Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÍSLENSKA krónan styrktist um 1% í gær og velta á skuldabréfamarkaði var með því mesta sem hefur verið frá upphafi, eða rúmur 31 milljarður króna, í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans. Miklar sveiflur voru á gengi krónunnar innan dagsins og styrktist hún mest um nær 2%. Verð hlutabréfa lækkaði hins veg- ar í viðskiptum gærdagsins í Kaup- höllinni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,4% og fór í 8002 stig. Styrking krónu 1% ● ALLAR helstu hlutabréfavísitölur Evrópu og Bandaríkjanna lækkuðu umtalsvert í gær. Þannig lækkaði Dow Jones-iðnaðarvísitalan um 2,6% vestanhafs sem og S&P 500-vísi- talan en austan Atlantshafsins urðu lækkanirnar aðeins minni. Athygli vek- ur að þetta gerist aðeins degi eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína og er ástæðan talin vera endurnýjaður ótti fjárfesta við lánaþurrðina sem herjaði á markaði fyrr í haust. Í gær tilkynnti Citigroup, stærsti banki heims, að hætt væri við frekari lánaafskriftir og annar stór- banki, Credit Suisse, tilkynnti að hagnaður hefði dregist saman um 31% á þriðja ársfjórðungi. Þá sá bandaríski seðlabankinn ástæðu til þess að dæla 41 milljarði dala inn á lánsfjármarkaði í gær. Nokkuð sem varla hefur aukið á bjartsýnina. Lækkanir beggja vegna Atlantsála ● HAGNAÐUR Finnair, sem FL Group á fjórðungshlut í, fyrir skatta á þriðja fjórðungi ársins nam liðlega 4,7 millj- örðum króna en meðaltalsspá grein- enda hljóðaði upp á um þrjá milljarða króna. Hagnaðurinn meira en þre- faldaðist miðað við þriðja ársfjórð- ung í fyrra en tekið skal fram að inni í þeim tölum er afkoma FlyNordic sem hefur verið selt. Velta Finnair á þriðja fjórðungi jókst um 5,8% í liðlega 46 milljarða en um 10,9% að teknu tilliti til sölu FlyNordic. Gengi bréfa Finnair lækkaði um 2,7% í gær. Hagnaður Finnair vel yfir væntingum GREININGARDEILDIR bank- anna búast við að vextir á íbúðalán hækki í kjölfar hækkunar stýrivaxta í gær, sem slegið geti á hækkun fast- eignaverðs og um leið verðbólgu. Greiningardeild Kaupþings banka segir að hærri vextir á skuldabréfa- markaði ásamt lakari kjörum á er- lendum mörkuðum auki líkur á að viðskiptabankarnir hækki vexti íbúðalána, en Kaupþing hækkaði einmitt vexti sína á inn- og útlánum í gær, um 0,45 prósentur. Verða vext- ir nýrra íbúðalána Kaupþings nú 6,40%. Greiningardeildin gerir einn- ig ráð fyrir að ef Íbúðalánasjóður færi í útboð nú færu útlánavextir án uppgreiðsluþóknunar í 5,8%, en þeir eru nú 5,1%. Líkurnar hafi því auk- ist á því að háir stýrivextir Seðla- bankans fari að bíta á verðbólgu- draugnum. Greiningardeild Landsbankans telur að hækkun stýrivaxta styðji við áframhaldandi háa raunvexti. Deild- in segir að sú hækkun sem orðið hef- ur á raunvöxtum undanfarnar vikur hjálpi til við að draga úr eftirspurn á fasteignamarkaði og endurfjár- mögnun húsnæðis. Þannig vinni hún gegn hækkunum íbúðaverðs. Bratt að spá 4% stýrivöxtum Seðlabankinn spáir því að stýrivext- ir muni haldast óbreyttir fram yfir mitt næsta ár en eftir það muni þeir lækka fremur hratt og verða komnir niður í 4% á árinu 2009. Greiningardeildum viðskipta- bankanna þykir þetta heldur brött spá og reikna með að lækkunarferlið verði hægara. Landsbankinn bendir á að stóriðjuframkvæmdir hefjist á næsta ári og því sé vart að búast við jafnmikilli lækkun stýrivaxta og Seðlabankinn gerir ráð fyrir. Grein- ingardeild Kaupþings reiknar með að stýrivextir nái lágmarki í kring- um 9%. Gróðavon fjárfesta Íslenska krónan hefur, þrátt fyrir smæð sína, laðað að áhuga fjárfesta um allan heim, vegna hárra vaxta í landinu. Í tilefni af stýrivaxtahækk- uninni í gær er haft eftir sérfræðingi í Forbes, að á meðan Seðlabankinn sjái til þess að vaxtamunarviðskipti séu fjárfestum hagstæð þá geti þeir enn eygt gróðavon á Íslandi. Vextir íbúðalána hækka stig væri til marks um einbeittan vilja Seðlabankans til þess að veita hag- kerfinu það aðhald sem nauðsynlegt væri. Það væri afstaða bankastjórnar að langtímahagsmunum þjóðarinnar væri best borgið með því að verð- bólgumarkmiðinu yrði náð innan við- unandi tíma og að öðru óbreyttu næð- ist það ekki nema með auknu aðhaldi. Í lok fundarins var Davíð spurður um þá gagnrýni sem Seðlabankinn hefur sætt vegna vaxtastefnu sinnar og benti hann á að það væri ekki ósk bankans að vextir væru háir. Háir vextir væru afleiðing af þeirri þenslu sem ríkt hefur í efnahagslífinu á und- anförnum árum. Einbeittur vilji til þess að veita aðhald Einkaneysla og hagvöxtur mun meiri en reiknað var með Morgunblaðið/Golli Hækkun Bankastjórn Seðlabankans á stýrivaxtafundinum í gær, f.v. Ingi- mundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SEÐLABANKI Íslands hækkaði í gær stýrivexti sína í 13,75% og sendi um leið frá sér skýr skilaboð. Verð- bólguhorfur eru óviðunandi og grípi bankinn ekki til aðgerða til þess að sporna við þeim er útlit fyrir að verð- bólgumarkmið hans náist ekki fyrr en árið 2010. Samkvæmt nýrri verð- bólguspá bankans, sem birt var í Pen- ingamálum 3/2007 í gær, næst mark- miðið hins vegar ári fyrr hækki stýrivextir um 0,2 prósentustig nú og 0,25 prósentustig í desember. Stjórn Seðlabankans kaus þó að hækka vexti sína um 0,45 prósentustig nú en að sögn Davíðs Oddssonar útilokar það ekki hækkun á vöxtum í desember. „Eftir þessa hækkun gera spárnar ráð fyrir óbreyttum vöxtum fram á mitt næsta ár en þá fari þeir lækk- andi,“ sagði Davíð í samtali við Morg- unblaðið. Velta má vöngum yfir því hvort bankinn hafi ætlað að reyna að „sjokkera“ markaðinn með því að hækka vextina svo mikið sem raun ber vitni en svo þarf þó alls ekki að vera. Háir vextir eru afleiðing Í máli Davíðs á kynningarfundi Seðlabankans í gær kom fram að frá síðustu stýrivaxtaákvörðun hefðu birst vísbendingar þess efnis að einkaneysla hefði aukist mun hraðar en áður hefði verið búist við – jafnvel væru vísbendingar um að vaxtarhraði hennar væri enn að aukast – auk þess sem hagvöxtur væri mun meiri en gert var ráð fyrir. Fjármunamyndun væri meiri en áður var talið, og hefði einnig verið það í fyrra, og fjárfesting hins opinbera hefði vaxið verulega, þvert á það sem gefið hefði verið í skyn. „Þrálát verðbólga og mikill við- skiptahalli sýna að eftirspurn þarf að dragast saman eigi jafnvægi að nást í þjóðarbúskapnum. Frestun á slíkri aðlögun mildar ekki áhrifin til lengd- ar,“ sagði Davíð og ennfremur að stýrivaxtahækkun um 0,45 prósentu- LANDSBANKINN var rekinn með 10,1 milljarðs króna hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi ársins á móti um 14 milljarða hagnaði á öðr- um fjórðungi en hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra nam 7,2 milljörðum. Hagnaður Landsbankans fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins jókst um 23% frá sama tímabili í fyrra í 39,6 milljarða og arðsemi eigin fjár eftir skatta á ársgrundvelli var 33%. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli á þriðja fjórðungi var 22,4% sem telj- ast verður harla gott í ljósi aðstæðna því eins og önnur fjármálafyrirtæki fór Landsbankinn ekki alveg var- hluta af hretinu á hlutabréfa- og fjár- málamörkuðum sem birtist í því að fjárfestingatekjur námu 1,9 milljörð- um á móti sex milljörðum á öðrum fjórðungi ársins. Þegar á heildina er litið er þó ljóst að mjög góður gangur er í grunnstarfsemi Landsbankans og að tekjur af henni hafa farið ört vaxandi; þannig jukust hreinar vaxtatekjur bankans um 7% frá öðr- um ársfjórðungi í 14,45 milljarða og um 55% frá sama tímabili í fyrra. Hreinar þjónustutekjur jukust um 5% frá öðrum fjórðungi í 10,2 millj- arða, sem er met í einum mánuði, og aukningin frá þriðja ársfjórðungi í fyrra er um 55%. Samanlagðar hrein- ar vaxta- og þjónustutekjur jukust þannig um 8,7 milljarða frá þriðja fjórðungi í fyrra eða um u.þ.b. 55%. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segist afar ánægður með afkomu bankans. Ljóst sé að undirliggjandi starfsemi hans sé stöðugt að verða sterkari og það sé hún sem öllu máli skipti eins og sjáist greinilega á uppgjöri bankans nú þegar fjárfestingatekjur dragist saman enda geti þær eðli málsins samkvæmt sveiflast mikið. „Við er- um mjög sáttir, uppgjörið er í meg- inatriðum í takt við áætlanir en þó voru þóknanatekjur heldur umfram væntingar okkar.“ Góður gangur í grunnrekstri Landsbankinn hagnast um 35 milljarða eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins arnorg@mbl.is Uppgjör Landsbanki Íslands hf. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurjón Þ. Árnason HAGNAÐUR af rekstri 365 hf. nam 40 millj- ónum króna á þriðja ársfjórð- ungi og skýrist hann meðal ann- ars af söluhagn- aði af fasteignum félagsins í Vatna- görðum sem nam 35 milljónum. Tekjur 365 á þriðja ársfjórðungi námu 2,8 milljörðum sem er tæp- lega 15% vöxtur frá fyrra ári. Rekstur fjölmiðlahluta fyrirtæk- isins er sá besti á fjórðungnum frá upphafi en mestur var vöxturinn í sjónvarpi í kjölfar útsendinga enska boltans á Sýn 2 sem hófust í ágúst. Tekjur afþreyingarhlutans juk- ust um 12,6% en EBITDA-hagnaður dróst þar saman um 59 milljónir á milli ára og var 72 milljónir. Það er einkum vegna reksturs Saga Film. Á fyrstu níu mánuðum ársins var 40 milljóna króna tap á rekstri 365 samanborið við 4,7 milljarða króna tap á sama tímabili á síðasta ári. Í tilkynningu félagsins segir, að góður stígandi hafi verið í rekstr- inum á árinu og afkoma félagsins farið stigbatnandi. Tekist hafi að auka framlegð og hagræða í rekstr- inum á sama tíma og tekjur félags- ins hafi haldið áfram að vaxa, og að það gefi góð fyrirheit um rekstur- inn til framtíðar. Veltufjárhlutfall félagsins er nú 1,23 og eiginfjárhlutfall 40%, sem stjórnendur segja vel viðunandi. Hagnaður 365 á þriðja ársfjórðungi              !""#                                                                          !  " # $ %   & &  & &   &&  && & &  & & & & & && && & & &  && & & &  &&  && & && & & & &  & &     '  '    ' ' '  '  '       '   '   '    '  ' ' '  ' '    '  ()*           +  &  & & & & & & & & & & & & &  & & & & &  & & & &  &  & & &        ,  - $ ./& 0  * - $ ./& 12 ./& (3 - $ ./& -   ./& /& 14 /5  6   78   - $ ./& # $9   ./& 3    6   ./& % $4$ 0$  : (): /&& ./& ;4 ./& <$ ./&   !    ./& ,/8 ./& , 8 = $4 =>( 1 0  (  - $ ./& (? ; 0  78  8 - $ ./& @  ./& AB. ) ./& %=CDA  ; 4* ./& E$* ./&   "#$   F$ ; ,$4$4 F& 0 -   ./& 4)  ./& D@G % D@G       D@G & ' 0G     +H I A  J       (%1 +,G        D@G ( D@G "      ● EIMSKIP hefur selt hluta fasteigna sinna í Kanada fyrir 305 milljónir kanadískra dollara, jafngildi um 19 milljarða króna. Féð sem fæst með sölunni verður nýtt til þess að greiða niður skuldir þær er félagið stofnaði til við kaupin á Atlas og Versacold. Í tilkynningu frá Eimskipi kemur fram að kaupandi sé fasteigna- félagið Kingsett, sem Eimskip hefur áður starfað með, og mun Eimskip leigja fasteignirnar. Eftir söluna á Eimskip fasteignir í N-Ameríku sem metnar eru á um 55- 62 milljarða króna. Eimskip selur eignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.