Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 25 SUÐURNES gjöfum til barnanna. Hjördís Krist- insdóttir, einn umsjónarkennara, sagði að ákveðið hefði verið að taka þátt í verkefninu í ár með Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Við erum að gera svona skókassa í fyrsta skipti en eigum vonandi eftir að gera það aftur,“ sögðu vinkonurnar Elva Lísa Sveinsdóttir og Svala Sigurð- ardóttir, nemar í 5. bekk Njarðvík- urskóla, sem voru að ljúka við að fylla sameiginlegan skókassa handa úkraínskri stúlku á aldr- inum 5 til 9 ára þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom við á bekkj- arkvöldi á dögunum. Íslensk börn um allt land hafa á undanförnum dögum verið að undirbúa „Jól í skókassa“, jólagjafir til bág- staddra barna í Úkraínu, ýmist á eigin vegum, í skólunum eða innan félagstarfs KFUM og KFUK, það- an sem verkefnið á rætur sínar. Í Njarðvíkurskóla hittust nem- endur í 5. og 6. bekk á bekkj- arkvöldi ásamt foreldrum og systkinum til þess að fylla skó- kassa í jólabúningum af góðum þessum hætti til að vekja börnin til vitundar um samfélagslega ábyrgð. „Við höfum rætt aðstæður þessara barna í tímum og tengt við námsefnið. Einnig höfum við feng- ið í bekkinn erlendan nemanda þannig að nemendurnir hafa fund- ið samsömun í að heimurinn er stærri en Ísland og að aðstæður barna eru ekki alls staðar eins,“ sagði Hjördís í samtali við blaða- mann. – Heldur þú að börnin geri sér grein fyrir aðstæðum barnanna í Úkraínu og hvaða gildi gjafir þeirra hafa fyrir þau? „Við erum búin að skoða myndir af afhendingu jólapakkanna á heimasíðu verkefnisins. Þar hafa nemendurnir séð klæðnað barnanna og að aðstæðurnar eru öðruvísi en þeirra. Þau hafa jafn- framt séð gleðina sem pakkarnir kalla fram í andliti barnanna þann- ig að þau eru mjög meðvituð um þetta.“ Verður örugglega glöð Þær Elva Lísa Sveinsdóttir og Svala Sigurðardóttir sem blaða- maður fylgdist með setja gjafir í skókassa sögðu skrítið að hugsa til þess að til væru börn úti í heimi sem fengju ekki jólapakka eins og þær sjálfar. Þær lögðu greinilega mikla alúð í að koma dótinu fyrir í skókassann en þær vildu gefa hann stúlku á aldrinum 5 til 9 ára. – Hvernig funduð þið dót í kass- ann? „Mamma fór bara að gramsa og fann alls konar dót, bangsa, blýant, strokleður og sleikjó,“ sagði Elva Lísa. Svala bætti við að mamma sín hefði líka tekið til dót- ið sem hún lagði til í kassann. „Við vorum að fara að gefa frænku minni peysu af mér sem var orðin of lítil en ákváðum að setja hana frekar í kassann. Svo keypti mamma húfu og vettlinga, tann- bursta, tannkrem og tannþráð og nokkra blýanta,“ sagði Svala. – Hvað haldið þið að stelpunni langi í? „Úlpu og húfu, föt, tannbursta og tannkrem, skóladót og svoleið- is. Bara svona dót eins og við erum að gefa.“ – Hvernig haldið þið að hún eigi eftir að bregðast við þegar hún fær pakkann? „Hún verður alveg örugglega glöð,“ sögðu vinkonurnar Elva Lísa og Svala og luku við að und- irbúa skókassann til afhendingar. Nemendur taka þátt í „Jólum í skókassa“ Kennsla í sam- félagslegri ábyrgð Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gjafir í skókassa Elva Lísa Sveinsdóttir og Svala Sigurðardóttir tóku þátt í verkefninu „Jól í skókassa“ á bekkjarkvöldi í Njarðvíkurskóla. Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Öllum starfsmönn- um Malarvinnslunnar hf. í Mývatns- sveit, 11 að tölu, var sagt upp störf- um nú um helgina. Lýkur þar með fremur skammri starfsemi Malar- vinnslunnar hér í sveit, eða eftir að- eins 2 ár. Starfsmönnum býðst þó at- vinna hjá fyrirtækinu á Egilsstöðum. Það var árið 2005 sem Malar- vinnslan yfirtók starfsemi Sniðils sem hér hafði verið stofnaður af heimaaðilum fyrir um 40 árum. Nú síðustu árin hefur starfsemin snúist um vöruferðir frá Akureyri og Húsa- vík, rekstur bílaverkstæðis, snjó- mokstur og byggingavinnu.. Öll þessi starfsemi er mikilvæg fyrir Mývatnssveit og vandséð hvort eða hvernig brugðist verður við þessum ótíðindum. Einhverjir munu vera að skoða möguleika á að halda starf- semi áfram en þó er allt í óvissu ennþá. Fréttaritari ræddi við nokkra starfsmenn og kom fram hjá þeim að algjör óvissa væri um framhald vinnu, en ráðningarsamningum þeirra lýkur í janúarlok. Fæstir, ef þá nokkrir, munu flytjast austur á Hérað vegna þessa. Ellefu missa vinnuna Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Óvissa Sigurður Baldursson bílstjóri og Karl Viðar Pálsson bifvélavirki hafa ásamt vinnufélögum í Malarvinnslunni fengið uppsagnarbréf. Malarvinnslan hættir starfsemi Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Sauðfjárslátrum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki lauk um mánaðamót og hafði þá staðið samfellt yfir í tvo mánuði. Alls var lógað 105.168 kindum. Það er nánast sami fjöldi og slátrað var árið á undan. Meðalfallþungi dilka í ár var 15,25 kíló en var 15,73 árið á undan. Þá voru dilkar reyndar með vænsta móti. Slátrun gekk vel og var dagslátr- un iðulega um og yfir 3.000 kindur. Um 85 útlendingar störfuðu við slátrunina í haust og héldu þeir flest- ir til síns heima um síðustu helgi. Ný fjárrétt í notkun Í byrjun sláturtíðar var tekin í notkun nýendurbætt og gjörbreytt fjárrétt við sláturhúsið sem tekur 3.500 fjár. Var þarna um hreina bylt- ingu að ræða miðað við eldri réttina. Keypt var innrétting frá Bretlandi úr galvaniseruðu járni en gólfrimlar eru úr plasti. Þá má geta þess að Vinnueftirlit ríkisins veitti í síðustu viku Kjötaf- urðastöðinni á Sauðárkróki viður- kenningu fyrir framúrskarandi vinnuverndarstörf árið 2007. Dilkar hálfu kílói léttari Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Bætt aðstaða Fjárréttin með nýj- um innréttingum gerbreytir vinnu- aðstöðunni í sláturhúsi KS. LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.