Morgunblaðið - 03.11.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.11.2007, Qupperneq 37
að þjónustu muni stórhraka og tegundum fækka, en smekkur ræður hér miklu. Í stórmarkaði gæti maður, ef eitthvert hik kem- ur á mann gagnvart takmörkuðum kostum, fengið svarið: Mig ekki skilja eða samsvarandi á erlendu máli. Aðgengi að verslunum ÁTVR er jafnan gott og almennt ekki verra en að tuskubúð, banka eða lyfsölu. Ef sú breyting, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, á sér stað verður meira keypt af vörunni, einkum bjór. Það krefst ákvörðunar að fara í „Ríkið“ en varla að taka með sér kippu af bjór við mat- arkaup. Og enn: Hagnaður af söl- unni rennur í vasa kaupenda í fyrra tilvikinu. Ef sala á bjór og léttu víni verð- ur liður í matarkaupum versnar hugsanlega hagur verslana ÁTVR svo að skerða verður þjónustu, jafnvel fækka verslunum og ef til vill reynist jafnframt nauðsynlegt að hækka skatta! Kannski kemur þá aftur að því, þegar þú ferð til að kaupa flösku af viskíi, að þú verður aftur um stund róni. » Aðgengi að versl-unum ÁTVR er jafn- an gott og almennt ekki verra en að tuskubúð, banka eða lyfsölu. Höfundur er lögfræðingur og ellilífeyrisþegi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 37 Í ÁR fagna skátar því um allan heim að 100 ár eru liðin frá fyrstu útilegunni á Bronsea-eyju í Eng- landi sem markar upphaf skáta- hreyfingarinnar. Íslenskir skátar hafa minnst þessara tímamóta á margvíslegan hátt allt árið. Sér- stakt þema var sett fyrir afmæl- isárið: Einn heimur – eitt heit, og er vísað þar til alheimsbræðralags skáta en allar þær 38 milljónir skáta sem starfa í 159 þjóðlöndum starfa undir sama skátaheiti. Á afmælisdegi stofnanda skátahreyf- ingarinnar Roberts Baden-Powells 22. febrúar sl., á hátíð- arfundi stjórnar BÍS, var afhjúpaður minn- isvarði við Skátamið- stöðina í Hraun- bænum, sérgerður koparskjöldur sem er áfastur við stuðlaberg sem er í röð þriggja stuðlabergssteina er tákna fing- urna þrjá er mynda skátakveðjuna. Á sama degi var sérstöku afmæl- isblaði skátahreyfingarinnar dreift með Morgunblaðinu. Í hátíðarmessu í Hallgríms- kirkju á sumardaginn fyrsta var þessara tímamóta sérstaklega minnst og fjölmenntu skátar þar til messu. Á svo mikilvægum tíma- mótum var við hæfi að efna til skátamóts og þau urðu tvö er ís- lenskir skátar sóttu í sumar af þessu tilefni. Fyrst var 100 ára af- mælismót BÍS sem haldið var á Úlfljótsvatni í júlí, langt helgarmót sem heppnaðist í alla staði mjög vel. Seinna mótið var alheimsmót skáta sem haldið var í Englandi. Aldrei áður hafa íslenskir skátar sent svo fjölmenna sveit skáta á erlendan viðburð, en 430 íslenskir skátar voru þátttakendur. Þetta var stórglæsilegur hópur, um eitt prósent þátttakenda á mótinu en alls voru þar 42 þúsund skátar. Það var því ákaflega stoltur skáta- höfðingi sem heimsótti mótið. Þarna sannaðist að ef vel er að verki staðið og manngildishug- sjónin höfð að leiðarljósi geta 42 þúsund einstaklingar frá 157 þjóð- löndum lifað saman í sátt og í mjög nánu samfélagi í 10 daga án nokkurra vandkvæða og án allra vímuefna. Þetta var hreint út sagt algjört ævintýri. Þá má nefna að verndari skátahreyfingarinnar, for- seti Íslands Ólafur Ragnar Gríms- son og kona hans sýndu skáta- hreyfingunni þann einstaka heiður að heimsækja mótið íslenskum þátttakendum til mikillar ánægju. Vakti heimsókn þeirra mikla at- hygli allra mótsgesta. Þá ber þess líka að geta að samstarf skáta- hreyfingarinnar við systursamtök okkar Slysavarnafélagið Lands- björg hefur alla tíð verið mikið og farsælt. Voru 15 skátar úr þeirra röðum í hópi okkar á alheims- mótinu og kynntu þar hið einstaka starf samtakanna og heimsótti formaður þeirra mótið. Hinn 1. ágúst var síðan haldinn tákn- rænn viðburður á heimsvísu sem fékk heitið Sólrisuhátíð. Viðburðurinn fór yfir heiminn og skáta- hreyfingin í hverju landi fagnaði kl. 8.00 að morgni að stað- artíma í hverju landi og skátar sameinuðust og endurnýjuðu skáta- heitið. Það sama var gert á upphafsstaðnum í Brown- sea-eyju þar sem hvert land átti fulltrúa frá alheimsmótinu og voru þar því tveir íslenskir skátar. Fjöl- menni var í Skátamiðstöðinni árla þennan ágústmorgun og endurnýj- aði hópurinn skátaheitið líkt og skátar um allt land gerðu. 2. nóvember sl. héldu skátar fjölmennan hátíðarkvöldverð með á þriðja hundrað matargestum og var forsætisráðherra Geir Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir kona hans sérlegir heiðursgestir. Gær- dagurinn, 2. nóvember, er sá dag- ur sem íslenskir skátar nefna sinn afmælisdag en í gær voru 95 ár frá upphafi skátastarfs á Íslandi. Og til að bæta um betur er í dag efnt til veglegrar afmælishátíðar með léttu ívafi í íþróttahúsinu Fífunni í Kópavogi með stuðningi Kópavogs- bæjar. Húsið verður opnað kl. 14.00 og verður þar margt á boð- stólum, margvíslegar skátaíþróttir, þrautabrautir, söngstundir, kassa- bílarallí, hoppikastalar, andlits- málun, kynningar og fleira. Sem sagt mikið fjör og mikið gaman. Og auðvitað verður boðið upp á af- mælisköku og kaffi með. Skátar svo og allir sem hafa áhuga á að taka þátt í afmæli okkar eru vel- komnir. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu sem stjórnað verður af Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem einnig fagn- ar veglegum tímamótum í ár eða 75 ára afmæli. Þá fer afmælisárinu senn að ljúka. En táknrænn endir á því verður í tengslum við aðvent- ustund í Dómkirkjunni 2. desem- ber nk. þar sem friðarljósið verður tendrað. Skátahreyfingin hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á frið í sem víðustum skilningi. Nú er dögun nýrrar aldar í skátastarfi og hér á Íslandi blásum við skátar til sóknar með nýrri skátadagskrá sem innleidd var í starfið í haust og við væntum mik- ils af. Skátastarfið er viðurkennt forvarnarstarf og hafa rannsóknir sýnt að þátttaka barna í skipu- lögðu æskulýðs- eða íþróttastarfi dregur úr líkum þess að þau lendi í ógöngum með líf sitt. Því taka skátar þátt í forvarnardeginum 21. nóvember nk. sem forseti Íslands kom á fót. Það er því í mörg horn að líta og horfa skátar bjartsýnir fram á veg og hlakka til að fagna 100 ára afmæli skátastarfs á Ís- landi 2012. Skátastarf í 100 ár Margrét Tómasdóttir minnir á afmælishátíð skáta í Fífunni í dag Margrét Tómasdóttir »… verður efnt tilveglegrar afmæl- ishátíðar með léttu ívafi í íþróttahúsinu Fífunni í Kópavogi með stuðningi Kópavogsbæjar. Höfundur er skátahöfðingi. Fréttir í tölvupósti Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ þegar búið er að nútímavæða Biblíuna er kannski tímabært að nú- tímavæða rekstrarform þjóðkirkj- unnar, enda hefur ekki verið gerð róttæk uppstokkun á rekstrinum þar síðan um siðaskiptin. Einkavæðing- arstefna ríkisstjórnar hefur nú skoð- að flesta möguleikana á einkavæð- ingu, allt frá RÚV til heilbrigðiskerfisins, en hingað til virðist sem auðmenn þjóðarinnar hafi ekki litið þjóðkirkjuna hýru auga. Nú ætti að verða breyting á. Það sem greiðir götuna er að Björn Bjarnason hefur lýst yfir áhuga á að leggja niður kirkjumálaráðuneytið og færa kirkjumál undir forsætisráðu- neytið. Það ætti þess í stað að breyta nafni málaflokksins í „Trúmál“ og færa hann undir viðskiptaráðuneytið. Næsta skrefið er að breyta innra skipulagi. Karl Sigurbjörnsson skyldi kallaður forstjóri frekar en biskup, og fá „lamineruð“ nafnspjöld merkt CEO. Ekki þyrfti að hanna lógó fyrir fyrirtækið enda er krossinn mjög verðmætt vörumerki nú þegar en það mætti hanna heildstætt litaskema, bréfsefni og „branding“-áætlun. Því næst ættu menn að gera al- mennt hlutafjárútboð. Hægt væri að skrá kirkjuna á OMX og gefa prest- um og meðhjálpurum „stock op- tions“. Það mætti auka verðmæti fyr- irtækisins með beinu netvarpi úr öllum kirkjunum á sunnudögum, og bjóða upp á „podcast“ á hátíð- isdögum eins og jólunum. Og jafnvel selja auglýsingar eins og í íþróttahús- unum, hengja upp þriggja fermetra auglýsingar frá Bónus eða Glitni utan á pontuna. Þessi sálmur er í boði Kaupþings. Einnig mætti endurskoða jólin, þau eru jú best auglýsta útsöluhelgin á Vesturlöndum, trúarupplifanir á spottprís. Hægt væri að selja að- göngumiða í Dómkirkjuna og bjóða tveir fyrir einn á bjór á krana. Hægt væri að vera með „selebrití“ predik- ara og leynigesti. Hægt væri að hafa bænastundir fyrir alla leiki í úrvals- deildinni og sýna svo leikinn á breið- tjaldi eftir á. Þessi messa er í boði Sýnar. Helstu tekjulindirnar væru eflaust í sölu syndaaflausnabréfa. Það var fá- ránlegt að leggja af svo arðvænlega iðju til að byrja með. Kirkjan hf. gæti selt forstjórum stórra fyrirtækja tryggingu fyrir því að þeir komist óá- reittir inn í himnaríki, alveg óháð stefnu þeirra í starfsmannamálum. Þetta myndi jafnvel seljast betur en mengunarkvóti. Þessi jarðarför er í boði Alcoa. Sumir myndu eflaust spyrja sig, mun þetta seljast eitthvað? Svarið er auðvitað: Hver myndi ekki vilja vera hluthafi í Kirkjunni hf. þegar Messías er endurborinn? SMÁRI MCCARTHY, Reykjavík. http://smari.yaxic.org Einkavæðum þjóðkirkjuna Frá Smára McCarthy: Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferð- ir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í ferðir til Tenerife í janúar. Um er að ræða frábær sértilboð á vinsælum gististöðum, 15. eða 22. janúar í 1 eða 2 vikur.Tenerife býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn; falleg- ar strendur, glæsilega gististaði og fjölbreytta afþreyingu. Við bjóðum glæsilegar ferðir á frábærum kjörum og vinsæla gististaði, m.a. á Playa de las Américas ströndinni. Hér er nóg að gera í fríinu, fjöldi góðra veitinga- og skemmtistaða, áhugaverðar kynnisferðir og síðast en ekki síst þá er ódýrt að lifa í mat og drykk. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í vetrarfrí með Heimsferðum og njóttu lífsins til hins ýtrasta á Tenerife. Ath. takmarkaður fjöldi herbergja / íbúða í boði á þessu tilboðsverði! kr. 39.995 1 eða 2 vikur – frábært sértilboð! Janúarveisla á 15. eða 22. janúar Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 2. nóv. til Heims- ferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA • N M 3 0 49 6 Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Áskr. verð Alm. verð Þú sparar Aguamarina Golf – íbúðir 2 fullorðnir og 2 börn (2-11 ára) í íbúð 39.995 63.895 23.900 Aparthotel El Duque – íbúðir 2 fullorðnir og 1 barn (2-11 ára) í stúdíó 47.693 71.293 23.600 2 fullorðnir og 2 börn (2-11 ára) í íbúð 44.695 68.195 23.500 Hotel Jacaranda (með morgunverði) 2 fullorðnir og 2 börn (2-11 ára) í fjölsk.herbergi 47.795 71.495 23.700 2 fullorðnir í herbergi 62.490 86.690 24.200 Aukagjald fyrir „allt innifalið“ kr. 7.500 (á mann í viku) Hotel Bahia Principe (allt innifalið) 2 fullorðnir og 2 börn (2-11 ára) í „junior suite“ 66.295 91.095 24.800 2 fullorðnir í herbergi 83.790 109.190 25.400 Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í viku (fæði skv. því sem valið er) og fararstjórn. *) Sparnaður m.v. við 2 fullorðna og 2 börn (2-11 ára), sértilboð „junior suite“ á Bahia Principe í 2 vikur. Athugið aðeins takmarkað framboð er í boði á þessu tilboðsverði. Fyrstur kemur – fyrstur fær! Verðdæmi og valkostir (vikuferð): Þú sparar allt aðkr. 25.400á mann- allt að 106.000 kr. fyrir fjölskylduna*Tenerife Netverð á mann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.