Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 27
Ferskt fiskimeti
forréttur fyrir fjóra
400 g smálúða
(u.þ.b. 1 flak)
150-200 g rækjur
hörpuskel, nokkur stk.
á mann
extra virgin ólífuolía
10 g smjör
sjávarsalt
1 stk. sítróna
Smálúðan er roðflett, beinagarð-
urinn í miðjunni skorinn frá og bút-
að í fjóra skammta. Bökunarpappír
er settur á bakka, fisknum komið
fyrir og extra virgin ólífuolíu hellt
yfir ásamt sjávarsalti.
Bakað í ofni í um 5 mínútur (passa
þarf að ofelda þetta ekki).
Sjóðandi heitu vatni er hellt yfir
rækjurnar og þær látnar liggja í
vatninu í um 20-30 sekúndur áður en
þær eru sigtaðar. Sítrónusafa er
hellt yfir ásamt rifnum sítrónuberki.
Hörpuskel er steikt á heitri pönnu
með ögn af smjöri og olíu.
Sósa
3 dl súrmjólk
1 msk. íslenskt hunang frá Agli
(má nota aðra tegund)
1 msk. af sítrónusafa
½ búnt af söxuðu dilli
Allt sett í skál og blandað saman.
Smakkist til með salti og
nýmöluðum hvítum pipar.
Stökkir rúgbrauðs-
teningar
2-3 sneiðar af þrum-
ara frá Hveragerði
skornar í teninga og
settar í skál. Örlitlu
hreinsuðu smjöri hellt
út á og teningunum
velt þar til allir mol-
arnir eru rakir af
smjöri. Teningunum er
síðan dreift á bökunar-
plötu og þeir þurrkaðir
í ofni við 140 gráður í
10-15 mín.
Lamb að norðan
aðalréttur fyrir fjóra
Lambaskanki
3 lambaskankar
lambasoð (hægt að nota vatn með
lambakrafti).
blandað rótargrænmeti
kristaledik
salt og pipar
smjör
Skankarnir steiktir á pönnu með
rótargrænmeti, s.s. gulrótum, sell-
erírót og rófum þar til grænmetið er
orðið gullinbrúnt. Einnig má bæta
við eftir smekk hvers og eins lauk,
hvítlauk, blóðbergi, einiberjum, lár-
viðarlaufi og sellerístilkum.
Lagt í lambasoð og eldað í potti á
lágum hita í að minnsta kosti 12 klst.
Hægt er að setja þetta inn í ofn yfir
nótt í eldföstu móti með álpappír yfir
við 100°C, en passið að soðið verður
að fljóta yfir.
Eftir þetta er kjötið pillað af bein-
inu og eldað áfram með hluta af soð-
inu ásamt smáskornu grænmeti, s.s.
gulrótum, sellerírót og rófum, þar til
það er orðið meyrt.
Smakkað til með ögn af kristal-
ediki, salti og pipar ásamt smjöri.
Rófusósa
Soðið af skönkunum er sigtað í
gegnum fínt sigti og rófum bætt út í.
Bætið við tveimur stilkum af blóð-
bergi og rósmaríni og látið liggja í 10
mínútur með plastfilmu yfir. Sigtið
að lokum.
Lambafile
800 g lambafile, hreinsað og skorið
í fituna.
Fínt saxað rósmarín, blóðberg og
hvítlaukur í olíu.
Lambafile er steikt upp úr krydd-
olíunni og sett inn í ofn. Eldað við
65°C í tvær klst., en með þessari að-
ferð verður sama sem enginn rýrnun
á kjöti, bragðið heldur sér betur og
kjötið verður mun meyrara.
Sultað rótargrænmeti
Gulrætur, sellerírót og rófur eru
soðnar í lambasoði (ef það er ekki til
má nota vatn með lambakrafti) þar
til þær eru meyrar. Allt sett í pott
ásamt ögn af soðinu og mauksoðið.
Smakkað til með salti og pipar
ásamt sérríediki.
Smælki
Kartöflurnar soðnar í vatni rétt við
suðumark til að hindra að þær
springi eða verði ofeldaðar. Lagðar
á þerripappír og steiktar upp úr
smjöri. Íslenskri saxaðri steinselju
stráð yfir.
www.freisting.is
Ljósmynd/Matthías Þórarinsson
Ljósmynd/Matthías Þórarinsson
Vinsælasta ólífuolían
í Frakklandi!