Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 17
hlutann að meirihlutinn styddi það algjörlega.“ Síðan er „sömu glærunum kastað upp á vegg“ og fyrri daginn, að sögn Hönnu Birnu. „Við spyrjum: „Hvar er kynningin? Og fáum þau svör að það sé engin frekari kynning. Við spyrjum hvar eru svörin? Engin svör. Það er bara sagt: „Við teljum að þetta sé góður bísness.““ Það að Guðmundur Þóroddsson skyldi ekki breyta kynningunni er útskýrt þannig innan REI að borg- arstjóra hafi skilist kvöldið áður að ekki vantaði frekari kynningu á sam- runanum heldur á starfsemi REI og hvaða verkefni væru í gangi á vegum félagsins. Fundurinn stóð frá 12 til 14, var mjög dramatískur og náði hápunkti þegar Hanna Birna spurði borg- arstjóra: „Er það þannig að við stöndum frammi fyrir orðnum hlut?“ Og borgarstjóri svarar: „Já, þetta er orðinn hlutur. Við ætlum að afgreiða málið í stjórn OR í dag.“ Borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu miklum tilfinningum og skoð- unum til málsins, var gróflega mis- boðið, töldu framkomu Guðmundar Þóroddssonar lítillækkandi og að það væri verið að ganga algjörlega yfir umboð þeirra sem borgarfull- trúa. – Var umboð veitt á fundinum? „Það var ekki beðið um umboð, segir Hanna Birna. „Það var bara sagt að málið yrði afgreitt eftir klukkutíma.“ Hjörleifur B. Kvaran segir að Vil- hjálmur hafi sagst hafa skýrt umboð til að klára málið við komuna á stjórnar- og eigendafund. „En ef borgarfulltrúar hefðu viljað stoppa málið, þá tel ég að þeir hefðu getað gert það. Ef þeir hefðu sagt: „Við er- um ekki tilbúin,“ þá hefði það betur komið fram á þeim tíma.“ Borgarfulltrúarnir voru ósáttir við Vilhjálm, en ósáttari við mennina sem svöruðu engu. „Við vorum mið- ur okkar,“ segir Hanna Birna. „Eftir á að hyggja áttum við að segja: „Þið farið ekki inn á fund og gangið frá þessu.“ En við upplifðum þetta þannig að það væru stjórnarslit. Til- finningar Björns Inga voru þannig, sterkar og heitar. „Í raun er ótrúlegt hversu mikinn slag við tókum á þessu augnabliki miðað við hvað við vissum lítið. Okkur fannst þetta rangt í prinsippinu og þess vegna tókum við slaginn. Ef við hefðum vit- að allt, þá hefðum við tekið hann harðar.“ Samruni samþykktur Þegar Svandís mætir á stjórnar- og eigendafundinn kl. 15 sama dag, 3. október, lætur hún vita af því að hún muni ekki styðja málið. Fyrir fundinum eru fjórar tillögur og eru allar samþykktar bæði á stjórnar- og eigendafundi. Þar er samþykktur samruni REI og GGE, þar sem REI verður yfirtökufélag, og „stjórn- arformanni og forstjóra heimilað að undirrita samninginn og önnur sam- runagögn þegar þar að kemur.“ Mestar deilur hefur vakið þriðja tillaga sem lá fyrir fundinum um að OR samþykki „fyrirliggjandi samn- ing“ við REI hf. um „aðgang að tækniþjónustu o.fl.“ Að baki því lá margþættur óframseljanlegur einkaréttarsamningur til 20 ára á Svæðinu, sem m.a. laut að þjónustu sem átti eftir að skilgreina. Hjörleifur B. Kvaran segist vel geta tekið undir það að kynning á samningnum hafi ekki verið nægj- anleg, eins og borgarstjóri hafi kvartað yfir. „Í öllu falli var hún ófullnægjandi fyrir þá sem komu ný- ir að málinu.“ Kynntur í London Daginn eftir að samruninn var samþykktur í stjórn OR var hann kynntur á vegum FL Group í Lond- on, 4. október. Þar kom m.a. fram að tilkynnt hefði verið um samrunann 3. október, honum lyki 31. október, fjármögnun lyki í febrúar 2008 og fyrirtækið yrði skráð á markað 2009. Í framtíðarsýn fyrirtækisins er markið sett hátt, 200 til 400 gígavött í virkjunum á næstu tveim árum, fjárfesting upp á 300 til 400 millj- arða. Sama dag vonast Guðmundur Þóroddsson í hádegisviðtali Stöðvar 2 eftir tuga milljarða hagnaði. Bjarni kom úr Afríkuför sinni þennan dag og talaði á fjár- festakynningunni í London. Um kvöldið hringir Vilhjálmur í hann og biður um að samningar við starfs- menn REI um kaup á hlutabréfum séu dregnir til baka. Bjarni segist ætla að fara yfir það með stjórninni, kemur heim daginn eftir, 5. október, og ákveðið er á stjórnarfundi laug- ardaginn 6. október að draga þá til baka. „Þessir samningar voru hugsaðir til að tengja saman hagsmuni starfs- manna og fyrirtækis,“ segir Bjarni. „Starfsmenn voru varðir tapi en nutu ekki hækkunar að fullu í þrjú ár. Við vildum tryggja okkur krafta starfsmanna fram yfir skráningu 2009.“ Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var vilji til að semja á ný við þá eftir samrunann, enda yrði OR þá komið í minnihluta í félaginu. Eftir samrunafundinn byrjar um- ræðan að þróast með óhagstæðum hætti fyrir REI vegna andstöðu sex borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og óánægju Svandísar Svav- arsdóttur. Í fjölmiðlum um kvöldið kemur í ljós afstaða minnihlutans gagnvart kaupréttarsamningum sem borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins höfðu „ekki grænan grun“ um og þeim fannst „hafa verið gengið harkalega fram“ í þessu máli. „Okkur finnst allir fulltrúar meiri- hlutans í stjórn OR hafa brugðist okkur, Haukur Leósson, Vilhjálmur og Björn Ingi,“ segir Gísli Marteinn. „Og auðvitað líka fulltrúar minni- hlutans, Samfylkingin samþykkir og Vinstri grænir sitja hjá, en það voru ekki mínir fulltrúar.“ Einkennilegur biðtími Skýrt hefur verið frá fundum sex- menninganna án Vilhjálms í fram- haldinu, m.a. með forystu flokksins á föstudeginum. „Allt tal um að það sé óeðlilegt er út í hött, segir Hanna Birna. „Okkur fannst sem umboðið hefði verið tekið af okkur og við urð- um að greina formanni flokksins frá því, hvernig við upplifðum það. For- maðurinn verður að geta átt slík samtöl.“ Gagnrýni hefur komið fram innan raða Sjálfstæðisflokksins á að Geir H. Haarde skyldi ekki hafa tekið á vandanum, sem kominn var upp, með meira afgerandi hætti úr því hann blandaði sér í málið. „Þetta hefði aldrei komið upp í tíð Davíðs Oddssonar,“ segir einn sjálfstæð- ismaður á meðan annar bendir á að meirihluti sjálfstæðismanna hafi ein- mitt fallið í formannstíð Davíðs. Svo líða þrír dýrmætir dagar þar til sjálfstæðismenn hittast aftur. Og margt gerist bakvið tjöldin á þeim tíma, Björn Ingi Hrafnsson ákveður á laugardeginum að flýta för sinni heim frá Kína, kemur til landsins á sunnudagskvöld og fundar með sínu fólki á mánudagsmorgni. Mikill skjálfti er innan OR og REI, gamli stjórnarformaðurinn Al- freð Þorsteinsson kominn í atburða- rásina. Ekki verður heldur framhjá því horft að í eigendahópi GGE eru þungavigtarmenn í Framsókn, s.s. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi varaformaður og ráðherra. Björn Ingi og Vilhjálmur tala ekkert sam- an þennan tíma eða þar til á þriðju- dag, en Björn Ingi er þó í sambandi við Hönnu Birnu og Gísla Martein. „Þetta var einkennilegur biðtími,“ segir einn borgarfulltrúi. Beðið var niðurstöðu sáttafundar borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokks og blaða- mannafundar í kjölfarið. En ekkert lá fyrir um niðurstöðuna. Óvissan var mikil. Og óljóst af hverju biðin stafaði, þótt nefnt sé að ekki hafi all- ir borgarfulltrúar verið í borginni og borgarstjórinn ekki áttað sig á al- vöru málsins. „Hann var sjálfur að fá upplýsingar og bregðast við þeim.“ Á sáttafundinum á mánudegi voru málin rædd „í mikilli eindrægni og einlægni“ og borgarstjóri „baðst margfaldlega afsökunar“. Hann MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 17 HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Jafnvægi Harður og þ rautseigur þ egar á þarf að halda – mjúkur, lipur og þægilegur í dagsins önn. Að mæta ólíkum þ örfum og bregðast hárrétt við mismunandi aðstæðum; þetta eru kröfur samtímans. Komdu og reynsluaktu Mitsubishi Pajero. Til afgreiðslu strax. 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.