Morgunblaðið - 03.11.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.11.2007, Qupperneq 28
lifun 28 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ V ið féllum fyrst og fremst fyrir staðsetn- ingunni. Þetta hús stendur á æðislegum stað og héðan sést vítt til allra átta. Esjan skartar sínu fegursta þegar horft er úr stofunni og við njótum þess að hafa óhindr- að útsýni. Eins stendur húsið í enda götunnar og við erum með mikið mólendi hér í kring þar sem ekki má byggja vegna þess að það er sprungusvæði sem gengur yfir holtið,“ segja þau Soffía Gunn- arsdóttir og Runólfur Sveinbjörns- son sem keyptu sér tæplega fok- helt hús í Jónsgeisla í Grafarholti og innréttuðu með það í huga að þetta væri framtíðarheimili þeirra. „Ólafur Þórólfsson byggði húsið og okkur varð vel til vina eftir að við keyptum það og núna erum við í samstarfi og eigum saman bygg- ingarfyrirtækið Sjólagnir og byggjum hús fyrir aðra alla daga,“ segir Runólfur og bætir við að þau Soffía hafi heillast af hönnun húss- ins en Jón Þór Þorvaldsson arki- tekt teiknaði það. „Við breyttum lítillega, fækkuðum veggjum til að opna rýmið á efri hæðinni og opn- uðum eldhúsið meira. Á neðri hæðinni víxluðum við líka geymslu og baðherbergi.“ Arkitektinn Arnar Þór Jónsson aðstoðaði þau við skipulagningu innanstokks. „Við vildum hafa þetta nokkuð samfellt, ekki mörg og ólík efni á gólfum, veggjum eða borðplötum. Til dæmis er sama granítið á aðalbaðherberginu niðri og er uppi í eldhúsi. Eins er sama granít í borðplötunni á eyjunni sem er í borðstofunni og við erum líka með það í arninum. Við létum parketið flæða upp á vegg í stiga- ganginum og upp á handriðið til að gefa hlýlegan blæ. Rennihurðir eru nánast í öllum skápum og hurðaropum, en það er gert til að spara pláss.“ Tímaleysi haft í huga við val Þau segja að vissulega hafi stundum hellst yfir þau valkvíði þegar þau þurftu að ákveða ótal atriði. „Sérstaklega í ljósi þess að við hugsum þetta sem framtíð- arheimili. Það er svolítið stress- andi að velja eitthvað sem maður þarf að vera sáttur við eftir þrjá- tíu ár. Þess vegna reyndum við að hafa þetta eins tímalaust og mögu- legt er, til dæmis með því að hafa frekar ljósar innréttingar. En það má alltaf breyta stemningunni með málverkum, púðum eða öðr- um skrautmunum og svo er aldrei að vita nema við skiptum út inn- Morgunblaðið/Kristinn Víðátta Óneitanlega sést vítt til allra átta frá framtíðarheimilinu og íbúarnir kunna því vel að láta náttúruna umvefja sig. Fjallasýn og villtur mói Einfaldleiki Stofa, borðstofa og eldhús flæða sem eitt rými og gluggarnir ná alveg niður að gólfi. Nýtt heimili Þau Soffía og Runólfur er ánægð með nýja heimilið sitt og ró og næði umhverfisins. Að sjá vel til fjalla og hafa gott pláss í kring- um húsið sitt var það sem skipti sköpum þeg- ar ungt par fjárfesti í framtíðarheimili í Graf- arholtinu. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti þau. Við bjuggum í þriggja herbergja íbúð í fjöl- býli í Ártúnsholtinu og fyrst fannst okkur þögnin hérna yf- irgnæfandi, því hér er mikið næði. En núna kunnum við vel við það og allt þetta rými er þegar orðið hvers- dagslegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.