Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 2. NOVEMBER 2007 55 Lýstu eigin útliti. Ég er meðalstór, í meðalskóstærð, í meðalfatastærð og með frekar venjulegan hár- og augnlit. Ef við gefum okkur að útlit sé normaldreift, þá er ég í miðjunni. Hvaðan ertu? Ég kem frá Egilsstöðum, er fædd þar og uppalin. Ég hef búið í sama húsinu allt mitt líf, en reyndar skipt um her- bergi nokkrum sinnum. Finnst þér ekki æðislegt að vera til? (Spurt af síðasta aðalsmanni, Rúnari Júlíussyni tónlistarmanni.) Það er svo sannarlega alveg æðislegt að vera til! Eins og vinkona mín segir alltaf; lífið er gott og Guð er góður! Hvaða bók lastu síðast? Síðasta bók sem ég las var Flugdrekahlauparinn, ég gerði bókmenntaverkefni um hana fyrir skólann og fékk yndislega tíu sem gladdi mig mikið og gerir enn. Frábær bók. Á hvaða plötu hlustar þú mest þessa dagana? Fyrir utan nýju plötuna okkar í Bloodgroup þá held ég að það sé Our Love To Admire með Interpol, svona und- anfarna daga og vikur. Þegar kuldinn færist yfir byrja ég líka að hlusta mikið á Leonard Cohen, Low og þvíum- líkt til þess að hlýja sálinni. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig? Þetta hljómar örugglega dálítið væmið, en ég fattaði síð- ast að ég get gert hvað sem er ef ég bara nenni því. Hefurðu þóst vera veik til að sleppa við vinnu eða skóla? Ég verð að viðurkenna að það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar, eins mikið og ég skammast mín fyrir það. Það hefur þó alltaf verið af einhverri annarri ástæðu sem ég vildi ekki segja frá. Er Urður í Gus gus fyrirmyndin? Eins klikkað svöl og hún er, þá vissi ég reyndar ekki hver hún var fyrr en rétt áður en Forever kom út, ég er svolítið mikið með hugann úti á landsbyggðinni og því ekki alveg í sambandi við dægurmál samtímans. Ég get því ekki beint svarað því ját- andi. Hvernig er að vera með bræðr- um sínum í hljómsveit? Það er yndislegt, hræðilegt, gef- andi og erfitt. Eru Færeyingar skemmtilegir? Færeyingar eru alltaf til í öl og skerpikjöt í góðum félagsskap. Hressasta fólk í heimi! Motion Boys eða FM Belfast? Má ég ekki bara segja Motion Boys OG FM Belfast? Eða kannski bara Árni Plúseinn? Ertu pólitísk? Já, ég tel mig vera mjög pólitíska, og finnst að allir ættu að vera það. Hvernig er hægt að vera sama um hvaða ákvarðanir eru teknar um líf manns og allra annarra í þjóðfélaginu? Uppáhaldstónlistarmaður? Ég held upp á marga tónlistarmenn af mismunandi ástæðum, til dæmis David Bowie fyrir að hafa verið svona svalur, Antony Hegarty fyrir að syngja svona fal- lega, Björk fyrir frumleikann og svo framvegis. Ég held samt að uppáhaldstónlistarmaðurinn minn sé maðurinn minn! Besta lag allra tíma? Það sem kemst næst því í mínum huga er „God Only Knows“ með Beach Boys. Besta íslenska plata sem gerð hefur verið? Ég ætla að leyfa mér að segja að það sé Ghost Of The Bollocks To Come með Skátum. Hún er að minnsta kosti besta íslenska plata sem ég hef heyrt. Hvað hyggstu fyrir á komandi vetri? Ég er að útskrifast úr Menntaskólanum á Egilsstöðum um jólin, svo ég kem til með að læra frekar mikið í vetur. Ég á mér líka háleita drauma um að taka hugsanlega miðpróf á sellóið. Bloodgroup er svo á leiðinni til Bret- lands í næsta mánuði og til Hollands í janúar. Eftir ára- mót ætla ég svo að slíta barnskónum og flytja til Reykja- víkur með elskunni minni. Þar áætla ég svo að lenda í ævintýrum. Helstu áhugamál? Ætli þau séu ekki bara tón- list, bókmenntir, góðir sjón- varpsþættir og bíómyndir, líkamsrækt, matur og elda- mennska, fjölskyldan mín og vinir. Já, svo finnst mér líka gaman að syngja. Hvaða kvikmynd eða sjón- varpsefni hefur haft mest áhrif á þig? Ég er mikill unnandi nátt- úrulífsmynda og heim- ildamynda af ýmsu tagi, ann- ars hef ég aldrei haft sérlega vandaðan smekk á kvik- myndum. Ég hef ekki enn horft á kvikmynd sem hefur breytt lífi mínu, fyrir utan Lion King. Reyndar missti ég trúna á kvikmyndagerð þegar ég sá Marci X og 2001: A Space Travesty. Það eru ákveðin áhrif í sjálfu sér. Hvers viltu spyrja næsta við- mælanda? Vilt þú að samkynhneigðir öðlist sömu mannréttindi og annað fólk og fái að gifta sig? LILJA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR AÐALSKONA VIKUNNAR ER SÖNGKONA HLJÓMSVEITARINNAR BLOODGROUP SEM SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU PLÖTU Í NÆSTU VIKU. MEÐ HENNI Í HLJÓMSVEIT ERU BRÆÐUR HENNAR TVEIR OG KÆRASTINN, FÆREYINGURINN JANUS RASMUSSEN. Í meðallagi Lilja segist vera í miðjunni hvað útlit varðar og notar auk þess meðalstór föt og skó. - kemur þér við Samfylking vill Lands- virkjunarformann burt Íslendingar skora mörk í London Besta veiðisumarið gert upp Það besta í bænum um helgina Vertíð jólahlaðborðanna framundan Fjögurra milljóna slysabætur hurfu Hvað ætlar þú að lesa í dag? Heppnir tónleikagestir vinna nýjan iPod nano í boði FL Group VORBLÓT /// EFTIR ÍGOR STRAVINSKÍJ HÁSKÓLABÍÓ /// Í KVÖLD /// FÖSTUDAGSKVÖLD /// KL. 21 /// eftirpartí með hljómsveitarmeðlimum og dj þorbirni /// miðaverð 1.000 KR. www.sinfonia.is /// midi.is fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.