Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 23
ember, var á mála hjá Chelsea sem unglingur en kom til Leeds frá ut- andeildarliðinu Wealdstone vorið 2006. Honum gekk illa að vinna sér sæti í liðinu í fyrra og var bæði lán- aður til Scunthorpe og Carlisle. Margir bjuggust við því að hann þyrfti að róa á önnur mið í sumar en Wise ákvað að veðja á drenginn. Það hefur margborgað sig og Beckford er lykilmaður í liði Leeds í dag. Hann vann sér það m.a. til frægðar í leik gegn Bristol Rovers fyrir skemmstu að skora með bakfallsspyrnu. Kandol fæddist fyrir 26 árum í Afríkuríkinu Kongó en hefur breskt ríkisfang. Hann hefur komið víða við í neðri deildum og utan deilda í Eng- landi en kom til reynslu hjá Leeds síðla árs 2006, þá nýskriðinn úr grjótinu vegna ítrekaðra umferð- arlagabrota. Tveimur mánuðum síð- ar var gengið til samninga við kapp- ann og í haust hefur hann launað húsbændum á Elland Road traustið með góðri frammistöðu. Þeir Beckford hafa smollið saman og munu án efa etja kappi um markakóngstitilinn í þriðju deild- inni. Vel fer á með þeim og „fögn“ þeirra þykja fyrir augað, ekki síst heljarstökk Kandols. Hann á ekki langt að sækja það en frændi hans er enginn annar en ólíkindatólið Lom- ana LuaLua, sem nú leikur með Olympiacos á Grikklandi. Sparkrisinn hefur þegar sett ann- an fótinn fram úr rúminu og stuðn- ingsmenn Leeds United bíða þess nú í ofvæni um allan heim að hann fari allur fram úr – og endurheimti forna frægð. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 23 » Rjúpan hefur það frekarskítt. Ólafur K. Nielsen , fuglafræðingur á Nátt- úrfræðistofnun Íslands, í erindi, sem hann flutti hjá Skotveiðifélagi Íslands. » Hefði ég eitthvað að segjaum Ceciliu myndi ég örugg- lega ekki segja það hér. Nicolas Sarkozy , forseti Frakklands, í viðtali við sjónvarpskonuna Leslie Stahl í 60 mínútum, en forsetinn tilkynnti í síð- asta mánuði að hann og eiginkona hans til ellefu ára hefðu ákveðið að skilja. » Ég kem til með að ráða ferð-inni en ekki 200.000 „lands- liðsþjálfarar“ úti í bæ. Ólafur Jóhannesson , nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. » Ef það eru einhverjir svonaskúrkar hjá okkur, þá er þeim ekki úthlutað lóðum hér. Gunnar I. Birgisson , bæjarstjóri Kópa- vogs, spurður hvort svipta ætti verktaka réttinum til lóðakaupa komi upp gallar í byggingum, sem þeir beri ábyrgð á. » Áþján vegna áfengissýki ermál allra Íslendinga. Ari Matthíasson , framkvæmdastjóri SÁÁ, í grein þar sem hann vísar m.a. til nið- urstaðna íslenskrar könnunar þar sem fram kom að 87% þeirra þriggja þúsunda, sem svöruðu, áttu einhvern mjög nákom- inn sem var alkóhólisti. » En tilfinningin er alveg æð-isleg og ég bjóst alls ekki við þessu. Fanney Lára Guðmundsdóttir , nýkrýnd Miss Scandinavia Baltic Sea. » Þeir hafa misnotað traustokkar og lagt okkur til rang- ar upplýsingar. Gylfi Arnbjörnsson , framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sem telur ekki lengur forsendu fyrir því að erindrekar ASÍ tilkynni komu sína í upphafi verð- könnunnar í ljósi þess einbeitta vilja sem verslanir Krónunnar og Bónuss hafi sýnt til að blekkja neytendur. » Það er þessi hóflausa nytja-hyggja nútímans sem ræður, nú eru allir í útrásinni, pening- unum og bönkunum. Sigurður Líndal , nýráðinn prófessor í lög- um við Háskólann í Bifröst, en vegna menningararfleifðarinnar hefur hann áhyggjur af því að fáir fara í fög, sem ekki eru beinlínis hagnýt í viðskiptalífi nú- tímans. » Síðustu ár hafa Íslendingarmátt búa við eitt versta al- mannatryggingakerfi á Norð- urlöndum. Sigursteinn Máson , formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, í grein í Morg- unblaðinu. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/RAX Þjálfari Ólafur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu á fundi með fréttamönnum. Honum á hægri hönd eru Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambandsins. Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Erlendur Eiríksson málarameistari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“ Lyktarlaus KÓPAL Glitra ÍS LE N SK A S IA .I S M A L 3 97 08 1 0. 2 0 0 7 Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan, Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.