Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Buenos Aires. Washington Post. | Karl- mennskuímynd hefur lengi loðað við leiðtoga ríkja Suður-Ameríku, enda hafa mörg þeirra verið undir stjórn hershöfðingja, en útlit er fyrir að í hönd fari tímabil kvenforseta í álf- unni. Þessi þróun hófst í sunnanverðri álfunni í fyrra þegar Michelle Bache- let var kjörin forseti Chile. Argent- ínumenn fóru að dæmi Chilebúa á sunnudaginn var þegar forsetafrúin Cristina Fernandez de Kirchner varð fyrst kvenna kjörin forseti Arg- entínu. Ýmislegt bendir til þess að konur verði einnig kjörnar forsetar landa norðar í álfunni á næstu árum. Frá- farandi forseti Paragvæ, Nicanor Duarte, hefur til að mynda beitt sér fyrir því að Blanca Ovelar mennta- málaráðherra leysi hann af hólmi í forsetakosningum á næsta ári. Margir stjórnmálaskýrendur í Bras- ilíu segja að Luiz Inacio Lula da Silva forseti rói öllum árum að því að Dilma Rousseff, skrifstofustjóri for- setaembættisins og fyrrverandi orkumálaráðherra, verði kjörin for- seti eftir þrjú ár þegar síðara kjör- tímabili Lula lýkur. Gangi þetta eftir er útlit fyrir að konur verði forsetar meirihluta íbúa Suður-Ameríku. Fyrir örfáum árum virtist það mjög fjarlægur möguleiki eða jafnvel ómögulegt. Vilja nýja tegund leiðtoga Stjórnmálaskýrendur hafa velt vöngum yfir þessari skyndilegu upp- hefð kvenna í álfunni. Meðal annars hefur komið fram sú skýring að kon- ur þyki betur til þess fallnar að leysa þrálát þjóðfélagsvandamál á borð við fátækt og kynbundinn launamun. Fernandez de Kirchner ýjaði að þessari skýringu í sigurræðu sinni þegar hún skírskotaði til „sérstakra hæfileika kvenna, ekki meiri, bara sérstakra“. Ovelar, forsetaefnið í Paragvæ, hefur einnig talað um að „pólitísk sýn kvenna“ geri þær betur til þess fallnar að leysa þjóðfélags- legu vandamálin. Marta Lagos, sem hefur annast skoðanakannanir í Suður-Ameríku, segir að kjósendur í álfunni séu í ör- væntingarfullri leit að nýrri tegund leiðtoga. Eftir valdatíma einræðis- herranna á áttunda og níunda ára- tugnum hafi lýðræðislega kjörnum leiðtogum landanna ekki tekist að sannfæra fólkið um að þeim hafi orð- ið ágengt í baráttunni gegn fátækt og félagslegu misrétti. „Þegar fólk tók að krefjast breytingar á pólitísku yfirstéttinni voru konur allt í einu orðnar álitlegur kostur.“ Holdtekjur karlmennsku víkja fyrir kvenforsetum Útlit fyrir að konur verði forsetar meirihluta íbúa Suður-Ameríku innan fárra ára Michelle Bachelet Fernandez de Kirchner New York. AP. | Hvað þarf til að vera hetja? Um þetta er allnokkuð rætt í Bandaríkjunum um þessar mundir og einkum eftir að í ljós kom, að lögreglumaður og „hetja“, sem lést úr lungnasjúk- dómi eftir að hafa unnið mánuðum saman í rústum Tvíburaturnanna, lést líklega af völdum fíkniefna. Þetta mál lög- reglumannsins James Zadroga hefur vakið mikla athygli og minnir á mál tveggja slökkviliðsmanna í Boston, sem fór- ust er þeir glímdu við eldsvoða og voru síðan hafnir upp til skýjanna. Síðar kom í ljós, að annar var drukk- inn en hinn undir áhrifum kókaíns. Þeir, sem til þekkja, segja, að þessi mál endurspegli raunveruleik- ann hjá þessum stéttum. Starf þeirra sé 95% leiðindi, 5% hrein skelfing og síðan er allt kórónað með lágum launum. Afleiðingin er mikil óregla og erfiðleikar í fjöl- skyldulífi og meiri en hjá öðrum stéttum. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, beið ekki með að steypa Zadroga af stallinum þegar í ljós kom hvers kyns var en með því reitti hann marga til reiði. Hann hefur nú dregið í land og segir, að Zadroga hafi verið góður lögreglumaður hvað sem öðru líður. Hver er hetja og hver ekki? Lögreglumaðurinn James Zadroga. STJÓRNVÖLD á Ítalíu hafa gefið sveitarstjórnum í landinu heimild til að vísa úr landi þeim útlendingum og ESB-borgurum, sem gerst hafa sek- ir um afbrot. Er ástæðan einkum mikil afbrot Rúmena, sem komið hafa til Ítalíu. Þessi ákvörðun þykir allmikil ný- mæli innan Evrópusambandsins en Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði að loknum ríkisstjórn- arfundi, að stjórnvöldum bæri að standa vörð um öryggi borgaranna. Sagði hann, að með það í huga hefði þetta verið ákveðið en sveitarstjórn- um verður eins og áður segir heimilt að reka útlenska ESB-borgara úr landi og jafnvel fyrir ekki mjög stór- vægileg afbrot. ESB-borg- arar reknir ÁSTANDIÐ í Grænlandi er svo skelfilegt, að danska stjórnin ætti að setja heimastjórnina þar til hliðar um stund og stýra landinu sjálf. Það er Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur sett fram þessa kröfu en aðrir danskir stjórnmálaflokkar vísa henni á bug en leggja um leið áherslu á, að koma verði Grænlend- ingum til hjálpar með einhverjum hætti. Nú í vikunni sýndi DR, danska sjónvarpið, heimildamynd frá Græn- landi og eru lýsingarnar á samfélag- inu ekki fagrar: óskaplegur drykkjuskapur; mikil kynferðisleg misnotkun á börnum; misferli og hneyksli í atvinnulífinu með þegj- andi samþykki heimastjórnarinnar; spilling og frændhygli. „Flóttinn frá Grænlandi“ heitir myndin en í henni kemur einnig fram, að þeir Græn- lendingar, sem nái því að menntast, fari flestir úr landi. Fyrir Dani er myndin heilmikið áfall en afstaða flestra er sú, að hjálpa verði Grænlendingum með öðru móti en að taka af þeim ráðin. Dapurlegt ástand í Grænlandi Krafa um að heima- stjórnin verði sett af ÞAÐ eru til ýmsar leiðir til að halda upp á minningu gamalla þjóðhöfðingja eins og þessi unga kona í Indónesíu komst að í höfuðborginni Jakarta í gær. Þar í borg fer nú fram súkkulaðisýning og eins og sjá má er mikið lagt í að útstillingarnar gleðji augun. Súkkulaðiframleiðendur horfa nú í auknum mæli til Indónesíu í leit að nýjum mörkuðum í Asíu, fjölmenn- ustu álfunni þar sem súkkulaðiát hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Dæmi er Kína, þar hefur neyslan á súkkulaði aukist um allt að tíu af hundraði á síðustu fimm árum. Kemur þar margt til. Góður hagvöxtur og fjölgun í millistétt hafa stækkað neytendamarkaðinn verulega, samhliða því sem vestræn áhrif setja sífellt meira mark á daglegt líf og neysluvenjur fólksins. AP Ásjónur leiðtoganna í súkkulaði ♦♦♦ ULRICA Schenström, ráðuneytis- stjóri og nánasti samstarfsmaður Fredriks Reinfeldts, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði af sér í fyrrakvöld. Er ástæðan sú, að hún var nokkuð drukkin á krá með blaðamanni þegar hún var einnig á bakvakt sem yfirmaður almanna- varna- eða neyðarástandsviðbragða stjórnvalda. Það var Aftonbladet, sem birti myndir af Schenström og Anders Pilhblad, fréttamanni á sjónvarps- stöðinni TV 4, meðal annars af kossaflensi þeirra, og upplýsti einn- ig hve mikið þau hefðu drukkið. Er Reinfeldt gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í þessu máli en hann lét sitja við að lýsa yfir stuðningi við Schenström. Hugsanlegt þyk- ir, að hún verði ákærð fyrir mútu- þægni, fyrir að þiggja veitingar af Pilhblad, og hann fyrir að beita mútum. Schenström hefur sagt af sér Ulrica Schenström AÐ MINNSTA kosti 80 manns hafa látið lífið í flóðum og skriðuföllum í Dóminíska lýðveldinu og Haítí af völdum mikils úrhellis sem fylgir hitabeltislægðinni Noel. A.m.k. 56 biðu bana og tuga er saknað í Dóminíska lýðveldinu. Minnst 24 fórust á Haítí. Miðja hitabeltislægðarinnar fór yfir mið- og austurhluta Kúbu í gær og fyrrinótt en óveðrið olli ekki manntjóni þar. Um 20.000 manns urðu að flýja heimili sín á Kúbu og al- mannavarnayfirvöld vöruðu við flóð- um og skriðum. Lægðin stefndi í átt að Bahama- eyjum í gær, meðalvindhraðinn var um 26 metrar á sekúndu og meiri í mestu hviðunum. Á flæddi yfir bakka sína og sópaði burtu húsum þorpsins Piedra Blanca í Dóminíska lýðveldinu. Konu, sem klifraði upp á tré, tókst að bjarga ungum tvíburum sínum en áin hreif með sér dóttur hennar. „Áin hrifsaði hana úr höndum mér þegar ég hélt henni,“ sagði konan og grét.                              !  " $%&'()%$*)+,-$. .()               !"#! $%$ &'#()* ( * )"!( " ( * # # # # # #   , !-## $ "%&"%% , "'   . /")!   . )!!)0" $ "'&"%% . )!!)0" '&"%% . /.!)0" 122 / Tugir farast í óveðri Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Þi´n vero¨ld X E IN N IX 0 7 10 0 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.