Morgunblaðið - 02.11.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.11.2007, Qupperneq 25
mælt með… MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 25 Vetrardekkin undir bílinn Frost og funi er nú aðeins farinn að láta á sér kræla hér meðal frón- búa og því er ekki seinna vænna að undirbúa mannskapinn fyrir hinn óumflýjanlega vetur konung, sem bankar gjarnan reglulega upp á á sama tíma að ári. Fyrsti vetrardagur er nú liðinn og vetrardekkjatíð á hjólabarðaverkstæðum hefur verið með blómlegasta móti það sem af er vikunni. Ekki er því vitlaust að minna þá á sem enn eru á sumar- dekkjunum að fara nú í geymsluna og drífa dekkin undir bílinn áður en næstu snjóskaflar ná að tefja för eða hafa alvarlegri afleiðingar í för með sér. Skátar bjóða í afmæli Íslenskir skátar ætla svo að fagna 100 ára afmæli skátastarfs í heim- inum með afmælishátíð í Fífunni í Kópavogi á morgun kl. 14.00. Gera má ráð fyrir miklu fjöri að skátasið með tilheyrandi veitingum og lýkur svo hátíðinni með veglegri flugelda- sýningu kl. 18.00. Vökudagar á Akranesi Það er svo óvitlaust að bregða undir sig betri fætinum og upp á Skaga þegar búið er að skipta um dekk því Akurnesingar eru í miklum menningarham þessa dagana. Menningarhátíðin Vökudagar er nú haldin þar í fimmta sinn 1.-10. nóv- ember. Landsþekktir listamenn í bland við hæfileikafólk úr heima- byggð koma saman enda er stefnt að því að gera öllum listgreinum skil svo eitthvað verður á prjónunum fyrir alla aldurshópa. Dagskrá hátíð- arinnar má finna á www.akranes.is. Fréttamyndirnar í Kringlunni Í lokin er vert að geta þess að í til- efni af 110 ára afmæli Blaðamanna- félags Íslands gefst gestum Kringl- unnar kostur á að skoða ljósmynda- sýningu, sem þar verður opnuð á morgun og spannar fréttamyndir í ríflega 110 ár. Ganga um Þórkötlu- staðanes Í tilefni af nýju söguskilti og af- mæli björgunarsveitarinnar Þor- björns í Grindavík verður efnt til menningar- og sögutengdrar göngu um hluta af Þórkötlustaðanesinu á morgun kl. 13.00. Tíu fengu Gyllta glasið ÞÆR eru ansi margar keppnirnar sem haldnar eru í heiminum þar sem hópi sérfróðra einstaklinga er smalað saman til að velja vín úr hópi einhverra tuga eða jafn- vel hundraða vína. Sumar eru sérhæfðar og taka bara til ástralskra vína, suður-afrískra vína eða vína frá einhverju til- teknu svæði í Evrópu. Í öðrum er allur heimurinn undir og er sú þekktasta þeirra líklega International Wine Challenge. Auðvitað verða smakkanir sem þessar aldrei neinn stóridómur en ef vel er að verki staðið geta þær gefið ákveðna vísbendingu fyrir neytendur um hvaða vín eru sér- stakrar athygli verð. Hér á landi hafa Vínþjónasamtök Íslands staðið að keppninni Gyllta glasið undanfarin þrjú ár þar sem smökkuð eru vín sem í boði eru á ís- lenska markaðnum. Fyrir íslenska neytendur er því forvitnilegt að kynna sér niðurstöður hennar þar sem ekki er nóg með að einungis séu smökkuð vín sem hér eru fáan- leg heldur má einnig segja að „ís- lenskur smekkur“ sé líklegri til að skína þarna í gegn heldur en í er- lendum keppnum. Því það er jú einnig svo að vínsmekkur getur ver- ið mismunandi á milli landa rétt eins og matarsmekkur. Gyllta glasið 2007 var haldið á Hilton Nordica um þarsíðustu helgi. 45 vín fóru í keppnina að þessu sinni og voru þau öll evrópsk á verðbilinu 1.490 til 2.490. Tíu vín, fimm hvít og fimm rauð voru valin út af fimmtán manna dómnefnd sem smakkaði öll vínin blint (þ.e. er dómnefndarmenn vissu ekki hvaða tiltekna vín þeir voru að smakka í hvert skipti) og fá viðurkenningu Gyllta glassins. Þau hvítvín sem hlutskörpust voru eru öll vel að viðurkenning- unni komin. Þar ber fyrst að nefna vín úr hinni stórkostlegu austur- rísku þrúgu Grüner Veltliner frá framleið- andanum Brundlmayer en árgangurinn var árið 2006. Þá Pinot Gris 2005 frá Doppf & Irion í Elsass, og þá þrjú Búrg- úndarvín, Pouilly-Fuissé 2006 frá Joseph Drouhin, Pouilly- Fuissé 2004 frá Lalande og Saint- Romain 2004 frá Francois d’Allei- nes. Í flokki rauðvína voru spænsk vín áberandi að þessu sinni og náðu tvö vín frá vínhúsinu Baron de Ley í Rioja í efstu sætin. Annars vegar Baron de Ley Finca Monasterio 2004 og hins vegar Baron de Ley Reserva 2001. Þá vakti vínið Cha- teau Barbe Blanche mikla athygli en það er Bordeaux-vín frá framleið- andanum André Lurton og kemur af svæðinu Lussac-St. Emilion. Þá komu tvö ítölsk vín, annars vegar Marquese Antinori Chianti Classico 2003 og hins vegar Tomassi Rip- passo 2004 en þess má geta að þetta er annað árið í röð sem Ripasso- vínið frá Tomassi hlýtur Gyllta glas- ið. Hvatningarverðlaun Vínþjóna- samtakanna voru einnig veitt við sama tilefni og þau hlaut að þessu sinni Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í umsögn dómnefndar sagði að Fríhöfnin hefði unnið sam- kvæmt skýrri og markvissri stefnu um að auka og bæta úrval góðra vína. Leiðin var Víkverja kærkomin tilbreyting frá Langadalnum, spar- aði tíma og hún var fal- legt fjallabragð í fyrstu haustlitunum. Víkverji mun þó vart kasta Vatnsskarðinu fyrir róða, því fallegt er að horfa yfir Skagafjörð- inn, þegar kemur norð- ur af Vatnsskarðinu; ey- vörð sveit og umvafin hrikaleika Tröllaskag- ans. x x x Seint hefði Víkverjitrúað því að útsvar yrði honum til ánægju. Þótt menn eigi auðvitað að gjalda keisaranum það sem keisarans er með bros á vör nennir Víkverji ekki að gera sér upp einhver látalæti; útsvar er ill nauð- syn. En nú vill svo til að Víkverji nýt- ur Útsvars í botn og með bros á vör. Þar á Víkverji náttúrlega við spurn- ingaþáttinn, sem er á dagskrá rík- issjónvarpsins á föstudagskvöldum. Þátturinn er gizka fróðlegur en um- fram allt léttur og skemmtilegur; þátttakendur leggja sig fram um að vera léttir á bárunni og stjórnendur líka. Víkverja er skemmt og hann borgar afnotagjaldið með glöðu geði. Útsvar er bráð nauðsyn. Víkverji hefur oftorðið foxillur þeg- ar hann ekur skyndi- lega fram á gatnafram- kvæmdir, sem stöðva ferð hans. Fram- kvæmdaaðilum ætti að vera í lófa lagið að setja upp skilti sem vara öku- menn við því í tæka tíð að þeir komist ekki sína daglegu leið, heldur verði að fara aðra. Reyndar ætti að skylda verktakana til slíks og gefa þeim engin grið, fyrr en þeir hafa gengið sómasamlega frá þess- um hluta fram- kvæmdanna. Víkverji minnist þess að þegar hann dvaldi á erlendri grundu voru gatnaframkvæmdir kynntar með þeim hætti að vegfarendum var gert eins auðvelt og mögulegt var að finna sér nýjar akstursleiðir. Af hverju er ekki hægt að koma slíku á hér á landi? x x x Víkverji ók nýlega í fyrsta skiptileiðina milli Húnaflóa og Skaga- fjarðar um Þverárfjall. Þar er kominn malbikaður vegur alla leiðina og man Víkverji ekki betur en hluti Símapen- inganna hafi runnið til þess að reka endahnútinn á þennan veg.       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Hamskiptin eftir Franz Kafka Bráðskemmtileg sýning Vesturports sem hefur sannarlega slegið í gegn Allra síðasta sýning 1. des. Nærgöngult verk um ástina, minnið og gleymskuna Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hjónabands- glæpir eftir Eric-Emmanuel Schmitt Söngleikur eftir Hugleik Dagsson og Flís LEG Trylltar viðtökur og 12 Grímutilnefningar. Yfir 12.000 áhorfendur! Allra síðustu sýningar Skilaboða- skjóðan Ævintýrasöngleikur fyrir alla fjölskylduna eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Frumsýning 7. nóvember Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.