Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 23

Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 23
ember, var á mála hjá Chelsea sem unglingur en kom til Leeds frá ut- andeildarliðinu Wealdstone vorið 2006. Honum gekk illa að vinna sér sæti í liðinu í fyrra og var bæði lán- aður til Scunthorpe og Carlisle. Margir bjuggust við því að hann þyrfti að róa á önnur mið í sumar en Wise ákvað að veðja á drenginn. Það hefur margborgað sig og Beckford er lykilmaður í liði Leeds í dag. Hann vann sér það m.a. til frægðar í leik gegn Bristol Rovers fyrir skemmstu að skora með bakfallsspyrnu. Kandol fæddist fyrir 26 árum í Afríkuríkinu Kongó en hefur breskt ríkisfang. Hann hefur komið víða við í neðri deildum og utan deilda í Eng- landi en kom til reynslu hjá Leeds síðla árs 2006, þá nýskriðinn úr grjótinu vegna ítrekaðra umferð- arlagabrota. Tveimur mánuðum síð- ar var gengið til samninga við kapp- ann og í haust hefur hann launað húsbændum á Elland Road traustið með góðri frammistöðu. Þeir Beckford hafa smollið saman og munu án efa etja kappi um markakóngstitilinn í þriðju deild- inni. Vel fer á með þeim og „fögn“ þeirra þykja fyrir augað, ekki síst heljarstökk Kandols. Hann á ekki langt að sækja það en frændi hans er enginn annar en ólíkindatólið Lom- ana LuaLua, sem nú leikur með Olympiacos á Grikklandi. Sparkrisinn hefur þegar sett ann- an fótinn fram úr rúminu og stuðn- ingsmenn Leeds United bíða þess nú í ofvæni um allan heim að hann fari allur fram úr – og endurheimti forna frægð. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 23 » Rjúpan hefur það frekarskítt. Ólafur K. Nielsen , fuglafræðingur á Nátt- úrfræðistofnun Íslands, í erindi, sem hann flutti hjá Skotveiðifélagi Íslands. » Hefði ég eitthvað að segjaum Ceciliu myndi ég örugg- lega ekki segja það hér. Nicolas Sarkozy , forseti Frakklands, í viðtali við sjónvarpskonuna Leslie Stahl í 60 mínútum, en forsetinn tilkynnti í síð- asta mánuði að hann og eiginkona hans til ellefu ára hefðu ákveðið að skilja. » Ég kem til með að ráða ferð-inni en ekki 200.000 „lands- liðsþjálfarar“ úti í bæ. Ólafur Jóhannesson , nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. » Ef það eru einhverjir svonaskúrkar hjá okkur, þá er þeim ekki úthlutað lóðum hér. Gunnar I. Birgisson , bæjarstjóri Kópa- vogs, spurður hvort svipta ætti verktaka réttinum til lóðakaupa komi upp gallar í byggingum, sem þeir beri ábyrgð á. » Áþján vegna áfengissýki ermál allra Íslendinga. Ari Matthíasson , framkvæmdastjóri SÁÁ, í grein þar sem hann vísar m.a. til nið- urstaðna íslenskrar könnunar þar sem fram kom að 87% þeirra þriggja þúsunda, sem svöruðu, áttu einhvern mjög nákom- inn sem var alkóhólisti. » En tilfinningin er alveg æð-isleg og ég bjóst alls ekki við þessu. Fanney Lára Guðmundsdóttir , nýkrýnd Miss Scandinavia Baltic Sea. » Þeir hafa misnotað traustokkar og lagt okkur til rang- ar upplýsingar. Gylfi Arnbjörnsson , framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sem telur ekki lengur forsendu fyrir því að erindrekar ASÍ tilkynni komu sína í upphafi verð- könnunnar í ljósi þess einbeitta vilja sem verslanir Krónunnar og Bónuss hafi sýnt til að blekkja neytendur. » Það er þessi hóflausa nytja-hyggja nútímans sem ræður, nú eru allir í útrásinni, pening- unum og bönkunum. Sigurður Líndal , nýráðinn prófessor í lög- um við Háskólann í Bifröst, en vegna menningararfleifðarinnar hefur hann áhyggjur af því að fáir fara í fög, sem ekki eru beinlínis hagnýt í viðskiptalífi nú- tímans. » Síðustu ár hafa Íslendingarmátt búa við eitt versta al- mannatryggingakerfi á Norð- urlöndum. Sigursteinn Máson , formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, í grein í Morg- unblaðinu. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/RAX Þjálfari Ólafur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu á fundi með fréttamönnum. Honum á hægri hönd eru Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambandsins. Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Erlendur Eiríksson málarameistari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“ Lyktarlaus KÓPAL Glitra ÍS LE N SK A S IA .I S M A L 3 97 08 1 0. 2 0 0 7 Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan, Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.