Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVANDÍS Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn, segist ekki vera búin að taka ákvörðun um það hvort hún muni hætta við dómsmál til að fá eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur dæmdan ólöglegan. Hún segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað stjórn OR vilji gera í sambandi við þá ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur sem í dag samþykkti að hafna samruna félaganna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy. Svandís segir að þegar ákvörðun stjórnar OR liggi fyrir muni hún ráðfæra sig við lögmann sinn varðandi framhald málsins. Frávísunarkrafa lögmanna OR verður tekin fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur á mánudag. Hún byggist m.a. á því að Svan- dís hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins, þar sem hún eigi ekki sæti í stjórn OR. Svandís sat hins vegar í stjórn- inni áður en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks sprakk. Óvissa um dómsmál Svandísar „VIÐ erum mjög sátt við þessa fyrstu aðgerð stýrihópsins, ekki síst vegna þess að hún eyðir þeirri miklu óvissu sem hefur verið í málinu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en hún á sæti í stýrihópi borgarráðs. Hanna Birna segir ákvörðunina í fullu samræmi við þær áherslur sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa talað fyrir. Hún segir að það hafi komið enn betur í ljós í vinnu stýrihóps- ins hversu illa málið var unnið. Vafi leiki á um fjölmörg atriði í öllu samningaferlinu við undirbúning og aðdraganda málsins og ljóst sé að borgarstjórn geti ekki staðið vörð um þennan gjörn- ing. Velta við hverjum steini Í greinargerð stýrihópsins segir að nægilegar forsendur liggi fyrir til að fallast ekki á samruna REI og Geysir Green Energy en jafnframt þurfi frekari skoðun að fara fram á tilteknum þátt- um sem að hluta verði beint í sérstaka stjórn- sýsluúttekt. „Við teljum sérstaklega mik- ilvægt að þessari skoðun verður haldið áfram og að skýrslan verði birt þar sem farið er yfir lögfræðilegu þættina í þessu máli. Við erum á þeirri vegferð að velta við hverjum steini og mun skýrslan liggja fyrir í lok mánaðarins. Við teljum mjög mikilvægt að borgin sé vel upplýst um allt þetta ferli og þar með talið um hlut stjórnarmanna, starfsmanna, kjör- inna fulltrúa og annarra sem komu að þessu,“ segir Hanna Birna. Spurð hvort ekki verði flókið að ætla að vinda ofan af samrunanum segir Hanna Birna að sú ráðgjöf sem starfshópurinn hafi fengið bendi til að það þurfi ekki endilega að vera flókið mál. Margir formgallar hafi reynst á málinu og ýmis lögfræðileg álitaefni um forsendur og framkvæmd samrunans. Borgarstjórn getur ekki staðið vörð um þennan gjörning Hanna Birna Kristjánsdóttir JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, sagði eftir borg- arráðsfundinn í gærmorgun að sjálfstæðismenn væru ánægðir með þá niðurstöðu borgarráðs að hafna samruna REI og GGE. Þeir hefðu einnig getað sætt sig við þessa niðurstöðu þeg- ar þeir mynduðu meirihluta með fulltrúa Framsóknarflokksins, Birni Inga Hrafnssyni. Honum hefði hins vegar hvergi verið hægt að hnika. Júlíus sagði að ákvörðun borgarráðs væri í raun staðfesting á því sem sjálfstæðismenn hefðu haldið fram frá því málið kom upp, að samruninn væri ekki nógu vel unninn og betur þyrfti að fara yfir það. Staðfesting á málstaðnum Júlíus Vífill Ingvarsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁKVÖRÐUN borgarráðs um að samþykkja tillögur stýrihóps um samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy kom stjórnarformanni síðarnefnda félagsins á óvart. Hann segist ekki fá séð hvernig menn ætli að slíta samningum einhliða og lítur svo á að samningar GGE og Orkuveitu Reykja- víkur standi þar til Orkuveitan annaðhvort semur sig út úr þeim eða þriðji aðili verði fenginn til að skera úr um hvort samning- arnir séu í gildi. Hannes Smárason, stjórnarformaður Geysir Green, segir að félagið hafi gert sam- komulag við Orkuveituna um tiltekna hluti og fulltrúar allra flokka í stjórn Orkuveit- unnar hafi tekið þátt í þeirri ákvörðun, að undanskilinni Svandísi Svavarsdóttur. Hann segir GGE telja málið einfalt. „Það eru samningar í gildi á milli aðila sem hljóta að standa þar til menn semja sig frá þeim, eða einhver utanaðkomandi verður fenginn til að kveða upp dóm í þeim efnum. Það er afar óheppilegt í hvaða farveg þetta mál er komið og það er ljóst að viðsemjendur okkar pöss- uðu sig ekki nægilega á því að tryggja sitt bakland, en það er ekki við okkur að sakast í þeim efnum.“ Í yfirlýsingu sem Geysir Green sendi frá sér í gær segir m.a. að í svari Reykjavík- urborgar til umboðsmanns Alþingis sem birt var þann 31. október lýsi borgarlögmaður því áliti að um þá samninga sem stjórn Orku- veitu Reykjavíkur gerir gildi reglur einka- réttar og þar með að stjórn Orkuveitunnar standi að þessum samningum en ekki borg- arráð. Skaðabótaskylda augljós – fjárhæðirnar umtalsverðar Spurður út í næstu skref Geysir Green segir Hannes að málið verði skoðað heild- rænt með lögmönnum félagsins. Hann segir ljóst að um skaðabótaskyldu geti verið að ræða og fjárhæðirnar umtalsverðar. „Ef það hlýst af þessu skaði, þá verður náttúrlega til skaðabótaskylda. Við myndum alla vega meta stöðuna þannig, og ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því hvað verið er að tala um í þessum efnum. Þessi félög [REI og GGE] eru búin að vera í samvinnu um nokk- uð langt skeið þrátt fyrir að fara ekki út í þessa sameiningu fyrr en í byrjun október. Menn hafa gert skuldbindingar hvorir gagn- vart öðrum og gagnvart þriðja aðila, þannig að ef annar aðilinn ætlar að bakka út úr því er ljóst að hann verður skaðabótaskyldur gagnvart þeim sem eftir situr. Það er bara þannig og þær fjárhæðir sem um ræðir geta verið umtalsverðar.“ Hannes segist ekki geta sagt til um það hvort hraði viðskiptalífsins sé einfaldlega of mikill fyrir borgarpólitíkina en undrast hvernig borgin stendur að ákvarðanatöku sinni. „Við sömdum við okkar gagnaðila í góðri trú og á þeim hraða sem okkur fannst eðlilegur. Ef farið er yfir þessa atburðarás, þá sést að það lá alveg fyrir í hvaða farveg þetta mál var að fara löngu áður en skrifað var undir endanlega samninga 3. október. Við getum að minnsta kosti ekki borið ábyrgð á því hvernig menn standa að því að kynna samninga í sínu eigin baklandi.“ Skaðinn eigenda Orkuveitunnar Óhætt er að segja að Geysir Green hafi vaxið gríðarlega síðan félagið var stofnað í janúar sl. og tekur það nú þátt í útrásarverk- efnum á sviði jarðvarma um allan heim. „Við vorum búnir að byggja upp öflugt fyrirtæki í Geysir Green áður en það fór í þessa samein- ingu og í millitíðinni erum við búnir að tryggja okkur 70% hluta í Enex, sem þýðir að nú þegar ræður Geysir Green yfir nánast öllum útrásarverkefnum Íslendinga á sviði jarðvarma, ef frá eru talin einstaka verkefni sem Orkuveitan hefur stofnað til. En í þeim teljum við okkur eiga réttindi einnig í gegn- um þennan samstarfssamning sem búið er að gera.“ Hannes segir fyrirtækið líta þannig á að verði samningum rift sé skaði eigenda Orku- veitunnar mikill. „Þeim stóð til boða að inn- leysa 10 milljarða hagnað í þessum samruna. Ekki nóg með að það væri pappírshagnaður heldur var þeim einnig boðið að fá sölutrygg- ingu af þeim hagnaði, þannig að þeir hefðu getað verið með bankaábyrgð upp á það. Nú þurfa þeir væntanlega að finna sér einhverja aðra leið til að verða sér úti um þá fjármuni,“ segir Hannes en áréttar að enn eigi eftir að skoða þetta mál ýtarlega og hnýta lausa enda. Samningar standa þar til annað kemur í ljós Hannes Smárason, stjórnarformaður Geysir Green Energy, segist undrast hvernig borgaryfirvöld taki ákvarðanir 7. mars 2007 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að stofna hlutafélag um útrásar- starfsemi OR. 11. júní. Reykjavík Energy Invest ehf. form- lega stofnað. 23. ágúst Lagðar fram hugmyndir í stjórn REI um fyrirkomulag að samkomulagi milli OR og REI. 11. september. Bjarni Ármannsson kjörinn í stjórn REI og formaður stjórnar. 24. september. Stjórnarformenn REI, OR og Geysir Green Energy handsala samkomulag um sameiningu REI og GGE. 2. október. Meirihluta borgarstjórnar og fulltrúum Akraness og Borgarbyggðar kynntar hugmyndir um samruna REI og GGE. 3. október. Fulltrúum minnihluta í borgar- stjórn kynntur samruninn. 3. október. Eigenda- og stjórnarfundur OR samþykkir samruna REI og GGE og þjón- ustusamning OR og REI. 11. október. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur fellur þegar Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokks, gengur til samstarfs við Samfylkinguna, VG og F-lista um myndun nýs meirihluta. 15. október Mál Svandísar Svavarsdóttur til að fá eigendafund OR dæmdan ólögmætan þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. október. Borgarráð samþykkir að fela stýrihópi að gera úttekt á aðdraganda og kynningu stjórnar- og eigendafundar OR og ákvörðunum sem þar voru teknar er varða sameiningu REI og GGE. 1. nóvember Borgarráð samþykkir tillögur stýrihóps um að hafna samruna REI og GGE, 20 ára einkaréttarsamningi REI við OR og að OR gangist undir ýtarlega stjórn- sýsluúttekt. Morgunblaðið/Kristinn Virkjað á heiðinni Orkuveita Reykjavíkur reisir um þessar mundir jarðvarmavirkjun til rafmagns- og heitavatnsframleiðslu á Hellisheiði. Á myndinni sjást Árni Eðvaldsson, verkstjóri hjá Ístak, og Iða Brá Vilhjálmsdóttir hjá Fjarhitun á framkvæmdastað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.