Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 48
Föstudaginn 2. nóvember kl. 20.00 Laugardaginn 10. nóvember kl. 20.00* Föstudaginn 16. nóvember kl. 20.00 * Umræður eftir sýningu með Katrínu Jakobsdóttur Ath. Sýningin er ekki ætluð börnum yngri en 14 ára Ekki er hleypt inn í sal eftir að sýningin hefst www.midi.is/www.hhh.is Miðasölusími: 555 2222 SÍÐ US TU SÝ NIN GA R!! Þar sér maður oft listamenn framtíðar- innar verða til… 50 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum búin að ráða menn í Kaupmannahöfn, New York og London. Þeir eiga að vera það sem er kallað „one man team“, þeir gera sem sagt allt sjálfir, taka við- töl, eru með myndavélar og senda svo efnið heim,“ segir Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins, en frá og með ára- mótum mun Ríkisútvarpið starfrækja starfsstöðvar í áð- urnefndum borgum. Starfsmenn stöðvanna verða ólíkir fréttariturum að því leyti að þeir verða í fullu starfi og munu þeir skila efni á hverjum degi, bæði fyrir sjónvarp, útvarp og net. Elín segir þetta því ekki ólíkt svæð- isstöðvum Ríkisútvarpsins úti á landi. Þeir sem hafa verið ráðnir í stöðurnar eru Sveinn Guð- marsson í London, Héðinn Halldórsson í Kaupmanna- höfn og Sveinn Helgason í New York, en sá síðastnefndi byrjar ekki fyrr en næsta sumar og mun Ingólfur Bjarni Sigfússon líklega gegna stöðunni fram að því. Aðspurð segir Elín markmiðið að víkka fréttaöfl- unarnet Ríkisútvarpsins út. „Við höfum kallað þetta fréttaútrás RÚV,“ segir hún. RÚV í útrás til Köben, London og New York Morgunblaðið/Ómar Útrás Sveinn H. Guðmarsson verður starfsmaður Ríkisútvarpsins í London frá og með áramótum.  Nú þegar jóla- plötuflóðið er við það að bresta á fara venju sam- kvæmt af stað um- ræður um hver muni lifa það af sölulega og hverjir munu troðast undir sem eru nú flestir. Er plöt- unni manns stillt nægilega vel fram? Er hún auglýst? Hvernig í hel … á maður að koma henni út? Í þessu tilliti er athyglisvert að líta til sunnlensku kántrísveitarinnar Klaufa en fyrsta breiðskífa hennar er komin í gullsölu (5.000 eintök) en hún fæst einungis í verslunum N1, á völdum stöðum í heimabæ sveit- arinnar, Selfossi og já … upp úr vasa meðlima sjálfra. Það þarf greinilega ekki plötubúðir lengur til að selja plötur. Og svo er það líka þessi spurning: Selja vel heppnaðar plötur sig ekki alltaf sjálfar? Hvernig komast á í gull  Tímaritið Time lagði á dögunum 10 spurningar fyrir hinn heims- fræga kokk Anthony Bourdain í tilefni af því að út er komin bók byggð á ferðamatreiðsluþáttum hans, No Reservation. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að fyrsta spurningin sem kokkurinn fékk var: Hvað er það versta sem þú hefur smakkað? Bouardain svarar: „Kæstur hákarl sem ég fékk á Íslandi. Þar varð- veita þeir víkingahefðina með því að éta rotinn hákarl sem hefur ver- ið látinn liggja í sýru í sex mánuði. Svo var það vörtusvínsrass sem ég át í Namibíu. Haldið ykkur frá hon- um.“ Matvandur kokkur Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir í kvöld bandarískt verðlaunaleikrit, Ökutíma. Verkið fjallar um kynferðislega misnotkun en nálgun höfundarins, Paulu Vogel, er óvænt. Vogel fékk Pulitzer-verðlaunin eftir að verkið var frumsýnt í Bandaríkjunum og það hefur víða verið sett upp við góðar undirtektir. Hér er sögð þroskasaga stúlku, sem fylgst er með frá 11 ára aldri þar til hún verður 17 – en hún segir söguna sjálf og er þá orðin 35 ára. „Það er mjög spennandi að takast á við þetta verkefni,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir, sem leikur umrædda stúlku, en hún útskrif- aðist úr Listaháskólanum í vor og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. „Nokkrar leikkonur hafa tekið svo til orða við mig að sú sem fái svona hlutverk einu sinni á ferlinum sé heppin. Stína má því vera glöð yfir að byrja á þessu,“ segir María Reyndal leikstjóri. Hitt aðalhlutverkið leikur hinn reyndi Þröst- ur Leó Gunnarsson og er hann ekki síður spenntur fyrir verkefninu. „Þetta er skemmti- legt en líka erfitt; bæði að leika í verkinu og jafnvel að horfa á. Það eru miklar sveiflur í þessu; fólk á stundum eftir að skellihlæja en stundum jafnvel líða illa. Það er mjög erfitt að horfast í augu við þá hluti sem hér er fjallað um,“ segir Þröstur. Vert er að geta þess að auglýst er að leikritið sé ekki við hæfi barna. Höfundurinn hefur sjálfur sagt að verkið fjalli um fyrirgefningu. Það er mikil vænt- umþykja í verkinu, mikil ást en jafnframt svik. „Stúlkan leiðir okkur vel inn í minningar sín- ar; segir okkur söguna aftur á bak; af flóknu sambandi hennar og frændans. Það óvenjulega er að maður fer að kenna í brjósti um hann.“ Frændinn, sem er reyndar ekki frændi held- ur kvæntur frænku stúlkunnar, er „vondi karl- inn“ en líka sá sem mest allra styrkir hana, hefur trú á henni, fræðir og er fyrirmynd – um leið og hann fer yfir strikið á öðrum sviðum, eins og María leikstjóri orðar það. Þau eru sammála um að verkið sé þarft inn- legg í umræðu um viðkvæmt málefni. Verkið sé afar sannfærandi. „Það er svo vel skrifað að eftir því sem lengra líður á það finnur maður að ekkert sem höfundurinn skrifar er tilviljun,“ segir María. Þröstur er á því að það verði mörgum hollt að sjá leikritið: „Það minnir okkur öll á að vera vel vakandi gagnvart því sem gerist í kringum okkur og þeim sem við umgöngumst. Svona nokkuð kemur fólki alltaf jafnmikið á óvart. Ég held að við séum með sýningu sem er rosalega sláandi en líka skemmtileg og fræð- andi.“ Kristín Þóra segir vissulega hafa verið erfitt á vissan hátt að búa sig undir hlutverkið. „En ég er bæði með frábæran leikstjóra og mótleik- ara og þetta gekk vel.“ Vert er að geta þess að tónlistarkonan Lay Low, sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2006, semur tónlist við sýninguna og tekur þátt í flutningi verksins. Hún er inni á sviðinu allan tímann og flytur frumsamin lög fyrir sýning- una á sviðinu en einnig hljóma lög sem Lay Low hefur tekið upp með hljómsveit sinni og eru úr smiðju kántrígyðjunnar Dolly Parton. Sláandi en skemmtilegt LA frumsýnir í kvöld bandaríska verðlaunaleikritið Ökutíma eftir Paulu Vogel Ljósmynd/Grímur Bjarnason Bara ökutími? Kristín Þóra Haraldsdóttir og Þröstur Leo Gunnarsson fara með aðalhlutverkin. Höfundur: Paula Vogel. Leikstjóri: María Reyn- dal. Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hall- grímur Ólafsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Þýð- ing: Sigtryggur Magnason. Leikmynd og bún- ingar: Filippía Elísdóttir. Tónlist: Lay Low. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Ökutímar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.