Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
200 MIÐAR seldust á árlega að-
ventutónleika Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands strax á fyrsta sölu-
degi, skv. frétt frá hljómsveitinni.
Tónleikarnir verða haldnir í
Íþróttahöllinni laugardaginn 8. des-
ember kl. 18 og einsöngvari verður
Garðar Thor Cortes „sem er um
þessar mundir að hasla sér völl um
heim allan sem einn af okkar bestu
söngvurum.“ Einnig syngur Söng-
félagið Sálubót með hljómsveitinni.
Á efnisskránni verður jóla- og að-
ventutónlist. Stjórnandi er Guð-
mundur Óli Gunnarsson. Miðasala
fer fram í Pennanum-Eymundsson í
Hafnarstræti.
Morgunblaðið/Þorkell
200 miðar
fóru strax
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
HUGMYND bæjaryfirvalda á Akur-
eyri um að lækka niðurgreiðslur til
fólks vegna dvalar barna þess hjá
dagforeldrum hefur fallið í grýttan
jarðveg. Undirskriftalistar liggja nú
frammi hér og þar í bænum þar sem
hugmyndinni er mótmælt.
Ekki er langt síðan umræddar
greiðslur til foreldra voru hækkaðar
töluvert, en þá var ekki gert ráð fyrir
því að börnum í daggæslu myndi
fjölga jafnmikið og raunin hefur orð-
ið. Þau voru 45 árið 1999 en eru nú
149, þrátt fyrir að fjöldi fæddra
barna á ári hafi lítið breyst. Þá hefur
kostnaðurinn við þessa þjónustu
aukist mjög mikið eða úr rúmum 5
milljónum árið 1999 í tæpar 70 millj-
ónir árið 2007. Samhliða hefur rým-
um í leikskólum verið fjölgað um 416.
Þegar farið var að taka 18 mánaða
börn inn í leikskóla vorið 2006 var
talið að börnum í daggæslu myndi
fækka, en raunin varð þveröfug.
Á sama tíma var ákveðið að for-
eldrar greiddu sama gjald fyrir börn
í daggæslu og í leikskólum. Þess
vegna varð að leita eftir samningum
við dagforeldra um hámarksgjald
þar sem gjaldskrá þeirra var frjáls
og gjaldið því mishátt. Hluti sam-
komulagsins var að hámarksgjald
yrði 65 þúsund krónur á mánuði fyrir
átta tíma vistun á dag. Um leið var
dagforeldrum skapað starfsöryggi í
allt að 10 mánuði á ári ef barni hjá
þeim væri boðið pláss í leikskólum
Akureyrarbæjar og dagforeldrið
fengi ekki annað barn í staðinn.
Tryggingin er fólgin í því að Akur-
eyrarbær greiðir dagforeldri áfram
eins og ef það væri með barn í vistun
þar til annað barn kemur í plássið.
Samningurinn var til eins árs og á
fundi fulltrúa bæjarins með viðræðu-
hópi á vegum dagforeldra var á dög-
unum kynnt sú hugmynd að hætt
yrði að miða gjald foreldra við leik-
skólagjaldskrána frá og með 1. jan-
úar 2008. Þess í stað myndu foreldr-
ar sem eru giftir eða í sambúð greiða
50% af gjaldi dagforeldra á móti Ak-
ureyrarbæ og einstæðir foreldrar
40% á móti 60% Akureyrarbæjar.
Gunnar Gíslason, fræðslustjóri
Akureyrar, segir það af illri nauðsyn
sem hugmyndin kemur fram. Kostn-
aðurinn við niðurgreiðslur til dag-
gæslu sé orðinn miklu meiri en gert
var ráð fyrir og því standi Akureyr-
arbær frammi fyrir tveimur valkost-
um; annars vegar að halda niður-
greiðslunum óbreyttum og
takmarka fjölda barna sem fá nið-
urgreiðslu eða að lækka niður-
greiðsluupphæðina til að geta greitt
sömu upphæð með öllum börnunum.
Hugmyndir um lækk-
un vekja litla lukku
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mikill földi Mun fleiri börn eru hjá dagforeldrum á Akureyri en áður var.
Í HNOTSKURN
»Verði hugmynd bæjarinsað veruleika lækkar nið-
urgreiðsla líklega um 10-12
þúsund kr. á mánuði, til giftra
foreldra, með barni sem er í 8
tíma vistun á dag. Bent er á að
þrátt fyrir það yrði niður-
greiðslan meiri en annars
staðar; 34.144 á Akureryri,
29.640 í Hafnarfirði, 30.000 í
Kópavogi og 31.880 í Reykja-
vík svo dæmi séu tekin.
Í DAG fer fram haustþing Akureyr-
arAkademíunnar og ber yfirskrift-
ina Sauðkindarseiður í ull og orð-
um. Samkoman er í Húsmæðra-
skólanum við Þórunnarstræti kl.
13-19 og er óður til sauðkind-
arinnar. Þar verður fléttað saman
hugvísindum, búvísindum, listum
og matarmenningu. Þingið er öllum
opið og endurgjaldslaust.
Óður til sauð-
kindarinnar
STJÓRN Akureyrarstofu hefur
ákveðið að um miðjan janúar verði
haldinn opinn hugmyndafundur
íbúa bæjarins um hátíðarhöld um
verslunarmannahelgina.
Hvað vill fólk?
BIRGIR Sigurðsson opnar í dag á
Café Karolínu í Listagilinu sýningu
sem hann kallar Café Karólína
Versus Listasafn Reykjavíkur B-
salur: Hugmynd að leið rafmagns.
Sýningin hefst kl. 14.
Hugmyndir að
leið rafmagns
FÉLAG áhugafólks um heimspeki á
Akureyri ætlar að hefja vetrarstarf
sitt á því að halda „heimspekikaffi-
hús“ á sunnudögum. Hið fyrsta er á
dagskrá á morgun, sunnudag, á
Bláu könnunni á milli kl. 11 og 12.
Fyrsti frummælandi verður Krist-
ján Kristjánsson, prófessor í heim-
speki við HA, en erindi hans ber
heitið: Stafar illmennska undan-
tekningalaust af fáfræði eða geð-
sjúkdómi?
Kaffihúsa-
heimspeki
JÓN Bragi Bjarnason, prófessor í
lífefnafræði við Háskóla Íslands og
forstjóri líftæknifyrirtækisins Ens-
ímtækni ehf., flytur fyrirlestur um
lyfjaþróun úr íslensku sjávarfangi
nk. mánudag í Háskólanum á Akur-
eyri. Einkum verður sjónum beint
að fjáröflun hjá erlendum fjárfest-
ingabönkum til verkefna í lyfjaþró-
un og markaðssetningu.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
stofu L103 á Sólborg og hefst kl.
9.05. Allir eru velkomnir.
Fjáröflun
lyfjaþróunar
Selfoss | Sig-
urður Sigur-
sveinsson, skóla-
meistari Fjöl-
brautaskóla
Suðurlands, hef-
ur sagt lausri
stöðu sinni við
skólann og gerir
ráð fyrir að
hætta þar störf-
um 1. febrúar
2008. Hann hefur verið skólameist-
ari í fjórtán ár og starfaði þar áður
sem áfangastjóri í átta ár.
„Það er engin sérstök ástæða fyr-
ir þessu hjá mér – nema sú tilfinning
að nú sé komið nóg. Þetta hefur ver-
ið afar skemmtilegur tími við stjórn
þessa skóla,“ sagði Sigurður sem til-
kynnti starfsmönnum skólans þessa
ákvörðun sína á fundi með þeim 1.
nóvember.
Hann fetar í fótspor Þórs Vigfús-
sonar, fyrrverandi skólameistara,
sem á sínum tíma tilkynnti ákvörð-
un sína um að hætta sem skólameist-
ari í byrjun nóvember, þá eftir rúm-
lega 10 ára starf sem skólameistari.
„Ég er bara að líta í kringum mig og
hef ekkert ákveðið. Það kemur bara
í ljós hvað verður,“ sagði Sigurður.
Sigurður skóla-
meistari hefur til-
kynnt uppsögn
Sigurður
Sigursveinsson
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Árborg | Bæjarráð Sveitarfélagsins
Árborgar hefur samþykkt að koma
á almenningssamgöngum á milli
Selfoss, Eyrabakka og Stokkseyrar
frá og með næstu áramótum.
Fram kom á fundinum að Þing-
vallaleið ehf. hefur sérleyfi á þess-
ari akstursleið út næsta ár og var
ákveðið að leita eftir samningum
við fyrirtækið um verkefnið. Kostn-
aður liggur ekki fyrir.
Almenningssam-
göngur á Eyrar
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | Fræðslunet Suðurlands
stendur nú á haustönn fyrir nám-
skeiði í pólsku fyrir áhugasama,
eins og það er nefnt í kynningu.
Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er
upp á námskeið í pólsku hjá
Fræðslunetinu en á vegum þess
standa nú yfir fjölmörg námskeið.
Þrettán nemendur sækja um
þessar mundir 30 stunda námskeið í
pólsku þar sem þeir fá innsýn í mál-
ið og pólska menningu. Þeir sem
sækja námskeiðið eiga það allir
sammerkt að vera í einhverjum
samskiptum við Pólverja í starfi og
einkalífi og vilja sækja sér þekk-
ingu og leiðsögn í því að fikra sig
áfram við að læra pólskuna.
Kennslan fer fram á átta kvöldum í
skólastofum Fræðslunetsins í
íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.
Það er Aneta M. Matuszewska,
kennari, bókavörður og leiðsögu-
maður, sem kennir hópnum. „Það
gengur bara vel að kenna Íslend-
ingum pólsku og þetta er einn besti
hópurinn sem ég hef verið með,“
sagði Aneta sem flutti kennsluna
síðastliðinn fimmtudag inn í
kennslueldhús Fjölbrautaskóla
Suðurlands. Þar kom til liðs við
hana Mirka Borecka sem starfar
hjá Ási í Hveragerði. Hún stýrði
nemendum í því að elda átta pólska
rétti og fræddi þá um leið varðandi
hráefni og aðferðafræði við elda-
mennskuna. Þurftu nemendur að
taka við og skilja fyrirskipanir
hennar á pólsku varðandi matseld-
ina og ef andlit þeirra urðu eitt
spurningarmerki og ekkert ætlaði
að ganga þá skaut hún inn einu og
einu íslensku orði til að ýta undir
skilninginn.
Það var létt yfir mannskapnum í
eldhúsinu og í lokin var síðan settur
upp 8 rétta kvöldverður sem gerð
voru góð skil.
Pólskt Nemendur með tilbúna pólska rétti í eldhúsinu, Mirka Borecka er í
fremri röð til hægri og Aneta M. Matuszewska í aftari röð fyrir miðju.
Eldamennska
í pólskunáminu
Selfoss | Félag opinberra starfs-
manna á Suðurlandi flutti í nýtt og
stærra skrifstofuhúsnæði á Austur-
vegi 38 á Selfossi síðastliðinn
fimmtudag Félagið var stofnað 31.
maí 1973 og voru stofnfélagar 28 frá
5 sveitarfélögum. Í dag eru fé-
lagsmenn yfir 600 og nær fé-
lagssvæðið frá Hornafirði til Sveitar-
félagsins Ölfuss.
„Þetta er mjög góð aðstaða hérna
hjá okkur og góður andi í þessu húsi.
Það er rúmt um okkur og gott að
starfa hérna, við fáum hér góða
fundaraðstöðu sem skiptir miklu
máli,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir,
formaður FOSS, en hún er einnig
formaður í Samfloti bæjarstarfs-
mannafélaga í komandi kjarasamn-
ingum. Hún sagði vinnuna vera að
fara í gang á þeim vettvangi, fram-
undan væri formannafundur sem
væri eitt af fyrstu skrefunum og
einnig yrðu haldin samningatækni-
námskeið til þess að efla samninga-
fólkið.
Límum hópinn saman
Tiltekin starfsmannafélög sveitar-
félaga hafa haft með sér samflot við
gerð kjarasamninga í tuttugu ár.
Það er hins vegar í fyrsta skipti nú
sem Samflotið fær fullnaðarumboð
til samninga. Félögin munu því
greiða atkvæði í einu lagi um samn-
inginn sem næst en ekki hvert fyrir
sig eins og verið hefur.
„Við munum líma hópinn vel sam-
an svo allir tali sem einn maður,“
sagði Elín Björg Jónsdóttir, formað-
ur Félags opinberra starfsmanna á
Suðurlandi.
FOSS flytur í nýtt
skrifstofuhúsnæði
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Stjórn Við opnun skrifstofunnar, Þuríður Jónsdóttir, María Þórarins-
dóttir, Ásbjörn Sigurðsson, Elín Björg Jónsdóttir og Pamela Morrison.