Morgunblaðið - 03.11.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.11.2007, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI VARAÞINGMENN létu til sín taka á Alþingi í gær og mæltu fyrir þremur þingmálum. Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu, flutti lagafrumvarp sem er ætlað að færa lífeyriskjör alþingismanna, ráðherra og hæstaréttardómara til þess vegar sem er hjá almenn- um ríkisstarfsmönnum og Dögg Pálsdóttir, Sjálfstæðisflokki, mælti fyrir frumvarpi til breytinga á barnalögum sem m.a. felur í sér að foreldrar geti samið um að lög- heimili barns verði hjá þeim báð- um. „Feður sætta sig ekki lengur við að vera óvirkir þátttakendur í lífi barna sinna þótt sambúð þeirra og mæðranna ljúki,“ sagði Dögg. Þá mælti Erla Ósk Ásgeirs- dóttir, Sjálfstæðisflokki, fyrir frumvarpi um að lágmarksútsvar sveitarfélaga verði afnumið. Í um- ræðum var spurt hvort þá mætti ekki allt eins afnema hámarks- útsvar en Erla svaraði því til að sveitarfélögum væri ekki heimilt að taka ákvarðanir sem hefðu íþyngjandi áhrif á íbúa. „Enginn skattur verður lagður á nema heimild sé fyrir honum í lögum,“ sagði Erla. Lögheimili barna, eftir- laun og lágmarksútsvar Launabónus Varaþingmenn mæltu fyrir þremur málum í gær og a.m.k. einn þeirra, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, fékk ráðherrakoss að launum. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is SEÐLABANKINN tók óheppilega ákvörðun út frá röngum forsendum og horfði bara í baksýnisspegilinn en ekki fram á við. Þetta er í grófum dráttum það sem fram kom í máli þriggja ráðherra sem gagnrýndu ákvörðun Seðlabankans að lækka stýrivexti á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagði að með lækkuninni væri Seðlabankinn að senda afar skýr skilaboð um strangt aðhald í peningamálum. „Má búast við því áfram að við horfum á það ástand að Seðlabankinn botnstígi bremsurnar en ríkisstjórnin sé á bensíngjöfinni?“ spurði Steingrímur og taldi bankann standa einan í bar- áttunni við að kæla niður hagkerfið. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði ákvörðun Seðlabankans hafa verið óvænta og ekki heppilega vegna kjarasamninga sem framund- an eru. Bankinn hefði hins vegar sjálfstæðar ákvörðunarheimildir í þessum efnum. Árni M. Mathiesen, fjármálaráð- herra, var ósáttur við forsendurnar sem bankinn gaf sér: „Það er einfald- lega rangt í skýrslu Seðlabankans að hann hafi getað verið með væntingar um að framkvæmdir ríkisins yrðu minni en áætlanir sem lágu sam- þykktar fyrir gáfu til kynna,“ sagði Árni og vísaði til þess að áætlanir um bæði samgönguframkvæmdir og mótvægisaðgerðir vegna þorskafla- skerðingar hefðu legið fyrir lengi. Nöldrar en gerir ekki neitt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ut- anríkisráðherra, sagði rökstuðning Seðlabankans vera þess eðlis að horft væri í baksýnisspegilinn, þ.e. að vísað væri í þenslu vegna aðgerða sem hefðu þegar átt sér stað. „Eðli málsins samkvæmt er þetta stýri- tæki bankans hugsað til þess að hafa áhrif á framtíðina, ekki til þess að stjórna því sem þegar er liðið.“ Valgerður Sverrisdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins, sagði ráð- herrana tala nánast eins og stjórn- arandstæðinga, sem hefðu það ekki sjálfir í hendi sér „að breyta lögun- um „þannig að Seðlabankinn hafi önnur tæki til að taka á efnahags- málunum“ og Steingrímur J. var ekkert sérstaklega ánægður með svörin: „Forsætisráðherra nöldrar en gerir ekki neitt,“ sagði hann. Bremsan og baksýnisspegillinn?  Ráðherrar gagnrýndu stýrivaxtahækkun Seðlabankans harðlega á þingi í gær  Steingrímur J. sagði bankann vera á bremsunni en stjórnvöld á bensíngjöfinni Eftirlaun rædd á ný Eftirlaun æðstu ráðamanna voru rædd á Alþingi í gær þegar Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu, mælti fyr- ir frumvarpi sem er ætlað að breyta umdeildum lögum frá árinu 2003. Eftirlaunalögin svonefndu vöktu miklar deilur í samfélaginu en að þeim stóðu upphaflega þingmenn úr öllum flokkum. Tveir flutningsmanna fengu þó einhverja bakþanka á sín- um tíma. Þannig greiddi Sigurjón Þórðarson atkvæði gegn frumvarp- inu og Þuríður Backman sat hjá. Frumvarpið var engu að síður sam- þykkt með 29 atkvæðum þingmanna úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn og eins þingmanns úr Samfylkingu. Fjór- tán þingmenn voru mótfallnir en 11 sátu hjá. Athygli vakti að formenn allra stjórnmálaflokkanna nema Sjálfstæðisflokks voru ekki við þing- hald þegar frumvarpið var afgreitt. Allir sem tóku til máls í umræðunum í gær voru andsnúnir lögunum eins og þau eru þótt skiptar skoðanir séu um hvaða leið eigi að fara til að breyta þeim. Pétur H. Blöndal var eini þingmaður Sjálfstæðisflokks sem tók til máls og Valgerður Sverr- isdóttir ein framsóknarmanna. Jú, hann er kona Jafnréttismál hafa verið mál málanna und- anfarna viku og sjálft Alþingi hef- ur ekki verið und- anþegið gagnrýni. Þannig benti Dögg Pálsdóttir á að í bækl- ingnum Háttvirtur þingmaður, sem nýjum þingmönnum er fenginn, komi fram stöðluð kynhlutverk á annars skemmtilegum teikningum sem prýða bæklinginn. Dögg benti á tvær myndir máli sínu til stuðnings. Á ann- arri má sjá þingmann sem situr að vinnu heima fyrir en heimiliskött- urinn og börnin láta hann ekki í friði. „Og hvaða kyns er þingmaðurinn? Jú hann er kona,“ sagði Dögg og bætti við að teiknaranum hefði greinilega ekki dottið í hug að karlþingmaður þyrfti að búa við þessi vinnuskilyrði heima fyrir. Hin myndin sem Dögg tók sem dæmi er af ræstitækni, sem jafnframt var kona. „Þarna birtast í þessum ann- ars skemmtilegu skopmyndum þessi hefðbundnu viðhorf í þjóðfélag- inu,“ sagði Dögg. ÞETTA HELST … Dögg Pálsdóttir ÞINGMANNAMÁL tóku mestan tíma Alþingis í vikunni sem er að líða. Fyrir fréttaþyrsta fjölmiðla eru þau kannski ekkert sérstaklega spennandi, ekki af því að þingmenn skorti góðar hugmyndir, heldur miklu fremur vegna þess að þing- mannamál hljóta svo sjaldan fulln- aðarafgreiðslu. Þótt þingmanni takist að ná þver- pólitískri samstöðu er alls óvíst að málið komist á dagskrá viðeigandi nefnda og hvað þá á dagskrá þings- ins þegar þar að kemur. Mikil og góð vinna þingmanna fer því í súginn og framkvæmdavaldið er með mun sterkari stöðu fyrir vikið. Þingmenn ættu að hugleiða það hvort þeir sjái sér ekki sjálfir fært að breyta þessu. Þeir geta sameinast um að koma ákveðnum málum á dag- skrá þó ekki sé nema bara til að fá að greiða atkvæði um þau, og um leið yrðu ráðherrum send skýr skilaboð um að þeir séu ekki einir færir um að gera breytingar. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, lýsti því yfir í vikunni að hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir því að bjór- og léttvínsfrumvarpið svonefnda hlyti afgreiðslu í allsherjarnefnd. Staðan væri nefnilega sú að meirihluti nefndarmanna væri mótfallinn frumvarpinu og gæti því hæglega komið í veg fyrir að það rataði út úr nefndinni. Haft var eftir Jóni í frétt- um Ríkisútvarpsins að hann hefði kynnt þá afstöðu sína þegar hann kom inn á þing í fyrsta sinn sem varaþingmaður, fyrir tuttugu árum, að hann teldi ekki hlutverk nefnda að stöðva mál. Fleiri þingmenn mættu taka sér Jón til fyrirmyndar í þessum efnum enda er mun æski- legra fyrir kjósendur að geta séð svart á hvítu hver afstaða kjörinna fulltrúa er og það er erfitt ef málin týnast í nefndum. Bleikar gjafir í barnaafmæli Miklar umræður spunnust á þingi í vikunni um nýtt frumvarp félags- málaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Ríkis- stjórnin hefur þegar samþykkt frumvarpið og þingflokkar beggja stjórnarflokkanna tekið það til með- ferðar. Þrátt fyrir að sumir þing- menn hafi sett fyrirvara við frum- varpið þá voru allir sem komu upp í pontu sammála um markmiðin og ekki nóg með það, heldur mótmælti því enginn að ákveðið misrétti væri milli karla og kvenna í samfélaginu. Pétur Blöndal vildi þó heldur ein- blína á jafnrétti fólks, enda ætti mis- munun milli fólks af sama kyni sér líka stað. Pétur vakti samt einnig at- hygli á því að ólík framkoma við börn af sitthvoru kyninu gæti haft tals- verð áhrif og rifjaði upp barnaaf- mæli hjá stúlku þar sem allar gjafir voru bleikar og ýttu mjög undir hefðbundin kynhlutverk. Konur skortir dómgreind en hafa meiri siðgæðistilfinningu Það ættu kannski ekki að þykja stórtíðindi að þingmenn séu nokkurn veginn á einu máli um að komið sé fram við konur og karla á ólíkan hátt. Hins vegar þarf ekki að horfa langt aftur til að komast að því að skoðanir hafa sannarlega verið skiptar í gegn- um tíðina. Þannig sagði Albert Guð- mundsson í þingræðu um fyrstu jafnréttislögin, sem hann var lítið hrifinn af, árið 1976: „Eru einhver dæmi þess að atvinnurekendur hafi beinlínis mismunað fólki eftir kyn- ferði? Ég hef aldrei nokkurn tíma heyrt þess getið og hefði gaman af að fá hér dæmi um það.“ Sé horft til baka til baráttunnar fyrir kosningarétti má einnig finna ýmis kostuleg ummæli sem oftar en ekki byggðust á ákveðnum hug- myndum um hæfileika og hlutverk kynjanna. Í umræðu um frumvarp um kosningarétt kvenna árið 1911 sagði Jón Ólafsson: „Ég er því hlynntur, að konur fái jafnrétti við karlmenn, því að þótt gáfnafari og lundarfari sé ólíkt farið og konur skorti oftast dómgreind á við karl- menn, þá bæta konur það upp með öðrum kostum. Siðgæðistilfinning kvenna er meiri en karla og þær láta síður leiðast af eigingjörnum hvöt- um.“ Jón Jónsson frá Múla var hins vegar á því að konan sómdi sér best innan veggja heimilisins (kannski á bak við eldavélina?): „Staða konunn- ar er aðallega sú, hér eins og annars staðar, að vera móðir og húsmóðir og ég geri ráð fyrir að enginn sé svo djarfur að halda því fram, að það sé þýðingarminna að ala upp börn og standa fyrir heimili en að halda mis- jafnar ræður á Alþingi. Það er því einfalt og auðsætt, að sérhvað það, sem dregur huga konunnar frá heimilinu, er úr hinni lakari átt og þarf mikið gott á móti að koma ef ábati á að verða að því.“ Snúið upp á handlegg? Í umræðum um frumvarp félags- málaráðherra í vikunni héldu stjórn- arandstöðuþingmenn því fram að Samfylkingin hefði þurft að snúa upp á handlegg Sjálfstæðisflokksins til að fá frumvarpið lagt fram. Stjórnarliðar, þ.m.t. félagsmálaráð- herra, blésu á þetta og sögðu Sjálf- stæðisflokkinn standa heilshugar að baki frumvarpinu. Engu að síður settu sjálfstæðis- þingmenn fram ákveðna fyrirvara í samræmi við stefnu síns flokks. M.a. létu þeir í ljósi áhyggjur af þeim kvöðum sem eru lagðar á atvinnulífið og heimild Jafnréttisstofu til að beita dagsektum. Undirrituð verður hins vegar að játa að hún hnaut aðeins um gagn- rýni þess efnis að frumvarpið væri e.t.v. „of kvennamiðað“. Í umræðun- um virtust a.m.k. flestir vera á einu máli um að það hallaði ívið meira á konur en karla í samfélaginu. Er þá eitthvað óeðlilegt við að frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé kvennamiðað? Hvað sem öðru líður voru umræð- urnar um jafnréttisfrumvarpið með þeim líflegri sem hafa átt sér stað það sem af er þingvetri. Hitt er svo annað, og kannski bæði fagnaðar- og áhyggjuefni, að af þeim sextán þing- mönnum sem tóku til máls voru að- eins fimm konur og þá er meðtalin Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra. Bleikar gjafir og konur með siðgæðistilfinningu ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir Ögmundur Jónasson 1. nóvember Skyldur LSH Telur Landspítalinn sig hafa ríkari skyldur gagnvart meintum við- skiptahagsmunum starfsmannaleiga en ís- lenskum skattborg- urum? Eiga skatt- greiðendur ekki kröfu á að vita hvernig fjár- munum þeirra er var- ið? Eiga stéttarfélögin ekki kröfu til að fá upplýsingar um launakjör til þess að ganga úr skugga um að ekki sé mismunað í launum og kjörum? Meira: ogmundur.is ÞINGMENN BLOGGA Össur Skarphéðinsson 2. nóvember Eymd í Osló Það voru þægileg við- brigði að koma í svalt haustið í Osló eftir svækjuhita í Asíu. Annirnar eystra voru það miklar, og ófyr- irséðar, að ég náði lítið að sjá til mannlífs. Ég fór þó í tvö lítil samfélög, fátæk og snauð, í sitthvoru landinu. Heim- komnum þótti mér það merkilegt að ég sá meiri mannlega eymd í mið- borg Oslóar, en ég varð var við á ferðalagi mínu í Asíu. Þegar náttar er Karl Johan og nágrenni orðin að markaðstorgi fyrir dóp og mansal. Meira: ossur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.