Morgunblaðið - 02.11.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 31
UMRÆÐAN
Las í Morgunblaðinu í dag að enn
ætti að leggja fram frumvarp um
viðurkenningu táknmáls sem fyrsta
máls heyrnarlausra,
heyrnarskertra og
daufblindra. Að vissu
marki er það gott mál
og þá einkum fyrir þá
sem þurfa að reiða sig
á tákn umfram allt
annað, undirritaður
væri síðastur manna til
að leggja stein í götu
nokkurra sam-
skiptamöguleika þess-
ara hópa. Táknmál er
vissulega frábært fyrir
þá sem á þurfa að
halda en sá er hæng-
urinn á að um leið er hætta á að lög-
bindingin verði að vandamáli og
ólögum fyrir enn stærri hóp. Al-
rangt er að táknmál hafi ekki verið
sýnilegt hér á landi fyrr en á níunda
áratugnum sem má vera til vitnis um
að þingkonan hefur ekki kynnt sér
þessi mál að marki, hins vegar er
mikið rétt að ný og fullkomnari teg-
und táknmáls ruddi sér braut í heim-
inum á þeim tíma og barst að sjálf-
sögðu til Íslands, opnaði ótal nýja
möguleika til tjáskipta og með sanni
magnað.
Hafi mér ekki missýnst fyrir og
eftir miðbik fimmta áratugar síðustu
aldar þá ég var fyrir sérstakar að-
stæður nemandi í Málleysingja-
seinna Heyrnleysingjaskólanum,
höfðu krakkarnir sem fæddust
heyrnarlaus/heyrn-
arskert ágætt vald á
gamla táknmálinu. Má
segja að kjaftað hafi á
þeim hver tuska jafnvel
í kennslutímunum en
það var auðvitað bann-
að í þessum skóla sem
öllum öðrum á landi
hér. En hins vegar sá
ég aldrei nokkurn tíma
kennara eða aðra
starfsmenn skólans
banna þeim að tala
þannig sín á milli. Ann-
að og gott mál að skóla-
stjórinn, Brandur Jónsson, lagði ríkt
á við okkur þrjá, sem allir misstu
heyrnina níu ára gamlir, að tala sem
allra mest innbyrðis og nota til þess
þjálfuð talfærin, enda vorum við jafn
færir til þess og heyrandi börn og
með innbyggt heyrnarminni, sem þó
skiljanlega var hætt að bregðast við
og hlaða á sig. Var sem sagt til stað-
ar og ef því er ekki haldið við er
hætta á að kvarnist úr minninu og
hæfileikinn til eðlilegs talmáls rýrni,
jafnvel tapist með tíð og tíma eins og
dæmin sanna. Einneigin hvatti hann
okkur eindregið til að tala sem mest
við heyrandi fólk, bæði til að við-
halda málkenndinni og málminninu
og þjálfa okkur í varalestri. Nei,
ekkert ofbeldi hér.
Nærtækt að spyrja heiðraða þing-
konuna, hvort hún mundi samþykkja
að táknmál yrði hennar fyrsta mál,
móðurmál en íslenska annað ef svo
hörmulega vildi til að hún veiktist
illa og missa heyrnina, segjum þá
framvegis að reiða sig á táknmál
sem inniber einnig að samlagast
menningarheimi heyrnarlausra.
Einnig er spurn hvort ekki hangi
fleira á spýtunni varðandi heill og
hamingju heyrnarlausra/heyrn-
arskertra en að lögleiða táknmál yfir
allan hópinn og skilja varalestur úti í
kuldanum og margt annað sem
brýnt væri að sinna en vanrækt hef-
ur verið?
Vísa til og minni á að um leið og
heyrnin svíkur að fullu glatast mik-
ilvægasta skilningarvit mannsins og
útvörður allra hinna, bjargvættur
um aldir alda. Þolandi er skikkaður
til að lifa í þögn og með hálft minni,
um leið lokað fyrir alla möguleika til
að nema, virkja og varðveita ut-
anaðkomandi hljóð og hefur nú sjón-
minnið eitt sér til fulltingis. Þá ætti
mikilvægi þess að virkja sjónminnið
og sjónheiminn að vera augljóst,
getur bætt svo margt upp og miklu
fleira en flestir gera sér grein fyrir
að óreyndu. Hinn heyrnarlausi/
heyrnarskerti þarf mikið að leita til
lesmáls og textaðra fyrirbæra til að
nema umheiminn og viðhalda orða-
forða sínum, gefur þá auga leið hve
textar með efni skjámiðla eru honum
mikilvægir.
Því miður er stór gjá milli fæddra
heyrnarlausra/heyrnarskertra og
heyrandi, en mögulegt að brúa hana
á ýmsan hátt og þar ætti metnaður-
inn að liggja en ekki sú blekking að
táknmál leysi öll vandamál á einu
bretti. Símenntun til að auka þessi
tengsl ætti að vera mál málanna og
meðal þess er viðurkenning á tákn-
máli, þjálfun á því og varalestri, og
vel að merkja talmáli og tjáskiptum
við heyrandi.
Summan af þessu er að heyrn-
arleysi telst hindrun/tálmun, skil-
greint sem handicap á mörgum
tungumálum og ekki síður ör-
lagaríkur annamarki en líkamleg
fötlun, en samt hefur meinið mætt
afgangi í þjóðfélaginu enda ekki
sýnilegt fyrirbæri. Í fæstum til-
fellum er um arfbera, gen, að ræða,
en í þeim fáu tilvikum mun hinn
heyrandi heimur einkum fjarlægt og
illskiljanlegt fyrirbæri sem þolendur
eiga bæði erfitt með að laga sig að og
ráða við. Þeim og öðrum sem eru illa
læsir og skrifandi og fákunnandi um
almenn hugtök er táknmál algjör
himnasending. En ógrundaður upp-
sláttur í pólitík ásamt þrýstingi
minnihlutahóps má síður verða til að
skapa fleiri vandamál en hann leysir.
Að lokum þetta; á skjánum sjáum
við nær árlega þingmenn í hjólastól
með bundið fyrir augun til að upplifa
daglegt líf, dagens dont, löggiltra
þolenda, en aldrei er þannig farið
um heyrnarleysi. Hvernig væri ef
þingmenn settu eyrnatappa í eyrun
og góndu svo (skilningsvana) á fé-
laga sína, einn af öðrum í kapp-
ræðum eða ræðupúltinu?
Já, hví ekki!
Orð til Katrínar Júlíusdóttur
Bragi Ásgeirsson skrifar um
frumvarp um viðurkenningu
táknmáls sem fyrsta máls
heyrnarlausra
» Símenntun til aðauka þessi tengsl
ætti að vera mál mál-
anna og meðal þess er
viðurkenning á tákn-
máli, þjálfun á því og
varalestri, og vel að
merkja talmáli og tjá-
skiptum við heyr-
andi.
Bragi Ásgeirsson
Höfundur er gagnrýnandi
og listamaður.
STUNDUM trúir
maður ekki sínum eig-
in eyrum. Það gerðist
þó þegar Sigrún Björk
Jakobsdóttir, bæj-
arstjóri á Akureyri,
lýsti yfir því að Hag-
kaup fengi ekki að
byggja verslun á út-
jaðri svæðisins þar
sem Akureyrarvöllur
er nú. Þetta segir hún
þó eftirfarandi megi
lesa í greinargerð með
staðfestu að-
alskipulagi Akureyrar frá síðasta
ári: „Gert er ráð fyrir að Akureyr-
arvöllur verði lagður af og að á
svæðinu verði blönduð landnotkun
íbúðarbyggðar, útivistarsvæðis,
verslunar og þjónustu.“ Þessu til
viðbótar segir: „Svæðið er jað-
arsvæði miðbæjarins og er gefinn
kostur á uppbyggingu
verslunar og þjónustu á
reitnum sem styðji
miðbæinn og tengi
hann verslunar- og
þjónustusvæðinu á
Glerártorgi.“ Þarna er
enginn vafi á því hver
ramminn er sem vinna
skal innan við frekari
útfærslu svæðisins.
Vissulega gæti skýr-
ingin á ummælum bæj-
arstjóra verið sú að
ekki eigi að víkja frá
þessari staðfestu
stefnu og byggt verði versl-
unarsvæði þarna ásamt öðru því
sem nefnt er. Þá geti þeir versl-
unareigendur sem þess óska sótt
um aðstöðu þar – allir nema Hag-
kaup. Þar sem þeim hafi orðið það á
að sýna þessu svæði áhuga fyrir
einhvern hluta starfsemi sinnar þá
sé rétt að taka strax af skarið og
útiloka þá og koma í veg fyrir slíkan
yfirgang. Uppátroðsla af því tagi
verði ekki liðin enda þótt bæj-
arstjórinn hafi ekki haft kjark til að
segja þeim það augliti til auglitis á
fundum sem haldnir hafa verið um
málið.
Hin skýringin gæti verið raun-
hæf, að bæjarstjóri sé með þessu að
koma skilaboðum til sérstakrar
nefndar, sem vinnur nú að útfærslu
svæðisins, á þá leið að hún eigi ekki
að fara eftir staðfestu aðalskipulagi
og útiloka allt sem heitir verslun á
hluta þess. Ef svo er þá leyfi ég mér
að halda því fram að bæjarstjóri
fari langt út fyrir sitt verksvið og sé
kominn á hálan ís. Þegar þess er
líka gætt að fyrrverandi bæj-
arstjóri, Kristján Þór Júlíusson,
treystir sér ekki til að tjá sig um
þetta útspil Sigrúnar þá er sú þögn
svo hávær að undir tekur í nálæg-
um fjallabyggðum.
Skipulagsmál eru dauðans alvara
og mikilvægt að stefnan sé mörkuð
eftir réttum og formlegum leiðum
og framkvæmd í samræmi við það
sem ákveðið hefur verið. Akureyr-
ingar tóku virkan þátt í að móta
grundvöllinn að því aðalskipulagi
miðbæjarins sem hefur nú þegar
verið staðfest og vinna á eftir. Þessi
almenna samstaða bæjarbúa leggur
allri bæjarstjórn á herðar mikla
ábyrgð, að framkvæma þann hluta
skipulagsins sem hér er gert að um-
ræðuefni í samræmi við staðfest að-
alskipulag. Því ber að forðast
glannalegar yfirlýsingar sem ekki
eru í samræmi við það.
Glannaleg ummæli
Ragnar Sverrisson er undrandi
á yfirlýsingu bæjarstjórans á
Akureyri vegna skipulagsmála
Ragnar Sverrisson
» Skipulagsmál erudauðans alvara og
mikilvægt að stefnan sé
mörkuð eftir réttum og
formlegum leiðum …
Höfundur er formaður
Kaupmannafélags Akureyrar.
Fréttir á SMS