Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 29 Ég var ekki með neina sýningu ífarvatninu, þessi er til komin fyr-ir þá vinsemd skattayfirvalda aðhöggva væna sneið af tekjum mínum af síðustu sýningu. Settir eru hlekk- ir á þá sem áræða að afla sér tekna eftir að hafa komist á eftirlaun sem ber auðvitað vott um yfirburðaskynsemi, metnað skulu eldri borgarar ekki hafa í straumlínulaga þjóðfélagi. Fjárhagurinn fór í rugl og stórt bankalán nauðsynlegt, einnig vegna óhjá- kvæmilegra framkvæmda í húsinu. Mér er illa við að taka lán og vildi grynnka á skuld- unum og þá vildi svo til að hliðarsalurinn í Fold var fyrir tilviljun laus og buðu eigend- urnir mér hann ásamt nýinnréttuðum for- sal,“ segir Bragi Ásgeirsson myndlist- armaður um tildrög sýningar sem hann heldur nú í Gallerí Fold á Rauðarárstíg. Þar sýnir hann 25 ný málverk og eitt ekki alveg nýtt sem ruglaðist óforvarandis á staðinn með hinum en féll svo bráðvel að uppheng- ingunni. „Frá því ég ákvað að halda þessa sýningu leið minna en vika svo þetta gekk brátt fyrir sig og eiginlega er þetta í fyrsta skipti í 20 ár sem ég sjálfur er að baki hug- myndinni um sýningu, en í millitíðinni hefur mér verið boðið að halda nokkrar og þær hafa gengið vel.“ Bragi er fæddur árið 1931 og hefur, eftir langt og strangt nám, verið í fremstu röð ís- lenskra myndlistarmanna auk þess sem hann var kennari við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands í 40 ár og listrýnir Morg- unblaðsins í jafnlangan tíma. Alltaf að breytast Verkin á sýningunni í Gallerí Fold bera skýr höfundareinkenni listamannsins og er skyldleikinn við eldri verk Braga augljós en hann telur list sína í stöðugri mótun. „Ég hef farið víða, skoðað mikið og nýt þess út í ystu æsar. Áhrifin koma alls staðar að og mér er sagt að sjá megi breytingar í hverri einustu sýningu minni. Það kemur ósjálfrátt. Ég hef ekki fest mig í neinu og er ekki undir neinn „isma“ kominn.“ – Áttu þér óþrjótandi brunn í málara- listinni? „Ég sé engan botn, mig langar að gera svo margt og þá helst allt í einu. Ég þarf hundrað ár í viðbót. Undanfarið hefur mig langað til að gera hlé á málverkinu og fara að teikna, vinna í grafík og prófa vatnsliti, en málverkið togar í mig. Ég sé eftir að hafa ekki unnið meira í módeli og manna- myndum yfirleitt, ég á alltaf eitthvað eftir. Fjölbreytnin höfðar til mín og er fyrir öllu. En nú er það þannig að samningsbundnir listamenn þurfa að endurtaka það sama aft- ur og aftur svo lengi sem markaður er fyrir framleiðsluna, allt þar til menn verða leiðir á því og umboðsmenn þeirra kippa í spott- ann. Listamenn nútímans eru upp til hópa orðnir þrælar markaðsins, en hvað okkur á hjara veraldar snertir er auðvitað ánægju- legt að það skuli vera meiri peningar í myndlist.“ Bragi segist aðspurður ekki vera yf- irmáta hrifinn af þeirri list unga fólksins sem helst er haldið fram. „Vinnubrögðin hjá listamönnunum sjálfum eru orðin lakari nema þegar iðnaðarmenn og hjálparkokkar sjá um handverkið. Það stafar af minna grunnnámi. Námið var jarðbundnara áður þegar prófessorarnir réðu alfarið inntöku nemenda, en nú eru þeir skikkaðir til að taka þá inn eftir tilbúnum reglum og það eru alltof margir sem komast að sem ekkert erindi eiga í myndlistarskóla. Ekki er mögulegt að tala um góða eða vonda skóla því listamenn spretta alls staðar upp, en nemendur eru ekki síður mikilvægir en kennararnir og góður árgangur getur varp- að ljóma á skóla til framtíðar. Listaskól- arnir eiga að hlúa að og þroska spírurnar. Á endanum er það samt einstaklingurinn sem hefur síðasta orðið. Mér finnst skorta jarðtengingu og gagnsæi í íslenska mynd- list, allt er í lausu lofti, tækifærissinnar bólgna af vellíðan og klíkuskapur blómstr- ar, þetta í raun harðlokaður heimur,“ segir Bragi sem er ekki ýkja hrifinn af því sem hann hefur séð til myndlistardeildar Listaháskóla Íslands og vísar til fyrri orða um mikilvægi grunnnáms sem var bútað niður. „Það er svo mörgu hrært saman sem ég viðurkenni ekki sem myndlist. Ég og fjölmargir listrýnar sjáum fyrir okkur skiptingu klassískra myndlistaraðferða og fjöltækni í framtíðinni, annars vegar er það einstaklingurinn, hins vegar hópvinna þar sem einn tekur að sér að vera vörumerki hópsins. Þetta með sameiningu allra list- geira í einn listaháskóla tel ég vafasaman verknað og sjálfsagt gert til að spara pen- inga, allt snýst um þá.“ Bók í deiglunni Bragi er nú hættur myndlistargagnrýni fyr- ir Morgunblaðið og spurður hvort hann sakni gagnrýninnar hristir hann höfuðið. „Nei, því fer fjarri, ég var áratug að losna og lít með dálitlum óhugnaði en þó nokk- urri aðdáun til baka, einkum að ég skyldi endast svona lengi. Var í einu og öllu að skrifa fyrir lesendur blaðsins, en hvorki eig- endur þess, ritstjóra né pólitíkina, hefði allt eins getað lent hjá Þjóðviljanum, Tímanum eða Vísi og var aldrei á þeim buxunum að fara í akkorð við sannfæringu mína, menn verða að hafa hugrekki til að gera sig óvin- sæla. Að blanda pólitík og listum saman er það versta sem hægt er að gera í jafn litlum menningarheimi, baneitra. Gagnrýnin gaf mér þó margar góðar stundir, að auki var lærdómsríkt og gefandi að skrifa greinar.“ – Hvaða verkefni eru framundan hjá þér? „Að halda mínu striki. Í undirbúningi er yfirlitssýning á verkum mínum og ráðgert að út komi bók um list mína um leið. Það á eftir að taka mikinn tíma, en ég er satt að segja lítið spenntur fyrir að eyða tímanum í viðlíka stúss.“ Sýning Braga í Gallerí Fold stendur til 11. nóvember. ingveldur@mbl.is „Ég sé engan botn“ Morgunblaðið/Frikki Bragi „Fólk segir að það góða við mig sé að það sé alltaf eitthvað nýtt í myndunum. En ég er ekkert að rembast við að búa til eitthvað nýtt.“ Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður heldur nú sýningu á nýjum verkum í Galleríi Fold. Ingveldur Geirsdóttir hitti Braga í galleríinu og ræddi við hann um sýninguna og myndlistarlífið á Íslandi. fangsmiklar ákvarðanir án þess að fyrir því hafi legið samþykktir eða rökstuðningur. Við skoðun á aðdraganda málsins og málsmeðferð hefur stýri- hópurinn komist að því að reglur kunni að hafa verið brotnar að því er varðar umboð, upplýsinga- miðlun, meðferð gagna og nálgun. Slíkt varðar at- hafnir og ákvarðanir stjórnarmanna fyrirtækj- anna, æðstu stjórnenda og fulltrúa eigenda. Þetta hefur leitt til þess að trúnaðarbrestur hefur orðið í ferlinu öllu, sem er nauðsynlegt að horfast í augu við og draga lærdóma af. Ljóst er að við skoðun á þjónustusamningi eða einkaréttarsamningi, sem er ein helsta forsenda samrunans, koma í ljós efnislegir þættir sem ekki verður við unað með hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur að leiðarljósi. Er þar helst að nefna þætti sem varða tímalengd samningsins og skuld- bindingar til svo langs tíma, notkun á vörumerki fyrirtækisins án takmarkana og óháð eignarhluta Orkuveitunnar í því fyrirtæki sem um ræðir. Stýrihópurinn telur þegar nægilegar forsendur liggja fyrir til að fallast ekki á samrunann en jafn- framt að frekari skoðun þurfi að fara fram á til- teknum þáttum sem að hluta verði beint í sér- staka stjórnsýsluúttekt,“ segir m.a. í tillögu stýrihóps borgarráðs. Í bréfi Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinrstihreyfingarinnar – græns framboðs og for- manns stýrihóps borgarráðs, til borgarráðs kem- ur fram að hópurinn hafi þegar kannað umtals- vert magn gagna og haldið á annan tug funda, sem sé forsenda fyrrgreindra tillagna til borg- arráðs. Tekið er fram að frumskoðun standi að mörgu leyti enn yfir þótt starfshópurinn telji full efni til að óska strax eftir því að samrunanum sé hafnað og stjórnsýsluúttekt verði hafin nú þegar. endafunda voru brotnar og að stjórnarmenn OR og fulltrúar eigenda fengu takmörkuð tækifæri til að skoða og yfirfara gögn í málinu og byggja sína ákvörðun þannig á fullnægjandi forsendum. Slíkt hljóti að teljast afar alvarlegt þegar um sé að ræða svo yfirgripsmikla ákvörðun. Ferli við upplýsingagjöf og kynningu brást Að mati stýrihópsins hefur ferlið við upplýs- ingagjöf og kynningu á þjónustusamningi OR og REI og sameiningu REI og GGE brugðist. „Kjörnir stjórnarmenn í fyrirtækjum borgarinn- ar eiga að viðhafa opið og gegnsætt ferli við ákvarðanatöku og þeim er ekki ætlað að taka um- tjórnsýsluna Morgunblaðið/Sverrir llst ekki á samruna REI og GGE. GÍSLI Marteinn Baldursson, borg- arfulltrúi Sjálfstæð- isflokks, sagðist í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, fagna nið- urstöðu stýrihóps um málefni OR og REI og að eftir að farið hefði verið yfir málið í heild hefði það blasað við öllum að hvorki hefði verið skýrt umboð frá borgarráði né borgarstjórn sem lá til grundvallar ákvörðuninni um samrunann. Sam- staða hefði verið innan alls borg- arstjórnarflokks sjálfstæðismanna um niðurstöðuna. Gísli Marteinn sagði ljóst að hvorki hefði legið fyrir umboð borgarráðs né borgarstjórnar þegar ákvörðunin um samrunann var tekin. „Þegar þá forsendu vantar hljóta all- ar ákvarðanir sem teknar eru án slíks umboðs að skoðast mjög annmörkum háðar,“ sagði Gísli Marteinn. „Þetta er hins vegar engin lokanið- urstaða, fjarri því, þetta er aðeins fyrsta skrefið. Menn töldu mikilvægt að senda eigendum fyrirtækisins, íbú- um Reykjavíkur og nærsveita, þau skilaboð að þetta yrði ekki látið við- gangast.“ Gísli Marteinn sagði jafn- framt að Geysir Green Energy hefðu verið send þau skilaboð að umboðið hefði vantað og að þess vegna væri ekki hægt að halda áfram með málið. „Nú fer í gang mjög viðamikil stjórn- sýsluúttekt á málinu. Það leikur rök- studdur grunur á því að þarna hafi jafnræðisreglu ekki verið fylgt, þar sem sumir fengu aðgang að borðinu en aðrir ekki. Slíkt er ekki leyfilegt þegar opinbert fyrirtæki á í hlut og skoða þarf vandlega hvort öðru máli gegni um þennan samruna en aðra.“ Gísli Marteinn sagði að einnig þyrfti að skoða hvort embættismenn hefðu brugðist þegar kynna átti málið og hvort þeir eða aðrir hefðu gerst sekir um hirðuleysi um skyldur sínar. Gísli Marteinn sagði að algjör sam- staða hefði verið innan alls borg- arstjórnarflokksins um niðurstöðuna, hins vegar gæti hann ekki svarað fyrir meirihlutann og ítrekaði að Björn Ingi hefði krafist þess, líkt og áður hefði komið fram, að ef samruninn yrði ógilt- ur, þá yrði hluthafafundurinn end- urtekinn í nákvæmlega sömu mynd. Fagnar nið- urstöðunni DAGUR B. Egg- ertsson, borg- arstjóri, sagði að meginverkefni borgarstjórnar væri að endurreisa traust á borgarstjórn og á Orkuveitu Reykja- víkur. Sú ákvörðun að hafna samruna verið besta leiðin til uk þess nauðsynlegt ti haldið útrás sinni forsendum. purður að engin átök ópnum og mikil sátt m málið innan meiri- la ekki að gera lítið eru atburðir und- ð dramatískir að mjög erfiðar kring- ek hattinn ofan fyrir óttur að leiða starf með aðkomu allra, niðurstöðu. Ég held mörgum á óvart engið vel.“ eftir að farið hefði fði verið talið best að og GGE. Í fyrsta mikill vafi á lög- arins 3. október að ákvæmilegt að taka lagi yrði að vinda of- til þess að hægt m útrás OR en á nýj- gefa neinar yfirlýs- OR gæti staðið að út- ð ætlum að taka okk- okkur þau m henta best til að ná trás,“ sagði hann. aðila kæmi vissu- ann útilokaði að það rsendum og lágu EI og GGE. sanlega skaðabóta- r sagði hann að farið ið frá öllum mögu- um hliðum. Spurður gfræðilegt álit þess ri ekki skaðabóta- að þessi skref væru eguðu ráði. Hann un borgarráðs einum né neinum, ndum OR eða þeim ku þátt í samruna rnýj- ás MARGRÉT Sverr- isdóttir, borg- arfulltrúi í Reykja- vík, sagði í samtali við fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is, að það væri sögu- legt að þverpólitísk sátt hefði náðst um að hafna samruna REI og Orkuveitu Reykjavíkur. Margrét sagði að það hefði verið skýrt að ekki væri hægt að fallast á að gildur samningur hefði verið gerður um samrunann og að niðurstaðan hefði verið sú að næg lögfræðileg rök væru fyrir því að samningurinn héldi ekki. Þá væru það hagsmunir allra, ekki síst þeirra fyrirtækja sem hlut ættu að máli, að fá frið um málið. Einnig sagði Margrét að nið- urstaðan skipti máli svo hægt væri að hefja útrás á nýjum forsendum. „Það er hins vegar nokkuð sem stýrihóp- urinn tekur á í framhaldinu, og ekki víst að jafn þverpólitísk sátt verði um hvernig farið verður að því,“ sagði hún. Næsta áfangaskýrsla kemur út eftir um það bil mánuð Að sögn Margrétar er stefnt að því að næsta áfangaskýrsla, þar sem línurnar varðandi framhaldið verði lagðar, komi út eftir um það bil mánuð. Mar- grét segir Svandísi Svavarsdóttur, for- mann stýrihópsins, hafa haldið vel og þétt um málið og að þegar niðurstöður stjórnsýsluúttektarinnar á OR, sem boðuð var í dag, berist verði hægt að taka réttar ákvarðanir. Margrét sagði niðurstöður stýri- hópsins áfellisdóm yfir stjórnsýslunni. Rætt hefði verið við fjölda manna og að hennar mati hefði verið um að ræða þróun sem menn hefðu ekki varað sig á, þ.e. þegar hið opinbera fór að takast á við fjármálaheiminn. „Ég get ekki séð að þetta sé neinum einum að kenna. Stjórnsýslan réð ekki við þessi nýju verkefni, hafði ekki verkferla og umboð manna var í mörg- um tilfellum óljóst,“ sagði Margrét. Jafnframt sagði hún að læra yrði af þessu í öðrum verkefnum og að til- hugsunin um það að svona gæti hugs- anlega verið víðar vekti ugg. „Þess heldur þurfum við að fá út- tekt […], því þá getum við gert vel og unnið opið og eðlilega.“ Sáttin söguleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.