Morgunblaðið - 04.11.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.11.2007, Qupperneq 17
hlutann að meirihlutinn styddi það algjörlega.“ Síðan er „sömu glærunum kastað upp á vegg“ og fyrri daginn, að sögn Hönnu Birnu. „Við spyrjum: „Hvar er kynningin? Og fáum þau svör að það sé engin frekari kynning. Við spyrjum hvar eru svörin? Engin svör. Það er bara sagt: „Við teljum að þetta sé góður bísness.““ Það að Guðmundur Þóroddsson skyldi ekki breyta kynningunni er útskýrt þannig innan REI að borg- arstjóra hafi skilist kvöldið áður að ekki vantaði frekari kynningu á sam- runanum heldur á starfsemi REI og hvaða verkefni væru í gangi á vegum félagsins. Fundurinn stóð frá 12 til 14, var mjög dramatískur og náði hápunkti þegar Hanna Birna spurði borg- arstjóra: „Er það þannig að við stöndum frammi fyrir orðnum hlut?“ Og borgarstjóri svarar: „Já, þetta er orðinn hlutur. Við ætlum að afgreiða málið í stjórn OR í dag.“ Borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu miklum tilfinningum og skoð- unum til málsins, var gróflega mis- boðið, töldu framkomu Guðmundar Þóroddssonar lítillækkandi og að það væri verið að ganga algjörlega yfir umboð þeirra sem borgarfull- trúa. – Var umboð veitt á fundinum? „Það var ekki beðið um umboð, segir Hanna Birna. „Það var bara sagt að málið yrði afgreitt eftir klukkutíma.“ Hjörleifur B. Kvaran segir að Vil- hjálmur hafi sagst hafa skýrt umboð til að klára málið við komuna á stjórnar- og eigendafund. „En ef borgarfulltrúar hefðu viljað stoppa málið, þá tel ég að þeir hefðu getað gert það. Ef þeir hefðu sagt: „Við er- um ekki tilbúin,“ þá hefði það betur komið fram á þeim tíma.“ Borgarfulltrúarnir voru ósáttir við Vilhjálm, en ósáttari við mennina sem svöruðu engu. „Við vorum mið- ur okkar,“ segir Hanna Birna. „Eftir á að hyggja áttum við að segja: „Þið farið ekki inn á fund og gangið frá þessu.“ En við upplifðum þetta þannig að það væru stjórnarslit. Til- finningar Björns Inga voru þannig, sterkar og heitar. „Í raun er ótrúlegt hversu mikinn slag við tókum á þessu augnabliki miðað við hvað við vissum lítið. Okkur fannst þetta rangt í prinsippinu og þess vegna tókum við slaginn. Ef við hefðum vit- að allt, þá hefðum við tekið hann harðar.“ Samruni samþykktur Þegar Svandís mætir á stjórnar- og eigendafundinn kl. 15 sama dag, 3. október, lætur hún vita af því að hún muni ekki styðja málið. Fyrir fundinum eru fjórar tillögur og eru allar samþykktar bæði á stjórnar- og eigendafundi. Þar er samþykktur samruni REI og GGE, þar sem REI verður yfirtökufélag, og „stjórn- arformanni og forstjóra heimilað að undirrita samninginn og önnur sam- runagögn þegar þar að kemur.“ Mestar deilur hefur vakið þriðja tillaga sem lá fyrir fundinum um að OR samþykki „fyrirliggjandi samn- ing“ við REI hf. um „aðgang að tækniþjónustu o.fl.“ Að baki því lá margþættur óframseljanlegur einkaréttarsamningur til 20 ára á Svæðinu, sem m.a. laut að þjónustu sem átti eftir að skilgreina. Hjörleifur B. Kvaran segist vel geta tekið undir það að kynning á samningnum hafi ekki verið nægj- anleg, eins og borgarstjóri hafi kvartað yfir. „Í öllu falli var hún ófullnægjandi fyrir þá sem komu ný- ir að málinu.“ Kynntur í London Daginn eftir að samruninn var samþykktur í stjórn OR var hann kynntur á vegum FL Group í Lond- on, 4. október. Þar kom m.a. fram að tilkynnt hefði verið um samrunann 3. október, honum lyki 31. október, fjármögnun lyki í febrúar 2008 og fyrirtækið yrði skráð á markað 2009. Í framtíðarsýn fyrirtækisins er markið sett hátt, 200 til 400 gígavött í virkjunum á næstu tveim árum, fjárfesting upp á 300 til 400 millj- arða. Sama dag vonast Guðmundur Þóroddsson í hádegisviðtali Stöðvar 2 eftir tuga milljarða hagnaði. Bjarni kom úr Afríkuför sinni þennan dag og talaði á fjár- festakynningunni í London. Um kvöldið hringir Vilhjálmur í hann og biður um að samningar við starfs- menn REI um kaup á hlutabréfum séu dregnir til baka. Bjarni segist ætla að fara yfir það með stjórninni, kemur heim daginn eftir, 5. október, og ákveðið er á stjórnarfundi laug- ardaginn 6. október að draga þá til baka. „Þessir samningar voru hugsaðir til að tengja saman hagsmuni starfs- manna og fyrirtækis,“ segir Bjarni. „Starfsmenn voru varðir tapi en nutu ekki hækkunar að fullu í þrjú ár. Við vildum tryggja okkur krafta starfsmanna fram yfir skráningu 2009.“ Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var vilji til að semja á ný við þá eftir samrunann, enda yrði OR þá komið í minnihluta í félaginu. Eftir samrunafundinn byrjar um- ræðan að þróast með óhagstæðum hætti fyrir REI vegna andstöðu sex borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og óánægju Svandísar Svav- arsdóttur. Í fjölmiðlum um kvöldið kemur í ljós afstaða minnihlutans gagnvart kaupréttarsamningum sem borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins höfðu „ekki grænan grun“ um og þeim fannst „hafa verið gengið harkalega fram“ í þessu máli. „Okkur finnst allir fulltrúar meiri- hlutans í stjórn OR hafa brugðist okkur, Haukur Leósson, Vilhjálmur og Björn Ingi,“ segir Gísli Marteinn. „Og auðvitað líka fulltrúar minni- hlutans, Samfylkingin samþykkir og Vinstri grænir sitja hjá, en það voru ekki mínir fulltrúar.“ Einkennilegur biðtími Skýrt hefur verið frá fundum sex- menninganna án Vilhjálms í fram- haldinu, m.a. með forystu flokksins á föstudeginum. „Allt tal um að það sé óeðlilegt er út í hött, segir Hanna Birna. „Okkur fannst sem umboðið hefði verið tekið af okkur og við urð- um að greina formanni flokksins frá því, hvernig við upplifðum það. For- maðurinn verður að geta átt slík samtöl.“ Gagnrýni hefur komið fram innan raða Sjálfstæðisflokksins á að Geir H. Haarde skyldi ekki hafa tekið á vandanum, sem kominn var upp, með meira afgerandi hætti úr því hann blandaði sér í málið. „Þetta hefði aldrei komið upp í tíð Davíðs Oddssonar,“ segir einn sjálfstæð- ismaður á meðan annar bendir á að meirihluti sjálfstæðismanna hafi ein- mitt fallið í formannstíð Davíðs. Svo líða þrír dýrmætir dagar þar til sjálfstæðismenn hittast aftur. Og margt gerist bakvið tjöldin á þeim tíma, Björn Ingi Hrafnsson ákveður á laugardeginum að flýta för sinni heim frá Kína, kemur til landsins á sunnudagskvöld og fundar með sínu fólki á mánudagsmorgni. Mikill skjálfti er innan OR og REI, gamli stjórnarformaðurinn Al- freð Þorsteinsson kominn í atburða- rásina. Ekki verður heldur framhjá því horft að í eigendahópi GGE eru þungavigtarmenn í Framsókn, s.s. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi varaformaður og ráðherra. Björn Ingi og Vilhjálmur tala ekkert sam- an þennan tíma eða þar til á þriðju- dag, en Björn Ingi er þó í sambandi við Hönnu Birnu og Gísla Martein. „Þetta var einkennilegur biðtími,“ segir einn borgarfulltrúi. Beðið var niðurstöðu sáttafundar borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokks og blaða- mannafundar í kjölfarið. En ekkert lá fyrir um niðurstöðuna. Óvissan var mikil. Og óljóst af hverju biðin stafaði, þótt nefnt sé að ekki hafi all- ir borgarfulltrúar verið í borginni og borgarstjórinn ekki áttað sig á al- vöru málsins. „Hann var sjálfur að fá upplýsingar og bregðast við þeim.“ Á sáttafundinum á mánudegi voru málin rædd „í mikilli eindrægni og einlægni“ og borgarstjóri „baðst margfaldlega afsökunar“. Hann MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 17 HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Jafnvægi Harður og þ rautseigur þ egar á þarf að halda – mjúkur, lipur og þægilegur í dagsins önn. Að mæta ólíkum þ örfum og bregðast hárrétt við mismunandi aðstæðum; þetta eru kröfur samtímans. Komdu og reynsluaktu Mitsubishi Pajero. Til afgreiðslu strax. 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.