Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 27 Ferskt fiskimeti forréttur fyrir fjóra 400 g smálúða (u.þ.b. 1 flak) 150-200 g rækjur hörpuskel, nokkur stk. á mann extra virgin ólífuolía 10 g smjör sjávarsalt 1 stk. sítróna Smálúðan er roðflett, beinagarð- urinn í miðjunni skorinn frá og bút- að í fjóra skammta. Bökunarpappír er settur á bakka, fisknum komið fyrir og extra virgin ólífuolíu hellt yfir ásamt sjávarsalti. Bakað í ofni í um 5 mínútur (passa þarf að ofelda þetta ekki). Sjóðandi heitu vatni er hellt yfir rækjurnar og þær látnar liggja í vatninu í um 20-30 sekúndur áður en þær eru sigtaðar. Sítrónusafa er hellt yfir ásamt rifnum sítrónuberki. Hörpuskel er steikt á heitri pönnu með ögn af smjöri og olíu. Sósa 3 dl súrmjólk 1 msk. íslenskt hunang frá Agli (má nota aðra tegund) 1 msk. af sítrónusafa ½ búnt af söxuðu dilli Allt sett í skál og blandað saman. Smakkist til með salti og nýmöluðum hvítum pipar. Stökkir rúgbrauðs- teningar 2-3 sneiðar af þrum- ara frá Hveragerði skornar í teninga og settar í skál. Örlitlu hreinsuðu smjöri hellt út á og teningunum velt þar til allir mol- arnir eru rakir af smjöri. Teningunum er síðan dreift á bökunar- plötu og þeir þurrkaðir í ofni við 140 gráður í 10-15 mín. Lamb að norðan aðalréttur fyrir fjóra Lambaskanki 3 lambaskankar lambasoð (hægt að nota vatn með lambakrafti). blandað rótargrænmeti kristaledik salt og pipar smjör Skankarnir steiktir á pönnu með rótargrænmeti, s.s. gulrótum, sell- erírót og rófum þar til grænmetið er orðið gullinbrúnt. Einnig má bæta við eftir smekk hvers og eins lauk, hvítlauk, blóðbergi, einiberjum, lár- viðarlaufi og sellerístilkum. Lagt í lambasoð og eldað í potti á lágum hita í að minnsta kosti 12 klst. Hægt er að setja þetta inn í ofn yfir nótt í eldföstu móti með álpappír yfir við 100°C, en passið að soðið verður að fljóta yfir. Eftir þetta er kjötið pillað af bein- inu og eldað áfram með hluta af soð- inu ásamt smáskornu grænmeti, s.s. gulrótum, sellerírót og rófum, þar til það er orðið meyrt. Smakkað til með ögn af kristal- ediki, salti og pipar ásamt smjöri. Rófusósa Soðið af skönkunum er sigtað í gegnum fínt sigti og rófum bætt út í. Bætið við tveimur stilkum af blóð- bergi og rósmaríni og látið liggja í 10 mínútur með plastfilmu yfir. Sigtið að lokum. Lambafile 800 g lambafile, hreinsað og skorið í fituna. Fínt saxað rósmarín, blóðberg og hvítlaukur í olíu. Lambafile er steikt upp úr krydd- olíunni og sett inn í ofn. Eldað við 65°C í tvær klst., en með þessari að- ferð verður sama sem enginn rýrnun á kjöti, bragðið heldur sér betur og kjötið verður mun meyrara. Sultað rótargrænmeti Gulrætur, sellerírót og rófur eru soðnar í lambasoði (ef það er ekki til má nota vatn með lambakrafti) þar til þær eru meyrar. Allt sett í pott ásamt ögn af soðinu og mauksoðið. Smakkað til með salti og pipar ásamt sérríediki. Smælki Kartöflurnar soðnar í vatni rétt við suðumark til að hindra að þær springi eða verði ofeldaðar. Lagðar á þerripappír og steiktar upp úr smjöri. Íslenskri saxaðri steinselju stráð yfir. www.freisting.is Ljósmynd/Matthías Þórarinsson Ljósmynd/Matthías Þórarinsson Vinsælasta ólífuolían í Frakklandi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.