Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í
röðinni VON103 í dag verður
boðið upp á heildarverk Schu-
manns fyrir selló og píanó í
flutningi Sigurgeirs Agnars-
sonar og Nínu Margrétar
Grímsdóttur. Þrjú af verkum
tónskáldsins eru nú á dögum
leikin á píanó og selló, Fünf
Stücke im Volkston ópus 102,
Fantasiestücke ópus 73, sem
var upprunalega samið fyrir
klarínett, og Adagio og Allegro ópus 70, sem var
upphaflega leikið á horn. Tónleikarnir eru haldnir
í Efstaleiti 7 og hefjast klukkan 12.15. Tónleika-
gestir geta keypt léttan hádegisverð á staðnum.
Tónlist
Verk Schumanns
fyrir selló og píanó
Robert
Schumann
KARLOTTA Blöndal sækir efnivið-
inn í nýjustu verk sín inn á miðils-
fundi og sýnir afraksturinn í D-sal
listasafns Reykjavíkur næstu vikur.
Gögnin sem hún notar voru hluti af
vísindalegri rannsókn á trans-
ástandi.
Karlotta útskrifaðist frá
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands árið 1997 og sótti sér
framhaldsmenntun til Svíþjóð-
ar og Hollands. Sýningin opnar
klukkan 20 í kvöld, en á sunnudaginn klukkan 15
verður boðið upp á opnar umræður milli listakon-
unnar og Ólafar K. Sigurðardóttur sýning-
arstjóra.
Myndlist
Transástand í
Hafnarhúsinu
Karlotta
Blöndal
LJÓSMYNDARINN og kvik-
myndagerðarmaðurinn Karl R.
Lilliendahl opnar á morgun
sýningu í ljósmyndagalleríinu
Fótógrafíu við Skólavörðustíg.
Myndefnið er sótt til Ítalíu
þar sem Karl dvaldi síðastlið-
inn vetur. Yfirskrift sýning-
arinnar er Uno sem er ítalska
orðið fyrir einn. Karl segir
heiti sýningarinnar vera til-
vísun í það hvernig hann sér
einstaklinginn í borgarsamfélaginu. Ljósmynd-
irnar eru allar svarthvítar mannlífsmyndir sem, í
samræmi við titil sýningarinnar, sýna hver um sig
aðeins eina manneskju.
Ljósmyndun
Einsamlir Ítalir
í Fótógrafíu
Af sýningu Karls
R. Lilliendahl
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
JÓN Þórarinsson tónskáld fagnaði
níræðisafmæli sínu 13. september
sl. Við það tækifæri heiðraði Sin-
fóníuhljómsveit Íslands Jón með
flutningi hans stærsta verks, Völu-
spár, við góðar undirtektir.
Tónleikar Tónlistardaga Dóm-
kirkjunnar í Dómkirkjunni á
morgun kl. 16 verða helgaðir tón-
list Jóns og verða Hljómeyki og
Kór Langholtskirkju gestir Dóm-
kórsins á tónleikunum.
Jón Þórarinsson hefur verið lit-
ríkur í íslensku tónlistarlífi og víða
lagt hönd á plóginn. Á starfsferl-
inum sinnti hann tónsmíðum og
útsetningum; var öflugur kennari
og mikilvirkur starfskraftur við
helstu tónlistar- og menning-
arstofnanir Íslands, s.s. Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, Tónlistar-
skólann í Reykjavík og
Ríkisútvarpið. Hann var um árabil
tónlistargagnrýnandi á Morg-
unblaðinu.
Nýleg verk og eldri
En nánar að tónleikunum.
„Þetta verða kirkjuverk; org-
elverk, sálmalög og orgelforspil,“
segir Jón, og bætir við: „Á dag-
skránni verður líka mótetta sem
ég samdi fyrir Tónlistardaga Dóm-
kirkjunnar fyrir nokkrum árum
við texta úr Davíðssálmum og Te
deum sem ég samdi í tilefni alda-
mótanna.“
Gerir ekki upp á milli
Jón kveðst vera hættur að
semja því hann sé nær blindur og
geti hvorki lesið né skrifað. En
hann hlustar og sækir tónleikana á
morgun að óbreyttu. Hann kveðst
ekki gera upp á milli verka sinna.
„Ég hef ekki haft mjög stór orð
um sjálfan mig sem tónskáld. Hins
vegar lærði ég til þeirra vinnu-
bragða á sínum tíma og hef gripið
til þess að semja þegar ég hef ver-
ið beðinn um það. En ég hef aldrei
fundið til nauðsynjar til að skrifa
nótur til að setja ofan í skúffu, auk
þess sem ég hef haft nóg annað
fyrir stafni. Það er kannski ekki
mikið að vöxtum sem eftir mig
liggur og næstum allt er samið
fyrir ákveðin tilefni eða tónleika.“
Jón Þórarinsson níræður heiðraður með tónleikum á Tónlistardögum Dómkirkjunnar
Hef ekki haft stór
orð um sjálfan mig
Í HNOTSKURN
» Kennari Jóns í framhalds-námi í Yale-háskóla var tón-
skáldið kunna Paul Hindemith.
» Árin 1947-68 var Jón yf-irkennari í tónsmíðum og
tónfræði við Tónlistarskólann í
Reykjavík. 1968-79 var hann yf-
irmaður lista- og skemmtideildar
Sjónvarpsins.
» Sönglög Jóns hafa mörg not-ið mikilla vinsælda, þar á
meðal Fuglinn í fjörunni og Ís-
lenskt vögguljóð á hörpu.
Dómkirkjan Jón Þórarinsson verður heiðraður með tónleikum á morgun.
Morgunblaðið/Golli
STEINUNN Soffía Skjenstad sópr-
ansöngkona hlaut 1. verðlaun í
ljóðasöngsflokki Erkki Melartin-
kammertónlistarkeppninnar í Finn-
landi 28. október síðastliðinn,
ásamt finnska píanistanum Sofiu
Wilkman. Dúettinn hlaut einróma
fyrstu verðlaun allra í dómnefnd-
inni.
Í nefndinni sátu Ilmo Ranta
píanóleikari, Pia Freund söngkona
og Petteri Salomaa söngvari. Einn-
ig veitti Minningarsjóður Eero Ran-
tala Steinunni og Sofiu 2000 evrur í
sigurlaun.
Erkki Melartin-kammertónlist-
arkeppnin, sem fer fram á 3- 4 ára
fresti, er ein mikilvægasta tónlist-
arkeppni Finna og er haldin í bæn-
um Savonlinna, sem hýsir stærstu
óperuhátíð Finna á sumri hverju
ásamt alþjóðlegri tónlistar-
akademíu. Keppnin er ætluð þeim
sem stunda tónlistarnám í Finn-
landi en Steinunn stundar masters-
nám í söng við óperudeild Sibelius-
arakademíunnar í Helsinki.
Steinunn Soffía hefur lagt
áherslu á óper- og ljóðasöng og hef-
ur m.a. sótt mastersnámskeið hjá
Elly Ameling, Julis Drake, Udo Rei-
nemann, Walter Moore og Edith
Wiens. Hún lauk B.Mus.-gráðu frá
Listaháskóla Íslands árið 2005,
undir handleiðslu Elísabetar Er-
lingsdóttur.
Hlaut verð-
laun fyrir
ljóðasöng
Verðlaunahafi Steinunn Skjenstad.
KVENNAKÓRINN Vox feminae
heldur tvenna tónleika í Háteigs-
kirkju, á morgun og sunnudag kl. 17.
Á tónleikunum, sem bera yfirskrift-
ina Mater Dei, verða flutt verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, Brahms,
Deutschmann, Schubert, Rheinber-
ger og Durante auk þess sem kórinn
frumflytur nýtt verk, Stabat Mater,
fyrir kvennakór, mezzósópran,
englahorn og strengjakvintett, sem
John Speight samdi sérstaklega fyr-
ir kórstjórann, Margréti J. Pálma-
dóttur, og Vox feminae.
„Formi verksins svipar til Sálu-
messu Faurés, og Þýskrar sálu-
messu Brahms, þar sem miðkaflinn
er einsöngskafli,“ segir John
Speight. „Hjá mér er það dúett
mezzósóprans og englahorns.“
Þættir verksins eru fimm, en engla-
hornið leikur sóló á milli þeirra.
Stundum er sagt að karla- og
kvennakóra vanti þá breidd sem
blandaðir kórar hafa. Það liggur
svosem í hlutarins eðli, en kvenna-
kór hefur líka óumdeildan styrk.
„Já, það finnst mér,“ segir tón-
skáldið, „þær geta sungið eins og
englar, sérstaklega þessi kvennakór.
Hjá þeim fæ ég þennan fallega,
veika og háa tón sem er mjög erf-
iður. En þær eru tæknilega góðar,
og ég notfæri mér englasönginn
þeirra mikið í verkinu. Það er margt
í verkinu sem byrjar sterkt en deyr
út, því tilfinningin er sú þegar mað-
ur hugsar um Maríu horfa á Jesú á
krossinum, að hún sé sterk þótt
maður finni kraftinn þverra. Þetta
gera konurnar í kórnum mjög vel,
jafnvel á efstu tónum.“
John Speight segir verkið hljóta
að sverja sig í ætt við hans fyrri
verk. „Ég reyni að nota tónmál sem
er auðvelt að hlusta á, en gerir samt
kröfur til hlustandans. Þetta er ekki
allt sett fram á silfurfati.“
Sigríður Aðalsteinsdóttir er í ein-
söngshlutverkinu, Daði Kolbeinsson
leikur á englahornið og Sif Tulinius
leiðir strengjakvintettinn. Antonía
Hevesi leikur með kórnum á orgel í
öðrum verkum.
Stabat mater, nýtt verk eftir John Speight, frumflutt
Stabat mater John Speight stjórnar sjálfur flutningi á nýja verkinu sínu.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Ekki allt á silfurfati
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SÝNING á verkum Hreins Frið-
finnssonar verður opnuð í Lista-
safni Reykjavíkur í dag.
Þar verða til sýnis verk frá
ferli Hreins frá upphafi fram á
okkar dag. Verk hans einkennast
af næmi og léttleika og ljóð-
rænum tóni sem hefur þau yfir
oft hversdagsleg viðfangsefni og
efnivið. Hreinn notar ljósmyndun
og teikningu auk skúlptúrs og
innsetninga.
Tjáningarmáti hans, sem undir-
strikaður er af hárfínni kímni,
einkennist af endurtekningum,
draumum, þjóðsögum, sjónblekk-
ingum og hinu yfirnáttúrulega.
Hreinn notar þessi viðfangsefni í
leit að jafngildi hluta.
Sýningin er unnin í samstarfi
við Serpentine Gallery í London
þar sem hún var sýnd fyrr á
þessu ári og sló þar öll aðsókn-
armet með 78.500 gestum á sjö
vikna sýningartímabili. Sýning-
arstjóri er Kitty Scott.
Auglýsir eftir leyndarmálum
Í Lesbók Morgunblaðsins á
morgun birtist á síðu þrjú lista-
verk Hreins
sem gengur
undir nafninu
Leyndarmál.
Hreinn segir
sjálfur í viðtali
í Lesbókinni
sama dag að
forsögu verks-
ins megi rekja
til áttunda ára-
tugarins þegar
hann birti auglýsingu í hollensku
listatímariti þar sem hann aug-
lýsti eftir leyndarmálum og bað
fólk um að senda þau á ákveðið
heimilisfang.
Í verki hans í Lesbókinni kem-
ur fram að Hreinn safni persónu-
legum leyndarmálum og fólk geti
sent þau til hans, gefið er upp
pósthólf í Reykjavík. „Ég les þau
leyndarmál sem mér berast og
síðan ekki söguna meir. Ég
geymi ekki gögnin heldur eru
þau varðveitt í huga mér,“ segir
Hreinn í viðtalinu.
Sýning Hreins í Listasafni
Reykjavíkur stendur til 27. jan-
úar.
Óskar eftir persónu-
legum leyndarmálum
Hreinn
Friðfinnsson
Hreinn Friðfinnsson í Listasafni Reykjavíkur