Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÓVISSUÁSTAND
Á FJÁRMÁLAMÖRKUÐUM
Það hefur engin breyting orðið áþví óvissuástandi, sem ríkthefur á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum frá því síðla sumars. Við-
skiptadagblöð eru enn full af fréttum
um afleiðingar þessa óróleika.
Heimsþekktir bankar og fjármála-
fyrirtæki hafa orðið fyrir þungum
áföllum. Fyrir nokkrum dögum varð
aðalforstjóri bandaríska fjármálafyr-
irtækisins Merril Lynch að segja af
sér eftir miklar varúðarfærslur fyr-
irtækisins. Nú er rætt um það, hvort
aðalforstjóri eins af stærstu bönkum
heims, Citigroup verði líka að segja
af sér. Greinendur á fjármálamörk-
uðum segja, að bankinn verði að finna
30 milljarða dollara með eignasölu,
minni arðgreiðslum eða nýju hlutafé
til þess að styrkja stöðu bankans.
Hlutabréf í Citigroup hafa lækkað í
verði um 7%. Verð hlutabréfa í öðrum
bönkum hefur líka lækkað verulega
og má þar nefna hlutabréf í Barclays
bankanum brezka, sem hafa lækkað
um 5,4%.
Enn er þessi þróun að verulegu
leyti skrifuð á þá sérstöku tegund
bandarískra húsnæðislána, sem hafa
verið talin undirrót óvissunnar á al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum á und-
anförnum mánuðum.
Hið jákvæða við þróunina hér er að
íslenzki hlutabréfamarkaðurinn er
farinn að hreyfast í takt við hluta-
bréfamarkaði í nálægum löndum.
Hættan er hins vegar sú, að með
sama hætti og við höfum vegna útrás-
arinnar hagnazt á uppgangi fjármála-
markaða í nálægum löndum getum
við orðið fyrir barðinu á niðursveifl-
um á þessum sömu mörkuðum.
Hér á Íslandi hafa tiltölulega litlar
umræður verið um þessa þróun.
Æskilegt væri, að þær yrðu meiri og
að sérfróðir menn, bæði í greininga-
deildum bankanna og annars staðar
leggi mat á þessa þróun og hvaða
áhrif hún gæti haft á stöðu íslenzkra
fyrirtækja, sem starfa á þessum
sömu mörkuðum.
Við þurfum að vera undir það búin,
að óvissuástandið á erlendum fjár-
málamörkuðum hafi áhrif hér. Við
þurfum að gera okkur grein fyrir
hvernig bezt er að bregðast við.
Það ber að hafa í huga í þessu sam-
bandi, að seðlabankar beggja vegna
Atlantshafsins hafa lagt mikið á sig
til þess að skapa jafnvægi á fjármála-
mörkuðunum á nýjan leik. Það hefur
yfirleitt tekizt í nokkra daga en ekki
meira og er til marks um að fjárfestar
eru enn kvíðnir um framhaldið.
Þeir sem fróðastir eru um þessa
markaði hér á Íslandi þurfa að láta til
sín heyra um það, hvernig þeir meti
þessa stöðu og hvert þeir telja líklegt
að framhaldið verði.
Seðlabanki Íslands hefur aðgang
að beztu fáanlegum upplýsingum á
vettvangi helztu seðlabanka heims og
tekur væntanlega mið af þeim. En
hvað segja aðrir?
BRÝN ÞÖRF Á FRAMTÍÐARSÝN
Á ráðstefnu Capacent í fyrradag,undir yfirskriftinni „Áskoranir í
skipulagsmálum“, var Jóhannes Þórð-
arson, deildarforseti hönnunar- og
arkitektúrdeildar Listaháskóla Ís-
lands, einn frummælenda og horfði
sérstaklega til þess glataða tækifæris
sem Borgartúnið í Reykjavík væri.
Hann vísaði í máli sínu til fréttar í
Morgunblaðinu frá 10. október sl. en
þar kom m.a. fram að við þá hröðu
uppbyggingu sem verið hefði í Borg-
artúni „virðist hafa gleymst að ein-
hverju leyti að líta til rýmisins á milli
bygginganna“ og að „ekki hafi verið
unnið heildrænt deiliskipulag fyrir
svæðið“. Það er auðvitað með miklum
ólíkindum að fyrst nú sé verið að
vinna heildrænt deiliskipulag fyrir
götu sem búin er að vera í jafnörri
uppbyggingu á allra síðustu árum og
raun ber vitni. Heildrænt skipulag
hefði vitaskuld átt að liggja fyrir áður
en þessar miklu framkvæmdir hófust.
Í Morgunblaðinu í gær segir að í
máli Jóhannesar hafi komið fram að
„gæði innihaldsins í afgreiðslum sem
ættu sér stað hjá skipulagsyfirvöldum
á Íslandi skiluðu ekki árangri og þær
næðu oft ekki að bæta bæjarímynd-
ina. Spurning væri hvort aðalskipu-
lagsgögn væru frekar ástandslýsing
en framtíðarsýn. Í aðalskipulagi væri
ekki rætt um mælikvarða og stærðir
með hliðsjón af mannlegum viðmiðum
og hlutföllum, lítið væri minnst á hlut-
föll og formfræði og myndmáli væri
ekki beitt. Hugmyndir um áferð,
skala og viðmið væru ekki settar
fram. Svo virtist sem deiliskipulagi
væri ætlað að vera rammi utan um
byggingar en ekki utan um bæjar-
rými. Ekki væri rætt um gæði og
borgin væri skipulögð í reitum en ekki
rýmum. Deiliskipulagið virtist ekki ná
að samtvinna reitina til að úr yrði
bæjarmynd. Umhverfisáhrifin væru
ekki metin nema að takmörkuðu leyti
og það gleymdist að verið væri að fjár-
festa í manngerðu umhverfi fyrir fólk
til að minnsta kosti 50 ára. Of mikið
væri rýnt í hluti eins og hvort nýting-
arhlutfall væri 1 eða 10, en ekki væri
rætt um fagurfræði“. Það er ástæða
til að taka undir með Jóhannesi þegar
hann spyr hvort það geti verið að
dæmi eins og Borgartúnið sé „afleið-
ing af fyrirbæri sem félli undir henti-
stefnu, framkvæmdarómantík, hags-
munapot, gróðasjónarmið eða
glímuskjálfta“. Sá „vandræðagangur“
sem Jóhannes segir einkenna skipu-
lag Borgartúns sýnir vanda borgar-
innar í þessum málaflokki í hnot-
skurn. Gagnrýni hans er hörð og
löngu tímabær. Borgin á að þjóna íbú-
um sínum til framtíðar með mark-
vissri stefnumótun og aðhaldi gagn-
vart framkvæmdaaðilum. Það á ekki
að líðast að hagsmunir annarra en al-
mennings, svo sem byggingarverk-
taka – t.d. varðandi byggingarmagn
og um leið hámörkun gróða – ráði
borgarmyndinni.
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur (OR) mun
halda áfram á næstu dögum að framfylgja
samþykktum borgarráðs og fól Bryndísi Hlöð-
versdóttur stjórnarformanni að ræða við aðra
hluthafa REI og fleiri sem málið varðar og
vinna tillögur í málinu. Þá er stefnt að því að
boða til nýs eigendafundar í Orkuveitunni að
fengnum tillögum stjórnarformanns.
Hvað varðar starfsemi Reykjavik Energy
Invest ákvað stjórnin að endurnýja heimild til
kaupa á nýju hlutafé í fyrirtækinu í því augna-
miði að tryggja hagsmuni Orkuveitunnar. Þá
áskildi stjórnin sér rétt til að taka nýjar
ákvarðanir varðandi málefni REI og samruna
þess við Geysir Green Energy og tók fram að
engar meiri háttar ákvarðanir yrðu teknar í
starfsemi REI án aðkomu stjórnar OR.
Bókun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur,
sem samþykkt var á fundi hennar í gær, er
svohljóðandi:
„Með vísan til bókunar borgarráðs Reykja-
víkur frá því í gær, 1. nóvember, samþykkir
stjórn OR eftirfarandi ályktun: 1. Stjórn OR
fellst á tilmæli borgarráðs Reykjavíkur varð-
andi samruna REI og Geysir Green Energy,
o.fl. og mun leita viðeigandi leiða til að tryggja
að tillagan geti náð fram að ganga.
2. Að fengnum tilmælum borgarráðs sam-
þykkir stjórn Orkuveitunnar að falla frá sam-
c) að
samnin
ustu o.
d) að
samrun
skv.
„fyri
eignarh
Green
Áski
ákvarð
ræmi v
þykki sínu sem veitt var hinn 3. okt. sl. á
stjórnar- og eigendafundi OR, að því er eft-
irfarandi atriði varðar:
a) að OR kaupi nýtt hlutafé í REI að fjár-
hæð kr. 2.600.000.000 á genginu 1,0 sem stað-
greiðist fyrir 1. febrúar 2008.
b) að Orkuveita Reykjavíkur samþykki að
hlutir félagsins í Hitaveitu Suðurnesja hf., að
bókfærðu verði kr. 8.674.611,-, verði lagðir inn
sem hlutafé í REI á genginu 2,7 og fái hlutafé í
REI að nafnvirði kr. 3.209.276 sem undanfari
samruna REI og Geysir Green Energy.
Stjórn Orkuveitu
ur fellst á tilmæl
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að fallast á tilmæli borg
október síðastliðinn í tengslum við samruna Reykjavik Energy Inve
tiltekinna ráðstafana til að tryggja fjárhagslega hagsmuni félagsins.
Skipst á skoðunum Kjartan Magnússon, borgarfulltr
Bjarna Ármannsson og Guðmund Þórhallsson, forstjór
Samruni úr sögunni Stjórn Orkuveitunnar er skipuð sex mönnum, fimm kjörnum af borgarstjórn Rey
versdóttir formaður, Ástráður Haraldsson, Jón Sigurðsson, Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvars
„STAÐA mála er sú að stjórnin sam-
þykkir einróma að fallast á tilmæli
borgarráðs um að hverfa frá samrun-
anum og öðrum umdeildum ákvörð-
unum sem teknar voru á fundinum 3.
október ásamt því að tryggja hagsmuni
Orkuveitunnar inni í REI, því að við
viljum því félagi ekkert illt,“ segir
Bryndís Hlöðversdóttir, stjórn-
arformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
„Mér er síðan falið annars vegar að
ræða við aðra hluthafa í REI og aðra
aðila sem að málinu hafa komið um
framhaldið á þessum verkefnum sem
menn voru í saman.“
OR á REI að stærstum hluta en aðr-
ir hluthafar eru Bjarni Ármannsson og
Jón Diðrik Jónsson.
– Er einfalt mál að strika yfir þenn-
an samruna?
„Samruninn sem slíkur er flókið ferli
og hann var í miðju ferlinu,“ segir
Bryndís. „Það er flókið bæði lög-
fræðilega og út frá ýmsum öðrum for-
sendum. En í sjálfu sér er ekkert ann-
að að gera núna í þessari stöðu en að
setjast niður og sjá hvernig hægt er að
vinna að framgangi þessara mála. Við
erum ekki að hverfa frá útrás Orku-
veitunnar. Það
stendur ekki til,
heldur þarf að finna
henni farveg á nýj-
um grunni. Það er
verkefnið fram-
undan. [...] Lagalega
staðan er í raun sú
að okkar mati að við
erum stödd þar sem
við vorum 3. október
að mestu leyti. Aðal-
málið er hvernig við vinnum úr fram-
haldinu.“
– Kemur til greina að byrja sam-
runaferlið upp á nýtt?
„Ég ætla ekki að tjá mig um það á
þessari stundu,“ segir Bryndís. „Núna
fljótlega þurfum við að setjast niður og
skoða stöðuna og meta þetta á nýjum
forsendum. Það er mjög mikilvægt að
vanda öll skref í þessu máli núna. Ef
það er eitthvað sem við getum lært af
þessu ferli þá er það að undirbúa
ákvarðanir vel og taka engin skref
nema að vel ígrunduðu máli.“
Bryndís segir að stjórn OR muni
funda oft á næstunni um málið. Næsti
fundur hefur ekki verið tímasettur.
Útrás áfram á
nýjum grunni
Bryndís
Hlöðversdóttir
„ÉG er mjög ánæ
þessa niðurstöðu
að taka til baka o
samruna sem var
Geysir Green En
Reykjavík Energ
ir Júlíus Vífill Ing
arfulltrúi Sjálfstæ
stjórnarmaður í O
komin aftur á ákv
punkt, þannig að
ur nú með svipuð
það gerði fyrir 3.
urstaðan er sum
var svo illa ígrun
irbúið að það var
setja það aftur á
Það er nú staðfes
stæðismenn voru
okkar sannfæring
Beðinn um viðb
ummælum Hann
sonar, stjórnarfo
Green Energy, a
skylda gæti hafa
Júlíus Vífill það v
ljós. „Ég tel þó a
verið bjartsýn fyr
ins að svo verði e
Bakk
REI