Morgunblaðið - 03.11.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.11.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 25 SUÐURNES gjöfum til barnanna. Hjördís Krist- insdóttir, einn umsjónarkennara, sagði að ákveðið hefði verið að taka þátt í verkefninu í ár með Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Við erum að gera svona skókassa í fyrsta skipti en eigum vonandi eftir að gera það aftur,“ sögðu vinkonurnar Elva Lísa Sveinsdóttir og Svala Sigurð- ardóttir, nemar í 5. bekk Njarðvík- urskóla, sem voru að ljúka við að fylla sameiginlegan skókassa handa úkraínskri stúlku á aldr- inum 5 til 9 ára þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom við á bekkj- arkvöldi á dögunum. Íslensk börn um allt land hafa á undanförnum dögum verið að undirbúa „Jól í skókassa“, jólagjafir til bág- staddra barna í Úkraínu, ýmist á eigin vegum, í skólunum eða innan félagstarfs KFUM og KFUK, það- an sem verkefnið á rætur sínar. Í Njarðvíkurskóla hittust nem- endur í 5. og 6. bekk á bekkj- arkvöldi ásamt foreldrum og systkinum til þess að fylla skó- kassa í jólabúningum af góðum þessum hætti til að vekja börnin til vitundar um samfélagslega ábyrgð. „Við höfum rætt aðstæður þessara barna í tímum og tengt við námsefnið. Einnig höfum við feng- ið í bekkinn erlendan nemanda þannig að nemendurnir hafa fund- ið samsömun í að heimurinn er stærri en Ísland og að aðstæður barna eru ekki alls staðar eins,“ sagði Hjördís í samtali við blaða- mann. – Heldur þú að börnin geri sér grein fyrir aðstæðum barnanna í Úkraínu og hvaða gildi gjafir þeirra hafa fyrir þau? „Við erum búin að skoða myndir af afhendingu jólapakkanna á heimasíðu verkefnisins. Þar hafa nemendurnir séð klæðnað barnanna og að aðstæðurnar eru öðruvísi en þeirra. Þau hafa jafn- framt séð gleðina sem pakkarnir kalla fram í andliti barnanna þann- ig að þau eru mjög meðvituð um þetta.“ Verður örugglega glöð Þær Elva Lísa Sveinsdóttir og Svala Sigurðardóttir sem blaða- maður fylgdist með setja gjafir í skókassa sögðu skrítið að hugsa til þess að til væru börn úti í heimi sem fengju ekki jólapakka eins og þær sjálfar. Þær lögðu greinilega mikla alúð í að koma dótinu fyrir í skókassann en þær vildu gefa hann stúlku á aldrinum 5 til 9 ára. – Hvernig funduð þið dót í kass- ann? „Mamma fór bara að gramsa og fann alls konar dót, bangsa, blýant, strokleður og sleikjó,“ sagði Elva Lísa. Svala bætti við að mamma sín hefði líka tekið til dót- ið sem hún lagði til í kassann. „Við vorum að fara að gefa frænku minni peysu af mér sem var orðin of lítil en ákváðum að setja hana frekar í kassann. Svo keypti mamma húfu og vettlinga, tann- bursta, tannkrem og tannþráð og nokkra blýanta,“ sagði Svala. – Hvað haldið þið að stelpunni langi í? „Úlpu og húfu, föt, tannbursta og tannkrem, skóladót og svoleið- is. Bara svona dót eins og við erum að gefa.“ – Hvernig haldið þið að hún eigi eftir að bregðast við þegar hún fær pakkann? „Hún verður alveg örugglega glöð,“ sögðu vinkonurnar Elva Lísa og Svala og luku við að und- irbúa skókassann til afhendingar. Nemendur taka þátt í „Jólum í skókassa“ Kennsla í sam- félagslegri ábyrgð Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gjafir í skókassa Elva Lísa Sveinsdóttir og Svala Sigurðardóttir tóku þátt í verkefninu „Jól í skókassa“ á bekkjarkvöldi í Njarðvíkurskóla. Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Öllum starfsmönn- um Malarvinnslunnar hf. í Mývatns- sveit, 11 að tölu, var sagt upp störf- um nú um helgina. Lýkur þar með fremur skammri starfsemi Malar- vinnslunnar hér í sveit, eða eftir að- eins 2 ár. Starfsmönnum býðst þó at- vinna hjá fyrirtækinu á Egilsstöðum. Það var árið 2005 sem Malar- vinnslan yfirtók starfsemi Sniðils sem hér hafði verið stofnaður af heimaaðilum fyrir um 40 árum. Nú síðustu árin hefur starfsemin snúist um vöruferðir frá Akureyri og Húsa- vík, rekstur bílaverkstæðis, snjó- mokstur og byggingavinnu.. Öll þessi starfsemi er mikilvæg fyrir Mývatnssveit og vandséð hvort eða hvernig brugðist verður við þessum ótíðindum. Einhverjir munu vera að skoða möguleika á að halda starf- semi áfram en þó er allt í óvissu ennþá. Fréttaritari ræddi við nokkra starfsmenn og kom fram hjá þeim að algjör óvissa væri um framhald vinnu, en ráðningarsamningum þeirra lýkur í janúarlok. Fæstir, ef þá nokkrir, munu flytjast austur á Hérað vegna þessa. Ellefu missa vinnuna Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Óvissa Sigurður Baldursson bílstjóri og Karl Viðar Pálsson bifvélavirki hafa ásamt vinnufélögum í Malarvinnslunni fengið uppsagnarbréf. Malarvinnslan hættir starfsemi Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Sauðfjárslátrum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki lauk um mánaðamót og hafði þá staðið samfellt yfir í tvo mánuði. Alls var lógað 105.168 kindum. Það er nánast sami fjöldi og slátrað var árið á undan. Meðalfallþungi dilka í ár var 15,25 kíló en var 15,73 árið á undan. Þá voru dilkar reyndar með vænsta móti. Slátrun gekk vel og var dagslátr- un iðulega um og yfir 3.000 kindur. Um 85 útlendingar störfuðu við slátrunina í haust og héldu þeir flest- ir til síns heima um síðustu helgi. Ný fjárrétt í notkun Í byrjun sláturtíðar var tekin í notkun nýendurbætt og gjörbreytt fjárrétt við sláturhúsið sem tekur 3.500 fjár. Var þarna um hreina bylt- ingu að ræða miðað við eldri réttina. Keypt var innrétting frá Bretlandi úr galvaniseruðu járni en gólfrimlar eru úr plasti. Þá má geta þess að Vinnueftirlit ríkisins veitti í síðustu viku Kjötaf- urðastöðinni á Sauðárkróki viður- kenningu fyrir framúrskarandi vinnuverndarstörf árið 2007. Dilkar hálfu kílói léttari Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Bætt aðstaða Fjárréttin með nýj- um innréttingum gerbreytir vinnu- aðstöðunni í sláturhúsi KS. LANDIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.