Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 22

Morgunblaðið - 02.11.2007, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRILISTIR Í HNOTSKURN »Stefnt er að því að tónleik-arnir Frostroses 2008 verði teknir upp á Akureyri í nóvember og sýndir í sjón- varpi víða um heim um jólin. Ekki er frágengið hverjir koma þar fram. »Á jólatónleikunum í Hall-grímskirkju í fyrra sungu Ragnhildur Gísladóttir, Sissel Kyrkjebø, Eleftheria Arvan- itaki, Patricia Bardon og Eivør Pálsdóttir. VIÐRÆÐUR við umboðsmenn nokkurra heims- frægra söngvara eru hafnar vegna Frostrósatón- leika í nóvember 2009, sem fara fram í Akureyr- kirkju ef hug- myndir frum- kvöðlanna verða að veruleika. Bræðurnir Samúel og Bjarki Rafn Kristjánssynir hafa staðið að árlegum Frostrósatónleik- um undanfarið og að Frostroses, al- þjóðlegu jólaverkefni frá Íslandi; ár- legum tónleikum með heimsfrægum listamönnum sem teknir yrðu upp í nóvember og sýndir um víða veröld um jólin. Þeir listamenn sem eru á óskalista þeirra bræðra fyrir tónleikana 2009 eru ítalski óperusöngvarinn Andrea Bocelli – sem kom fram í Egilshöll í Reykjavík í vikunni – hin írska Enya, Katie Melua frá Georgíu, Banda- ríkjamennirnir Josh Groban og Whitney Houston og síðast, en ekki síst, skoska söngkonan Annie Len- nox úr Eurythmics. Viðræður við umboðsmenn allra standa yfir. Lennox, Houston og Melua allar á óskalista Frostrósa Annie Lennox ÞEMAVIKU nemenda á unglingastigi í Brekkuskóla lauk í gær með glæsilegri leiksýningu á sal skólans. Alla vikuna hafa krakkarnir unnið að ýmsum verk- efnum tengdum mannréttindum, m.a. setti einn hóp- urinn upp „flóttamannabúðir“ fyrir utan skólann; þar dvöldu krakkarnir um tíma til þess að reyna að kynnast af eigin raun aðstæðum á slíkum stað. Það var heldur kalt en þau suðu sér hrísgrjón til átu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Flóttamannabúðir“ á Brekkunni Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HUGMYNDIR eru uppi um að fars- inn Fló á skinni verði settur á svið í húsnæði Flugsafns Íslands á Akur- eyrarflugvelli seinna í vetur. Verkið er á dagskrá Leikfélags Akureyrar og upphaflega átti að frumsýna það 29. desember næstkomandi í gamla Samkomuhúsinu. Vegna mikillar aðsóknar á leikrit- ið Óvita, sem nú er á fjölum Sam- komuhússins, hefur frumsýningu farsans verið frestað um einn mánuð og fyrr í vetur kviknaði sú hugmynd að nýta húsnæði Flugsafnsins sem leikhús tímabundið – og sýna þar Fló á skinni til þess að geta haldið áfram að sýna Óvita enn lengur í Sam- komuhúsinu; að þeim yrði a.m.k. ekki hætt fyrir fullu húsi. Ef af verður gætu 400 manns séð hverja sýningu á Fló á skinni í Flug- safninu, rúmlega tvöfalt fleiri en LA getur komið fyrir í dag; um 120 manns komast í sæti í Rýminu þar sem leikritið Ökutímar verður frum- sýnt í kvöld og tæplega 200 sæti eru í Samkomuhúsinu. Hugmynd LA um tímabundið leik- rými í Flugsafninu var vel tekið, bæði af forsvarsmönnum Akureyr- arbæjar og Flugsafnsins og er nú unnið að því að útvega ýmsan búnað til þess að draumurinn megi rætast. Flóin á Flug- safnsskinninu? LA, Flugsafnið og Akureyrarbær íhuga að koma upp 400 manna leikhúsi í safninu NÝTT stórhýsi Flugsafns Íslands á Akureyri var tekið í notkun fyrir nokkrum mánuðum. Segja má að það sé þegar orðið fjölnotahús því á dögunum voru þar afhent íslensku Sjónlistaverðlaunin þar sem Högna Sigurðardóttir arkitekt fékk heið- ursorðuna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölnotahús PLÖTUSNÚÐARNIR Dabbi Rún, Siggi Rún og Pétur Guð, sem kalla sig N3, standa fyrir Hrekkjavöku- balli í Sjallanum í kvöld. Húsið verður í viðeigandi búningi og er gert ráð fyrir að gestir Sjallans verði einnig í búningum á ballinu. Valinn verður besti búningurinn kl. þrjú. Fyrr um kvöldið fer fram keppnin um titilinn Herra Norður- land þar sem sjö strákar taka þátt. Hrekkjavökuballið hefst upp úr miðnætti eða strax og Herra Norð- urland hefur verið krýndur. Hrekkjavaka í Sjallanum „ER munur á námsárangri nem- enda eftir kennsluformi?“ spyr Guðmundur K. Óskarsson, lektor við viðskipta- og raunvísindadeild HA í fyrirlestri á málstofu deild- arinnar í dag kl. 12.10 á Sólborg. Guðrún Elín Benónýsdóttir kynnir svo meistararitgerð sína í heil- brigðisdeild í opnum fyrirlestri á sama stað kl. 15. Fyrirlestrar í háskólanum HLJÓMSVEITIN Ljótu hálfvitarnir verða með tónleika á Græna Hatt- inum í kvöld og annað kvöld koma þar fram hljómsveitirnar Jan Mayen, Æla og Hoffman. Hálfvitar BEZT að játa það strax: ég hef aldrei verið sérlega gefinn fyrir „cross- over“ tónlist af því ofurmarkaðsvæna tagi sem tengja má við dúó Placido Domingos & Johns Denver, Ten- órana þrjá og nú síðast Andrea Bo- celli er hingað kom í fyrsta sinn á miðvikudag. Þó vel megi vera að snobb og fordómar út frá takmark- aðri viðkynningu spili þar eitthvað inn, þá fannst mér alltaf ákveðin „gallerí“-spilamennska loða við fyr- irbærin, og gífurleg lýðhylli þeirra – sumpart þökk sé öflugum auglýsing- arherferðum – bætti heldur ekki úr skák. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Því eftir á að hyggja var umferðaröngþveitið af völdum far- kosta nærri 6.000 áheyrenda senni- lega versta hlið tónleikahaldsins í stærstu íþróttahöll landsins. Sú bezta frá mínum sjónarhóli var aftur á móti klassískasti þátturinn í efnis- valinu með góðum stuðningi „Tékk- nesku sinfóníunnar“ (skv. annars upplýsingarýrri tónleikaskránni), er gæti í kjölfarið jafnvel hvatt for- senduminnstu áheyrendur til að ganga á lagið og kynna sér fleira úr fjársjóði sígildrar tónlistar. Sveitin sýndi víða fína snerpu eins og í sóp- andi Farandólu upphafsins úr Arles- meyjarsvítu Bizets, og m.a.s. dúndr- andi sveiflu í Amarcord Fellini-tónskáldsins snjalla, Ninos Rota. Það var óneitanlega sérkennilegt að heyra og sjá óperusöngvara og 70 manna sinfóníuhljómsveit í fyrrgetnu gímaldi úr hátt í 100 m fjarlægð. Því þrátt fyrir myndskjái og furðuvel heppnaða uppmögnun – a.m.k. betri en áður hefur heyrzt í Laugardals- höllinni í rokk-tónleikaröð SÍ – þá leiddu aðstæður séðar frá 64. sæta- röð helzt hugann að risalangri trekt, ólíkt því sem gerist á venjulegum klassískum tónleikum hérlendis. Þar við bættist kyndug móða í lofti líkt og eftir reykvél, hafi hún ekki verið brennisteinsvetni frá Hellisheiði. Söngstíll blinda ítalska tenórsins bar óhjákvæmilega fangamark jörm- untónleika en bauð engu að síður stundum upp á þó nokkra dýnamíska vídd, jafnvel þótt verkaði annars staðar líkt og sungið væri gegnum þjöppunartæki. Fyrir öllu var pott- þétt inntónun og óþvinguð hæð, og raddfyllingin var merkilega góð á neðsta sviði þrátt fyrir svolítið rasp- andi barýtonkeim í uppmögnuninni. Annars varð ég, og kannski skilj- anlega, ekki var við mikla sviðsræna útgeislun. Söngvarinn stóð jafnan grafkyrr sem saltstólpi, og burtséð frá tæknilegu öryggi hreif hljómræn túlkun hans mig sjaldan sérstaklega. Þó mætti nefna aríuna Tosca, E lu- cevan le stelle, Mamma Bixios og Torna a Surriento meðal fremstu gæsarhúðarvísa. Gestasöngvararnir fengu að von- um ekki mörg tækifæri en skörtuðu samt góðum röddum. Þó að fókusinn hjá Danielu Bruera virtist nokkuð skjögrandi á sterkum stöðum reynd- ist barýtoninn Gianfranco Montresor litlu hljómminni en aðalstjarnan og verðugur samherji í kannski mesta hápunkti tónleikanna, Perlukaf- aradúetti Bizets. Stórtrekkjari í risatrekt Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Egilshöll Ítölsk, spænsk og frönsk sönglög, aríur og dúettar. Andrea Bocelli T ásamt Dani- elu Bruera S og Gianfranco Montresor bar. Tékkneska sinfónían u. stj. Marcello Rota. Miðvikudaginn 31.10. kl. 20. Andrea Bocelli  Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bocelli „Söngstíll blinda ítalska tenórsins bar óhjákvæmilega fangamark jörmuntónleika en bauð engu að síður stundum upp á þó- nokkra dýnamíska vídd, […].“ „ER NOKKUR sá sem firrir erf- iðleikum nema Guð?“ Á þessum orð- um hefst geisladiskurinn Söngur lif- andi vatna, en hann inniheldur sönglög eftir Salbjörgu Hotz. Sal- björg er píanóleikari sem bjó um tíma í Ísrael en dvelur nú í Sviss. Í bæklingnum sem fylgir geisladisk- inum segir að hún hafi starfað þar við píanókennslu og meðleik, og hafi síðan árið 1998 „gripið í við tón- smíðar“. Texti laganna er fenginn úr helgi- ritum bahá’í-trúarinnar og sam- anstendur af níu bænum, fjórtán heilræðum og einni tilvitnun. Tón- málið er í hefðbundnum dúr og moll, og er auðvitað ekkert að því í sjálfu sér. Þannig er tónlist Jóns Ásgeirs- sonar, og líka margt sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið. Gallinn við lög Salbjargar er að hún hendir hverri klisjunni á fætur annarri framan í áheyrandann, endalausu bergmáli frá tónsmíðum fyrri alda án þess að nokkuð nýtt komi þar fram. Persónulega hef ég ekkert á móti klisjum. Það má með sanni segja að stór hluti kvikmyndatónlistar sé klisja, en í góðum kvikmyndum er hún yfirleitt faglega unnin og þjónar sínum tilgangi. Kannski er það til- gangur Salbjargar að koma boðskap bahá’í-trúarinnar til áheyrenda. Ég get hins vegar ekki séð að það takist hjá henni. Sá sem bara „grípur í við tónsmíðar“ hefur tónmál klassískrar tónlistar ekki almennilega á valdi sínu. Laglínur Salbjargar eru ein- kennilega sundurlausar og hún vinn- ur klaufalega úr þeim. Söngvararnir Gunnar Guðbjörns- son og Sigurður Bragason hafa átt betri daga. Þeim tekst aldrei að gera neitt úr lögunum. Og það hefði hrein- lega mátt sleppa fiðluleik Hjörleifs Valssonar. Hjörleifur reynir vissu- lega að gera eins vel og hann getur, en það breytir engu, fiðlan gerir lög- in enn klisjukenndari og væmnari en ella. Það eina góða við geisladiskinn er fagmannleg upptaka Halldórs Vík- ingssonar, sem og prýðilegur píanó- leikur Salbjargar. Auðheyrt er að þar kann hún almennilega til verka. Söngur stíflunnar Jónas Sen TÓNLIST  Söngvar lifandi vatna. Tónlist eftir Sal- björgu Hotz. Gunnar Guðbjörnsson tenór, Sigurður Bragason baritón, Hjörleifur Valsson fiðla, Salbjörg Hotz píanó. Geisladiskur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.