Morgunblaðið - 13.11.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.11.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 310. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is MÖGNUÐ TILÞRIF LISTAHÁTÍÐINNI UNGLIST LAUK UM HELGINA MEÐ FLOTTRI KEPPNI Í BREIKDANSI >> 48 Leikhúsin í landinu Ekki missa af neinu >> 45 FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is RÍKISSTJÓRN mið- og hægriflokkanna í Danmörku heldur velli samkvæmt síðustu skoðanakönnunum en á vefsíðu Berlingske Tidende voru í gærkvöldi birtar niðurstöður stórrar Gallup-könnunar sem benda til að Venstre, flokkur Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra, Íhaldsflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn, sem styður stjórn Foghs en á ekki aðild að henni, fái 93 þing- menn kjörna. Verði það niðurstaðan í þing- kosningunum sem fara fram í Danmörku í dag situr Fogh áfram, enda væri stjórn hans þar með komin yfir 90 þingmanna markið sem tryggir meirihluta á þingi. Könnunin bendir til að Venstre og Danski þjóðarflokkurinn hafi unnið mjög á síðustu daga kosningabaráttunnar. Nýtt bandalag Nasers Khader, sem fram til þessa hefur virst ætla að verða í oddastöðu eftir kosningarnar, er hins vegar í frjálsu falli og miðað við Gallup-könnunina nýju, sem byggist á svörum 3.125 líklegra kjós- enda, gerir flokkurinn ekki mikið meira en rétt skríða yfir 2% markið sem þarf til að ná inn manni, þ.e. könnunin sýnir Nýtt banda- lag með 2,5%. Khader vill Fogh – en nýjan Fogh Hugsanlega gerði Khader mistök þegar hann í sjónvarpskappræðum á sunnudag lýsti því yfir að hann styddi Fogh til áfram- haldandi forystustarfa, fremur en vinstri blokkina. Yfirlýsingin vakti spurningar því henni fylgdu ummæli um að Khader vildi samt ekki þann Fogh sem hefur stýrt Dan- mörku frá 2001, hann vildi „nýjan Fogh“ sem forsætisráðherra. Var Khader þar lík- lega að meina að hann vildi breytingar á innflytjendastefnunni, en yfirlýsingarnar kunna að hafa minnt kjósendur rækilega á þá þversögn sem fælist í því að Fogh stydd- ist annars vegar við flokk Khaders og hins vegar við Danska þjóðarflokkinn sem hefur beitt sér fyrir hörðustu innflytjendastefnu í gjörvallri Evrópu. Allar kannanir síðustu daga höfðu sýnt að þó að stjórnarflokkarnir myndu fá fleiri þingmenn kjörna en vinstriflokkarnir sem eru í stjórnarandstöðu þá næðu þeir ekki yfir 90 þingsæta markið. Af þeim sökum virtist ljóst að Khader myndi leika lykilhlut- verk í framhaldinu. Svo gæti auðvitað farið ennþá – enda hafa engin atkvæði verið talin upp úr kjörkössunum – en Gallup-könnunin í gærkvöldi telst þó til meiriháttar tíðinda. Reuters Kappræður Vel fór á með Naser Khader og Anders Fogh Rasmussen í gærkvöldi. Gríðarleg spenna í Danmörku Fogh heldur velli ef marka má nýja könnun ÞAÐ voru Korpuskóli og Árbæj- arskóli sem komust áfram á fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunn- skóla Reykjavíkur, sem fram fór í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu. Fjögur undanúrslitakvöld fara fram í vikunni og úrslitakvöldið verður þriðjudagskvöldið 20. nóvember þegar átta grunn- skólar keppa til úrslita. Það voru sjö skólar sem kepptu um sæti í úrslitunum í gærkvöldi. Auk þeirra tveggja sem komust áfram voru það Hvassaleitisskóli, Landakots- skóli, Langholtsskóli, Háteigs- skóli og Vogaskóli. Morgunblaðið/Golli Skrekkur kominn í fullan gang Spreyta sig í hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur  Frumleiki og fimi | 49 VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,65% milli mánaða, sem er mesta hækkun í nóvem- bermánuði í 17 ár. Segja greiningardeildir Glitnis og Kaupþings að líkur hafi aukist á stýri- vaxtahækkun Seðlabanka Íslands. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að skoðað verði hvort ástæða sé til að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins seg- ir að verðbólgan sé allt of mikil og fram- kvæmdastjóri ASÍ tekur í sama streng. Fasteignaverðið alltaf þáttur Verðbólgan mælist 5,2% miðað við síðustu 12 mánuði en ef ekki er tekið tillit til breytinga á húsnæðisverði þá hefði verðbólgan aðeins hækkað um 1,9% á síðustu 12 mánuðum. Vísi- tala neysluverðs hefur hækkað um 4,8% það sem af er árinu, en fasteignaverðið hefur hækk- að um 18,4% á sama tíma. Greiningardeild Glitnis segist ekki telja að húsnæðismarkaður taki að kólna fyrr en Íbúða- lánasjóður lækki vexti á lánum sínum, sem muni væntanlega gerast í næsta útboði sjóðsins. Við- skiptaráðherra segir að það sé spurning hve raunhæf mæling á verðbólgu fengist ef húsnæð- isliðurinn væri tekinn alveg út, en ástæða sé til að skoða málið og kanna hvort húsnæðisliðurinn vigti of þungt og skekki myndina. Hins vegar verði alltaf að taka tillit til fasteignaverðsins með einhverju móti, eins og til dæmis Bretar geri, og að óathuguðu máli sé ekki hægt að kveða upp úr um hvort taka eigi húsnæðisliðinn alveg út eða ekki. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að það geti ekki verið lausn í efnahags- málum að taka út úr vísitölunni einhverja liði sem hækka, en það sé öllum í hag að meira jafn- vægi komist á á húsnæðismarkaði.|6 og 15 Til skoðunar að taka fast- eignir út úr vísitölunni  Mesta hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember í 17 ár  Húsnæðisliðurinn hækkar mest  Bankarnir telja auknar líkur á stýrivaxtahækkun Seðlabanka. Í HNOTSKURN » Sem fyrr er húsnæðisþáttur neyslu-verðsvísitölunnar sá sem hækkar mest, eða um 0,36%. » ASÍ bendir á að neysluvörur og þjón-usta hækki verulega í verði. FLEST verstu óveðrin á Norður-Atl- antshafi síðastliðin fimm ár urðu í kringum Ísland, að því er athugun norskra nemenda Haraldar Ólafsson- ar prófessors í veðurfræði leiddi í ljós. Nemendurnir könnuðu gögn úr gervitunglum sem mæla vindhraða yfir hafinu. Sýndu þau að fárviðrin, þegar vindur er yfir 40 m/s, verða helst milli Íslands og Grænlands og fyrir sunnan og austan Ísland. Fárviðrin urðu helst að vetrarlagi, það er á tímabilinu frá október og fram í mars. Í vetur er ætlunin að rannsaka nán- ar óveður í Norðurhöfum og verður flogið út í þau frá Norður-Noregi. | 2 Veðravíti við Ísland Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.