Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRILISTIR Í HNOTSKURN »Stefnt er að því að tónleik-arnir Frostroses 2008 verði teknir upp á Akureyri í nóvember og sýndir í sjón- varpi víða um heim um jólin. Ekki er frágengið hverjir koma þar fram. »Á jólatónleikunum í Hall-grímskirkju í fyrra sungu Ragnhildur Gísladóttir, Sissel Kyrkjebø, Eleftheria Arvan- itaki, Patricia Bardon og Eivør Pálsdóttir. VIÐRÆÐUR við umboðsmenn nokkurra heims- frægra söngvara eru hafnar vegna Frostrósatón- leika í nóvember 2009, sem fara fram í Akureyr- kirkju ef hug- myndir frum- kvöðlanna verða að veruleika. Bræðurnir Samúel og Bjarki Rafn Kristjánssynir hafa staðið að árlegum Frostrósatónleik- um undanfarið og að Frostroses, al- þjóðlegu jólaverkefni frá Íslandi; ár- legum tónleikum með heimsfrægum listamönnum sem teknir yrðu upp í nóvember og sýndir um víða veröld um jólin. Þeir listamenn sem eru á óskalista þeirra bræðra fyrir tónleikana 2009 eru ítalski óperusöngvarinn Andrea Bocelli – sem kom fram í Egilshöll í Reykjavík í vikunni – hin írska Enya, Katie Melua frá Georgíu, Banda- ríkjamennirnir Josh Groban og Whitney Houston og síðast, en ekki síst, skoska söngkonan Annie Len- nox úr Eurythmics. Viðræður við umboðsmenn allra standa yfir. Lennox, Houston og Melua allar á óskalista Frostrósa Annie Lennox ÞEMAVIKU nemenda á unglingastigi í Brekkuskóla lauk í gær með glæsilegri leiksýningu á sal skólans. Alla vikuna hafa krakkarnir unnið að ýmsum verk- efnum tengdum mannréttindum, m.a. setti einn hóp- urinn upp „flóttamannabúðir“ fyrir utan skólann; þar dvöldu krakkarnir um tíma til þess að reyna að kynnast af eigin raun aðstæðum á slíkum stað. Það var heldur kalt en þau suðu sér hrísgrjón til átu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Flóttamannabúðir“ á Brekkunni Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HUGMYNDIR eru uppi um að fars- inn Fló á skinni verði settur á svið í húsnæði Flugsafns Íslands á Akur- eyrarflugvelli seinna í vetur. Verkið er á dagskrá Leikfélags Akureyrar og upphaflega átti að frumsýna það 29. desember næstkomandi í gamla Samkomuhúsinu. Vegna mikillar aðsóknar á leikrit- ið Óvita, sem nú er á fjölum Sam- komuhússins, hefur frumsýningu farsans verið frestað um einn mánuð og fyrr í vetur kviknaði sú hugmynd að nýta húsnæði Flugsafnsins sem leikhús tímabundið – og sýna þar Fló á skinni til þess að geta haldið áfram að sýna Óvita enn lengur í Sam- komuhúsinu; að þeim yrði a.m.k. ekki hætt fyrir fullu húsi. Ef af verður gætu 400 manns séð hverja sýningu á Fló á skinni í Flug- safninu, rúmlega tvöfalt fleiri en LA getur komið fyrir í dag; um 120 manns komast í sæti í Rýminu þar sem leikritið Ökutímar verður frum- sýnt í kvöld og tæplega 200 sæti eru í Samkomuhúsinu. Hugmynd LA um tímabundið leik- rými í Flugsafninu var vel tekið, bæði af forsvarsmönnum Akureyr- arbæjar og Flugsafnsins og er nú unnið að því að útvega ýmsan búnað til þess að draumurinn megi rætast. Flóin á Flug- safnsskinninu? LA, Flugsafnið og Akureyrarbær íhuga að koma upp 400 manna leikhúsi í safninu NÝTT stórhýsi Flugsafns Íslands á Akureyri var tekið í notkun fyrir nokkrum mánuðum. Segja má að það sé þegar orðið fjölnotahús því á dögunum voru þar afhent íslensku Sjónlistaverðlaunin þar sem Högna Sigurðardóttir arkitekt fékk heið- ursorðuna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölnotahús PLÖTUSNÚÐARNIR Dabbi Rún, Siggi Rún og Pétur Guð, sem kalla sig N3, standa fyrir Hrekkjavöku- balli í Sjallanum í kvöld. Húsið verður í viðeigandi búningi og er gert ráð fyrir að gestir Sjallans verði einnig í búningum á ballinu. Valinn verður besti búningurinn kl. þrjú. Fyrr um kvöldið fer fram keppnin um titilinn Herra Norður- land þar sem sjö strákar taka þátt. Hrekkjavökuballið hefst upp úr miðnætti eða strax og Herra Norð- urland hefur verið krýndur. Hrekkjavaka í Sjallanum „ER munur á námsárangri nem- enda eftir kennsluformi?“ spyr Guðmundur K. Óskarsson, lektor við viðskipta- og raunvísindadeild HA í fyrirlestri á málstofu deild- arinnar í dag kl. 12.10 á Sólborg. Guðrún Elín Benónýsdóttir kynnir svo meistararitgerð sína í heil- brigðisdeild í opnum fyrirlestri á sama stað kl. 15. Fyrirlestrar í háskólanum HLJÓMSVEITIN Ljótu hálfvitarnir verða með tónleika á Græna Hatt- inum í kvöld og annað kvöld koma þar fram hljómsveitirnar Jan Mayen, Æla og Hoffman. Hálfvitar BEZT að játa það strax: ég hef aldrei verið sérlega gefinn fyrir „cross- over“ tónlist af því ofurmarkaðsvæna tagi sem tengja má við dúó Placido Domingos & Johns Denver, Ten- órana þrjá og nú síðast Andrea Bo- celli er hingað kom í fyrsta sinn á miðvikudag. Þó vel megi vera að snobb og fordómar út frá takmark- aðri viðkynningu spili þar eitthvað inn, þá fannst mér alltaf ákveðin „gallerí“-spilamennska loða við fyr- irbærin, og gífurleg lýðhylli þeirra – sumpart þökk sé öflugum auglýsing- arherferðum – bætti heldur ekki úr skák. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Því eftir á að hyggja var umferðaröngþveitið af völdum far- kosta nærri 6.000 áheyrenda senni- lega versta hlið tónleikahaldsins í stærstu íþróttahöll landsins. Sú bezta frá mínum sjónarhóli var aftur á móti klassískasti þátturinn í efnis- valinu með góðum stuðningi „Tékk- nesku sinfóníunnar“ (skv. annars upplýsingarýrri tónleikaskránni), er gæti í kjölfarið jafnvel hvatt for- senduminnstu áheyrendur til að ganga á lagið og kynna sér fleira úr fjársjóði sígildrar tónlistar. Sveitin sýndi víða fína snerpu eins og í sóp- andi Farandólu upphafsins úr Arles- meyjarsvítu Bizets, og m.a.s. dúndr- andi sveiflu í Amarcord Fellini-tónskáldsins snjalla, Ninos Rota. Það var óneitanlega sérkennilegt að heyra og sjá óperusöngvara og 70 manna sinfóníuhljómsveit í fyrrgetnu gímaldi úr hátt í 100 m fjarlægð. Því þrátt fyrir myndskjái og furðuvel heppnaða uppmögnun – a.m.k. betri en áður hefur heyrzt í Laugardals- höllinni í rokk-tónleikaröð SÍ – þá leiddu aðstæður séðar frá 64. sæta- röð helzt hugann að risalangri trekt, ólíkt því sem gerist á venjulegum klassískum tónleikum hérlendis. Þar við bættist kyndug móða í lofti líkt og eftir reykvél, hafi hún ekki verið brennisteinsvetni frá Hellisheiði. Söngstíll blinda ítalska tenórsins bar óhjákvæmilega fangamark jörm- untónleika en bauð engu að síður stundum upp á þó nokkra dýnamíska vídd, jafnvel þótt verkaði annars staðar líkt og sungið væri gegnum þjöppunartæki. Fyrir öllu var pott- þétt inntónun og óþvinguð hæð, og raddfyllingin var merkilega góð á neðsta sviði þrátt fyrir svolítið rasp- andi barýtonkeim í uppmögnuninni. Annars varð ég, og kannski skilj- anlega, ekki var við mikla sviðsræna útgeislun. Söngvarinn stóð jafnan grafkyrr sem saltstólpi, og burtséð frá tæknilegu öryggi hreif hljómræn túlkun hans mig sjaldan sérstaklega. Þó mætti nefna aríuna Tosca, E lu- cevan le stelle, Mamma Bixios og Torna a Surriento meðal fremstu gæsarhúðarvísa. Gestasöngvararnir fengu að von- um ekki mörg tækifæri en skörtuðu samt góðum röddum. Þó að fókusinn hjá Danielu Bruera virtist nokkuð skjögrandi á sterkum stöðum reynd- ist barýtoninn Gianfranco Montresor litlu hljómminni en aðalstjarnan og verðugur samherji í kannski mesta hápunkti tónleikanna, Perlukaf- aradúetti Bizets. Stórtrekkjari í risatrekt Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Egilshöll Ítölsk, spænsk og frönsk sönglög, aríur og dúettar. Andrea Bocelli T ásamt Dani- elu Bruera S og Gianfranco Montresor bar. Tékkneska sinfónían u. stj. Marcello Rota. Miðvikudaginn 31.10. kl. 20. Andrea Bocelli  Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bocelli „Söngstíll blinda ítalska tenórsins bar óhjákvæmilega fangamark jörmuntónleika en bauð engu að síður stundum upp á þó- nokkra dýnamíska vídd, […].“ „ER NOKKUR sá sem firrir erf- iðleikum nema Guð?“ Á þessum orð- um hefst geisladiskurinn Söngur lif- andi vatna, en hann inniheldur sönglög eftir Salbjörgu Hotz. Sal- björg er píanóleikari sem bjó um tíma í Ísrael en dvelur nú í Sviss. Í bæklingnum sem fylgir geisladisk- inum segir að hún hafi starfað þar við píanókennslu og meðleik, og hafi síðan árið 1998 „gripið í við tón- smíðar“. Texti laganna er fenginn úr helgi- ritum bahá’í-trúarinnar og sam- anstendur af níu bænum, fjórtán heilræðum og einni tilvitnun. Tón- málið er í hefðbundnum dúr og moll, og er auðvitað ekkert að því í sjálfu sér. Þannig er tónlist Jóns Ásgeirs- sonar, og líka margt sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið. Gallinn við lög Salbjargar er að hún hendir hverri klisjunni á fætur annarri framan í áheyrandann, endalausu bergmáli frá tónsmíðum fyrri alda án þess að nokkuð nýtt komi þar fram. Persónulega hef ég ekkert á móti klisjum. Það má með sanni segja að stór hluti kvikmyndatónlistar sé klisja, en í góðum kvikmyndum er hún yfirleitt faglega unnin og þjónar sínum tilgangi. Kannski er það til- gangur Salbjargar að koma boðskap bahá’í-trúarinnar til áheyrenda. Ég get hins vegar ekki séð að það takist hjá henni. Sá sem bara „grípur í við tónsmíðar“ hefur tónmál klassískrar tónlistar ekki almennilega á valdi sínu. Laglínur Salbjargar eru ein- kennilega sundurlausar og hún vinn- ur klaufalega úr þeim. Söngvararnir Gunnar Guðbjörns- son og Sigurður Bragason hafa átt betri daga. Þeim tekst aldrei að gera neitt úr lögunum. Og það hefði hrein- lega mátt sleppa fiðluleik Hjörleifs Valssonar. Hjörleifur reynir vissu- lega að gera eins vel og hann getur, en það breytir engu, fiðlan gerir lög- in enn klisjukenndari og væmnari en ella. Það eina góða við geisladiskinn er fagmannleg upptaka Halldórs Vík- ingssonar, sem og prýðilegur píanó- leikur Salbjargar. Auðheyrt er að þar kann hún almennilega til verka. Söngur stíflunnar Jónas Sen TÓNLIST  Söngvar lifandi vatna. Tónlist eftir Sal- björgu Hotz. Gunnar Guðbjörnsson tenór, Sigurður Bragason baritón, Hjörleifur Valsson fiðla, Salbjörg Hotz píanó. Geisladiskur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.