Morgunblaðið - 03.11.2007, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 57
T Ó N L E I K A R Á
ALLRA HEILAGRA MESSU
4. NÓVEMBER 2007 KL. 17.00
Í HALLGRÍMSKIRKJU
Requiem
Requiem
eftir
Gabriel Fauré
eftir
Ildibrando Pizzetti
Marta Guðrún Halldórsdóttir SÓPRAN
Benedikt Ingólfsson BARITÓN
Mótettukór Hallgrímskirkju
Elísabet Waage HARPA
Björn Steinar Sólbergsson ORGEL
STJÓRNANDI: Hörður Áskelsson
MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRKJU
VERÐ: 2.000/1.500 K R.
"TÉKKNESKT TÓNAFLÓÐ"
Dvorák: Serenaða og dansar
Krommer: Oktett
Tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík
Sunnudag 4. nóvember kl. 17:00
Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur
Tónlistarsjóður
Aðgangseyrir: 1.500 kr (1.000)
Hnúkaþeyr
ROKKSVEITIN Ask The Slave er
nú kominn á fullt skrið með nýjum
mannskap. Fyrir lá samt þessi plata,
sem var tilbúin fyrir tveimur árum.
Fljótlega eftir að upptökum lauk
tóku meðlimir að ganga úr skaftinu
og því örðugt að fylgja plötunni eftir
af einhverju viti. Hún var því sett í
salt en var kastað út fyrir stuttu, lík-
lega til að loka á gamla tíma fyrir
fullt og fast.
Skemmst er frá að segja að platan
fer ansi víða í stílum. Í grunninn er
þetta þó ansi framsækið eða „progg-
legt“ og maður heyrir áhrif frá Mars
Volta, Tool og System of a Down.
Hér er þó líka undurblíð ballaða
„Some Text Missing“, strengir gera
vart við sig í sumum laganna og
sveitin tæklar lagið „Who Are The
Brain Police?“, af meistaraverki
Frank Zappa, Freak Out!, með tölu-
verðum bravúr. „Silver Cock“ er
hins vegar einslags hljóðverk, sam-
anstendur af köllum og ópum áhorf-
enda yfir hljóðfæraskruðningi. Það
er auðheyranlegt að Ask the Slave
er metnaðarfull sveit en það kemur
fyrir að hún ræður ekki almennilega
við að þjóna hinum háleitu mark-
miðum. Hugmyndirnar krassandi en
úrvinnslan síðri.
En þessum kafla í sögu Ask The
Slave er þá semsagt lokið og spenn-
andi að heyra hvað menn bjóða upp
á næst. Ég hygg að sú plata verði
öllu straumlínulagaðri en þessi grip-
ur þar sem menn eru mikið til að
finna fótum sínum forráð. En efni-
legt er þetta.
Ruglað
í rásunum
Arnar Eggert Thoroddsen
TÓNLIST
Ask The Slave – Kiss Your Chora
HEATHER Mills, fyrrverandi eig-
inkona bítilsins Pauls McCartney,
segist fá harkalegri umfjöllun í
bresku slúð-
urpressunni en
morðingjar og
barnaníðingar.
Þessu hélt
Mills fram í við-
tölum í bresku
sjónvarpi í vik-
unni.
Hún nefndi
sem dæmi að af-
mæli dóttur
hennar hefði ver-
ið eyðilagt af
blaðamönnum.
Þeir hefðu blásið
upp tilhæfu-
lausar ásakanir
um að flugeldasýningin í afmælinu
hefði valdið dauða hunds á heimili í
nágrenninu. Þá sagðist hún ítrekað
hafa fengið morðhótanir og sagði
McCartney ekkert hafa gert til þess
að tryggja öryggi hennar og dóttur
þeirra.
Hún hefur nú biðlað til banda-
rískra fjölmiðla um stuðning á þess-
um erfiðu tímum. Fjölmiðlafulltrúi
hennar í Los Angeles sendi tölvu-
póst til fjölmargra ritstjórna í gær
þar sem farið var fram á að menn
skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu
við hana á netinu.
Harðar tekið
á Mills
en barna-
níðingum
Heather Mills
♦♦♦
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn