Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 39 ✝ Kristín Guð-munda Eyjólfs- dóttir fæddist á Týsgötu 7 þann 11. febrúar 1934 og lést 25. október síð- astliðinn. Hún er elst 7 systkina sem öll eru fædd heima og tók Helga Níelsdóttir ljósmóðir á móti þeim. Þau eru Eyj- ólfur f. 9.6. 1937, Guðrún Gerða f. 14.11. 1938, Frið- geir f. 23.1. 1940, d. 14.4. 1942, Sigurbjörg f. 1.1. 1944, Helga f. 18.6. 1950, drengur f. 13.3. 1952, d. 22.6. 1952. Foreldrar Kristínar voru hjón- in Eyjólfur Eyjólfsson, fæddur í Hraunshjáleigu Ölfusi, síðar Bakkárkoti í Ölfusi, f. 3.7. 1902, d. 14.8. 1966, Eyjólfur var skó- smíðameistari og var með verk- stæði á Týsgötu 7 alla tíð, Sig- urbjörg Júlíana Guðmundsdóttir var fædd á Hrauni í Keldudal í Dýra- firði og síðar í Haukadal í Dýra- firði 14.2. 1909, d. 5.11. 1985. Kristín giftist Guðmundi Sæ- mundssyni, f. 27.5. 1931. Börn þeirra, Sigurbjörg Bára f. 29.7. 1960, d. 12.11. 2003, Sæmundur f. 24.9. 1965. For- eldrar hans, Sæmundur Sím- onarson f. 22.3. 1903, d. 11.1. 1980. Sæmundur var fæddur í vesturbæ Selfoss í Sandvík- urhreppi í Laugardælasókn, móðir Svanhildur Guðmunds- dóttir f. 7.1. 1906, d. 7. 4. 1995 í Litlu-Sandvík í Sandvíkurhreppi. Útför Kristínar fer fram frá Hjallakirkju 2. nóvember og hefst athöfnin kl. 13. Þegar Kiddý, eins og hún var ætíð kölluð, fæðist þá nær Reykjavík ekki lengra en inn að Elliðaám. Tívolí var í Vatnsmýrinni og mikill fiskur við höfnina og menn komu með hand- vagn á Óðinstorg til að selja fisk. Vír var þræddur gegnum augun á fisk- inum og þannig var hann borinn heim, spriklandi rauðmagi. Þá var ýsan stór og væn. Það var gegnum- gangandi fátækt á heimilum og var allt notað og nýtt, öll föt saumuð heima og matargerð. Margar ferðir voru farnar í SS á Skólavörðustíg og KRON. Það var hlutverk Kiddýar að fara í búðir því það þurfti daglega að ná í matinn því ísskápar voru ekki til, tími kreppu og stríðsára var um allan bæ. Oft kom fólk á verkstæðið til pabba til að spjalla og eins áttu margir bara eina skó og veika fætur. Pabbi tjaslaði bót á bót og nýja sóla og fólkið beið eftir skónum í eldhúsinu hjá mömmu. Það var mikið um barna- dauða á þessum tíma, barnaveiki, kíghósti o.fl. Um 1940 var farið að sprauta börnin en of seint fyrir marga. Það sést á leiðum í Fossvogs- kirkjugarði. Fólk var með kartöflugarða í Kringlumýrinni og þangað fórum við gangandi yfir Klambratúnið. For- eldrar okkar áttu sumarbústað við Hraðastaði í Mosfellssveit og þaðan eru margar góðar minningar til- komnar. Þar dvöldum við allt sum- arið og gengum í heyskap o.fl. Kiddý fer í húsmæðraskólann á Ísafirði þegar hún hefur aldur til og kom heim með margt fallegra muna. Hún vann í Glit á Óðinsgötunni og ræður sig svo á keramikverkstæði í Noregi og eignast þar vini sem hún átti alla tíð. Hún var nokkur ár í Rósinni í Vesturveri, hjá Ringelberg, mörg ár í póstinum og síðast á skattstofunni þegar hún veikist fyrir 10 árum. Við sendum þeim feðgum að leið- arlokum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og svo sannarlega gleðjumst vði með þeim mæðgum að hittast hinum megin, það verða fagnaðar- fundir sem ég efast ekki um, „við vit- um aldrei hvenær tíminn kemur“. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir. Kristín Guðmunda Eyjólfsdóttir Guðmundur átti þá þrjú fyrir. Áhugamál þeirra hjóna voru marg- vísleg. Dans, tónlist og ferðalög voru þeirra líf og yndi, enda bæði glaðsinna manneskjur sem kunnu að njóta. Guðmundur fann sig ekki í því að yfirgefa starf sitt á miðju kjörtíma- bili þótt hann gæti farið á eftirlaun og hugðist „klára kjörtímabilið". Þetta endurtók sig næsta kjörtíma- bil en hann hafði ákveðið að hætta síðast liðið vor, 75 ára. Nú sá hann fram á starfslok sem hann hlakkaði mikið til. En skömmu áður en til þess kom greindist hann með krabbamein. Meðferð lofaði góðu að því er virtist og öll vonuðum við og trúðum að hann mundi hrista þetta af sér og fá að njóta ellinnar með Steinu sinni. Af því varð þó ekki, baráttan tapaðist og hann lést hinn 24. október síðast liðinn. Við leiðarlok erum við þakklát fyrir samfylgdina og áttum okkur á því að við erum ríkari en ella að hafa átt Guðmund að félaga. Við starfsmenn sjávarútvegsráðuneytis- ins söknum daglegra samskipta við hann og skemmtilegra stunda með þeim Steinu. Henni og fjölskyldunni allri votta ég dýpstu samúð. Jón B. Jónasson. Fáir samstarfsmenn sitja í meiri og persónulegri nánd hvor við ann- an en ráðherrabílstjóri og ráðherra. Í full tvö kjörtímabil fóru starfs- skyldur okkar Guðmundar Erlends- sonar á þann veg saman að við átt- um daglega samleið og eftir atvikum bæði um langan veg og stuttan. Nú er sá dagur runninn að komið er að hinstu vegferð hans. Slíkur dagur vekur upp djúpar tilfinningar fyrir þá sök að með Guðmundi Erlendssyni er genginn mannkostamaður, orðvandur öð- lingur og góður drengur. Einlægnin og lífsgleðin í brosi hans mætir manni ekki framar nema í minning- unni. Það veldur söknuði. Engan þekki ég sem séð hefur rykkorn eða skugga í bóni á bíl sem Guðmundi Erlendssyni var trúað fyrir. Stundvísi hans var viðbrugðið, enda þótti honum helst til of seint að vera á mínútunni. Allt vitnar þetta um samviskusemi hans. Hitt skipti þó meira máli að í allri sam- vinnu gekk hann fram af háttvísi og næmri tilfinningu gagnvart þeim sem hann umgekkst. Af samleið með honum óx vinátta. Það leiddi eins og af sjálfu sér. Guðmundur Erlendsson var stöðu sinni samkvæmt fámáll um eigin stjórnmálaskoðanir. Eigi að síður var það svo að í kjördæmi mínu áttu menn í honum hvert bein. Mér segir svo hugur að eftir því sem ferð- unum fjölgaði hafi samferðamaður- inn fengið að njóta ljúfmennsku hans og á stundum lagvísi í snotr- ara hjartalagi kjósendanna. Víst er að á þeim vettvangi sakna ýmsir vinar í stað þótt nokkur tími sé frá að við áttum þar erindi saman. Síðasta samræða okkar var í sím- tali fyrir fáum vikum. Hann hringdi af sjúkrahúsinu. Enn var það svo að hann átti, þrátt fyrir eigin veikindi, sterka hlutdeild í atvikum í fjöl- skyldu gamals samferðamanns. Fátt gat betur lýst vinarþeli hans og ræktarsemi. Þeir mannkostir Guðmundar Erlendssonar fyrnast ekki. Með þeim og samferðamönn- um hans fyrr og síðar verða því engin leiðarlok í dag. Þorsteinn Pálsson. Kær vinur og samstarfsmaður er fallinn frá. Þegar Guðmundur Kr. Erlends- son fæddist hefði sá aldur hans er hann féll frá talist afar hár en í dag finnst manni fráfall hans bera allt of snemma að. Einstakt var að umgangast Guð- mund. Hann var ávallt í góðu skapi, lagði ætíð gott til allra mála og ekk- ert verkefni var þannig vaxið að það væri ekki hægt að leysa það. Sam- starf okkar var þess eðlis að það kallaði á langar samvistir, oft tveir einir og á öllum tímum sólarhrings. Aldrei skorti okkur umræðuefni og aldrei var tilfinningin sú að við þyrftum að tala saman, það vara líka ágætt að þegja. Guðmundur var sérstakt snyrti- menni og kom það fram í öllum hans störfum. Nákvæmur, hjálp- samur með afbrigðum, samvisku- samur og með alla hluti í lagi. Hann var líka upplýsingabrunnur um þau mál er sneru að störfum hans og miðlaði hann oft ómetanlegum upp- lýsingum um það hvernig ég átti að bera mig að við hin ýmsu formlegu tækifæri. Í samkvæmum var Guðmundur hrókur alls fagnaðar, enda söng- maður góður sem fékk alla til að vera með. Fyrir vikið var Guðmund- ur afar vinsæll meðal samstarfs- fólks og raunar hvarvetna þar sem til hans þekktist. Starfa okkar vegna voru sam- skipti Guðmundar við fjölskyldu mína mikil og svo góð að hvergi bar þar skugga á. Guðmundur var enda afar barngóður maður sem átti stóran hóp barna og barnabarna. Það fór ekki framhjá neinum að við þau hafði hann mikil og góð sam- skipti. Vissulega er margs að minnast eftir ríflega sex ára náið samstarf, en einnar stundar vil ég þó minnast sérstaklega, því ég veit að Guð- mundur minntist þeirrar skemmti- legu stundar á sama hátt og ég. Það var þegar við félagarnir, að lokinni sumarveislu starfsmanna á Þing- völlum, sátum undir trjánum á vatnsbakkanum fyrir neðan bústað- inn og dingluðum fótunum yfir vatninu. Við Steina, Kristín Unnur, Halla Sigrún og Arna Steina sendum Sig- ursteinu og börnunum dýpstu sam- úðarkveðjur og þökkum fyrir að hafa fengið að deila Guðmundi með þeim um hríð. Árni M. Mathiesen. Kær samstarfsmaður okkar er fallinn frá. Gangi lífsins verður ekki breytt. „Guðmundur bílstjóri“ eins og hann var kallaður í okkar röðum var ráðherrabílstjóri í 15 ár samfellt í sjávarútvegsráðuneytinu. Hann var samviskusamur með endemum, traustur í sínu starfi og skilaði því með mikilli ósérhlífni og af miklum sóma. Þótt hann væri kominn á sjö- tugasta og fimmta ár hélt hann áfram að keyra ráðherra okkar og gerði það allt til þess tíma er hann í lok síðasta árs kenndi sér meins þess sem að lokum sigraði hann. Guðmundur var glæsimenni á velli hávaxinn og teinréttur, ávallt mikið snyrtimenni og var á stund- um óljóst fyrir ókunna hvor var ráð- herrann og hvor var bílstjórinn. Samviskusemi og snyrtimennska voru hans aðalsmerki og þær bif- reiðar sem hann bar ábyrgð á báru þess glöggt merki. Þegar við sam- starfsmenn hans lítum nú um öxl, þökkum við af alhug samfylgdina sem aldrei bar skugga á. Elsku Steina. Okkur er ljóst hve missir þinn og fjölskyldunnar allrar er mikill. Við sendum þér og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúðar- kveðjur um leið og við þökkum for- sjóninni fyrir að hafa átt Guðmund að sem samstarfsmann og félaga. Hvíl í friði, kæri vinur. Samstarfsfólk í sjávarútvegsráðuneytinu.  Fleiri minningargreinar um Guðmund Kr. Erlendsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Okkar elskulegi faðir og tengdafaðir, HEKTOR SIGURÐSSON, Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1c, Kópavogi, lést að morgni mánudagsins 22.október. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd barnabarna, barnabarnabarna og annarra aðstandenda, Hrefna Hektorsdóttir, Sigurður Örn Hektorsson, Björg Rúnarsdóttir, Jóhann Már Hektorsson, Hafdís Sverrisdóttir. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA EIRÍKSDÓTTIR frá Dvergsstöðum, til heimilis að Helgamagrastræti 6, Akureyri, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Seli föstudaginn 26. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Ragnar Skjóldal, Kristín S. Ragnarsdóttir, Jakob Jóhannesson, Ragnar S. Ragnarsson, Inga Úlfsdóttir, barnabörn og langömmustrákarnir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, SVEINN INGVI ÞORSTEINSSON, Deildarási 1, lést föstudaginn 26. október á krabbameins- deildinni við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Jónína Kristín Vilhjálmsdóttir, Þröstur Sveinsson, Guðrún Eiríksdóttir, Óla Laufey Sveinsdóttir, Þorsteinn Sveinsson, Keelie Walker, Jóna Denný Sveinsdóttir, Vilhjálmur Örn Halldórsson, Svanfríður Ásgeirsdóttir, systkini og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ELÍN MARÍUSDÓTTIR, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi 31. október. Útförin verður auglýst síðar. Ólafur Björn Guðmundsson, Björn Már Ólafsson, Þórey Vigdís Ólafsdóttir, Maríus Ólafsson, Elín Soffía Ólafsdóttir og fjölskyldur. Lokað Sjávarútvegsráðuneytið er lokað frá kl. 12.00 í dag 2. nóvember vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR KR. ERLENDSSONAR. Sjávarútvegsráðuneytið. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, Sæviðarsundi 42, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 30. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristján G. Jóhannsson, Kristín Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson, Brynja Kristjánsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir, Jón F. Sigurðsson, Þór Kristjánsson, Birna Jóna Jóhannsdóttir, Elmar Kristjánsson, Margrét Sigfúsdóttir, Kristján G. Kristjánsson, Pálína R. Sigurðardóttir, Dagmar Kristjánsdóttir, Ómar Ægir Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.