Morgunblaðið - 03.11.2007, Side 39

Morgunblaðið - 03.11.2007, Side 39
fékk ég að launum eitthvað fallegt sem varð á vegi okkar. Eftir að þú veiktist fækkaði sam- verustundunum, en minningin um einstaka þolinmæði og væntum- þykju í minn garð mun fylgja mér og fjölskyldu minni alla tíð. Elsku Líf og Tinna, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Hilmar Jónsson og fjölskylda. Látin er kær vinkona mín og skólasystir, Geirfinna Óladóttir. Veikindastríð sitt háði hún af æðru- leysi. Kynni okkar Geiru hófust þegar við vorum báðar við nám á Bifröst. Það má segja að sameiginlegur áhugi okkar á því að skoða heiminn hafi ráðið því að við lögðum saman í heimsreisu að námi loknu árið 1981. Srí Lanka, Taíland, Singapore, Nýja-Sjáland, Samóaeyjar … ævin- týrin okkar voru á öllum þessum stöðum og mörgum, mörgum fleiri. Vináttan þroskaðist og treystist. Sú vinátta hefur varað æ síðan. Um tíma bjó Geira á Ísafirði, í næsta ná- grenni við mig í heimabænum Bol- ungarvík. Þegar hún hvarf þaðan kvaddi hún með þeim orðum að hún hefði skilið eftir litla gjöf handa mér sem ég skyldi vitja. Gjöfin var handritaður texti af henni sjálfri, fagurlega skreyttur með hennar listræna handbragði, rammaður inn í fallegan ramma. Það fyrsta sem ég sé að morgni hvers dags og að kveldi hvers dags er þessi fallegi texti: „Þú trúir því kannski ekki að heimurinn þarfnist þín, en hann ger- ir það því þú ert einstök. Enginn hef- ur nokkurn tíma verið eins og þú og enginn á eftir að verða eins og þú. Enginn annar getur látið röddina þína hljóma, sagt það sem þú hefur að segja, – brosað brosinu þínu eða lýst ljósinu þínu. Enginn getur kom- ið í þinn stað, því hann er aðeins þinn og ef þú ert ekki til að lýsa ljósinu þínu hver veit hversu margir ferða- langar munu villast þegar þeir eiga leið framhjá staðnum þínum tómum í myrkrinu.“ (Höf. ókunnur). Með þessum fallegu orðum kveð ég kæra vinkonu, einstaklega traust- an og ræktarlegan vin sem alltaf var til staðar þegar á þurfti að halda. Dætrum hennar, Líf og Tinnu, sem voru henni allt og barnabarninu litla votta ég innilega samúð sem og foreldrum hennar og fjölskyldu allri. Ingibjörg Vagnsdóttir, Bolungarvík. Geira var ritari þingflokka í Von- arstræti 12, þegar við vorum með skrifstofur í því yndislega, gamla húsi. Reyndar átti Geira mjög stóran þátt í því hve vænt okkur þótti um húsið. Hún átti til dæmis frumkvæð- ið að því að þingflokkarnir héldu sín „Litlu jól“ þar sem við áttum nota- lega og skemmtilega morgunstund við kertaljós og nutum þess að spjalla saman og borða listilega skreyttar og ótrúlega bragðgóðar smákökur sem Geira hafði bakað. Hún var líka ómissandi þegar við fögnuðum einhverjum áföngum í starfinu. Geira var gullsmiður að mennt og listfengi og fágun lýsti af öllu sem hún skapaði. Hún hafði lært skraut- skrift og var oft fengin til að skreyta bækur með sinni einstaklega fallegu rithönd. Sjálf var Geira fínleg og fal- leg, hafði rólegt og hlýlegt yfirbragð, var góðum gáfum gædd og hafði ríka kímnigáfu. Undanfarin ár höfum við fylgst með hetjulegri baráttu hennar við krabbameinið sem lagði hana að lok- um að velli. Okkur fannst svo sárt að hún skyldi þurfa að þjást svona mik- ið, hún sem hafði aldrei reykt og allt- af lifað einstaklega heilbrigðu lífi. Við minnumst Geiru með mikilli hlýju. Hún vildi ekki kveðja þetta líf og þráði mest að fylgja dætrum sínum og litla dóttursyninum, Eiði Jack, eftir svo miklu lengur. Við sendum dætrum hennar, Tinnu og Líf, sem hún var svo stolt af, dýpstu samúðarkveðjur og einnig foreldrum hennar og systkinum. Margrét Sverrisdóttir, Svandís Svavarsdóttir. Kæra Geira frænka en það varstu kölluð. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim rifjast upp fyrir mér þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Sumrin þegar þú dvaldir á Klaustri hjá okkur og við unnum saman á hótelinu. Þótt þú værir að- eins eldri en ég náðum við vel saman – án þess að ég geri mér fulla grein fyrir því þá hefur þú örugglega mót- að afstöðu mína til margra hluta. Þú varst ávallt róleg og yfirveguð og öguð í vinnubrögðum en hafðir einstaka hæfileika til að láta hlutina gerast fumlaust og örugglega. Listrænir hæfileikar þínir voru einstakir og kom það fram í ljós- myndunum sem þú tókst, skraut- skrift, föndri og saumaskap. Þú fórst og lærðir gullsmíði þar sem þessir hæfileikar fengu notið sín. Það má segja að þau hafir verið þeim hæfi- leikum gædd að allt sem þú tókst þér fyrir hendur var vandað og fág- að. Listrænir hæfileikar náðu til sönglistarinnar líka því þú hafðir gott eyra fyrir músík og söngst eins og engill. Á ég einstaklega ljúfar minningar frá því er við sungum um tíma saman í kór ásamt fleira frænd- fólki úr Skaftafellssýslunni. Það að þú elsku frænka sért búin að kveðja þennan heim þýðir að stórt skarð er komið í frænkuhópinn en undanfarin ár höfum við hist reglulega, frænkur í kvenlegg sem kominn er út af ömmu og afa frá Sandaseli í Meðallandi. Í þeim hópi varstu næstelsta frænkan. Þessar stundir sem við höfum átt saman hafa verið mér sérstaklega kærar. Þar höfum við lagt drög að ættar- mótum og notið þess að vera saman í góðum hópi. Síðast þegar við hittumst nánast allar var það heima hjá þér á Fram- nesveginum og þá var ljóst hvaða stefnu veikindi þín væru búin að taka. Þú vildir endilega taka á móti okkur og þrátt fyrir að kraftarnir færu þverrandi var ekki neinn bil- bugur á þér. Þú sýndir okkur frænkum allt fal- lega föndrið sem þú varst að gera þér til afþreyingar og framdráttar. Einstakt þrek þitt og kjarkur til að undirbúa það sem koma skyldi lýsir persónuleika þínum vel. Raunsæi og skipulagshæfileikar. Einlæg og lít- illát. Þú varst heimsborgari á sama tíma og þú varst mikill náttúruunn- andi og hafðir sterkar taugar til upp- runa þíns. Þú hafðir gaman af fal- legum hlutum en þú varst á sama tíma hófsöm. Megi minning um Geiru lifa í hjarta okkar allra og gefa dætrum hennar Líf og Tinnu, foreldrum og öðrum nánustu ættingjum styrk í sorg sinni. Sólborg Lilja Steinþórsdóttir. Nú er löngu og erfiðu stríði henn- ar Geiru við krabbameinið lokið, hún hefur kvatt þetta jarðneska lif. Hún var um margt sérstök ung kona, hafði mjög ákveðnar skoðanir og var ekki tilbúin að breyta þeim að óreyndu. Náðargáfur fékk hún mikl- ar. Allt virtist leika í höndum henn- ar. Þegar við ritararnir komum heim til hennar í kaffispjall var allt með miklum höfðingsbrag, smekklegt og notalegt. Allir hlutir urðu glæsilegir er hún hafði farið höndum um þá. Hjá henni leið okkur vinkonunum afar vel, við hlógum og gerðum að gamni okkar, vorum svo hjartanlega velkomnar að auðvelt var að gleyma stund og stað. Þó ung væri hafði hún reynt margt sem þroskaði hana, en einnig margt sem beygði hana. Augastein- ar hennar voru dæturnar tvær og litla ömmubarnið, sem hún saknaði að hafa ekki heilsu til að sinna eins og hún óskaði sér. Dæturnar reynd- ust henni mjög vel í veikindunum sem og foreldrar hennar, þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að styrkja hana. Þegar svona ung kona fer er margt ógert. Hún átti stóra og mikla drauma er ekki tókst að ljúka. Þegar við borðuðum saman í vor gafst okkur tími til að eiga langt og einlægt samtal. Geira mín var ekki trúuð kona, eigi að síður bið ég Guð að blessa hana og alla hennar fjöl- skyldu. Rakel Viggósdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 39 ✝ SigurbjörtKristjánsdóttir fæddist á Akri í Vestmannaeyjum 20. nóvember 1915. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands þann 23. október sl. Foreldrar hennar voru hjónin Krist- ján Sigurðsson frá Ljótastöðum í V- Skaftafellssýslu, f. 25.7. 1885, d. 25.9. 1966, og Oktavía Hróbjartsdóttir frá Raufarfelli, A-Eyjafjöllum, f. 31.5. 1890, d. 20.12. 1977. Þau bjuggu lengst af á Brattlandi í Vestmannaeyjum. Systir Sigurbjartar er Þórunn Þorsteinn Óskar Guðbrandsson, f. 26.10. 1914, d. 13.3. 1982, sonur þeirra er Borgar, f. 2.2. 1943, kvæntur Elínu Ingólfsdóttur, f. 30.12. 1946, sonur þeirra er Þor- steinn Óli, unnusta hans er Linda Björk Friðgeirsdóttir. Elín átti fyrir Ingólf Vigfússon og Ragn- heiði Jónsdóttur, eiginmaður hennar er Guðmundur Antons- son, synir þeirra eru Þorsteinn og Breki. Þorsteinn Óskar átti fyrir Ester Þorsteinsdóttur, f. 28.9. 1940. Sigurbjört ólst upp í Vesta- manneyjum en fluttist síðar til Stokkseyrar. Hún starfaði við fiskvinnslu bæði í Vestmanna- eyjum og á Stokkseyri ásamt því að sinna húsmóðurstörfum. Hún tók virkan þátt í starfi kvenfélags Stokkseyrar og var mikil hann- yrðakona. Síðustu 9 árin dvaldi Sigurbjört á Dvalarheimili aldr- aðra á Sólvöllum á Eyrarbakka. Útför Sigurbjartar fer fram frá Stokkseyrarkirkju 3. nóvember kl. 14. Sólveig Kristjáns- dóttir hjúkrunar- kona, f. 9.12. 1922. Sigurbjört eignaðist Kristján Sigurðsson þann 29.1. 1942, fað- ir hans var Sigurður Haraldsson, f. 20.4. 1919, d. 28.1. 1998. Eiginkona Kristjáns er Ingunn Guð- bjartsdóttir, f. 18.5. 1943, börn þeirra eru: 1) Hlynur Steinn, kvæntur Helgu Sigríði Hall- dórsdóttur, synir þeirra eru Kristján Falur og Ragnar. 2) Sig- urbjört, gift Þorsteini Helgasyni, börn þeirra eru Snorri og Lilja. 3) Íris. Maki Sigurbjartar var Elsku amma Sibba er farin frá okkur. Ævi hennar var að kvöldi komin og þegar heilsan bilar er best að fá að fara. Amma Sibba var alltaf mjög heilsuhraust og því veit ég að hún hefði ekki viljað lifa lengur svona lasin. Hennar er sárt saknað því hún var stór hluti af fjölskyldunni, átti svo marga vini og var alltaf svo glöð. Amma Sibba bjó síðustu árin á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyr- arbakka. Þar undi hún hag sínum vel og átti þar sína aðra fjölskyldu. Ég held henni hafi sjaldan leiðst enda hafði hún unun af því að hlusta á tónlist og var mikil hann- yrðakona. Eftir hana liggja margir fallegir hlutir sem hún bjó til, þar var listakona á ferð. Ég er henni mjög þakklát fyrir alla hlýjuna í minn garð og barnanna minna. Minning um góða konu lifir. Ragnheiður og fjölskylda. Hún amma Sibba er látin. Og satt best að segja er veröldin afar skrítin án hennar. Það er sannar- lega skrítið þegar manneskja sem skipar svo stóran sess í lífi manns er skyndilega horfin. Vissulega gerði ég mér grein fyrir að ein- hvern tímann kæmi að kveðjustund en hún kom þó fyrr en ég hugði. Amma Sibba var ein af þessum yndislegum persónum sem hafði góð áhrif á alla. Glaðværð hennar, hlátur og bros mætti öllum sem urðu á vegi hennar, jafnt skyld- fólki, vinum og ókunnugum. Þessi jákvæðu persónueinkenni smituðu út frá sér svo að enginn varð ósnortin af nærveru hennar. Þann- ig var amma. Brosmild og kímin og óendanlega gjafmild á gæsku. Ég hafði mjög gaman af því að hlusta á ömmu segja sögur frá fyrri tíð, hún var mjög minnug og hélt ávallt þeim hæfileika. Ég minnist þess einnig hversu dugleg hún var við allskyns hannyrðir, hún prjónaði eins og atvinnumanneskja dúka, sokka, vettlinga og hvaðeina, saumaði í og málaði myndir. Í hverjum jólapakka var að finna eitthvað lítilræði sem hún hafði gert. Auðvitað voru þetta dýrmæt- ustu gjafirnar því þær voru unnar af hennar höndum. Þrátt fyrir að árin færðust yfir hélt amma alltaf sínu striki, alltaf hress og varð nánast aldrei mis- dægurt. Ég hafði gaman af því að gleðja hana síðustu ár með því að koma í heimsókn til hennar á mót- orhjólinu mínu. Hún hló dátt og gantaðist með vinkonum sínum á Sólvöllum þegar mótorhjólafákur- inn rann í hlað, og þess á milli spurði hún mig hvenær ég kæmi næst hjólandi í heimsókn. Til marks um kraftinn sem einkenndi ömmu þá tók hún sig til í sumar og settist aftan á fákinn. Hún var nú ekki til í að fara í hjólatúr en leið ágætlega þar sem við sátum tvær á kyrrstæðu hjólinu og hlógum. Minningar sem þessar skilur amma eftir sig í huga mínum og hjarta, þaðan munu þær aldrei hverfa. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að eiga svo margar góðar stundir með henni, ég þakka Guði einnig fyrir þá von sem við ástvinir hennar berum í brjósti nú, að fyrir trú á Drottin hvíli amma nú í hans faðmi. Guð blessi minn- ingu hennar. Íris Kristjánsdóttir. Elsku amma Sibba er látin. Amma hefur verið svo stór hluti af lífi mínu frá barnæsku að skrýtið er að hugsa um lífið án hennar. Þegar ég hugsa um hana koma svo margar góðar minningar í hugann. Amma var einstaklega glaðvær kona, hlátur hennar var hár, gjall- andi og mjög smitandi. Sem barni þótti mér alltaf tilhlökkunarefni að fara til ömmu Sibbu og afa Steina í Móakoti. Þau tóku fagnandi á móti manni og veittu mér og systkinum mínum mikla hlýju. Þar var spjall- að, grínast og hlegið eða bara setið í notalegheitum í stofunni við lest- ur eða sjónvarpshorf. Það var nær- vera ömmu og afa sem skipti máli. Eftir andlát afa voru heimsóknir til ömmu enn sérstakar stundir og sem unglingur þótti mér einstakt og mikil tilbreyting frá daglegu amstri, að fá að vera ein með ömmu, spila á spil, lesa, fara niður í fjöru eða í göngutúra um Stokks- eyri. Heimili ömmu þótti mér líkast töfraheimi, lítið kot, lágt til lofts en hlýlegt og notalegt. Amma átti óteljandi blóm og á veggjum og í hirslum voru hannyrðalistaverkin hennar. Amma var alltaf með ein- hverja handavinnu, las mikið og fylgdist vel með hvað var að gerast í heiminum. Mér er minnistætt dá- læti hennar á norrænu konungs- fjölskyldunum en hún las dönsku blöðin reiprennandi. Þegar ég vann í sumarbúðum eða dvaldist erlendis í lengri tíma voru bréfin frá ömmu mjög dýr- mæt. Við skrifuðumst á um heima og geima og alltaf var amma svo já- kvæð og létt í lund. Nú í seinni tíð var sami galsinn og gleðin ríkjandi hjá ömmu á Sól- völlum, þrátt fyrir að hún væri komin yfir nírætt og heyrnin farin að dala. Hún undi sér vel við handavinnu, lestur og hafði mjög gaman af söng og tónlist. Alltaf var jafn ánægjulegt að koma í heim- sókn eða fá hana til okkar og við- mótið var alltaf gott, ekki síst til barnanna minna sem nutu góð- mennsku hennar og kærleika. Ég kveð elsku ömmu Sibbu með þakklæti í huga fyrir allt sem hún veitti mér með nærveru sinni og gleði. Hvíli hún í friði með Guðs blessun og í hans varðveislu. Sigurbjört Kristjánsdóttir. Lítil kveðja til frænku minnar. Það er skrýtin tilfinning að kveðja fólk sem maður hefur þekkt alla sína ævi. Alveg frá því ég man fyrst eftir mér, sem núorðið er fyr- ir löngu síðan, hef ég fylgst með og heyrt um og vitað af Sibbu frænku og hennar fólki á Stokkseyri. Ég minnist þess að hafa komið til hennar sem barn með foreldrum mínum og í hvert sinn var það smá ævintýri, alltaf eitthvað nýtt að sjá og heyra. Lífið á Stokkseyri var þá framandi og spennandi í mínum augum og frændur mínir tveir, sem voru talsvert eldri og lífsreyndari en ég, voru líka svolítið framandi og spennandi en höfðu samt alltaf tíma fyrir lítinn pjakk að sunnan sem eflaust var eitt spurningar- merki í framan í hvert sinn sem við hittumst. Móttökurnar á Stokkseyri voru alltaf hlýjar og góðar og sérstak- lega var gaman síðar að koma í Móakot, sem var svo einstaklega sérstakt og öðruvísi en allir aðrir staðir. Að koma þangað var svolítið eins og að vera ferðalangur í tíma, eins og að fara á vit fortíðar, vegna þess að þar var svo margt varðveitt frá fyrri tíð, gamlir og óvenjulegir hlutir og sérstaklega vinalegt og kannski gamaldags andrúmsloft sem ég hef ekki orðið var við ann- ars staðar. Sibba fór líklega ekki oft til út- landa, en hún kom til Noregs 1982 þegar ég og fjölskylda mín bjugg- um þar, sérstaklega til þess að hitta norska pennavinkonu sína sem hún hafði skrifast á við áratug- um saman. Það var einstök upp- lifun að verða vitni að samskiptum þeirra tveggja sem höfðu aldrei hist og þekktust því bæði ekkert en samt ágætlega í gegnum öll bréfin sem þær höfðu skrifað. Eitthvað gengu samtölin stundum brösug- lega, en Sibba lét það bara ekkert á sig fá og hélt áfram að tala við vin- konuna þar til merkingin komst til skila. Hún var ekki heldur sérlega vön stórborgarbragnum á því stóra sveitaþorpi Ósló, lenti til dæmis í vandræðum með rúllustigana í stórverslun einni og þá kom í ljós að hún hafði aldrei fyrr stigið fæti á svoleiðis fyrirbæri. Hún minnti okkur oft síðar á þetta atvik og hló mikið að sjálfri sér og eigin klaufa- skap. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp það eldra fólk sem ég hef kynnst á lífsleiðinni eru tvær manneskjur sem eru mér sérstak- lega minnisstæðar fyrir glaðlyndi, æðruleysi, hógværð og nægjusemi. Þetta eru auðvitað Sibba og svo móðir hennar, hún amma mín, Ok- tavía Hróbjartsdóttir. Þær voru ákaflega líkar, sérlega þegar árin færðust yfir og síðustu árin fannst mér ég næstum vera að hitta hana ömmu mína í hvert sinn sem ég hitti Sibbu frænku. Slík augnablik eru mikils virði. Um leið og ég færi Kidda og Bogga og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur vil ég þakka Sibbu frænku fyrir að hafa fengið að kynnast henni, vegna þess að hún hefur kennt mér, að jafnvel þótt ýmsir erfiðleikar steðji að, þótt lífið geti stundum verið ósanngjarnt og erfitt, þá er samt hægt að vera lífsglaður og ánægður á efri árum, njóta hins góða í lífinu og gleðja annað fólk. Júlíus K. Björnsson Sigurbjört Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.