Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 50

Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Balls of Fury kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Balls of Fury kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 - 8 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6 Good Luck Chuck kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára Resident Evil kl. 10:10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 Balls of Fury kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Dark is Rising kl. 6 - 8 B.i. 7 ára Eastern Promises kl. 10 B.i. 16 ára Heartbreak Kid kl. 6 B.i. 12 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 This is England kl. 6 - 8 - 10:10 Rouge Assassin kl. 5:50 - 8 - 10:10 Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Brjálæðislega fyndin mynd!! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG Stórkostleg ævintýramynd í anda Eragon. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR TOPPMYN DIN Á ÍSLANDI Í DAG Ver ð aðeins 600 kr. Las Vegas er HORFIN... Jörðin er næst! - J.I.S., FILM.IS- LIB, Topp5.is Í undirheimum ólöglegs borðtennis er einn maður tilbúinn að leggja allt í sölurnar til að verða ódauðleg hetja! Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR HEITUSTU TÖFFURUNUM Í DAG SVAKALEG SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA FRUMSÝNING SVONA ER ENGLAND „Þetta er einfaldlega besta kvikmynd síðustu ára. Hrá, mikilvæg og stórskemmtileg!“ - Glamour Ve rð a ðeins 600 kr . HVER SAGÐI AÐ RISA- EÐLUR VÆRU ÚTDAUÐAR Með íslensku tali Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LISTAHÁTÍÐIN Unglist 2007 hefst í dag. Þetta er í sextánda sinn sem hátíðin er hald- in en hún er helguð sköpun og sprengikrafti ungs fólks. Menningarveislan stendur í rúma viku í ár eða frá 2. til 10. nóvember og er starfrækt í tengslum við Hitt Húsið, menn- ingar- og upplýsingarmiðstöð ungs fólks. „Það er alltaf jafn gaman að sjá marg- breytileikann í sköpuninni hjá unga fólkinu,“ segir Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menn- ingarmála, hjá Hinu húsinu. Ása sér um aðalskipulagningu Unglistar en fær ungt fólk til liðs við sig til að halda utan um við- burðina og setja niður dagskrána. „Þó það sé ungt fólk í aðalhlutverki á há- tíðinni og færi fram listina þá hvet ég alla til að koma og horfa á, skoða og sjá hvað unga fólkið er frábært.“ List eða ólist Aðspurð segir Ása að Unglist hafi þróast nokkuð í gegnum árin sextán. „Það hafa alltaf verið einhverjar nýjungar, enda er þetta vettvangur fyrir unga fólkið til að framkvæma klikkaðar hugmyndir og þær hafa margar orðið að veruleika á Unglist. Þar sér maður oft listamenn framtíðarinnar verða til.“ Dagskráin í ár er fjölbreytt að vanda; tón- list, hönnun, myndlist, gjörningar, leiklist og fleira góðmeti sem fram er borið af ungu fólki af elju og metnaði. Að þessu sinni munu viðburðir fara fram á þremur stöðum, í Hinu Húsinu, Austurbæ og Norræna hús- inu. Hátíðin hefst í dag með því að myndlist- armaraþoni verður hleypt af stokkunum og stendur það frá kl. 13 til 17 í upplýsinga- miðstöð Hins hússins. Í kvöld verða síðan tónleikar í Austurbæ kl. 20. Þar koma fram hljómsveitirnar Shogun, Gordon Riots, <3 Svanhvít, Narfur, We made God, Klístur og Retro Stefson. Annað kvöld, einnig kl. 20 í Austurbæ, verður tískusýning fataiðnnema í Iðnskól- anum í Reykjavík. Í Norræna húsinu kl. 20 á sunnudagskvöldið koma fram nemendur frá tónlistarskólum höfuðborgarsvæðisins og flytja verk frá ýmsum tímabilum tónlistar- sögunnar. Einn af þeim dagskráliðum sem eru nýir á Unglist þetta árið er málþing sem verður haldið í Hinu húsinu þriðjudagskvöldið 6. nóvember. Þar verður velt upp spurningunni list eða ólist. „Þarna verður fjallað um ungt fólk og listir. Það eru alltaf skiptar skoðanir um hvernig fjármunum er varið til menn- inga og lista og hvort við eigum að und- anskilja ungt fólk á þeim vettvangi. Það gæti skapast skemmtileg umræða,“ segir Ása. Hátíðinni lýkur laugardaginn 10. nóv- ember með framhaldsskólakeppni í leikhúss- porti, Leiktu betur 2007, í Austurbæ kl. 20. Allir eru velkomnir á viðburði Unglistar og ókeypis er inn. Sköpun og sprengikraftur Nánari dagskrá Unglistar 2007 má finna á www.hitthusid.is Unglist 2007 hefst í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Unglist Frá hátíðinni fyrir tveimur árum þegar leikhúsgjörningurinn The China Man var fluttur í í Sundhöll Reykjavíkur. FÓTBOLTASTJARNAN David Beckham og rapparinn Snoop Dogg hafa verið góðir vinir árum saman og eftir að Beckham flutti til Los Angeles í sumar hefur oft sést til þeirra saman á djamminu. „Ég og David höfum þekkst í mörg ár. Það hefði enginn getað trú- að því að ég og hann ættum nokkuð sameiginlegt því við komum úr svo ólíku um- hverfi,“ segir Snoop Dogg. Nú ætla þeir félagarnir að hella sér út í viðskipti saman og eitt fyrsta verk- efnið á pappírunum er fata- lína. Snoop segist vera tískufyrirmynd fótbolta- kappans, til dæmis hafi hugmyndin að fléttunum sem Beckham skartaði fyrir nokkru verið frá honum komin. Snoop á þrjú börn sem hafa notið góðs af kunn- ingskapnum við Beckham. Þau eru nú í einkaþjálfun hjá honum í fótbolta og segir pabbi þeirra að þau séu búin að læra að skora fullkomið mark. Snoop segist ætla að launa vini sínum greiðann með því að kenna strákunum hans að rappa. „Hann hefur reynd- ar ekki beðið mig um það ennþá, en ég er tilbú- inn hvenær sem er.“ Beckham og Snoop í viðskipti Snoop Dogg David Beckham

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.