju Steingrímsdóttur mat- arbóhem, í þeim skiln- ingi að hún fer sínar leiðir í matargerð. Mat- urinn hennar er yfirleitt góður, og oftast eitthvað exótískt við hann. Lilja er í gönguhópnum Sporin og hefur af mikilli kostgæfni eldað fyrir þær kröfuhörðu konur sem í honum eru. Þar sér hún um undir- búning og býr til einfaldan en góð- an mat sem hún hefur hlotið mikið lof fyrir. Á dögunum bauð Lilja nokkrum konum úr gönguhópnum til arabískrar veislu. „Ég ákveð yfirleitt allt á síðustu stundu og með litlum fyrirvara. Fer eftir skyndihvötum í mat- arinnkaupunum og matargerðinni. En auðvitað mallar maður eitthvað ómeðvitað í kollinum, upplýsing- arnar eru þarna inni, þó að ég sé ekki mjög skipulögð,“ segir Lilja. „Þegar ég fer eftir uppskrift frá a-ö finnst mér ég vera sigurvegari enda er forvitnilegt að fylgja alfar- ið því sem aðrir hafa ákveðið. Tvær manneskjur geta farið eftir uppskrift og hún er aldrei eins, því maður setur alltaf sitt fingrafar á matargerðina. Ég legg metnað minn í að maturinn sé góður og finnst gaman að gefa fólki að borða. Svo er endurnærandi að gleyma sér við eldamennskuna og undirbúningurinn er ekki síður gefandi en sjálf máltíðin.“ Frumstæð og þróuð matarmenning „Stundum er ég mjög löt og and- laus og hef tilhneigingu að end- urtaka það sem ég er að gera . Mér finnst gott að borða og get verið gráðug, en mér finnst þó flott að hafa stjórn á sér og borða hægt. Sjálf borða ég frekar hratt en elda aftur á móti hægt – vildi þó að því væri öfugt farið. Mér finnst allur matarmenning- arskalinn skemmtilegur, til dæmis frumstæð matarmenning sem leyf- ir að farið sé með lúkurnar í mat- inn og borðað í sameiningu af stóru fati. Fágaða matarmenningin er líka heillandi – þessi þróaða, eins og í Frakklandi.“ Náttúrumarkaðurinn og Kornmarkaðurinn Að sögn Lilju opnaði fyrsta kær- asta hennar nýja heima mat- argerðarlistar fyrir henni. „Hún var mjög góður kokkur og kynnti mér alls konar hráefni sem ég hafði ekki séð áður, uppskriftir, rauðvín og takmarkalausar til- raunir. Við elduðum til dæmis mik- ið af indverskum réttum og not- uðum Kornmarkaðinn, en í kringum hann myndaðist ákveðinn kúltúr. Ég bjó síðan á Ítalíu í eitt ár og það hafði mikil áhrif á mig. Þar lærði ég meðhöndlun hráefna, til dæmis mismunandi pasta fyrir mismunandi tilefni. Þar fór ég líka á markaðinn og notaði alltaf ferskt hráefni sem m.a. var keypt beint af bóndanum. Ég lærði að blanda ekki öllu saman, ofkrydda ekki og reyna þess í stað frekar að draga fram karakter hráefnisins svo það nyti sín. Um leið lærði ég að horfa á það sem boðið er upp á og borða þannig með augunum. Þetta kunna Ítalir. Máltíð þarf að næra líkama, sál og fegurðarskynið og helst í góðum félagsskap!“ Hún segir mat vera sameining- artákn og að besta leiðin til að ná sambandi við aðra sé að borða saman. „Það er ekki eins gaman að borða einn og með öðrum. Það sem gerir heimili heimilisleg og notaleg er að þar sé eldaður matur reglu- lega. Að hita upp tilbúnar pitsur er ekki að elda mat.“ Listin að borða með höndum Að borða með höndum er ákveð- in kúnst og þá eru hrísgrjón mikil- vægur hluti máltíðarinnar. Sums staðar er skóflar fólk matnum upp í sig en annars staðar er lögð áhersla á að þétta hrísgrjónin milli fingranna áður en þeim er stungið upp í munninn. Það er eins og borðað sé í gegnum fingurna því að partur af upplifuninni er að finna fyrir mismunandi áferð mat- arins. Í matarveislu göngukvennanna bauð Lilja upp á marínerað lamba- kjöt og kjúkling, bakaði pítubrauð og maukaði alls kyns sósur auk þess sem hún bakaði arabíska köku. Lyktin í íbúðinni var fram- andi, mild, sæt og krydduð og í miðjum rótsterkum kaffibolla brá gestum í brún þegar hávær sprenging heyrðist og ofninn opn- aðist með látum; eggaldinið hafði sprungið. Baba Ghannouj– Eggaldin og Tahini-mauk Unaðsleg viðbót með öllum mat. Tekur 20 mínútur að elda 1 stórt eggaldin 1⁄4 bolli ferskur sítrónusafi 4-5 tsk. tahini 2 hvítlauksgeirar 11⁄2 tsk. salt 1⁄4 bollar fínt söxuð steinselja Mikilvægt að fjarlægja græna hlutann af enda eggaldinsins, áður en því er stungið inn 180°C heitan ofninn, annars springur það með látum. Hitið eggaldinið í 15-20 mínútur, eða þangað til það er orð- ið mjúkt. Kælið. Fjarlægið húðina varlega af. Stappið aldinkjötið vel með gaffli eða töfrasprota. Sítrónusafa er síðan hrært saman við maukið ásamt tahini. Kremjið hvítlauk saman við ásamt salti. Gott er að hella maukinu í skál og strá steinselju yfir. Borið fram með pítubrauði, nýju brauði eða ristuðu. Arabísk hunangskaka fyrir 6 Botn: 1⁄3 bolli smjör 3 egg 1⁄2 bolli sykur 1⁄2 tsk. vanilla 1⁄2 tsk. lyftiduft 1⁄2 bolli hveiti ofan á botn: 1⁄2 bolli smjör 1⁄2 bolli sykur 1⁄3 bolli hunang 1⁄2 bolli afhýddar möndlur 1⁄2 tsk. kanill Ofn forhitaður í 180°C. Hrærið saman egg, sykur og vanillu þar til hræran er orðin hvít. Bætið við bræddu smjörinu og hrærið vel. Sigtið hveitið og blandið varlega saman við. Hellið í smurt mótið og bakið í 10 -12 mín. Á meðan er efra lag kökunnar undirbúið. Bræðið smjör á meðalhita og bætið við restinni af hráefninu. Hellið blönd- unni varlega yfir kökuna og setjið inn í ofn í 15-20 mínútur. Pítubrauð Ýmiskonar sósur eiga vel við með pítubrauðunum. Arabísk hunangskaka Góð á veisluborðið. … og eggaldinið sprakk Lilja Steingrímsdóttir fer sínar eigin leiðir í matseldinni, en finnst þó gaman að fara eftir uppskriftum frá a-ö. Soffía Guðrún Jóhannsdóttir tók hús á Lilju, sem bauð kraft- miklum göngukonum í arabíska veislu. Fingrafæði Lilja nýtur menningar sem leyfir að borða með höndunum. Lostæti Gönguhópurinn tók hraustlega til matar síns enda dýrindis kræsingar í boði. Matarmenning Að borða með höndum er ákveðin kúnst sem opnar fyrir nýja upplifun af mat. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Arabísk veisla Gönguhópurinn naut veitinganna til hins ýtrasta enda sjaldgæfar krásir á borðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.