Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurKristinn Er- lendsson fæddist í Hamrahól í Holtum í Rang., 3. mars 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Erlendur Ív- arsson, f. í Breiða- bólsstaðasókn í Rang., 10. okt. 1897, d. 2. feb. 1954 og Guðrún Laufey Tómasdóttir, frá Hamra- hól í Holtum í Rang, f. 14. janúar 1909, d. 12. janúar 1994. Systir Guðmundar var Guðbjörg, f. 3. júní 1933, d. 29. júní 1994. Guðmundur hóf sambúð með Álfheiði Kristínu Jónsdóttur, f. 2. ágúst 1929, d. 10. nóv. 1992. Synir þeirra eru: 1) Jón Erlend- ur, f. 21. janúar 1951, kvæntur Hönnu Björnsdóttur, f. 9. ágúst 1953, börn þeirra eru Sóley, f. 1973, Jóhann Már, f. 1974, Hreiðar, f. 1980 og Emil Örn, f. 1988. 2) Þórarinn Flosi, f. 7. ágúst 1952, kvæntur Rannveigu Björnsdóttur, f. 22. apríl 1955, börn þeirra eru Birna Lára, f. 1977, Ingibjörg Kristín, f. 1982 og Valdimar Guðmundur, f. 1986. 3) Gunnar Smári, f. 4. ágúst 1954, kvæntur Jónu Krist- 1963 og börn þeirra eru Astrid Marie, f. 1990, Paul Verner, f. 1993 og Emil Ravn, f. 1997. 3) Elín, f. 3. janúar 1959, gift Hirti Árnasyni, f. 27. maí 1958, börn þeirra eru Guðmundur Árni, f. 1981, Helen, f. 1985 og Birgir Smári, f. 1990. 4) Jón, f. 12. jan. 1960, d. 31. jan. 1960. 5) Guð- mundur Kristinn, f. 13. janúar 1961, kvæntur Unni Ólafsdóttur, f. 28. des. 1960, börn þeirra eru Viðar, f. 1982 og Guðmundur Kristinn, f. 1986. 6) Þröstur, f. 23. janúar 1962, fyrri eiginkona hans er Særún Reynisdóttir og börn þeirra eru Myrra Rós, f. 1983, Guðbjörg Líf, f. 1985 og Reynir Hólm, f. 1987. Þau skildu. Eiginkona Þrastar er Helle Ro- senlyst Guðmundsson, f. 8. jan- úar 1971, sonur þeirra er Thor, f. 1999. 7) Jórunn, f. 22. des. 1964, sambýlismaður Magnús Þór Sveinsson, f. 4. apríl 1968. 8) Bjarki, f. 21. feb. 1971, kvæntur Dagmar Guðmundu, f. 16. okt. 1971, dóttir þeirra er Fanney Aðalheiður, f. 1999. Guðmundur var alla sína tíð atvinnubílstjóri. M.a. hjá Jóni Loftssyni, hjá SVR og leigubíl- stjóri hjá Hreyfli, en lengst af ráðherrabílstjóri. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ínu Halldórsdóttur, f. 1. ágúst 1955, börn þeirra eru Margrét Gunn- hildur, f. 1977 og Jóna Sigríður, f. 1980. Þau slitu sam- vistum. Eiginkona Guð- mundar er Sig- ursteina Margrét Jónsdóttir, f. 5. maí 1936. Guðmundur og Sigursteina gengu í hjónaband 15. október 1955. Foreldrar hennar voru Jón Guð- mann Magnússon, f. í Ólafsvík á Snæf., 15. mars 1907, d. 10. okt. 1942 og Jórunn Valdimarsdóttir, f. í Stokkseyrarsókn í Árn., 14. mars 1909, d. 3. nóv. 1995. Guð- mundur og Sigursteina eign- uðust átta börn, þau eru: 1) Sig- ursteinn, f. 6. apríl 1956, fyrri sambýliskona hans er Karlína Friðbjörg Hólm. Dóttir þeirra er Rakel Júlía, f. 1978. Þau slitu samvistum. Núverandi sambýlis- kona Sigursteins er Therese Thögersen, f. 19. sept. 1962. 2) Kári, f. 27. apríl 1957, fyrri eig- inkona hans er Hrefna Kristian- sen og börn þeirra eru Unnur Lilja, f. 1979, Gunnar Smári, f. 1984 og Karl Björgúlfur, f. 1987. Þau skildu. Eiginkona Kára er Jytte Guðmundsson, f. 7. júlí Kveðja frá eiginkonu, Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Þýtt Á.Kr.Þ.) Elsku Gummi minn, takk fyrir yndislegu árin 52 sem við áttum saman. Þín elskandi eiginkona, Sigursteina. Elsku pabbi, þú ert horfinn frá okkur. Það er erfitt að sleppa hend- inni af þér en við vitum að þú ert kominn á annan og betri stað og að þér líður betur núna. Við þökkum þér fyrir að hafa ver- ið alltaf til staðar fyrir okkur í gegnum ævina, sama hvað okkur vantaði eða bjátaði á. Við minnust með söknuði allra ferðalaganna sem hvert og eitt okk- ar hefur farið með þér og mömmu, bæði innanlands og utan, bæði sem börn og ekki síst fullorðin. Þú varst alltaf hrókur alls fagn- aðar hvert sem þú komst og þá söngst þú gjarnan svo fallega þitt uppáhald „Undir bláhimni“. Við munum alltaf minnast þín með gleði í hjarta þegar við heyrum það sung- ið. Það var alltaf mikið fjör á heim- ilinu og mikið gátum við hlegið þeg- ar þú varst að glíma við okkur bræðurna. Við systurnar nutum þess að dansa við þig en við gátum aldrei einhvernveginn dansað eins vel við þig eins og mamma. Það var unun að sjá hvað þið voruð samstillt í dansinum. Góðvild þín í garð þeirra sem minna máttu sín var einstök. Þegar við minnumst þín þá hugs- um við um gleði, góðmennsku, snyrtimennsku og virðuleika, því það var þitt aðalsmerki. Þú varst alltaf okkar stoð og stytta og við þökkum fyrir að hafa átt þig sem pabba. Þín verður sárt saknað. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Þín elskandi börn, Sigursteinn, Kári, Elín, Guðmundur, Þröstur, Jórunn og Bjarki Guðmundur tengdafaðir minn var umhyggjusamur heimilisfaðir og ákaflega barngóður maður. Hann var ljúfur í umgengni, tillitssamur við allt og alla og mikið séntilmenni. Minningarnar um minn kæra vin og tengdaföður hafa flögrað mikið um í huga mér síðustu daga. Ferðalögin sem við fórum saman á húsbílunum okkar og ferðalögin erlendis. Við skemmtum okkur mikið sam- an og ég á aðeins góðar minningar um góðan dreng og ljúfar samveru- stundir sem ég veit að verður mér og henni Ellu minni styrkur í fram- tíðinni hvenær sem við hugsum til þeirra. Þú varst ávallt trúr og traustur þínum nánustu og ekki síður þeim sem þú varst að vinna fyrir. Sýndir öllum fullkomin trúnað, vandur að virðingu þinni og vinur vina þinna. Guðmundur var mikið snyrti- menni, allt varð að vera í góðum stíl, þ.e. bíllinn flottur, stífbónaður og maðurinn flottur í stífpressaðri skyrtunni, jakkafötum og burstuð- um skóm. Þannig byrjaði vinnudag- urinn. Ég frétti það einu sinni að þegar hann í eitt skiptið þurfti að sækja erlenda erindreka, fyrir ráðu- neytið, sem voru að koma í heim- sókn til landsins, þá töldu þeir að þarna væri sjálfur ráðherrann kom- inn og tóku Guðmund í misgripum fyrir ráðherrann, þetta lýsir vel þeim virðuleika sem geislaði af þessum stóra og virðulega manni. Ég hef alltaf litið mikið upp til hans tengdaföður míns og borið mikla virðingu fyrir honum, hann er það nærri hjarta mínu að ég kallaði hann oftast pabba, hann var vinur minn og félagi og ég mun sakna hans mjög mikið. Eitt var það sem hafði mikil áhrif á mig nú nýlega þegar þú sagðir við mig, nývaknaður inni á gjörgæslu og ég hélt í hönd þína, „það er gott að halda í höndina þína“, þú sagðir það svo innilega og tókst þéttar í hönd mína og brostir til mín. Þú reyndir ætíð að láta öðrum líða vel í kringum þig hversu veikur sem þú í raun varst og þurftir ekki að hafa mörg orð um það því það kom svo beint frá hjarta þínu. Það er erfitt að kveðja þig, minn kæri vinur, en minning um þig mun lifa með mér um alla ævi og lofar góðum endurfund. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt, því halla’ að brjósti mér“. (Stefán Thorarensen.) Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. (Margrét Jónsdóttir) Þinn tengdasonur, Hjörtur Árnason. Mig langar að kveðja hann Guð- mund, tengdapabba minn, með nokkrum orðum, reyndar var hann í mínum augum meiri félagi og vinur, en góður tengdapabbi var hann líka. Örugglega sá besti sem hægt er að hugsa sér. Ávallt reiðubúinn ef ég þurfti að leita til hans með einhver mál og ekki man ég eftir að hafa séð hann í vondu skapi, ávallt hrók- ur alls fagnaðar og léttur í lund. Enda áttum við ófáar góðar stundir saman, hvort sem það var í útlönd- um, veiðiferðum eða bara við eld- húsborðið inn á Neðstaleiti. Í utan- landsferð sem ég fór í núna á haustmánuðum bað hann mig að skila kveðja til fólks sem hann hafði kynnst á ferðalögum sínum á þess- um slóðum. Og það er mér minn- isstætt að allir sögðu það sama þeg- ar þeir fengu kveðjuna, að Guðmundur væri drengur góður og það kom blik í augu fólks. Þessi áhrif hafði hann á flesta við fyrstu kynni. En nú verða ferðalögin eða sam- verustundirnar ekki fleiri, en það verður gott að geta yljað sér við minningarnar um allar þær góðu stundir sem við áttum saman á und- anförnum árum. Þín verður sárt saknað. Ég votta Steinu, fjölskyld- unni og ástvinum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Magnús Þór. Guðmundur Kr. Erlendsson vakti athygli hvar sem hann fór. Höfð- inglegt yfirbragðið leyndi sér ekki þegar þessi mikli heiðursmaður var á ferð. Hann vann starf sitt með al- gjörlega óaðfinnanlegum hætti enda var hann mikils metinn af öllum þeim sem kynntust honum. Þegar ég kom í sjávarútvegsráðu- neytið að hausti árið 2005 var Guð- mundur þar fyrir sem bílstjóri. Hann var enginn nýgræðingur. Hann hafði ekið forverum mínum, þeim Árna M. Mathiesen og Þor- steini Pálssyni. En ekki einasta þeim. Í allt sýndist okkur að hann hefði verið bílstjóri 7 ráðherra. Starfsferill hans sem bílstjóra í ráðuneytum spannaði áratugi. Samband bílstjórans og ráð- herrans er á margan hátt einstakt. Oft eru þeir tveir einir á langferð- um eða við margs konar aðstæður, þar sem mikið stendur til, álag mik- ið. Það var alltaf til góðs að hafa Guðmund sér við hlið á slíkum ferð- um. Hinn hæverski vinur minn las umhverfi sitt, sletti sér aldrei fram í neitt, en lagði bara gott til málanna. Það var eins og hann skynjaði hve- nær ég kaus að hafa næði og hve- nær okkur var báðum orðið mál að tala saman. Allt þetta var svo áreynslulaust og óþvingað. Ég varð var við að Guðmundur var einstak- lega vel kynntur, þegar við hófum samstarf okkar. Gilti það um alla þá sem honum höfðu kynnst. Í kjör- dæminu eignaðist hann fljótt góða vini, varð alls staðar aufúsugestur. Það kom sér líka vel að Guðmundur var gríðarlega reyndur og fær bíl- stjóri við aðstæður sem oft höfðu verið verri en þó mátti kynnast við vond skilyrði á vestfirskum fjall- vegum, þegar veður gátu verið alla- vega. Ekki skemmdi það fyrir að báðir höfðum við gaman af tónlist. Við höfðum til að mynda báðir sungið í karlakórum; þótt reynsla Guðmund- ar væri langtum meiri. Það var ætl- un Guðmundar að halda því áfram. Ekki síst nú þegar hann hafði tekið stefnu á að setjast í helgan stein og njóta lífsins með Steinu sinni. Þá sá hann líka fram á góðan tíma til að ferðast um landið sitt og til útlanda, sem hann hafði mikið yndi af. Lilli klifurmús, litli húsbíllinn, var stíf- bónaður á bílastæðinu og beið þess að verða tekinn til kostanna úti á þjóðvegunum. Í farteskinu yrði svo örugglega veiðistöngin, gripur sem Guðmundur hafði gaman að hand- leika við góða silungs- eða þá lax- veiðiá, eða við kyrrláta heiðartjörn. Því miður entist Guðmundi ekki lífið til þess að iðka þessi áhugamál sín nú þegar um átti að hægjast að loknum erilsömum og farsælum starfsferli. Guðmundur veiktist nú í kringum síðustu áramót og náði sér aldrei almennilega eftir það. Þegar maður á borð við Guðmund Kr. Erlendsson kveður eftir farsælt lífsstarf verða kaflaskil. Hann kunni starf sitt upp á hár. Rækti það af mikilli virðingu og kunnáttu. Fyrir honum voru fjarlægir siðir og ókunnuglegar reglur sem opin bók, sem hann lét sig ekki muna um að kynna fyrir fáfróðum nýgræðings- ráðherranum. Trúnaður hans var við þann sem hann vann fyrir og hann kunni það sem forðum var sagt, að það sem manni er trúað fyrir, er manni trúað fyrir. Í sjávarútvegsráðuneytinu sjáum við nú á bak góðum vini og sam- starfsmanni. Fjölskylda mín saknar góðs vinar og félaga. Steinu og fjöl- skyldunni allri sendum við innileg- ustu samúðarkveðjur. Einar K. Guðfinnsson. Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni, bróðir, að hafa við þig hinzta fund og horfa á gengnar slóðir. Og ógn oss vekja örlög hörð, er ennþá koma í hópinn skörð, og barn sitt faðmi byrgir jörð, vor bleika, trygga móðir. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. (Magnús Ásgeirsson) Með söknuði kveðjum við starfs- félaga okkar í sjávarútvegsráðu- neytinu, Guðmund Kristin Erlends- son. Hann kom til starfa í ráðuneytinu árið 1991, maður á besta aldri, hávaxinn, spengilegur og glæsilegur. Hann hafði áður starfað í öðrum ráðuneytum sem einkabílstjóri ráðherra. Þetta sumar flutti hann sig um set þegar Þor- steinn Pálsson þáverandi sjávarút- vegsráðherra leitaði sérstaklega eftir því að fá hann til starfa fyrir sig. Það er óhætt að segja að þar hafi sjávarútvegsráðherra dottið í lukkupottinn því Guðmundur var einstakur starfsmaður. Prúður, ávallt glaður, þægilegur í um- gengni, með afbrigðum stundvís, samviskusamur og þagmælskur. Snyrtimennsku hans var við brugð- ið og hrukku eða blett var aldrei að finna – hvorki á honum sjálfum né ráðherrabílnum. Með nýjum ríkis- stjórnum koma svo nýir ráðherrar. Orðstír Guðmundar í starfi hefur örugglega borist því ekki datt nýj- um ráðherrum í hug að skipta um bílstjóra eigandi kost á annarri eins þjónustu og þeirri sem Guðmundur veitti. Í einkalífinu var Guðmundur far- sæll. Samleið þeirra Steinu í gegn- um lífið stóð í rúma hálfa öld og saman eignuðust þau sjö börn en Guðmundur Kristinn Erlendsson ✝ Elskuleg föðursystir mín og frænka okkar, VIGDÍS JÓNSDÓTTIR frá Stóru-Hildisey, er látin. Guðjón Axelsson og aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR V. HALLSSON, Lindargötu 57, lést fimmtudaginn 18. október á líknardeild Landspítalans, Landakoti. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hrafnhilur Eyjólfsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Friðjón Örn Friðjónsson, Anna Mariella Sigurðardóttir , Jakob Gunnarsson, Benedikt Sigurðsson, Eyjólfur Rósmundsson, Hekla Gunnarsdóttir, Elísabet Rósmundsdóttir, Páll Viðar Jensson, Unnur Rósmundsdóttir og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.